Morgunblaðið - 10.07.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.07.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JULI 106« /—----IB/lAJLfiSAM Rauðarárstíg 31 S'imi 22-0-22 IVIAGNÚSAR skipholtí 21 símar21190 eftir lokun sími 40381 1 siMI 1-44-44 mfíwm Hverfisgðtu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 11—13. Hagstaett leigugjaid. Sffti/14970 Eftir lokun 14970 eSa 81748. Sigrurður Jónsson. BÍLALEIGAiM - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Efti. iokun 34936 ogr 36217. BÍLALEIGAN AKBRAIJT SENDUM SÍMf 82347 HLJÓDFÆRI TIL SÖLU Notuð píanó, orgel, harmoni- um. Hohner-rafmagnspían- etta. Besson-básúna, litið raf- magnsorgel og notaðar har- monikur. Tökum hljóðfæri i skiptum. F. Björnsson, sími 83386 kl. 14—18. Allar gerdir Myndamáta ■Fyrir auglýsingar ■Bcekur ogtimarit •Litprentun Minnkum og Stcekkum OPÍÐ frá kl. 8-22 MYNDAMOT hf. simi 17152 MORGUNBLADSHUSINU BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu •ýf Flothæfni báta o. fl. Jens Sæmundsson í Höfn- um skrifar: „Kæri Velvakandi! Mig langar að vekja máls á miklu og aðkallandi vanda- máli. Þess vegna skrifa ég þér línu. Saknað er trillu o.s.frv.. Báti er rennt á land vegna leka. Leitað hefur verið um allt svæðið, en ekkert fundizt Bát- urinn var dæmdur ónýtur, og var hann brenndur. Þessar og þvílíkar fréttir heyrir maður og sér næstum vikulega. Er nú ekki kominn tími til að sjá eitthvað athuga- vert við þetta? Mikilvægasta hlutverk hvers báts er að sjálf- sögðu að fljóta. Það vita allir. Þess vegna þarf að gera alla báta þannig úr garði, að þeir geti ekki sokkið. Ég veit, að með opna báta og minni dekk- báta er þetta vel hægt. Það eru fyrst og fremst handfærabát- arnir, sem ég hef í huga, sem á eru 1 til 8 menn: Með plasti, sem flýtur svo að segja eins og loft, og hægt er að koma fyrir jafnvel milli banda, auk ann- arra staða, má koma svo miklu flotmagni fyrir, að jafnvel snuruvoða- og trollbátar gætu einnig flotið, þó þar sé meira af þungum tækjum og stærðin líka meiri. Þessir bátar flytja heldur ekki mikið að landi og eru sjaldan hlaðnir. Það fylgir því alltaf mikil spenna, þegar bátur hverfur með allri áhöfn, og enginn veit um afdrif þeirra. Mönnum verður á að ásaka skipasmið- ina, skoðunarmennina og vél- smiðina. því að enginn veit hvað brást, og enginn fær að vita, hvað betur hefði mátt fara. Með þeim góðu leitartækj- um, sem nú eru til .flugvélum og skipum, finnst bátur, ef hann flýtur. En alltof oft er ver ið að leit að sokknum báti. Það getur líka komið til greina að hafa þéttan járnkassa utan um vél í litlum bát, svo að þó að hann hálfyllist af sjó, þá trufli það ekki vél hans. Þá kem ég að síðasta atrið- inu, og ég tek það fram, að ég vil ekki draga úr eftirliti, en ég vil auðvelda ákvarðanirnar. Er það ekki óþarfa álag á skoð- unarmennina að þurfa að hafa áhyggjur af því, hvort þeir hafi gert rétt eða leyfa þessum bát að fljóta, — eða var haldið óþörfum skaða með því að dæma hinn bátinn ónýtan? Til- gangur minn er aðeins að vekja máls á mjög aðkallandi vanda- máli. Væri nú ekki hressandi að finr.d þetta út sjálfir, án til- sagnar amnarra þjóða? En um- 'ram allt látum bátana hætta að sökkva og það sem allra fyrst. Fróðlegt væri að heyra álit kunnáttumanna og áhuga- manna, sem telja sig þetta ein- hverju skipta. Með þökk fyrir birtinguna. Jens Sæmundsson, Höfnum“. í fallegum fléttu- lykkjum og nælt undir húfu „Kæri Velvakandi! Það er svo margt, sem mað- ur dirfist að segja við þig. Mikið var ég hrifin að sjá myndirnar af ungu stúlkunum á íslenzka búningnum. En þeg- ar ég fór að skoða þær í krók og kring, brá mér heldur í brún: hárið flaksaði niður um brjóst og axlir. Það spillti feg- urðinni fljótlega í mínum aug- um. Það hár á ekki við þenn- an þjóðarbúning okkar. Það á að vera í fallegum fléttulykkj- um, nælt undir húÞvna á hnakkanum. Góðu stúlkur, gleymið því ekki. Ein 85 ára í Stykkishólmi“. Þakkir til Umferðarskólans „Kæri Velvakandi! Mig langar að biðja þig um að birta nokkur þakkarorð til Umferðarskólans í Reykjavík og til allra, sem að baki hon- um standa, fyrir allar skemmti legu sendingarnar, sem dóttir mín fékk í vetur. Nú seinast fékk hún afmæliskort og munn þurrkur, þegar hún varð 7 ára. Þakkir til bréfberans Og svo þakkir til pósts- ins, sem ber út á Bergstaðar- strætið .Hann bankar og af- hendir síðan börnunum sérstak lega bréfin til þeirra. Þetta vek ur mjög mikla hrifningu. Von- andi eru fleiri póstar svona elsuklegir eins og þessi. Móðir“. ★ Lögreglan var snör í snúningum Sveinn Þormóðsson, ljós- myndari hér við Morgunblaðið, er ánægður með lögregluna um þessar mundir. Sl. föstudags- kvöld var fokdýrri ljósmynda- vél stolið úr bíl Sveins, þar sem hann stóð í Morgunblaðs- portinu. Hann tilkynnti lögregl unni stuldinn um kl. átta, en ekki liðu nema um þrjár klukkustundir, þegar lögreglan var búin að hafa upp á vélinni. Var hún í fórum manns, sem hafði keypt hana af öðrum þá fyrr um kvöldið. Reyndist selj andinn vera þjófurinn, og hafði lögreglan einnig upp á honum. — Svona eiga sýslumenn að vera. LITAVER Teppi — Teppi Belgísk, þýzk og ensk gólfteppi. Verð pr. ferm. frá kr. 255.— Góð og vönduð teppi. TILKYNNIMG frá bifreiðaeftirliti ríkisins Athygli bifreiðaeigenda er hér með vakin á því, að breytingu á ljósabúnaði bifreiða vegna hægri um- ferðar á að vera lokið 1. ágúst n.k. Eftir þann tíma má búast við fyrirvaralausri stöðwm þeirra bifreiða, sem ekki hafa réttan ljósabúnað. Þeir sem hafa látið breyta ljósabúnaði bifreiðar án þess að skoðun hafi farið fram sýni ljósastillingar- vottorð, þegar hún er færð til skoðunar. KVIKMYNDATÖKUVÉL Olðsending frá F.Í.B. Krómmerki félagsins eru komin. (Birgðir takmarkaðar). Þeir sem eiga pöntuð félagsmerki, gjörið svo vel og sæki þau sem fyrst á skrifstofu félagsins, Eiríks- 76 mm PATHE PROFESSIOIMAL REFLEX-16AT TIL SÖLU, HAGSTÆTT VERÐ SPORTVAL LAUGAVEGI 116. götu 5. Félag íslenzkra bifreiðaeigenda. Nýtt — nýtt Somvyl veggefni Somvyl klæðning er mjög góð hita- og hljóðeinangrun. Vönduð vara gott verð Klæðning hf. Litaver Laugavegi 164 Grensásvegi 22 og 24 Sími 21444 Sími 30280.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.