Morgunblaðið - 06.07.1968, Síða 13

Morgunblaðið - 06.07.1968, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚLl 1968 13 Tryggvi Jónsson meff tvo væ nstu laxana, sem hann fékk í Laxá í Kjós þennan daginn. — Væri suðaustan Framhald af bls. 10. — Það er þessi eftirvænt- ing og gleðin, þegar sigur vinnzt. Svo er alltaf gaman að reikna út árnar. — Reikna út árnar? — Já, piltar minir. Það gengur enginn fram á bakk- ann og dregur lax í fyrsta skipti. Nei, það þarf að læra á hverja á, finna út straum- inn og lygnurnar, greina flugustaðina og maðkastaðina og margt fleira. Laxveiðin er nefnilega háþróuð vísinda- grein, skal ég segja ykkur, ef rétt er að farið. — Og Pétur hiær við. — Hvað kostar stöngin hérna í Laxá í Kjós? — Hún kostar 3200 krónur yfir daginn. Við Klingeberg hittum við Gísla Einarsson og Björn Knútsson. Þeir voru búnir að fá fimm laxa, sá stærsti var 19 pund. Þeir söigðust bæði hafa notað maðk og flugu. Og Gísli sagði okkur af hverju nafnið væri dregið: — Fyrir fjöldamörgum ár- um veiddi hér mikið danskur maður að nafni Klingeberg. Hann var eitthvað fatlaður, sat alltaf hérna og hafði hjá sér vískiflösku og staup, sem hann greip í milli laxa. Engar sögur fara þó af því að lax- inn hafi dregið karl út í. En hingað sótti hann alltaf og nafnið festist við staðinn. f Norðurá er líka til Klinge berg, sem heitir eftir þessum sama manni. Þegar við fórum voru lax- veiðimennirnir enn að. Eng- inn lax var dreginn á meðan við stóðum við, en kannske hafa þeir bitið síðar um dag- inn. Það var líka að draga vestangolunni. Gísli Einarsson kastar frá Kli ngebergi og Björn Knútsson horfir á. Övitar ollu stórtjóni ÞRÍR smástrákar urffu valdir aff tjóni, sem nemur rúmlega einni milljón króna, þegar þeir kveiktu í rusli á geymslusvæffi Slippfé- lagsins á Eiðsgranda á fimmtu- dagskvöld. Eldurinn læsti sig í mikinn timburstafla, sem nýbú- iff var að skipa upp, og brunnu þeir aff mestu leyti. , Lögreglan kom á vettvang með fimm dælubíla, en það tók rúmar tvær klukkustundir að ráða niðurlögum eldsins, enda var slökkvistarfið mjög erfitt, þar sem þeir urðu að rífa sund- ur allar stæður. Timbrið var vátryggt, en þetta hefur i för með sér miklar af- greiðslutafir. Sem fyrr segir var farmurinn nýkominn til lands- ins, og Slippfélagið búið að taka á móti mörgum pöntunum. Nú verður það hinsvegar timbur- laust í heilan mánuð, áður en ný sending kemur. Gunnfríöur M. Jóns- dóRir—Minningarorö í DAG verður jarðsett frá Strandarkirkju í Selvogi frú Gunnfríður M. Jónsdóttir mynd- böggvari, sem andaðist hér í borg 28. júní sl. Gunnfríður var fædd að Sæunnarstöðum í Hallárdal, Au-Hún. 26. des. 1889. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Jónsson og kona hans, Halldóra Einars- dóttir, er þá bjuggu þar, en fluttu síðar litlu að Kirkjubæ í Norðurárdal í sömu sýslu. Ólst Gunnfríður þar upp, ásamt systr- um sínum og hefi ég heyrt Hún- vetninga þrátt kenna þar systur við Kirkjubæ, sem var þekkt gestrisni- og rausnarheimili. Um tvítugsaldur stundaði Gunnfríð- ur nám í Kvennaskólanum á Blönduósi hálfan annan vetur. En hinn síðari vetur, sem hún var þar brann skólahúsið, svo eigi varð lokið námi þar þann vetur. Snemma á ævi mun listhneigð Gunnfríðar hafa sagt til sín, enda þótt sjúkdómar, fjárskortur og ýmsir aðrir örðugleikar, sem lön.gum skópu íslenzkri æsku þröngan stakk, vörnuðu henni lengi fram eftir árunum, að helga sig þeirri gáfu. Fyrstu mynd sína mótaði hún á 42. ári. Nefndi hún þá mynd: Dreymandi drengur. Árið 1919 fór Gunnfríður til útlanda og dvaldi erlendis að mestu næstu 10 árin. Ferðaðist hún víða um lönd ásamt manni sínum, allt suður til Ítalíu og Grikklands, skoðaði listasöfn og byggingar og kynntist á þann hátt hinni háþróuðustu listmenn- ingu Evrópu, að fornu og nýju. — Má því nærri geta hver lífs- lind slíkt hefur verið listdraum- um hennar, enda mun hún að loknum þeim ferðum ekki hafa lengur verið í vafa, að líf hennar og starf skyldi helgast þeim draumum. — Á dvalarárum sín- um erlendis kynntist hún Ás- mundi Sveinssyni myndhöggv- ara, en þau felldu hugi saman og giftust 24. júní 1924. — Sam- vistum slitu þau eftir um tutt- ugu ára sambúð. Því miður skortir mig þá þekk ingu á myndlist, að ég telji mig þess umkominn að leggja hér dóm frá eigin brjósti á listaverk þau, er eftir Gunnfríði liggja, enda veit ég að það munu þeir gera, sem mér eru þar hæfari. Hitt veit ég að Gunnfríður hef- ur hlotið lof dómbærra manna fyrir listaverk sín og verið veitt listamannalaun af úthlutunarfé ríkissjóðs til skálda og lista- manna. — Ég kynntist ekki Gunnfríði fyrr en á efri árum hennar og varð sú kynning í gegnum syst- ur hennar og mága, frú Einöru, konu Hjartar Kristmundssonar skólastjóra og frú Þóru, konu Jóhanns Fr. Guðmundssonar. En þau hjón, Þóra og Jóhann eru bæði látin. Við hvortveggju þessi hjón hefi ég átt órofavin- áttu um tugi ára og á heimilum þeirra kynntist ég Gunnfríði, er við svo þrátt dvöldum þar sam- timis, sem gestir. Gunnfriður var gáfukona, fjöl- lesin og fjölfróð um skáldskap og bókmenntir, svo sem þær syst ur allar. Og auk þeirrar gáfu á sviði myndiistarinnar, sem hún hefur orðið svo kunn fyrir bæði heima og erlendis, var hún einnig gædd skáldskapargáfu, þótt hún legði við hana minni rækt. — En skáldgáfan er fylgi- nautur þeirra systra allra, sem ég hef kynnst og mun vera lang- feðra arfur. Gunnfríður kaus sér legstað við Strandarkirkju, þar sem hin fagra mynd hennar, Landsýn, stendur. Við ströndina þar blikar hið mikla úthaf, stundum iyngt, kyrrt og fagurt, sem hinn Ijúf- asti draumur, en oft úfið og grátt, þegar himingnæfar brim- öldurnar svarra um hleinar og voga og byrgja leiðir og sýn. Mér finnst skiljanlegt að ein- mitt þama kysi listakonan sér síðasta hvílurúm. Líf listamannsins er sem hið streymandi haf ,auðugt af víð- sýni, mildi og fegurð ,en hversu oft o.g hátt mundu ekki einnig rísa þar þær hodskeflur óróa og angurs er sárustum sviða valda. Eg flyt systrum frú Gunnfríð- ar og öðrum ættingjum og ást- vinum hugheilar samúðarkveðj- ur. Knútur Þorsteinsson. ENNÞÁ einu sinni hefur sláttu- maðurinn mikli höggvið skarð í fylkingu listamannanna. í dag verður til moldar borin frú Gunnfríður Jónsdóttir, mynd höggvari. — Hún hóf mynd- höggvarastarf sitt einkum eftir að líða tók á ævi hennar, en aillt hennar líf var tengt list og listamönnum. — Gunnfríður var skapheit, gáfuð og stórbrotinu kvenskörungur. Hún var félagi fyrst í Félagi íslenzkra mynd- listarmanna og síðar einn af stofnendum Myndlistarfélagsins. Eitt verka hennar — Landsýn — sem stendur við Strandar- kirkju, var henni hugstæðast, eins og öllum þeim er sjá það. Nú siglir hún yfir móðuna miklu og eygir landsýn, þar sem sólbjartar framtíðarstrandir rísa úr sæ og erfiðleikar okkar jarð- neska lífs verða ekki hindrun frjórri og skapandi sál til list- sköpunar. Ég kveð góðan félaga okkar og vin. Eggert Guffmundsson, listmálari. Kveðja frá félögum Myndlista- félagsins. __ E.G. ÉG tel það hafa verið mér ávinningur að hafa haft nokkuð mikil kynni af listakonunni frú Gunnfríði Jónsdóttur, mynd- höggvara. Hæfileikar hennar voru margþættir og mannkostir miklir. Hún átti stóra og sterka sáþ sem lét ekki bugast, en bjó sér leiðir með hyggjuviti og dugn- aði á hverjum tíma. Tilfinningar sínar var hún ekki að rétta Pétri eða Páli, en lagði starfskrafta sína með alúð við hugðarefni sín. Allt, sem hún vann við, vann hún með einlægni og ákveðnum vilja, sér til sóma og öðrum til ánægju. Ég minnist þess, er við vor- um báðar með í sama ferða- mannahóp, sem nam staðar í Sel- vogi til að sjá Strandarkirkju, og eftir að hafa séð hana geng-u allir út að styttunni Landsýn, sem er nágranni kirkjunnar. Landsýn er ein af sérstæðustu listaverkum frú Gunnfríðar og flestum hugstæð, sem hana hafa séð, enda er hún táknrænt verk um liðna atburði. Á stalli stytt- unnar eru rituð ljóð eftir frú Gunnfríði, því með öðru meiru var hún vel skáldmælt. Og er við erum þarna að ganga í kringum styttuna, segir fararstjórinn við frú Gunnfríði: — Lestu nú fyrir okkur þessi ljóð, sem eru á stalli styttunnar. Frú Gunnfríður stoppaði göngu sína og las svo Ijóðin af munni fram og hlaut hún mikið lófa- klapp að loknum lestri. Blessuð sé minning hinnar mikilhæfu listakonu. G.J. Eftirfarandi ljóðlínur urðu til eftir að Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti hafði séð högg- myndasýningu frú Gunnfriðar Jónsdóttur: Ég kom þar við sem köllun starfsins skýr kraftur vit og snilli andans býr þar, sem listakona vinn-ur verk, er verða um aldir talin stór og merk þar, sem trúin túlkar hjartans mál í töfrum þeim, er birtast stórri sál. GJ. Nafn drengsins DRENGURINN, sem drukknaði í Elliðaánum í fyrradag, hélt Þorlákur Ríkharðsson, og var sjö ára gamall. Konur I Megrunaræfingar fyrir konur á öllum aldri. B Þriggja vikna kúr, sex tím I ar á viku. Aðeins tíu konur I í 'hverjum flokki. Dagtímar — kvöldtimar. p Góð húsakynni. ý Böð á staðnuom. 'í: Konum einnig gefinn kost- I ur á matarkúr eftir læknis. I ráði. Prentaðar leiðbeiningar fyrir heimaæfingar. Ss Nú er rétti tíminn til aff I grenna og fegra líkamann ■ fyrir sumarleyfin. Timapantanir alla daga kl. I 9—5 í síma 83730. Kynniff yffur frábæran ár- I angur. Laugardalsvöllur Norðurlandameistaramótið heldur áfram í dag kl. 13.30. Það er í dag sem 12 erlendir keppendur berjast um Norðurlandameistara- tignina í Maraþonhlaupi. Komið og sjáið fyrstu Maraþonhlaups keppni á íslandi. MÓTSNEFNDIN.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.