Morgunblaðið - 10.07.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.07.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1908 Utgefandi Hf Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi. Þorbjöm Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Aaglýsingastjóri Arni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Askriftargjald kr 120.00 á mánuði innanlands. í lausasölu. Kr. 7.00 eintakið. NÝSKIPAN LÆKNIS- ÞJÓNUSTU í REYKJA VÍK k fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í sl. viku voru samþykktar tillögur um nýskipan læknisþjónustu utan sjúkrahúsa í höfuðborg- inni. Að tillögum þessum hefur verið unnið undir for- ustu borgarlæknisins í Reykjavík, Jóns Sigurðsson- ar, allt frá árinu 1964 en sér- stök ályktun var gerð um nauðsyn endurskoðunar ríkj- andi fyrirkomulags í borgar- stjórn í september 1963. ítar- leg greinargerð fylgir tillög- um læknisþjónustunefndar- innar og er óhætt að full- yrða að tillögur þessar eru vandaðri og betur undirbún- ar en flest mál, sem lögð eru fyrir borgarstjórn Reykja- víkur. Segja má að tillögur þess- ar skiptist í tvo höfuðþætti. Annars vegar er um að ræða tillögur er stefna að því að hefja almennar lækningar, þ.e. heimilislækningar, til vegs og hins vegar að skipu- leggja læknisþjónustu í borg inni eftir hverfum til sam- ræmis við öra stækkun borg- arinnar og ný viðhorf, sem af þeim sökum hafa skapazt í heilbrigðismálum borgar- búa. í tillögunum er bent á nauðsyn þess, að kennslutil- högun við læknadeildina miði að því að læknanemar fái aukinn áhuga og meiri reynslu í almennum lækn- ingum og í því sambandi bent á, að hugsanlegt sé að stofnsetja sérstakan kennara- stól við læknadeildina í þessu skyni. Þá er ráð fyrir því gert að settar verði regl- ur um veitingu fræðilegrar og starfslegrar viðurkenning- ar í heimilislækningum og ákvæði um framhaldsmennt- un í þessari grein verði felld inn í reglugerð um sérgrein- ar í læknisfræði. Loks er gengið út frá því, að sérfróð- ir heimilislæknar fái samsvar andi laun og aðrir sérfræð- ingar. Hin nýja hverfaskipt- ing læknisþjónustunnar er hugsuð á þann veg, að borg- inni verði skipt í læknasvæði með 6—14 þúsund íbúum hvert og komi 1500—2400 íbú ar á hvern heimilislækni. Jáfnframt verði stuðlað að því að nokkrir heimilislækn- ar vinni saman í sameigin- legu húsnæði á þessum læknasvæðum. íbúar hvers læknasvæðis skulu kjósa sér einn af þessum læknum sem heimilislækni og hafi hver fjölskylda sinn lækni. Svæð- isbúum gefst að vísu kostur á að velja sér heimilislækni utan svæðisins en þá þarf samþykki þess læknis að koma til. Ef einhverjir borg- arbúar velja sér ekki heim- ilislækni, þrátt fyrir ítrekað- ar áskoranir þar um, hefur Sjúkrasamlagið rétt til þess að ákveða, hver vera skuli heimilislæknir þeirra, sem þannig er ástatt um. í tillögunum eru síðan ít- arleg ákvæði um þær kröf- ur, sem gera verður til þeirr- ar þjónustu, sem heimilis- læknarnir eiga að veita, svo sem um læknastofur, við- talstíma og annað slíkt. Enn- fremur er vikið að samstarfi heimilislækna, sérfræðinga í öðrum greinum og sjúkra- húsa og lögð áherzla á, að samstarf þessara aðila verði sem bezt og að hraðvirk upp lýsingastarfsemi fari fram milli þessara aðila um sjúkl- inga. Með samþykktum borgar- stjórnar um þetta efni, er leitast við að finna leið út úr því ófullnægjandi ástandi, sem ríkt hefur í borginni um nokkurt skeið að því er lækn isþjónustu varðar, en gamla heimilislæknakerfið virðist að verulegu leyti hafa brotn- að niður og vaxandi fjöldi lækna horfið frá heimilis- lækningum. Það er og ekki óeðlilegt, að nokkrar breyt- ingar þurfi á skipulagi, sem lengi hefur verið við lýði, þegar svo örar breytingár verða, sem orðið hafa í Reykjavík á undanförnum árum. Sérstök nefnd, skipuð full- trúum Læknafélags Reykja- víkur, Sjúkrasamlagsins og borgarráðs mun annast fram- kvæmd hinnar nýju skipun- ar og er þess að vænta, að hinir nýju starfshættir kom- ist sem fyrst á, og að góð samvinna takist milli lækna og annarra aðila sem hlut eiga að máli, borgarbúum og þá sérstaklega sjúklingum til hagsbóta. SKÓLABÓKA- SÖFN ¥ skólum hérlendis hefur lít- *■ ið farið fyrir skólabóka- söfnum fram til þessa. En er- lendis eru sérstök skólabóka Vandamál þvottafólks í Indlandi AP — Eftir Joe McGowan. ORÐIÐ „d'hobi“ er notað um fólk í Indlandi sem hefur at- vinnu af því að þvo fatnað við árbakkann. Og þetta fóik er að missa atvinnuna. Iðn- byltingin í Bretlandi svipti marga atvinnu sinni. Nú er þvottavélin að vinna sér þegn 11 rétt á Indlandi og taka við störfum fólksins sem öldum saman hefur barið klappir með óhreinum fatnaði. Auk þess eru gerviefni vaxandi að vinsældum meðal efnaðs fólks. Þau þola illa aðferðir þvottafólksins. Bandalag þvottafólks o g strauingarmanna fyrirskipaði nýlega verkfall til þess að vekja athygli á vandamálum sínum. Yfir 16.000 þvotta- menn í Nýju Delhi einni sam- an lögðu niður vinnu í nokkra daga og börðust fyrir betri aðstöðu. Þeir sendu embætt- ismönnum bréf og kvörtuðu yfir því, að enginn dhobi ætti sæti í borgarstjórn, að þeír væru látnir greiða hærn skatta en annað fólk og mik- ill skortur væri á fráteknum svæðum fyrir þvottafólk við árnar. Embættismenn sýndu þessum kvörtunum lítinn áhuga, en bættu þó nokkuð úr þrengslum á þvottasvæð- um og samþykktu að útvega þvottafólki húsnæði sem næst ánum. En ekki er leyst úr erfið- leikum þess. Gamall maður sagði :,,Þetta er aumt líf. Ég vonaðist til þess að synir mín ir gætu fengið sér annan starfa, en þeir hafa ekki feng- ið tækifæri til þess að læra neitt“. Annar sagði: „Annað hvort er ekkert vatn í ánum, eða þá að það er allt of mikið í mon- súnflóðunum". Sá þriðji benti á, að aukin dýrtíð hefði svipt þvottafólk mörgum viðskipta- vinum. Margar miðstéttarfjöl skyldur hafa lagt til hliðar ævagamla fordóma um að virðingarvert fólk geti með engu móti þvegið af sér fatn- aðinn sjálft. Þrátt fyrir þetta er þvotta- fóik ennþá ómissandi á Ind- landi. Þvottavélarnar verða enn um sinn einungis á heim- ilum efnaðra manna og í þröngu húsnæði almennings í borgunum er lítið rúm til þess að þurrka þvott. Og enn um sinn verður dhobi auðþekkt- ur á byrði sinni á ieið um fjölmennar götur niður að 1 ánni. I Ýmsir þvottamenn vinrna 4 fyrir margar fjölskyldur í i senn og láta alla fjölskylduna 1 taka þátt í verkinu. Elzti son- 1 urinn fer gjarnan heim til \ viðskiptavinanna að sækja 4 þvottinn og bera hann út að 4 ánni, en kvenfólkið stendur / í vatni í mitti, svo óhreinu / vatni, að ókunnugir efast um \ að þvotturinn geri nokkurt 4 gagn. í Konurnar berja fötunum 1 síðan í kletta unz þær eru 7 sannfærðar um að óhreinind- \ in séu farin úr. Börnin taka 4 þá við og vinda þvottinn, en / önnur teygja hann á grösug- 7 um bökkunum í sólskininu. J Hlutverk húsbóndans er síð- 4 an að strjúka línið með stór- L um, kolakyntum járnum. 7 Þjóriusta af þessu tagi kost- ( ar útlenda fjölskyldu um 65 4 rúpíur á mánuði eða um 400 í krónur, en indverska fjöl- / skyldu mun minni upphæð. 1 Þetta kaup nægir ekki tii þess að koma sonunum til náms. Ef þvottamaður reyn- ir að hækka gjaldið, eru a.m.k. fimm aðrir á næstu grösum, tilbúnir til þess að vihna fýrir minna verð. söfn og lesstofur talin nauð- synlegur þáttur í starfi skól- ans og jafnan gert ráð fyrir myndarlegu skólabókasafni, þegar nýir skólar eru byggð- ir. í skólabókasöfnum eiga nemendur að fá þjálfun í því að afla sér heimilda af bók- um og læra sjálfstæð vinnu- brögð við lausn verkefna, sem þeim eru falin. Einnig hlýtur það að vera hlutverk skólabókasafna að auka áhuga nemenda á góðum bók menntum. í einstaka skólum hér hafa nemendur og kennarar safn- að nokkrum bókakosti, en hann er mjög takmarkaður og allsendis ófullnægjandi. Framtíð bókasafnsmála okk- ar er að ýmsu leyti í deigl- unni, en þó er öllum ljós nauðsyn verulegra endur- bóta á því sviði og þess vegna er rétt að vekja at- hygli á nauðsyn þess, að hið fyrsta verði nafizt handa um að byggja upp skólabóka- söfn við barna- og gagn- fræðaskóla. í því sambandi er rétt að vekja athygli á að með því að þjálfa nemendur þegar á barnaskólastigi í notkun bókasafna, verða þeir þeim mun hæfari að aðlaga sig þeim kennsluháttum, sem tíðkast við Háskóla íslands og í háskólum erlendis, þar sem beinlínis er ætlazt til að stúdentar vinni að verulegu leyti sjálfstætt við nám sitt. Uppbygging skólabókasafna á barna- og gagnfræðastig- inu mundi því stuðla að því að brúa það bil, sem óneit- anlega er nú milli hinna ýmsu fræðslustiga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.