Morgunblaðið - 10.07.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.07.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNB'LAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JULI 1968 Brosandi blómarós hjá kaffitrénu i Eden — og Braga. Kvenþjóin syndirð í sig heil suna í sólinni austanfjalls. Michelsen í gróðurhúsi sínu í Hveragerði. ! Kvenþjóðin í sólbaði á laugarbarminum hjá NLFÍ í Hveragerði. Litiö í Ijósi sólar... Heilsuhœlið í Hveragerði, og fleiri staðir heimsóttir BNN stígur rykið á þjóðveg- inum upp, það sem sem ekki enn svífur um í loftinu og mikið má nú gleypa af því, ef ekki eru viðhöfð hvers kyns brögð og klækir. Björt húsakynni Náttúru- lækningafélagsins í Hvera- gerði blasa við og þarna, sem víða annars staðar, er mik- ið amstrað ,miklar jarðarbæt ur gerðar og stórfhugur ríkir í hvívetna. í Paradís Náttúrulækning- anna ,heilsuhæli NLPÍ í Hveragerði, er margt um manninn að vanda. Það er fullsetið hjá þeim, eða 115 manns, og hátt á annað hundr að manns á biðlista. í júní komust ekki allir að sem vildu, en þeir voru 60. Við hittum snöggvast for- stjóra hælisins, Arna Asbjarn arson, að máli, og hann leys- ir greiðlega úr spurningum okkar. — Hérna ganga þeir fyrir sem sjúkir eru eða á bata- vegi og hafa tilvísun frá lækni. Þeir eru æði margir og yfir sumarið er það þann- ig, að við getum aldrei ann- að þeirri eftirspurn, sem okkur er ætlað að sinna. Fyr- ir tveimur árum var yfirleitt fullt á vetrum líka, en það var nú samt ekki svo í vetur og ætla ég að það stafi af því, að fólk hafi minni pen- inga og greiðslugetan sé minni, því að ekki þori ég að vera svo bjartsýnn að vona, að veikindin séu minni. — Við höfum gengið þann- ig frá við tryggingarnar, að sjúklingarnir hafi forgang og þessvegna greiða sjúkrasam- lögin % hluta dvalarkostn- aðar, sem eru 540 kr. á dag á fjölbýlisstofu, en á eins manns herbergi bætast við 60 krónur, og tekur sjúkra- samlagið ekki þátt í þeim, það verður fólkið að greiða sjálft! Við getum auðvitað ekki gef- ið fólki helisu, sem það er al- gerlega búið að missa, en fólk hnesstist furðanlega vel við að vera hér og mörgum batnar hérna vel, ýmsir ná sér alveg. En við getum aft- ur á móti ráðlagt fólki, hvað það getur gert til að halda sem bezt heilsu, með matar- æði og ýmsu öðru. — Hér byrjar dagurinn kl. 7 að morgni og böðin og með- ferðin þá skömmu síðar, morgunverð fær fólkið upp úr 8.30 og síðan er hæg't að fá hvers kyns nudd og aðra með ferð hér til kl. 4.30. Hádegis- verðurinn er kl. 12, og síðan er ætlazt til að allir hvíli sig til kl. 2 .Hér eru sundlaugar og gróðrarstöð og nóg land- rými til gönguferða. Við þökkum Arna fyrir og von- umst til að mega standa leng- ur við næst og hafa betra af. Síðan lítum við inn til hans Braga í Eden. Þar getur að líta indæl suðræn blóm, Bougainvillaeur, vinber, app- elsínur, kaffi, banana og fleira góðgæti. — Við erum nú með hér umbil 1100 fermetra undir gleri hérna. Ég er líka með tómata hjá mér og rækta mörg hundruð tegundir blóma. — Við lærum af reynsl- unni og ræktum fleiri og fleiri tegundir eftir því sem okkur verður það hagkvæm- ara. Mest selst af pottablóm- um núna. Fyrir nokkrum ár- um seldist ekkert nema græn ar plöntur, en núna eru þær ekki nærri eins vinsælar. Fólk hefur þetta þá kannski í stað afskorinna blóma. — Það þarf tilbreytingu í þessum efnum eins og öðru. — Unga fólkið fær aftur meiri útrás í kaktuskaupum, gamla fólkið virðist löngu búið að afgreiða þá hlið máls- ins. — Kaffið, sem kom á tréð okkar í fyrra, var aldeilis prýðis kaffi, mest af því var nú gefið út um 'hvippinn og hvappinn, en nú eru að byrja að koma á það baunir aftur, virðist vera miklu meira en í fyrra. Það verður gaman að sjá, hvað það gefur af sér. Við kveðjum Braga bónda, og leitum út í goluna úr hita beltisloftslaginu þar í Eden; erum sennilega ekki fyrsta fólkið, sem það'gerir! Við lítum inn í gróðurhús- ið hjá honum Michelsen í Hveragerði. Þar vinnur hann allt árið með fjölskyldu sinni. — Við erum nú ekki öll hér, einn sonurinn er í verzl- uninni okkar í Reykjavík og sér algerlega um hana. Helzt hef ég nú verið að hugsa um að loka henni á sumrin og bija hann að vera hér fyrir austan því þetta er orðið svo umfangsmikið, að það er ekki hægt að hreyfa sig neitt á sumrin, en tiltölulega lítið að gera í bænum. Hinn sonur- inn og konan mín og við öll vinnum að þessu fyrirtæki, gætum blóma og bús jöfnum höndum, og svo eru það nú dýrin — og hann bendir á apakettina, sem sveifla sér lífsglaðir í trjánum og búr- inu og páfagaukana og kana- rífuglana, sem syngja og fljúga um búrin sín, rétt eins og þeir væri komnir til suð- rænna heimkynna sinna. — Ég hef 'hérna um þús- und fermetra undir gleri, rækta mest blóm og potta- plöntur, en ekki grænmeti. Of urlítið af banönum og kaffi. — Já, við erum alltaf í sól skinsskapi hérna, líka á vetr- um, það þýðir ekkert annað — hitt er svo leiðinlegt. —• Við seljum 'hérna líka gosdrykki og ís — svona rétt til að kæla og vega upp á móti hitanum, það er líka gert á heitari stöðum. Við þökkum og kveðjum Michelsen, sem er búinn að vera sjálfstæður garðyrkju- bóndi síðan 1956 og á svo ann ríkt, að hann kemst ekki fet frá, þótt hann gjarnan vildi fá sér frí. Við kveðjum líka frúna, sem er himinlifandi yfir því að hafa svolítið af gervípáfagaukum hangandi í loftinu, því að það þarf aldrei a gefa þeim — og svo heyrist heldur ekkert í þeim! Aðalfundur Lyf jafræð- ingafélags Islands — Almar Crímsson kjörinn formaður AÐALFUNDUR Lyfjafræðinga- nokkru. í stjórn félagsins voru ur og meðstjórnendur Ingibjörg Böðvarsdóttir og Guðmundur Steinsson. 1 ályktun er fundurinn gerði um skólamál, mótmælti hann hat'ðlega áformum um að leggja sala við Háskóla Islands frá og með hausti 1969. Segir í lok á- lyktunarínnar, að fundurinn skori á yfirvöld menntamála að stuðla að því í samvinnu við lyfjafræðinga, að veita lyfja- fræði lyfsala það sjálfsforræði greinar njóta innan Háskóla ís- lands, svo að hún megi í fram- tfðinni þróast á eðlilegan hátt undir handleiðslu fagmanna og fá tækifæri til þess að þjóna sem bezt hlutverki sínu fyrir íslenzkt félags íslands var haldinn fyrir kjörin: Almar Grímsson formað- niður kennslu í lyfjafræði lyf- um sín mál, sem aðrar vísinda- þjóðfélag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.