Morgunblaðið - 10.07.1968, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.07.1968, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 196« 23 Strandakirkja endur- vígð eftir viðgerð Laust eftir klukkan 3, aðfara- nótt þriðjudags, var slökkvi- lið Reykjavíkur kvatt að Tré- smiðjunni Defensor við Borg- artún. Er komið var á stað- tnn var húsið fullt af reyk. Hurðir á neðri hæð hússins voru sprengdar upp og tveir reykkafarar sendir inn með slöngur. Reykkafaramir fjar- lægðu tvo gaskúta, sem þaraa voru, áður en þeir hófust handa. Þeir fundu fljótlega eldinn og slökktu hann. Einn ig hafði eldurinn læstst í efri hæð hússins og gekk greið- lega að slökkva hann. Á efri hæð hússins er stórt trésmíða verkstæði til húsa og er þaraa mikið af efnivið og trésmíða- vélum. Laust eftir kl. 4 var slökkvistarfinu lokið. (Ljósm. Sveinn Þormóðss.) Lýst eftir vitnum KONA, sem varð sjónarvottui að árekstri milli reiðhjóls og Moskwitch-bíls á Njarðargötu, rétt neðan við Fjölnisveg, milli klukkan 17 og 18, 22. maí sl er vinsamlegast beðin að hafa samband við umferðardeild rann BÓknarlögreglunnar. Þá er stúlkan, sem ók græn- leitum Ford Falcon-bíl næst á eftir leigubíl vestur veginn, sem liggur frá afgreiðslu Flugfélags íslands á Reykjavíkurflugvelli að Suðurgötu þann 21. júní sl. um kl. 13:25, einnig beðin að hafa samband við umferðardeild namnsóknarlögreglunnar, en drengur á reiðhjóli varð fyrir leigubílnum. Ekið var á R-4009, sem er blár Volkswagen árgerð 1964, þar sem bíllinn stóð í stæði við Ægisgötu sunnan Bárugötu. Vinstra frambretti bíjsina skemmdist mikið. Vitni að þess- ari ákeyrslu eru beðin að hafa samband við umferðardeild rann sóknarlögreglurnnar. Þóttist ætla að myrða Rocke- feller St. Louis, 9. júlí. AP. Lögreglan í St. Louis tók í gærkvöldi í sína vörzlu þrettán ára pilt, sem stóð á flugvellin- um og beið komu Nelsons Rocke fellers, ríkisstjóra þangað. Heyrð ist drengurinn hæla sér af því, að hann ætlaði að myrða ríkis- stjórann en eina vopnið sem á honum fannst var leikfangabyssa ALLMIKLAR framkvæmdir hafa verið við Strandakirkju að undanförnu, til endurbóta og stækkunar. Segja má, að kirkju- húsið hafi svo til allt verið endur byggt. Þegar byrjað var a'ð rífa burt fúann, kom. í ljós, að hann var mjög mikill, t.d. reyndist suður- hliðin gjörónýt vegna fúa svo og turninn. Ennfremur var allmikill fúi hér og þar í þaki, veggjum og í gólfi. Framkvæmdir að verki þessu voru hafnar í júní 1967 en í október var svo gert hlé á þar til í maí sl. Endurbætur og stækkun er í stórum dráttum þessar. Utanhúss: Kirkjuhúsið var Harðsnúið lið keppir á Alþjöðaskákmóti stúdenta RITSTJORN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA-SKRIFSTOFA SÍMI 1 nótt fer utan til Þýzka- lands skáksveit stúdenta til þátttöku í Alþjóðaskákmóti Stúdenta, sem hefst innan skamms í bænum Ybs við Rín. Þeir sem keppa eru Guðmund ur Sigurjónsson stud. jur., Haukur Angantýsson nýstú- dent frá M.R. í vor, Björgvin Víglundsson Stud. polyt. Björn Theodórsson stud. oec- on. og Jón Hálfdánarson, er nemur eðlisfræði í Þýzka- landi og mun hitta félaga sína þar. Er þessi sveit, með þeim öflugri, sem keppt hafa á skákmóti stúdenta fyrir hönd ísl. stúdenta. Guðmundur Sigurjónsson núv. skákmeistari íslands, gat sér mjög góðan orðstír á Fiske-skákmótinu sl. haust og stefnir að alþjóðlegum meist- aratitli. Bragi varð skákmeist ari Reykjavíkur í vetur, og hinir hafa allir sýnt mjög góða taflmennsku. Við hittum að máli Braga Kristjánsson stud. jur., sem er fararstjóri hópsins og hef- ur keppt á þremur stúdenta- mótum, og spurðum hann, hvað mótið stæði lengi. Mótið stendur til 29. júlí og ég reikna með því, að við komum þð allir heim, nema Haukur Angantýsson, sem teflir á unglingamóti í Dan- mörku strax á eftir og síðan í skákkeppni í Eistlandi, þar sem unglingalið Rússa kepp- ir við jafnaldra sína á Norð- urlöndum. „Og hvenær byrjuðu þessi mót?“ „Þau byrjuðu árið 1952. Fyrst var hér um að ræða einstaklingsmót, en árið eftir var því breytt í flokka- keppni og svo hefur verið síð an, en mótin eru haldin ár- lega.“ „Hvað hafa íslenzkir stú- dentar oft verið með?“ „Þeir hafa verið með í níu skipti. Frá 1953 og fram til 1958, og svo 1964, og tvö síðustu árin. Bezta árangri náðum við líklega í Lyon í Frakkland i 1955, þegar við urðum númer sex af þrettán. Þá urðu íslendingar efstir í b-riðli í Uppsölum 1956. Þá var í fyrsta sinn skipt í riðla, eins og nú er, og höfum við alltaf keppt í b-riðli. Við vor um nokkuð óheppnir í fyrra, lentum með mjög sterkum þjóð um í forkeppninni, en urðum númer þrjú í b-riðli.“ „Og hvernig eru horfurnar nú?“ „Það er náttúrulega erfitt að segja nokkuð um það, en í fyrra kepptu tveir stórmeist arar, Gheorgiu frá Rúmeníu og Hort frá Tékkóslóvakíu og vel hugsanlegt að þeir keppi einnig nú. Þá verða Puerto Ricanar með, og heims meistari unglinga Kaplan, er þaðan. Eins má nefna Bras- ilíu, en Mecking, sem er 15 ára gamall og orðinn alþjóð- legur meistari er þaðan og vel getur verið að þessir tveir keppi núna. „Þú hefur áður keppt á stúdentamótum?“ „Þetta er þriðja mótið, sem Björgvin Víglundsson ég tek þátt I. Mér hefur geng ið nokkuð sæmilega, tefldi á öðru borði í Örebro í Sví- þjóð og fékk 62.5% og í fyrra fékk ég 77% á fjórða borði og hlaut verðlaun fyrir beztu útkomu á því borði. Það er mjög skemmtilegt að fá tæki færi til þess að keppa á mót- um sem þessum, og ég vil flytja þakkir til þeirra, sem gerðu okkur mögulegt að fara nú, en það var aðeins mögu- legt vegna mjög rausnarlegra styrkja frá Skáksambandi fs- lands, Menntamálaráði, Borg- arráði og aðilum innan Há- skólans.“ Bragi Kristjánsson Þá ræddum við einnig stutt lega við Björgvin Víglunds- son stud. polyt. og spurðum hann fyrst, hvernig mótið færi fram. „Keppt verður í tveimur riðlum, en áður er fjórum og fjórum þjóðum raðað sam- an eftir styrkleika. Tvær efstu fara í a-riðil, en hinar tvær í b-riðil.“ „Hverjir hafa oftast unnið mótið?" „Rússar hafa oftast unnið það. Við höfum aldrei náð a- riðli, en höfum verið óheppn ir t.d. í fyrra.“ „Hefur þú keppt áður er- lendis? „Nei, þetta er í fyrsta skipti, sem ég keppi, og eins er með Björn Theódórsson. Hinir hafa allir tekið þátt í keppni erlendis, Guðmundur, Bragi og Jón m.a. á stúdenta mótum, en Haukur í keppni Norðurlanda við Rússa.“ „Og verður þetta mikill kostnaður fyrir ykkur?“ „Nei. Við fengum mjög rausnarlega styrki frá ríki, borg og aðilum innan Háskól- ans, svo að við þurfum ein- ungis að greiða risnuna úr eigin vasa.“ Og við óskum þessum ungu stúdentum allra fararheilla og vonum að gæfan fylgi þeim I þeirri orra hríð, sem þeir eiga framundan. lengt um 2,8 m, veggir allir klæddir fúavarinni furu. Glugg- ar allir með tvöföldu gleri. Smíð aður var nýr turn. Þak og tum klætt með eir og ný ytri hurð sett í kirkjuna. Innanhúss: Þak og veggir eru einangraðir með plasti og síðan er klætt með valinni furu sýru- borinni. Gólfið var klætt méð furu. Þá var sett söngloft í kirkjuna, s«« gefur henni nokk- urt gildi til stækkunar. Smíðu'ð voru ný sæti (bekkir). Lagt var fyrir rafmagni til ljósa og hit- unar. Lögð voru gólfteppi á kór, gang milli bekkja, söngloft, stiga, skrúðhús og forkirkju. Til viðbótar því er hér að framan igetur, var byggt hús fyrir diselrafstöð og snyrtingu. Borað var eftir vatni með góðum árangri. Þegar litið er yfir verkið sem heild, má segja að vel hafi til tekizt og að Strandakirkja hafi hlotfð mjög verðugar endurbæt- ur, kirkjan, sem sennilega á hvað mest ítök í hugum margra ís- lendinga og það jafnvel með þjóðinni allri. Biskup íslands, herra Sigur- björn Einarsson mun endurvígja kirkjuna n.k. sunnudag 14. júlú (Frá Biskupsstofu). Guðmundur ísfeld lútinn Torshavn, 8. júlí. Frá frétta- ritara Morgunblaðsins. Aðfaranótt þriðjudagsins lézt hér í sjúkrahúsinu í bænum, Guðmundur ísfeld, sem hér var búsettur nær alla sína ævi, en hann var 72 ára er hann lézt. Faðir hans var íslenzkur en móð ir hans færeysk og fluttist hann hingað á unga aldri. Hér stund- aði hann sjómennsku á yngri árum en eftir að hann fór í land hafði hann ýmiskonar verzl unar- og verksmiðjurekstur með höndum. Fjöldi íslendinga er hing að hafa komið eða þurft að leita einhverskonar aðstoðar og fyrirgreiðslu nutu þá góðra ráða og margvíslegrar aðstoðar Guð- mundar. Var hann vissulega nokk urskonar íslands-konsúll hér í bænum. Guðmundur lætur eftir sig konu en hann var tvíkvænt- ur og uppkomin yörn. Hann hafði verið rúmfastur um nokk- urt skeið er hann lézt. Vinnuslys á Akureyri Akureyri, 9. júlí. VINNUSLYS varð í toppstöð- inni á Oddeyri kl. 2 í dag, þeg- ar verið var að koma fyrir nýrri 3500 kw. dieselvél. Skaft á lyft- ara slóst í andlit á ungum pilti Geir Ágústssyni Aðalstræti 7 og hlaut hann af mikinn áverka. Fjórir lyftarar (tjakkar) voru notaðir til að lyfta vélinni, sem er 35 tonn á þyngd. Þá vildi svo til, að haus eins lyftarans brotnaði. Við það kom slinkur á vélina og það varð aftur til þess að jámskaft eins lyftarans slóst upp á við og í andlit Geins, sem féll á gólfið og missti með- vituind um stund. Bróðir Geirs, sem vann við sama lyftara meiddist hins vegar ekki. Geir var þegar fluttur í sjúkra hús, þar sem hann liggur rúm- fastur. Ekki hefur reynzt unnt að kanna meiðsli hans enn og því er ekki vitað hve alvarlegs eðlis þau eru. — Sv. P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.