Morgunblaðið - 17.07.1968, Blaðsíða 24
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA
SIMi
MIÐVIKUDAGUR 17. JUlI 1968
RITSTJORIM • PREIMTSMIÐJA
AFGREIÐSLA'SKRIFSTOFA
SÍMI
Fjögurra imgmennn snknað
Voru á leið til ísaf jarðar
með lítilli flugvél
Leit að flugvél með fjögur ungmenni innanborðs hafði
engan árangur borið, er blaðið fór í prentun í gærkvöldi.
Flugvélarinnar hafði verið saknað síðan í fyrrinótt og hafa
verið gerðar umfangsmiklar ráðstafanir til að hafa upp á
henni. Flugvélin var á leið til Isafjarðar og hefur hennar
verið leitað úr lofti og á landi, en árangurslaust. Veður
hefur spillt talsvert fyrir leitarmönnum.
í fyrrakvöld kl. 20.23 lagði
lítil, einshreyfils flugvél af stað
frá Reykjavíkurflugvelli áleiðis
til ísafjarðar. Um borð voru
flugmaðurinn, Gísli Axelsson og
þrír farþegar, Valgeir Stefáns-
son, Steingrímur Björnsson og
Nina Guðrún Gunnlaugsdóttir.
Áaetlað var, að flugið til Isa-
fjarðar myndi taka naestum tvaer
klukkustundir, þannig að vélin
yrði komin þangað um kl. 22.13
og aftur til Reykjavíkur um kl.
0.33.
V arúðarráðstaf anir.
Þegar vélin kom ekki til
Reykjavíkur á tilsettum tíma var
strax gripið til ráðstafana til
þess að reyna að hafa uppi á
henni. Var hringt til allra sím-
stöðva og flugvalla á leið flug-
vélarmnar og spurst fyrir um
hana auk þess sem útvarpið var á
bílabylgju frá Gufunesi upplýs-
i-ngiun um vélina. Send voru loft
skeyti til skipa á nálægum slóð
um og loks var tilkynnt um
hvarf vélarinnar í ríkisútvarp-
inu í gærmorgun.
Erfið skilyrði.
Blaðamaður Morgunblaðsins
ræddi í gærmorgun vfð Valdimar
Ólafsson, flugumferðarstjóra, am
leitina og sagði hann, að tíu flug
vélar væru við leit og hefðu leit
að um nóttina og morguninn.
Hefði á þeim tíma aðallega verið
leitað norðan Breiðafjarðar og
inn af Vestfjörðum. Versta þoka
hefði verið á leitarsvæ'ðinu allan
tímann og hefðu því flugvélarn-
ar beðið mestan tímann
á flugvöllum nærri leitarsvæð-
unum, en fjöknargir hópar gang-
andi leitarmanna frá Flugbjörg-
unarsveitinni, Slysavarnafélag-
in og víðar heifðu gengið um
byggðir og óbyggðir. Hefðu leit-
armennirnir leitað nokkuð víða,
en svartaþoka hefði valdið því,
að skyggni hefði ekki verið nema
10—50 metrar og væri því vart
hægt að segja, að fullleitað væri
á þeim svæðum, sem flokkarnir
hefðu farið um.
Tveir flugiærðir
Flugvélin, sem týndist, er af
gerðinni Piper Cherokee 140 og
hefur 4% klst. flugþol. Hún er
hvít að lit með rauðum röndum
Einkennisstafir hennar eru TF-
DGF.
Farþeigar flugvélarinnar eru all
ir ungir að árum. Flugmaðurinn,
Gísli Axelsson, er 21 árs gam-
all. Hann hefur þó talsverða
reynslu í flugi, því hann hefur
um 180 flugtíma að baki. Enx
farþegarnir á svipuðum aldri og
má geta þess, að Valgeir Stefáns
son hefur einnig nýlega lokið
blindflugsprófi.
Framhald á bls. 23
Þessi mynd var tekin fyrir skemmstu af flugvélinni sem týndist. Þarna stendur hún fyrir
utan gamla flugtuminn, þar sem Flugstöðin, eigendur hennar, er til húsa. '
Söltunarskipið til Raufar-
hafnar mei 4500 tunnur
Síldarsöltunarskipið Elisabet
Hentzer hefur nú verið nokkra
daga á síldarmiðunum og er unn
ið að þvi að salta síld um borð.
Um borð er 25 manns við vinnu
við söltunina auk áhafnarinnar,
sem er færeysk. Valtýr Þor-
steinsson, útgerðarmaður, sagðií
viðtali í dag, að búast mætti við
að skipið kæmi til lands um
næstu helgi og þá kæmi það til
Raufarhafnar.
Að sögn Valtýs er hægt að
salta um borð 300-400 tunnur á
dag. Skipið fór með 4500 t/unnur
á miðiin, en sennilega er það of
Fjárveitingar til tilraunastarfsemi
landbúnaðarins hafa margfaldast
AÐ undanförnu hefur mönnum,
að vonum, orðið tíðrætt um
hinar miklu kalskemmdir sem
orðið hafa viðs vegar um landið,
og möguleika þess að stemma
stigu við þeim í framtíðinni. Á
undanförnum árum hefur rann-
sóknar- og tilraunastarfsemi í
þágu landbúnaðarins verið stór-
efld og til þess veitt stöðugt vax-
andi fjárupphæðum á fjárlögum,
sem og til annarra rannsókna í
þágu atvinnuveganna.
Mbl. hefur aflað sér upplýs-
inga um fjárveitingar til rann-
sókna- og tilraunastarfsemi land
biinaðarins á síðustu árum og
kemur í Ijós, að sl. 10 ár hefur
framlag til Rannsóknarstofnun-
ar landbúnaðarins og sand-
græðslu nær áttfaldast, til skóg-
ræktar rúmlega þrefaldast og til
VELIN SAST hlA.
AíYRÐ/st T/L v/lar
kL. /a
tilrauna á Hvanneyri nær sex-
faldast. Hér með birtist yfirlit
um fjárveitingarnar, en rétt er
að geta þess að árið 1965 var
Búnaðardeild atvinnudeildar Há
skólans og tilraunastöðvarinnar
sameinaðar í eina stofnun, Rann
sóknarstofnun landbúnaðarins.
Má af þessu yfirliti sjá, að þó
að tekið sé tillit til verðlags-
hækkana undanfarinna ára hafa
framlögin stóraukizt, og til-
rauna- og rannsóknarstarfsemin
í hlutfalli við það.
Búnaðardeildin og tilrauna-
stöðvarnar nutu eftirfarandi fjár
veitinga frá árinu 1958—-1965 er
þær voru sameinaðar:
1958 kr. 2.581.102.00
1959 kr. 3.038.423.00
1960 kr. 3.487.763.00
Framhald á bls. 23
Kort þetta sýnir þá staði, sem öruggt má telja, að flugvélin hafi sézt.
171 hvalur
hefur veiðzt
ÞEGAR Morgunblaðið hafði sam
band við Hvalstöðina um hádeg
isbilið í gær, voru bátarnir með
6 hvali á leið í land, en sá sjö-
undi var veiddur. Er þá búið að
veiða 171 hval í sumar og er það
allt langreíður utan þrír búr-
hvalir. Hvalurinn er prýðilega
vænn. Hefur veiðin gemigið vel,
en er heldur minni en í fyrra,
þar sem byrjað var mam seinna.
Undanfarnar vikur hefur hvalur
inn veiðzt út af Vestfjörðum.
mikið rnagn vegna þess mikla
rúms, sem tunnurnar taka. Fólk-
ið um borð vinnur fyrir svipuð-
uim launum oig í landi og hefur
a.m.k. 6 klst hvild á sólarhring,
svipað þvi, sem tíðkast í lamdi.
Ekki kvað Valtýr neina erfið
leika hafa verið á að fá fólk til
að vinna við þessi kjör.
Þá sagði Valtýr Þorsteinsson,
að útgerð söltunarskips hlyti að
vera í tilraunaskyni fremur en
ágóðaskyni, því þetta væri tals-
vert áhættufyrirtæki. Væri ekki
unnt að gera neinar áætlanir nú
um útkomu útgerðariinnar vegna
margra óvissra atriða, þ.á.m.
verðs síldarinnar frá veiðiskip-
unum og verðs unninnar síldar.
Auk þess myndi tíðarfarið í sum
ar hafa sín áhrif.
Síldin kemur fersk um borð í
skipið, að því er Valtýr sagði og
er hún söltuð strax. Ekki er þó
hægt að losa nema ei'tt veiðiskip
í einu, m.a vegna þess, hve vel
þarf að fara með síldima. Söltun
arskipið er á miðumum 900 mílur
norðaustur í hafi og tekur sigl-
imgin til baka væntanlega um
firnm daga.
Verðlagsróð
þingar um
saltsíldarverðið
SÍÐUSTU viku og í gærmorgun
hafa verið haldnir fundir hjá
veTðlagsráði sjávarútvegsins um
saltsíldarverðið í sumar. Hefur
á þessum fundum verið unni'ð
að úrvinnslu ýmissa gagna og
verður því haldið áfram í dag.
Fundi þessa sitja tveir menn
fyrir hönd síldarseljenda og tveir
menn frá kaupendum auk odda-
manns. Fyrir hönd seljenda eru
þeir Kristján Ragnarsson, full-
trúi L.I.Ú. og Tryggvi Helgason,
formaður sjómannasambands
Akureyrar. Fyrir hönd kaup-
enda eru þeir Jón Þ. Árnason,
farmaður félags síldarsaltenda á
Norður- og Austurlandi og Aðal-
steinn Jónsson, útgerðarmaður á
Eskifirði. Oddamaður er Bjami
Jónsson hjá Efnahagsstofnuninni.