Morgunblaðið - 10.07.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.07.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1008 Úr einni sumarferð Varðar. SUMARFERÐIR VARÐAR BORGARFJARÐARFERÐ UM KALDADAL Hin árlega sumarferð Lands- málafélagsins Varðar verður far- in n.k. sunnudag 14. júlí. Farin verður Borgarfjarðar- Æerð um Þingvelli, Kaldadal, Húsafell og Skorradal. Að þessu sinni er nú í ráði að kanna nýja leið og halda yfii Kaldadal, eina af hinum fornu fjallaleiðum milli landsfjórð- unga, þar sem í góðu veðri er dásamlegt að vera á ferð miilj fagurra fjalla og skínandi jökla Svo sem kunnugt er, hafa skemmtiferðir Varðarfélagsins notið mikilla vinsælda á undan- fömum árum. Hafa ferðir þess- ar verið mjög eftirsóttar og ver- ið fjölmennustu ferðalög sum- arsins. Varðarförin er orðin hjá fjölda fólks fastur liður á hverju sumri. Fólk á hinar ánægjulegustu endurminningar frá fjrrri ferðum félagsins, svo sem með ferð __ um sögustaði Njálu, vestur Ámessýslu, vest- ur í Hítardal, um Stokkseyri og Eyrabakka um Villingaholt og Skálholt, Gullfoss og Geysi, um Þjórsárdalinn og ferðin s.l. sum- ar austur að Skógum og um Fljótshliðina, en í ferðum þess- um hafa þátttakendur verið frá 600 til 1000 manns. Það munu því margir hugsa Lppreisn innan brezka * Ihaldsflokksins London, 9. júlí NTB. Edward Heath, leiðtogi brezka íhaldsflokksins, hafði í mörg hom að líta í dag, er hann reyndi að koma í veg fyrir al- varlegan klofning í þingflokki Ihaldsflokksins við atkvæða- greiðslu um hið nýja frumvarp stjórnarinnar, sem miðar að því að stemma stigu við mismunun kynþáttanna á vinnumarkaði og í húsnæðismálum. Var frumvarpið tekið til síðustu umræðu í neðri málstofunni í dag og var búizt við atkvæðagreiðslu um það seint í kvöld eða nótt. Vafalaust verður frumvarpið samþykkt, því að Verkamannaflokkurinn hefur þar öruggan meirihluta. Forysta íhaldsflokksins hafði hvatt þingmenn sína til þess að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna að þessu sinni, en talið var í kvöld, að a.m.k. fimmtíu þing- menn mundu virða þau til- mæli að vettugi og greiða at- kvæði gegn frumvarpinu. Þingflokkur íhaldsmanna hef- ur í fyrri atkvæðagreiðslum um mál þetta greitt atkvæði gegn því, en nú taldi Heath, að svo mjög hefði dregið úr áhrifum frumvarpsins á ferð þess gegn- um þingið, að ástæðulaust væri fyrir flokkinn að greiða atkvæði gegn því. Stjómmálafréttaritarar segja, að mál þetta sé heldur illt fyrir Heath og dragi úr vonum þeim, sem hann að undanförnu hafi al- ið með sér um að komast í for- sætisráðherrastól lands síns við næstu kosningar, þar sem Verka mannaflokkurinn hefur sífellt tapað í aukakosningum að und- anförnu. gott til þessarar ferðar sem nú verður farin um Borgarfjörðinn. Lagt verður af stað frá Reykjavík kl.8 f.h. á sunnudag. Farið verður sem leið liggur um Mo3felIsheiði til Þingvalla í Bolabás og virðum fyrir okkur dásemdir Þingvallasveitar, þar sem Jónas Hallgrímsson sagði: „Gat ei nema guð og eldur gert svo dýrlegt furðuverk" , þá verð ur ekið frammeð Ármannsfelli að Meyjarsæti um Sandkluátir um Bláskógaheiði að Brunnum sem er gamall áningastaður. Leiðin liggur um Bláskógaheiði þar sem ekið verður yfir sýslu- mörk Árnessýslu og Borgarfj- arðarsýslu. Útsýnið frá Kalda- dal er tilkomumikið, þar sér maður Fanntólfell og jöklana OK, Þórisjökul, Geitlandsjökul, Langjökul, en í norður rís ís- kaldur Eiríksjökull, einhver glæstasti jökull landsins. í þess- um töfrandi jökulheimi er Kaldidalur. En fjarri sé það oss öllum að taka undir feirðabæn Hannesar Hafsteins: „Ég vildi það yrði nú ærlegt regn og ísl- enzkur stormur á Kaldadal" . Vér skulum heldur snúa þessu við og hafa ferðabæn vora á þessa leið: Ég vildi það yrði nú sumarsól og sváslegt veður á Kaldadal. Norður af Kerlingu er Langihryggur, en þar fyrir norðan tekur við Skúlaskeið. Þegar ekið er yfir Lambá, höf- um við til sinn hvorrar handar Hafrafell og Strútinn, og er þá komið í hið dásamlega umhverfi Borgarfjarðar. Nú beygir vegur inn niður að Húsafelli, þar eru okkar indælu skógar, komið að Barnafossum, ekið um Hálsa- sveit hjá Reykjum um Bæjar- sveit, Hestháls og Skorradal, þá verður ekið um Geldingadraga, Kornahlíð, Svínadal hjá Fer- stiklu og um Hvalfjörðinn til Reykjavíkur. Árni Óla, ritstjóri verður leið- sögumaður fararinnar, einnig verður læknir til taks í förinni, þá verður ferðalagið kvik- myndað. Þátttöku í ferðina nú ber að tilkynna í Sjálfstæðishúsið uppi, sími 17100, en þar eru farseðlar seldir til kl. 5 ogtil kl.10 á fimmtudagskvöld, en fólk ætti ekki að draga það lengur að tryggja sér miða í ferðina. Varðarfélagið mun gera allt til þess að ferðin megi verða hin ánægjulegasta. Verði miða er stillt mjög í hóf, en verð þeirra er 395.00 kr. og þar innifalin hádegisverður og kvöldverður. Arinbjörn Kolbeinsson, læknir, heldur á sýni með taugaveiki bróðursýklum, en mikið af sýn- um úr fólki eru ræktuð á Rannsóknarstofu Háskólans, í leit að nýjum tilfellum af sjúkdómum. nýjum tilfellum af sjúkdóminum. Ekkert finnst frekar sýnum af norðan * I STÖðUGT er unnið að því að reyna að finna orsök sýki þeirr- ar, sem upp kom í kúm og fólki á Rútsstöðum í Eyjafirði, og Ieit að því hvaðan sýklarnir hafa upphaflega komið. Eru stöðugt send sýni úr mönnum og jskepnum suður til sýklarann- sóknar. Sýni frá skepnum eru ræktuð á tilraunastöðinni í meinafræði á Keldum og þar er einnig rannsakað skepnufóður. En sýni frá mönnum og úr mat'- vælum eru ræktuð i sýkladeild Rannsóknarstofu Háskólans við Barónsstíg. Og þar er endanleg ákvörðun á sýklastofnunum framkvæmd í öllum tilfellum. Mbl. hefur fengið upplýsingar um hvernig þessi mál standahjá þeim sem fyrir þessum rannsókn um standa á báðum stöðunum, þeim Arinbirni Kolbeinssyni, lækni og forstöðumanni sýkla- deildar Rannsóknarstofu Háskól ans, og Páli A. Pálssyni, yfir- dýralækni á Keldum. Páll sagði, að á Keldum hefðu verið tekin sýni úr hænsnum, hrossum og kúm og væntanleg væru nú sýni úr mávum og rott um að norðan. Hefðu aðeins fundist merki um þennan á- kveðna sjúkdóm í kúm frá Rúts- stöðum. Leitað hefur verið í sýn Framhald á bls. 17 ,Laubina‘ Nýtt vopn í baráttunni við bungrið? New York, 9. júlí. AP. • Vísindamönnum við | | bandaríska háskólann í i Beirut hefur tekizt að framleiða næringarefni, sem þeir telja að geti orð- ið veigamikið vopn í bar- áttunni við hungrið i ver- öldinni. Leita þeir nú að aðila, sem getur tekið að sér að framleiða efnið í verulegu magni og dreifa því til þeirra sem þurfandi eru. Einn vísindamannanna, Jam es W. Cowan, aðstoðarprófess or í næringarefnafræði við há skólarm í Beirut skýrði frá þessu í New York í diag og því með, að þeir vísindamenn- irnir kölluðu efnið „Laubina.“ Væri það blanda af hveiti og sérstakri baunategumd, sérlega auðug af eggjahvítuefnum og hitaeiniingum. Væri hún sér.- staklega hugsuð handa böm- um í Auisturlöndum nær, Ind landi, Pakistan, Norður Af- ríku og þeim stöðum í Norð- ur- og Suður Ameríku, þar sem mestur skortur er á fæðu, er inniheldur nóg af hitaein- ingum og eggjahvítuefnum. Cowan sagði, að þeir vís- indamennimir teldu, að efn- ið yrði ódýrt í framleiðslu, sennilega mætti framleiða fyr ir þrjú og hálft eent skammt, sem sjá mundi ungbami fyrir næstum öllu því eggjahvítu- efni sem það þarfnaðist dag- lega og hálfum lágmarks- skammti hitaeininga á dag — sá skammtur jafnaðiist á við 200 grömm af kjöti og 1 peia af mjólk. Hann upplýsti ennfremur, að það hefði tekið sjö ár að framleiða, ,Laubina“ og hefðu vísindamennimir m,a. notið styrks frá Barnahjálparsjóði Sameinuðu þjóðanna. Eftir langvarandi tilraunir á dýr- um hefði efnið verið reynt á barnaheimilum í Beirut með góðum árangri. Ákvörðun London, 9. júlí. AP. ÁFRÝJUN James Earls Rays sem talinn er banamaður dr. Mart- ins Luthers Kings, á þeim úr- skurði að hann skuli framseldur bandariskum yfirvöldum, verður tekin fyrir í Lundúnum 29. júlí. Ray mun verða í varðhaldi enn um sinn vegna ákæru um að hafa borið falsað vegabréf og haft í fórum sinum byssu án leyfis., S-Vietnam hvetur Hanoi til beinna friöarviðræöna París, 9. júlí AP-NTB. AMBASSADOR S-Vietnam Bui Diem, sem er fyrirliði sendinefndar frá S-Vietnam, sem fylgist með samningavið ræðunum í París hvatti í dag Hanoistjórnina til að fallast á beinar friðarviðræður í því skyni að binda enda á Viet- namstyr j öldina. Bui Diem sagði þetta á blaða- mannafundi, sem hann efndi til og hann kvaðst bera þessa áskor un fram fyrir hönd stjómar sinn ar. Hann sagði að ef Hanoistjóm in gæti losað sig úr því áróðurs- neti, sem hún hefði flækt sig í og horfzt í augu vi‘ð staðreynd- irnar mundi skref vera stigið í áttina til lausnar á vandanum. Hægur vandi væri að hef ja bein- ar friðarviðræður milli stjórna Norður- og Suður-Vietnam, eins og Saigonstjórn hefði margsinnis stungið uppá. Jafnskjótt og Norð ur-Vietnamar gerður sér ljóst, að þeir gætu ekki lagt S-Viet- nam undir sig með ofbeldi og undirróðursstrfssemi hefði myndazt góður grundvöllur fyr- ir friði. Ambassadorinn kvaðst vilja leggja á það áherzlu að Parísar- viðræðurnar milli Bandaríkja- manna og N-Vietnama hefðu það eitt að markmiði að komast að niðurstöðw um það vi'ð hvaða skilyrði mætti stöðva loftárásir á N-Vietnam. Vietnamska þjóðin yrði hins vegar sjálf og upp á eigin spýtur að ákveða örlög sín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.