Morgunblaðið - 05.07.1968, Síða 20

Morgunblaðið - 05.07.1968, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1966 Skrif stof u stú I ka óskast til fjöibreyttra skrifstofustarfa sem fyrst hálfan eða ailan daginn. Vélritun á ÍBM kúluritvél. Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist Morgunblaðinu sem fyrst merkt: „Miðbær — 8369“. — Stúdentaóeirðir Framhald af bls. 15. miklu og vaxandi fylgi að fagna. Atburðirnir í London School of Economics, í marz 1967, mörkuðu þáttaskil í þessari starfsemi stúdenta. Þá var vís- að úr skólanum um stundar- sakir tveimur stúdentum, sem höfðu brotið bann skólayfir- valdanna við því, að haldinn yrði fundur til þess að mótmæla skipan dr. Walters Adams í em- bætti rektors. Um átta hundr- uð stúdentar hættu að sækja tíma og fjögur hundruð settust að í skólanum í fimm daga. Nokkrir fóru í hungurverkfall. Ári síðar, í marz sl. skipulagði Vietnam-nefndin mótmæla- göngu vegna Vietnam til bandaríska sendiráðsins við Grosvenor Square og voru fjölmargir stúdentar í þeirri göngu, þótt ekki væri hún á þeirra vegum. Komu þeir víða að, m.a. frá Frakklandi og Þýzkalandi. Um þúsund lög- reglumenn voru kvaddir á vett vang og kom til ofbeldis af beggja hálfu. Um 250 manns voru handteknir. í Berlín urðu fyrstu veru- legu átökin árið 1965, þegar rektor háskólans bannaði fyr- irlestur blaðamannisins Erichs Kuby, sem hafði gagnrýnt það andkommúniska hugmynda- kerfi, sem liggur til grundvall- ar stofnun skólans „Das Freie Universitet". Fjögur þúsund stúdenta skrifuðu undir kröfu til háskólayfirvaldanna um málfrelsL Fyrir rúmu ári, 2. júní 1967, voru margir stúdentar særðir og einn skotinn til bana af lög- reglu, sem réðst gegn mótmæla göngu stúdenta gegn franskeis- ara, er hann var á ferð í Berlín. Eftir það fylktu stúdentar liði um róttækustu foringjana og héldu miklar mótmælaaðgerð- ir við útför stúdentsins. Borg- arstjórinn studdi aðgerðir lög- reglunnar og kostaði sú af- staða hann embættið. Upp frá því jukust óðfluga áhrif rót- tækra stúdenta og leiðtogi þeirra, Rudi Dutschke, varð brátt þjóðkunnur. Þegar á hann var skotið 11. apríl sL urðu stúdentaóeirðir um ger- Frá óeirðum í Faris. I Loftdælur Verkfæri ALLT A SAMA STAÐ Þvottakústar Gólfmottur Stýrisendar, spindilboltar, slitboltar, höfuðduælur og hjóladælur fyrir skoðun Benzínbrúsar, dráttartóg, lím og bætur. Aurhlífar (merktar), loftnetsstengur, rúðusprautur, olíusíur og viftureimar. Höggdeyfar, blöndungar, benzíndælur og vatnsdælur. Rofar, platínur, kveikjuhamrar, háspennukefli, ljósasamlokur, straumbreytar, o.fl. o.fl. Sendum í póstkröfu um land allt Loftpúðar (Air lift) Framdrifslokur WILYS-JEEP LAND-ROVER GAZ-69 BRONCO OG DODGE WEAPON Far an gu rsgrindur á fólksbíla og jeppa. Hjólbarðahringir Hjólbarðar Egill Vilhjálmsson hf. Laugavegi 118 — Sími 22240 vallt Vesbur-Þýzkaland. Sums- staðar mátti fyrst og fremst kenna klaufsku lögreglunnar um, að til blóðsúthellinga skyldi koma. Hún sýndi víða fádæma hörku og beitti að- ferðum, sem einungis voru til þess fallnar að hleypa í stú- denta illsku og þjappa þeim enn betur saman en áður. Og þannig mætti áfram telja og fara land úr landi. Ítalía hefur fengið sinn skerf. Einnig Argentína og Ástralía, Belgía og Brazilía, Ecuador og Egypta land, Japan, Spánn, Holland, Tyrkland, Kanada, Columbía. Nefnum land — og það er næsta líklegt, að þar hafi kom- ið til meiri eða minni stúdenta- óeirða að undanförnu. Og þessi stúdentaólga hefur ekki látið kommúnistaríkin afskiptalaus. Er skemmst að minnast atburð anna í Póllandi og Tékkósló- vakíu í vetur og vor. í Varsjá urðu stúdentar fyrir barsmíð- um lögreglu og verkalýðsfuU- trúa og voru síðan reknir um- vörpum úr skóla ásamt kenn- urum fyrir þátttöku í mótmæla aðgerðum. í Tékkóslóvakíu áttu stúdentar verulegan þátt í falli Novotnys forseta, sem áður hafði sigað á þá lögreglu. Hvað er sam- eiginlegt? Hvort samband er milli stúdentaóeirðanna í hinum ýmsu löndum fer mjög eftir því hvernig á málin er litið. Sé litið fyrst og fremst á hin staðbundnu máL sem sett eru á oddinn og litið á þau í póli- tísku, menningarlegu og sögu- legu samhengi má segja, að uppreisnir stúdenta á hverjum stað séu einstæðar. En sé lögð áherzla á anda þeirra, hinar tíðu mótmælaaðgerðir gegn Viet- namstyrjöldinni, gegn mismun- un kynþáttanna og haft í huga meðal annars, þáttur fjölmiðl- unartækjanna, almenn ósk um frelsi, breytingar á sviði mennta- og menningarmála, m.a. hvernig menningin hefur smám saman verið samhæfð vegna aukinna samgangna og upplýsinga í stað þess að vera sérstæð fyrir hvern stað eins.og áður — og sé einnig minnzt aldagamallar löngunar ungiinga til að rísa gegn ráðandi öfium og skipulagL má líta á upp- reisnirnar sem samstæða al- þjóðlega þróun. Á hinn bóginn má í stórum dráttum gera greinarmun á stúdentum í vanþróuðu ríkjun- um og háþróuðum iðnaðarríkj- um. í vanþróuðu ríkjunum hafa í vanþróuðu ríkjunum hafa stúdentar tilhneigingu til að binda sig meira við þjóðleg vandamál, svo sem ættflokka- deilur, efnahagsmál og fram- faramál þjóða þeirra. Stúdenta- hreyfingar í þessum löndum hafa yfirleitt orðið til sem skipulögð samtök í sjáilfstæðis- baráttu þjóðanna. Stjórnir þeirra eru gjarnan úr þessum samtökum komnar og stúdentar hafa tíðum sterk bönd við st j órnmálaflokkana. í iðnþróuðum löndum hafa stúdentar yfirleitt ekki sterk tengzl við stjórnmálaflokka á hverjum stað og þeir láta sig minna skipta einstök staðbund- in þjóðfélagsmál. Þar ganga stúdentar frekar á hólm við ríkjandi skipulag og stjórnmáila flokka eða gagnrýna þá að minnsta kosti harðlega. En ein- mitt sá þáttur í starfsemi þeirra skapar einskonar tengzl stúd- entahreyfingarinnar við bylting aröfi, einskonar tilfinningabönd fremur en hugsjónabönd. Bylt- ingarhugtakið er í þeirra aug- um sveipað rómantízkum blæ og sérstakri stemningu og það er af þessum sérstöku tengzl- um, sem aðdáun róttækra stúd- enta á Ohe Guevara og Mao tze tung er sprottin. Nánar verður gerð grein fyr- ir ýmsum hugmyndum rót- tækra stúdenta í næstu grein, sem væntanlega birtist í blað- inu á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.