Morgunblaðið - 05.07.1968, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 05.07.1968, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JULI 190» Meistarinn ver titilinn fyrir Noröurlandamethafanum Cetur Valbjörn blandað sér í keppnina um titilinn, er NM í tugþraut hefst í dag? I DAG kl. 4.30 hefst á Laugar- dalsvellinum Norðurlandamót í JóníMara þonhlaup? SVO kann að fara, að einn ís- lendingur verði meðal kepp- enda á Norðurlandameistara- mótinu í Maraþonhlaupi, sem hefst á Laugardalsleikvangin- um á morgun kl. 2 og lýkur þar einnig síðar um daginn. Jón Guðlaugsson úr Bisk- upstungum hefur áhuga á þátttöku og átti að fjalla um þátttöku hans á fundi FRÍ í gærkvöldi, en FRÍ fjallar um ísl. þátttöku í móti sem þessu. Jón hefur einu sinni hlaup- ið Maraþonhlaup — þá af Kambabrún og á Melavöllinn. Var hann rúmar 3 klst. á leið- inni, enda kalt þá í veðri og leiðin ósléttari og erfiðari en 7 sú sem hlaupin verður á 1 morgun. tugþraut karla og fimmtarþraut kvenna .Samhliða keppni í þess- um greinum fer fram á morgun, laugardag, kl. 2 Norðurlanda- mót í maraþonhlaupi og er það í fyrsta sinn sem slík keppni er hér haldin á alþjóðlegan mæli- kvarða. Til þessa Norðurlanda- móts eru alls komnir 29 keppend ur frá Danmörku, Noregi, Finn- landi og Svíþjóð, en 5 íslending- ar taka þátt í mótinu. ★ Tugþrautin í dag fer fram fyrri hluti tugþrautar karla og eru kepp- endur 12 talsins. Meðal þeirra eru þrír íslendingar, Valbjörn Þorláksson, sem sigraði í þessari keppni 1965, Jón Þ. Ólafsson og Páll Eiríksson. Þá er meðal keppenda Svíinn Lennart Hedmark, sem sigraði í þessari keppni í fyrra og ver því Norðurlandatit-il sinn nú. Hann er hörð kempa og á m.a. yfir 80 m kast í spjótkasti bezt. En síðast en ekki sízt skal nefna Danana Steen Schmidt Jensen, sem fyrir stuttu síðan setti Norðurlandamet í tug- þraut, náði 7592 stigum á móti í Danmörku og stökk þá m.a. 4.75 m í stangarstökki. Það má því bóka að keppni tugþrautargarpanna verðux hörð og án efa jöfn. íslandsmet Val- bjarnar er 7165 stig sett á OL í Tokíó 1964. Valbjörn hefur náð góðum afrekum í vor en, fékk um síðustu helgi hálsbólgu og inflúenzu, en er á batavegi. Von- andi há veikindin honum ekki i keppninni. ★ Fimmtarþraut kvenna í fim mtarþraut kvenna eru keppendur ellefu, m.a. Þuríð- ur Jónsdóttir og Sigrún Sæ- mundsdóttir. Hörðust verður bar áttan án efa milli Ninu Hansen, Danmörku, sem á Norðurlanda- metið, 4548 stig, og Berit Berth- elsen, Noregi, sem er mjög vax- andi afrekskona og stökk m.a. 6.67 m. í langstökki í Póllandi nýlega. í tugþrautinni í dag er keppt í 100 m hlaupi, langstökki, kúlu- varpi, hásitökki og 400 m hlaupi. í kvennaþrautinni er keppt í 80 m grindahlaupi, kúluvarpi og hástökki. Á morgun hefst keppnin aftur kl. 1.30. Kl. 2 hefst svo Mara- þonhlaupið á leikvanginum og lýkur þar 2 og hálfri til þremur stundum síðar. Norðurlandamethafinn sig undir hástökk. nýbakaði, Steen Schmidt Jensen, hýr Baráttan Fram • • milli FH og eÖa Hauka? Ragnar Magnússon, Hans . Isebam og Einar Guðnason með hin veglegu sigurlaun í Coca Cola keppninni. 10 lið mæta til leiks í 2. flokki kvenna TVEIR leikir voru leiknir í meistaramóti karla í handknatt- leik utanhúss á miðvikudags- kvöldið. Þá vann Valur Þrótt með 23 mörkum gegn 20 og Vík- ingur vann ÍR 15:12. Báðir þessir leikir einkennd- ust af harðri baráttu, eins og reyndar flestir leikir mótsins, og hefur varla mátt á milli sjá lið- anna flestra fyrr en á lokamín- útunum. Valur, sem nú tefldi fram Her- manni Gunnarssyni m.a., náði forystu í fyrri hálfleik og stóð 12:10 í hléi. Þrótti tókst að jafna Tvö Noriurlanda- mót í Reykjavík Mikill annadagur á íþróttavöllum ÞAÐ er mikið um að vera á vettvangi íþróttanna um þessar mundir. f dag hefst hér Norður- Einar og Ragnar sigruðu í Coca Cola keppninni Hinni árlegu Coca Cola keppni Golfklúbbsins, sem er ein stærsta keppni á ári hverju, lauk s.l. laugardag eftir harða, skemmti- lega og jafna keppni. Alls hófu 71 kylfingur keppni, en sumir heltust úr lestinni er á leið keppnina. Einar Guðnason bar sigur úr býtum í keppni án forgjafar og lék hann mjög vel síðustu 18 holurnar og vann þá upp 6 holu forskot er Þorbjörn Kjærbo GS hefði náð, og reyndar meira en það, því sigur hans var örugg- ur. Unglingameistari íslands í golfi, Hans Ó Isebarn varð ann- ar í keppninni, eftir að hafa sýnt öryggi og jafnan leik alla keppnina. Hann hlaut einnig 2. sæti í keppni með forgjöf. Úrslit í keppninni urðu þessi: Án forgjafar: 1. Einar Guðnason 324 högg. 2. Hans Ó Isebarn 326 högg. 3. Þorbjörn Kjærbo GS 329 4. Eiríkur Helgason 335 5. Gunnlaugur Ragnarsson 336 6. Arnkell B. Guðmundsson 7. Óttar Ingvason 337 Með forgjöf. 1. Ragnar Magnússon 271 2. Hans Isebarn 274 3. Markús Jóhannsson 274 4. Gunnlaugir Raignarsson 280 5. Pétur Antonsson 280 6. Arnkell B. Guðmundsson landamót í þrautum frjálsíþrótta og Maraþonhlaupi á morgun. Um helgina er ráðgerð heil umferð í 1. deildarmótinu. Leika þá Keflavík Oig Fram (á laugardag), og á sunnudag leika í Rvík lið Vals og Akureyringa og í Vestmannaeyjum leika KR- ingar við heimamenn. Á mánudag, miðvikudag og föstudag eru svo leikir í Norður- landamóti unglinga (18 ára oig yngri) í knattspyrnu og verður leikið alla dagana í Reykjavík og í Keflavík og á laugardaginn 13. júlí verða þrír úrslitaleikir mótsins, tveir í Laugardal og einn á velli Vals við Hlíðar- enda. Svona annadagar eru ekki al- veg óþekktir hér, en hið óvenju- lega er, að hér er að mestu um Norðurlandakeppni að ræða og eru það í fyrsta sinn, bæði á vettvangi frjálsíþrótta og knatt- spyrnu ungu mannanna. 14:14, en á endasprettinum reyndust Valsmenn sterkari og unnu 23:20. Víkingar náðu strax forystu gegn ÍR og stóð 10:6 í hálfleik. En ÍR-ingum tókst að jafna 12:12. Var leiku.rinn síðan all harður á kafla, en mistök ÍR- inga ollu því, að Vikingar kom- ust aftur yfir og sigruðu 15:12. í rn.fi. kvenna skildu KR og Ármann jöfn, 10:10, og það jafn- tefli nægði KR-stúlkunum til sigurs í riðlinum og úrslitaleiks um ís'landsmeistaratitilinn. í keppni karla er FH efst og sigurstranglegast í A-riðli, en i B-riðli eru Fram og Haukar jöfn að stigum og leikurinn milli liðanna innbyrðis ræður úrslitum um, hvort fer í úrslita- leikinn. Um helgina fer fram keppni i 2. fl. kvenna. Verður leikið á grasflötinni við Vesturbæjarlaug ina. Til keppninnar koma 10 lið víðsvegar að af landinu. Fara 10 leikir fram á laugardag (hefjast kl. 2) og 10 árdegis á sunnudag. Úrslitaleikurinn verður um kvöld ið við Melaskólann, en þá leika einnig í karlaflokki KR—Valur og Þróttur — Ármann. Nómskeið í handknottleik Námskeið í Handknattleik. Handknattleiksdeild kvenna Ár- manni heldur námskeið í hand- knattleik fyrir byrjendur á Ár- (nannsvellinum, mánud og fimmtu daga kl. 6.15. Þátttökugjald er 100 kr. og greiðist við innritun. Verið allar velkomnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.