Morgunblaðið - 10.07.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.07.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1968 - Mér hafði aldrei dottið það í hug. Ég vildi bara komast burt. En hún var sjúklegur lygari og við eina tilraunina til að halda í mig, kom hún með lygi. Hún leitaði til yðar og sagði yður, að ég sæti um líf hennar, og hefði ógnað henni í þá átt. Vitanlega var þetta haugalygi. Svo kom hún heim og fór að grobba af þessu. Hún sagði, að ég kæmist ekki burt þar eð lögregl- an mundi hafa auga með mér, - því hefði hún séð fyrir. Að ég mundi hafa leynilögreglumann á hælunum, dag og nótt. Ég sagði, að ég hefði aldrei ógnað henni - hvernig henni gæti dott- ið I hug svona vitleysisleg lygi. Hún sagði, að hún væri ekki svo sérlega vitleysisleg, þar eð lög- reglan tryði henni. — Þetta er ekki satt, sagði Nemetz. — Ég hafði það einmitt mjög ákveðið á tilfinningunni, að hún væri að ljúga. — Já, en það vissi ég ekki. Ég gekk beint að skrifborðinu, dró út skúffu, tók skammbyss- una mína og skaut hana. Skaut hana meðan hún var á leið út úr stofunni, hlæjandi. Ég gekk nú ekki út frá, að hún væri mjög mikið særð, því að hún fór að æpa á hjálp og hljóp út úr íbúð- inni. Þegar ég svo fór út, fimm mínútum seinna, fann ég hana úti undir tröppunni. Hún var dauð. — Og hvað gerðuð þér þá. — Fór í sjúkrahúsið. — Og þér iðruðust ekki neins? — Ekki nema það skyldi þá vera þess, að hafa ekki gert þetta fyrir löngu. Ég hafði verið heigull. Allt frá fyrstu byrjun hafði hún lagt kapp á að eyði- leggja mig - og ég veitti enga mótsnyrnu. Hún rændi mig öllu - heimili, móður, fjölskyldu, sjálfsvirðingu. Og ég lofaði henni að gera það - varð önug- ur, forðaðist hana, hélt mig sem mest að heiman, en ég lofaði henni að fara sínu fram. Hún bað um refsingu, en ég refsaði henni ekki. Þessvegna fann hún upp á þessari lygi. Hún vissi vel, að sú lygi yrði ekki nein lygi, ef um einhvern annan mann væri að ræða. En þarna gekk hún oflangt. Hún hélt því fram, að lygin væri þrátt fyrir allt, ekki svo heimskuleg. Og þá var það, að ég skaut hana. Nemetz mældi hann rólega með augunum. — Fólkið hérna í Budapest sá svo um, að byltingin var hreint og flekklaust fyrirtæki., sagði hann. ■— Það var engu stolið úr búðum þar sem gluggar höfðu verið brotnir. Ekki einni ein- ustu forintu var stolið úr upp- sprengdum bankahvelfingum. En þér notuðuð byltinguna til 100 að hylja glæpsamlegan verknað. — Þar skjátlast yður, sagði Halmy. Þetta var ekkert glæp- samlegt. Þetta var mín eigin smá bylting. Hann gretti sig. — Og mér veitti miður. . .eins og öllum hinum. Sergei gekk til þeirra. — Vörðurinn segir, að maðurinn eigi að fara upp í lestina. — Eru engin skilaboð til ung- frú Mehely? spurði Nemetz. — Er ekkert, sem ég á að segja henni frá yður? Halmy strauk ennið, óatyrkur. — Hvað get ég sagt, sem ég er ekki þegar búinn að segja? Einhver fræg „síðustu orð“? Hann hló harkalega. Segið henni, að hún skuli gæta sín. Og, að hún skuli bíða mín. Kannski kem ég aftur. En hún á ekki að bíða oflengi. Hún þarf að giftast og eignast börn. . fjandinn hafi það! Lífið bíður ekki eftir henni. Fari það allt- saman til fjandans! Segið henni, að mér þyki þetta leitt og að það sé fjandi hart að enda svona, afþví að ég veiit, að okkur hefði getað vegnað vel. Það voru ekki nema fáir eftir á stöðvarpallinum. Majórinn gekk fram með lestinni, til þess að finna rúm fyrir nokkra fanga enn. í þriggja vagna fjarlægð, benti hann vörðunum að koma til sín með Halmy. Einn dátinn gekk að Halmy og ýtti honum af stað. — Við skulum koma okkur af stað, félagi fulltrúi, sagði Sergei, þegar búið var að troða Halmy inn í flutningavagn. — Mér er orðið kalt. — Andartak! svaraði Nemetz. Honum var líka orðið býsna kalt, en hann gat ekki slitið sig frá þessu leiksviði. Allir fang- arnir, hátt á annað þúsund, hófu upp raust sína, grátandi, bölv- andi og kveinandi. Halmy stóð Innanhússmíði Tökum að okkur allt tréverk er varðar íbúð yðar. Stuttur afgreiðslufrestur, hagkvæmir greiðsluskil- málar. Timburiðjan h.f. v/Miklubr. Sími 36710. — Á kvöldin 41511. PLA8TINO-KORK Mjög vandaður parketgólfdúkur. Verð mjög hagstætt. ALLTAF FJÓLGAR VOLKSWAGEN V0LKSWAGEN 1600 A og L er rúmgóður, glœsilegur og sparneytinn bíll. AV A HEKLA hf kyrr við hurðina, eftir að henni hafði verið skellt aftur, og læst. Aðeins höfuðið á honum var sýnilegt milli rimlanna. Um sex- tíu manns, mest unglingar af báðum kynjum, var þarna sam- antroðið í vagninum. — Skrifið þér, ef þér fáið færi á því, sagði Nemetz. — Látið alltaf ungfrú Mehely vita, hvar þér eruð niðurkominn. Lestin hreifði sig, og ískraði í hjólunum. — Fulltrúi! æpti Halmy. Röddin var líkust því sem um líf eða dauða væri að tefla. — Ég gleymdi nokkru! — Hvað var það? sagði Nem- etz og gekk áfram með lestinni. — Hérna! æpti Halmy og fl- eygði einhverju út. — Það lá í vasanum á frakkanum. Ég var næstum farinn með hann. Úti- dyralykillinn! Tveir rússneskir dátar hlupu undan, rétt eins og þeir héldu, að kastað hefði verið sprengju. En þegar þeir sáu, hvað þetta var, sparkaði annar þeirra í lykilinn, svo að hann þaut eftir pallinum. — Bölvaðir asnarnir! sagði Sergei, er hann náði í lykilinn og rétti hann til Nemetz. — Fulltrúi! æpti Halmy aftur. Lestin herti á sér og Nemetz sá ekki lengur framan í hann. — Heilsið Alexu og segið henni. ... Framhaldið hvarf í skröltið í lestinni og örvæntingaróp fang- anna, sem í henni voru. Alexa hafði setið við borð úti í horni, síðan „Hjá Lólu“ var opnað. Þegar hún hafði sagt Hönnu, að hún biði eftir Nemetz fékk hún morgunverð, sem var kaffi, nýbakaðir brauðsnúðar, smjör og egg - sannarlegur kóngaverður í sveltandi borg KÓPAVOGUR Afgreiðsla Morgunblaðsins í Kópa- vogi er flutt í CRÆNUTUNCU 8 SÍMI 40748. Cerður Sturlaugsdóttir Sllttsititfrfafrifr 11. JÚLÍ. Hrúturinn 21. niarz — 19. apríl. Óvænt ábyrgð verður þér falin. Þú getur lent í fjölskylduerjum, ef þú gleymir að svara fyrir þig. Nautið 2. apríl — 20. maí. Jafnaðu sakimar frá í gær og leggðu ótrauður í annir dagsins. Þér verður ágengt í skapandi listum. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní. Sæktu sjóðinn sem þú ætlaðir til mannfagnaðar og gleddu ein- hvem nákominn. Athugaðu ástamálin. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. Vertu samvinnuþýður, og njóttu tómstundaiðju með kvöldinu. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. Samvinna er ofarlega á baugi í dag, en hafðu þitt fram. Eitt- hvað óskemmtilegt gæti skeð, ef óvarlega er á haldið. Gott að stofna til nýs kunningsskapar með kvöldinu. Meyjan 23. ágúst — 22. sept. Tilviljanir ráða í dag, og Óþarfi er að vera alltaf eina og allir aðrir, skerðu þig úr fjöldanum. Þú getur átt von á velferð í við- skiptum og fjármálum. Vogin 23. sept. — 22. okt. Nýjar úppgötvanir liggja 1 loftinu, vertu vakandi fyrir óvænt- um atvikum í ástamálum eða fjármálum. Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv. ýmsar góðar hugmyndir líklegar til að skjóta upp kollinum og ýmsir víðsvegar fjarri eiga eftir að hagnýta þær fyrst. Bogmaðurinn 22. nóv. — 21. des. Góður dagur og gott kvöld, þú færð góðar hugmyndir. Vatnsberinn 20. jan. — 18. febr. Margt óvænt skeður i dag. Fiskarnir 19. febr. — 20. marz. Vertu í nánu sambandi við þína ættingja, og gerðu eitthvað. óvemjulegt næstu helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.