Morgunblaðið - 05.07.1968, Síða 13

Morgunblaðið - 05.07.1968, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 196« 13 Forvextir hækkaðir í Frakklandi Ráðstafanir boðaðar til þess að halda verðlaginu niðri París, 3. júlí — AP-NTB FRAKKLANDSBANKI hækkaði í dag forvexti úr 3.5% í 5% og tók þessi hækkun gildi þegar í stað. Ákvörðun um hana var tekin á fundi ríkisstjórnarinn- ar og í tilkynningu að honum loknum var frá því skýrt, að stjórnin hefði rætt um ráðstaf- anir til þess að halda verðlagi niðri vegna þeirra kauphækk- anna, sem voru hluti þess sam- komulags, er náðist eftir verk- föllin fyrir skömmu. M.a. verða skattar hækkaðir um 2,5 mill- jarða franka. í apríl 1965 voru forvextir lækkaðir úr 4% í 3.5%. Á fundi ríkisstjórnarinnar sagði de Gaulle og skírskotaði þar til þingkosninganna fyrir skemmstu, — að það hefði leitt í ljós, er þjóðin hefði verið spurð ráða 23. og 30. júní, að almenningur hefði trú á stofn- unum lýðveldisins, e*ðli þeirra og starfi. Þá hefði ennfremur kom- ið í ljós, að almenningur styddi í mjög ríkum mæli stefnu for- setans og ríkisstjórnar hans. De Gaulle sagði ennfremur, að franska þjóðin hefði á hinn Frakkar beygja sig fyrir EBE Strassburg, 3. júlí — NTB FRANSKA stjórnin hefur beygt sig fyrir kröfum stjórnar Efna- hagsbandalagsins í Brússel og fallizt á að fresta gildistöku verndarráðstafanna, sem ákveðn ar voru til handa frönskum iðn aði eftir verkföllin fyrr í sum- ar. Ráðstafanir þessar munu fyrst taka gildi eftir að þær hafa verið samþykktar af stjórn bandalagsins, en þær fela meðal annars í sér takmarkanir á ýms um mikilvægum innflutnings- kvótum. að var Jean Rey, fram- kvæmdastjóri Efnahagsbanda- lagsins, sem skýrði frá þessu á fundi þingmannaráðs EBE í Strassburg. Aðgerðir Frakka munu einnig verða ræddar á ýmsum ráðherra fundum, sem haldnir verða á næstu vikum, en búizt er við að þær verði samþykktar. Þing- mannaráðfð samþykkti í dag einróma, að styðja Frakkland vegna efnahagsástandsins í land- inu, svo fremi sem stjórnin hlýði reglum bandalagsins og að verndaraðgerðir verði takmark- aðar sem frekast er unnt. BÚSÁHÖLD LAUGAVEGI 59 SÍMI 23349 bóginn sýnt skýran vilja sinn í þá átt, að komið yrði á jafnvægi í efnahag landsins eins fljótt og unnt væri. De Gaulle sagði einnig, að koma yrði á röð og reglu í há- skólunum, svo a'ð þeir gætu gegnt skyldum sínum í þjóðfé- laginu og einnig minntist hann á áform sín um þátttöku stúd- enta í stjórn háskólanna og þátt- töku verkamanna í stjórn fyrir- tækja, án þess að hann gerði nánari grein fyrir því, með hvaða hætti hún ætti að verða. Gert er ráð fyrir, að löggjöf um þessi efni verði sett bráðlega. Jean Rey, forseti fram- kvæmdaráðs Efnahagsbanda- lagsins skýdði Evrópuþinginu í Strassbourg frá því í dag, að von væri til viðunandi samkomulags innan Efnahagsbandalagsins um Frakkland. Sagði hann, að erf- iðleikarnir í Frakklandi að und- anförnu hefðu leitt í ljós nauð- synina á sameiginlegri staðfestu bandalagsríkjanna. Var sam- þykkt í þinginu, að allt skyldi gert, sem unnt væri, til þess að styrkja frankann. Hurðir - hurðir Innihurðir í eik. — Verð kr. 3.200 kr. HURÐIR OG KLÆÐNINGAR, Dugguvogi 23. — Sími 32513. NORÐURLANDAMEIST ARAMÖT í Maraþonhlaupi, tugþraut karla og fimmtarþraut kvenna fer fram á Laugardalsvellinum í Reykja’ k dagana 5. og 6. júlí. í dag hefst keppnin kl. 5 síðdegis og á morgun kl. 1.30 e.h. Komið og sjáið fyrsta Norðurlandame istaramót í frjálsum íþróttum, sem hald- ið er á íslandi. Aðgangseyrir kr. 100 fyrir fullorðna og kr. 25.00 fyrir börn hvorn dag. Mótsnefndin. LíVTS STAPREST' Buxurnar sem ekki þarf að strauja — Ferða og sportfatnaður í úrvali

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.