Morgunblaðið - 17.07.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.07.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1968 Flotanum er nauðsyn á meiri aðstoð Steingrímur Kristinsson segir frá lífinu norð-austur í hafi Haferninum, 15. júlí Á SÍLDARMIÐUNUM á 76" 45 N og 10° 0'2 A og þar í kring er allt á ferð og flugi. >eir sjómenn, sem hafa ver- ið heppnir við veiðarnar, landa síldinni og veiða til skiptis. Haförninn varð fyrst- ur á miðin, þar næst Síldin og Nordangardur, en þessi skip flytja síld af miðunum til lands í bræðslu. Einnig er eitt söltunarskip á miðunUm, en það er Elisabet Hersler. Annars er mýgrútur af er- lendum skipum og ber þar mest á rússneskum veiðiskip- um og móðurskipum. Einnig eru þýzk og norsk síldveiði- skip hér. Einn daginn slasaðist skip- verji á Jörundi III; fékk hann slæman skurð á hand- legg og varð að sauma skurð- inn saman. Leitað var að- stoðar, með hjálp erlends manns um borð í Sóley ÍS, hjá þýzku sjúkraskipi og var tekið vel í það. 'Héldu skipin Jörundur III og það þýzka strax á móts við hvort annað. Oft hefur sjómönnum verið til þess hugsað: Hvað yrði úr sjúkum eða slösuðum sjó- manni á norðurmiðum, ef ís- lendingar væru einir á mið- unum? Eigum við aildrei eft- . ir að verða raunverulega sjálfstæðir? >urfum við að láta passa okkur eins og börn, bæði til lands og sjávar? >að kemur alltaf betur í Ijós, hversu nauðsynlegt er að hafa gott skip með góða og víðtæka viðgerðarþjón- ustu að ógleymdum góðum lækni. Og ekki sakar að nefna, að það er álit margra sjómanna að tilkynninga- skyldu skipa mætti setja fast- ari og ákveðnari skorður. Einnig hafa síldarskipstjórar talið og kvartað yfir að ekki sé nægilega vel hlustað í Reykjavík eftir kalli skipa á stutt'bylgjum. En sennilega er Haförninn eina skipið, statt á þessum fjarlægu miðum, sem náð hefur sambandi við Reykjavík, en aðeins með höppum og glöppum. Loft- skeytamaðurinn á Hafernin- um er ekki aðeins nær þegj- andi hás vegna stöðugs kalls á Reykjavíkurradíóið, heldur líka orðinn nær handlama Á þessari mynd sjást fjórir skipverjar á Haferninum, kokkurinn Jón Rögnvaldsson, dælumaðurinn Guðmundur Björnsson, Sigurjón Kjartans- son háseti og bátsmaðurinn Sigurður Jónsson, hjálpast að við að skera og salta síld í tunnu. Þarna sjást tvö fyrstu skip in, sem lönduðu í Haförninn á sumrinu, Barði og Bjartur NK. vegna stöðugra morsesend- inga, oftast án árangurs. En oft hefur hann verið eini tengiliðurinn milli flotans og lands. Sú aðstoð, sem flutninga- skipin veita síldveiðiflotan- um, er mikil, en þjónustan þarf að vera miklu meiri, en varla er möguleiki að flutn- ingaskipin geti 'bætt við sig. Öll afgreiða 'þau til skipa Talsverður veltingur var er Baldur EA að koma að stundum og flæddi þá sjórinn yfir lunningu bátanna. Þama Haferninum með tæp 200 tonn. vatn, olíur og vistir, og t.d. frá brytanum á Haferninum fá þeir svo mikið og gott úr- val matvæla og eldhúsvista, að kokkar hafa látið orð falla í þá átt að bæði þjónusta og vöruúrval sé á fáum stöðum í landi betra. Einnig gera loftskeytamað- urinn og rafvirkinm um borð allt, sem þeir geta til að hjálpa skipstjórum veiðiskip- anna að kippa í iag biluðum radartækjum o.fl., sem úr lagi fer. Segja má, að losun úr veiði- skipum í Haförninn hafi geng ið vel ,en losað var úr 22 skipum samtals 3230 tonnum. Sum skipin losuðu tvisvar eins og t.d. Kristján Valgeir 455 tonnum og iBjartur NK 328 tonn samtals. Veður var sæmilegt þessa 3—4 sólarhringa, sem við vor- um þarna úti nema nokkurn kalda gerði tvívegis og tor- veldaði löndun, því veltingur jókst. Þegar verst var, var bógskrúfan á Haferninum notuð til að halda skipinu upp í vindinn. Fastsetningar- tóg bátanna slitnuðu af og þar til notaðir voru endar frá Haferninum, þá gekk alit að óskum. Auðsætt er, að, hann Kári og Ægir mega talsvert bæta við sig, ef hætta þarf löndun í Haförninn. — Stgr. Kr. ---=9 3 i STAKSTtlWIÍ Hvað segja þeir um Tékkóslóvakíu? Það stendur yfirleitt ekki á stóryrðum í kommúnistablaðmn, þegar rætt er um hernaðarátökin í Vietnam. Þá er dregin upp Ijót mynd af framferði Bandaríkja- manna í því landi, en kommún- Lstar í N-Vietnam, sem bera meg inábyrgð á þeim Jtörmungum, sem yfir fólki í Vietnam hefur dunið, birtast sem 'hvítir englar á síðum kommúnistablaðsins. Það er hins vegar ekkert nýtt að kommúnistar leggi mismunandi mat á hörmungar og dauða eftir því, hvort hann þjónar málstað þeirra eða ekki. Þannig virðast þeir skeyta lítið um hungur- dauða milljóna í Biafra og telja það lymskulega viðleitni til þess að draga athyglina frá Vietnam, þegar rætt er um neyðarástand- ið í þessu Afríkuríki. En komm- únistablaðið er ekki aðeins þög- ult um Biafra og hungurdauða milljóna þar í landi. Síðustu daga hefur annað mesta stór- veldi heims háð illyrmislegt taugastrið gegn einu A-Evrópu- landanna, Tékkóslóvakíu. Þar er að vísu ekki um að ræða fjölda- dauða vegna srtyrjaldaraðgerða — a.m.k. ekki enn sem komið er — og þar er heldur ekki um að ræða hungurdauða. En þar J heyir ein mesta menningarþjóð. Evrópu harða baráttu fyrir heil- ’ ögustu réttindum manna og! þjóða, að búa við frelsi. Þar j hafa sovézkar hersveitir dvalið í tvær vikur í fullri óþökk þjóð- J arinnar. Fyrir nokkrum dögum var hafinn brottflutningur þess- i ara hersveita en hann var stöðv- i aður um helgina „vegna mikillar i umferðar á þjóðvegum“. ■ 1956 Pravda ræðst á frelsisþróunina' í Tékkóslóvakíu og líkir henni við uppreisnina í Ungverjalandi 1956 augljóslega í þeim tilgangi að réttlæta hugsanlegar hernaðar aðgerðir Sovétríkjanna gegn Tékkóslóvakíu. Og æðstu leið- togarnir í Kreml sitja fund í Varsjá með helztu leppum sínum í A-'Evrópu til þess að ræða þá uggvænlegu þróun, að Tékkar og Slóvakar vilja nú skyndilega ráða málum sínum sjálfir. Hér heldur risaveldið uppi augljósu taugastríði gegn smáþjóð með dulbúnum ógnunum um að senda skriðdrekana inn í Prag, j ef önnur ráð duga ekki. Hdvær þögn Nú skyldi maður halda að1 kommúnistablaðið hefði eitthvað um þetta að segja. Stórveldi cít að níðast á smáþjóð frammi fyrir augum heimsins. En kommúnista blaðið þegir. Því stendur greini- lega á sama. Byssukúlur Banda- ríkjamanna koma ekki við sögu í Tékkóslóvakíu og þá er býsna djúpt á samvizku kommúnista hér á íslandi. En það leikur ýmsum forvitni á að vita um af- stöðu kommúnista á íslandi til atburðanna í Tékkóslóvakíu þessa dagana. Hvað segir komm- únistablaðið? Hvað segja hinir herskáu ungkommúnistar, sem virðast láta sér fátt óviðkom- andi um þessar mundir. Komm- únistar þegja, en sú þögn er að verða háværari en öll stóryrðin um Vietnam.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.