Morgunblaðið - 17.07.1968, Síða 22

Morgunblaðið - 17.07.1968, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1968 Landsliðið valið móti Norð- mönnum á morgun Einn nýliði og alls 3 breytingar frá leiknum gegn Þjóðverjum A morgun er landsleikur í knattspyrnu milli Islands og Noregs. Leikurinn hefst á Laugardalsvelli kl. 20.30. tslenzka liðið var valið í gær og verður þannig skipað: Markvörður: Þorbergur Atlason, Fram. Bakverðir: Jóhannes Atlason Fram og Þorsteinn Friðþjófsson Val. Framverðir: Guðni Kjartansson Keflavík, Ellert Schram KR og Halldór Björnsson KR. Framherjar: Reynir Jónsson Val, Þórólfur Beck KR, Hermann Gunnarsson Val, Eyleifur Hafsteinsson KR og Elmar Geirsson Fram. Varamenn eru: Guðmundur Pétursson KR, Gunnar Austfjörð Akureyri, Magnús Jónatansson Akureyri, Kári Árnason Akureyri og Hreinn Elliðason Akranesi. fsl. liðið fór í æfingabúðir að Laugarvatni á hádegi í gær og kemur í bæinn um hádegi keppnisdaginn. í þessu liði er einn nýliði, Halldór Björnsson KR, sem að undanförnu hefur sýnt góða leiki með KR, mikinn dugnað og keppnisskap. Að sjálfsögðu munu umræður skapast um þetta lið, en miðað við leikinn við V-Þjóðverja, sem þótti takast óvenjulega vel hjá ísl. liðinu að undanskildum síð- ustu 20 mínútum leiksins eða svo, gat vart orðið um miklar breytingar að ræða. Breytingarnar verða í þremur stöðum. Jóhannes Atlason tekur stöðu Ársæls Kjartanssonar sem bakvörður (kom einnig inn á er Ársæll meiddist í síðasta lands- leik). Kári Árnason er settur út úr liðinu og Anton Bjarnason er heldur ekki með, en Ellert kemur í staðinn. Mbl. hefur hler að að Anton hafi verið valinn, en þegar boðað forföll vegna meiðsla og valinu þá verið breytt. Athygli vekur að enginn Ak- ureyringur — toppliði 1. deild- ar — er í liðinu. En Akureyring- ar hafa átt siaka leiki að undan- förnu, en önnur lið sótt á og nyrðra munu einnig meiðsli á mönnum. Þá hafa þær raddir heyrzt, að nokkrir okkar vösku unglinga- landsliðsmanna eigi að vera í liðinu og myndu styrkja það. Ekki erum við fylgjandi þeirri skoðun, því þeir eiga enn eftir að öðlast þroska og umfram aldt reynslu áður en staða bíður þeirra í A-landsliði. En gleði- leg staðreynd er það, að nú eru fimm menn í landsliðinu, sem skipuðu sæti í Unglingalandsliði íslands 1965. Á þremur árum hafa þeir áunnið sér þennan þroska. Og það er hinn rétti gangur málanna. En A-liðið getur margt af unglingalandsliðinu lært m.a. keppnisvilja og ákveðni. Og ef hraða og úthald ekki þrýtur þá ætti ísl. liðið að hafa möguleika til sigurs, því Norðmenn eru í nokkrum vandræðum með lands lið sitt. Það skorti hraða gegn Dönum og tapaði 1—5. Hraði ætti því að geta verið beitt vopn gegn þeim á morgun. fsl. liðið hafði hraða lengst af móti Þjóð- verjunum. Og nú er að vona að enn betur takizt til. — A. St. Þrír landsliðsmenn eigast við: Þorbergur markvörður Jóhann- es bakvörður og Eyleifur — í Ieik KR og Fram í fyrrakvöld. Guðm. Gíslason náði 0L- lágmarkinu í f jórsundi — og Ellen Yngvadóttir var 2/10 úr sek. frá því í bringusundi GUÐMUNDUR Gíslason varð annar ísl. sundmanna til að ná OL-Iágmarki er hann í gær- kvöldi varð 3. í 200 m fjórsundi á miklu móti í Stokkhólmi á 2:22.0, sem er 5/10 úr sek. undir lágmarkinu. Þrjú met voru sett. Auk þessa setti Leiknir Jóns- son met í 200 m bringusundi, 2:41.3, sem er 1.8 frá lágmarki, en lágmarki náði hann í fyrra- kvöld á sama móti í 100 m bringusundi. Þá setti Ellen Yngvadóttir met í 100 m bringu- sundi 1:22.2, sem er aðeins 2/10 úr sek frá lágmarki til OL í þeirri grein. Landsliðið valið til Færeyja Handknattleikssambandið hef- ur valið landslið það er leika á í Færeyjum 20. júlí. Heldur liðið utan 19. júlí og heim er komið 21. júlí. Einu sinni áður hafa löndin leikið saman og vann þá ísland 27:26 en staðan í hálfleik var 13:12 Færeyingum í vil. Nokkrir liðsmenn eru til greina komu áttu ekki heimangengt en liðið sem fer er þannig skip- að: Þorsteinn Björnsson og Guð- mundur Gústavsson markverðir, Örn Hallsteinsson, Geir Hall- steinsson (fyrirliði), Björgvin Björgvinsson, Sigurbergur Sig- steinsson, Bergur Guðnason, Ágúst Ögmundsson, Einar Magn- ússon, Jón Hjaltalín Magnússon, Sigurður Jóakimsson og Hilmar Björnsson. Leikur þessi verður ekki skráð ur sem landsleikur hjá HSÍ og geta leikmenn því ekki tal- ið hann með í landsleikjafjölda Stefni að því að komast á Mexicóleikana — spjallað við Þorstein Þorsteinsson Einn af efnilegustu íþrótta mönnum okkar nú er Þor- steinn Þorsteinsson millivega lengdahlaupari. Þorsteinn hef ur undanfarin tvö ár tekið stórstígum framförum. í fyrra setti hann íslandsmet í 800 metra hlaupi, hljóp á 1:50,1 mín. á setti hann einnig ung lingamet í 400 metra hlaupi 48,2 sek., og í 1500 metra hlaupi á 3:55,9 mín. Ekki er ólíklegt að Þorsteini takist í sumar að slá fslandsmetið í 400 metra hlaupi, enda má segja að tími sé til kominn. Það var sett 1950 af Guð- mundi Lárussyni og er 48.0 sek. Þorsteinn stundar verk- fræðinám í Bandaríkjunum og á eftir eins vetrar nám í loka próf. Við fengum Þorstein til að ræða við okkur um æfinga fyrirkomulag hans og keppn ir: - Ég er búinn að vera í Bandaríkjunum s.l. þrettán ár, sagði Þorsteimn. — For- eldrar mínir búa þar, en ég hef alltaf verið á íslandi yfir sumartímann. Ég byrjaði að æfa íþr óttir þagar ég var sext án ára og þá til að byrja með körfubolta og glímu. Þetta gekk ekki sérstaklega vel. Svo var það eitt sinn í leik- fimitíma að kennarinn lét okk ur hlaupa 600 metra hlaup. Þá gekk mér það vel að ke'nnar- inn benti mér á að fara til hlaupaþjálfara. Þetta var upp hafðið á hlaupaiðkunum mín- um. — Hvernig er æfingumhátt að hjá þér? — í skólanuim sem ég er í eru þrír frjálsíþróttaþjálfar- ar og þar af æfir einn hlaup einungis. Tímabilinu er skipt í þrennt: Það fyrsta er á haustin og er þá keppt í víða vangshlaupum, annað er yfir vetrartímann og er þá verið innanhúss og það þriðja er á vorin og þá er byrjað að hlaupa á brautum. Skólinn hefur íþróttahús með 140 metra trébraut og þar æfi ég á hverjum degi, að undan- skildum sunnudögum, yfir vetrartímann. Venjulegast fara tveir tímar í æfingar á dag. í vetur æfði ég þarna meira fyrir 800 metra hlaup, þar sem skólinn átti fremur góða 800 metra hlaupara og gat því teflt fram góðri boð- hlaupssveit. Keppni milli skóla eru tíðar, og það mikið metnaðarmál hjá bverjum skóla að standa sig vel. — Kepptir þú í liði þíns skóla? — Ég keppti í skólakeppn um bæði í einstaklingsgrein- um og boðhlaupum. Bezti ár- angurinn er tvímælalaust 4x 880 yarda boðhlaup sem við hlupum í vor. Við náðum 7:25. mín., sem mun vera 10. bezti árangur sem náðst hefur í þessari grein. Millitími minn í þessu hlaupi var 1:51,8 mín, sem rnuin svara til 1:51,0 mín. í 800 metra hlaupi. — Hvernig æfir þú svo hér heima? — Ég æfi á Melavellinum undir stjórn Jóhannesar Sæ- mundssonar, þjálfara, KR, sem ég tel mjög góðan. Æf- ingarnar eru meira miðaðar Framhald á bls. 14 Guðmundur Gíslason. Helztu úrslit á mðtinu urðu þessi: 200 m skriðsund: 1. L. Erikson, Svíþjóð, 1:59.8 22. Guðm. Harðarson 2:15.0 200 m bringusund: 1. M. Giinther, V-Þýzkal., 2:35.1 6. Leiknir Jónsson 2:41.3 Isl. met 100 m baksund: 1. R. Blechers, V-Þýzkal., 1:03.7 Framhald á bls. 23. 2,17 í hástökki Svíinn Bo Jonsson setti nýtt sænskt og Norðurlandamet í há- stökki á alþjóðamóti í Esslingen á sunnudag. Hann stökfa 2.17 m og sigraði í greininni. Eldramet ið átti Stickan Petterson 2.16 m. Á sama móti vann Lee Evans 400 m hlaup á 47.5 sefa, Russ Rogers hljóp á 47.6 og Hubner V-Þýzkalandi á 47.9

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.