Morgunblaðið - 17.07.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.07.1968, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1»68 f==r0/LAjUZGAM Sími 22-0-22 Rauðarárstig 31 [VIAGINiÚSAR sk»pholt»21 símar21190 eftír folcun slmi 40381 síMl 1-44-44 Hverflsgötn 103. Sími eftir lokun 31100. LITLA BÍT.ALEIGAN Bergstaðastræti 11—13. Hagstætt leigugjald. Sím/14970 Eftir lokun 14970 eða 81748. Slgurður Jónsson. BILALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Efti. lokun 34936 og 36217. BÍLALEIGAN AKBRALT SENDÐM SÍMf 82347 HNAKKUR Sunnudaginn 14. júlí var skil- inn eftir við girðingarhílið hjá Elliðakoti, hnakkur og tvö beizli með skozkum stöngum >g mélum. Finnandi beðinn að gera aðvart hjá Rannsóknarlög- reglunni, deild óskilamunir, eða í síma: 14601. auglýsa í Morgunblaðinu ★ Sjónvarp og kaupmennska Baldur Guðlaugsson, stud. jur. skrifar: „Velvakandi góður! Hvar eru mörk ósvífninnar þegar gróðafíknin er annars vegar? Við fjölfarna götu hér í miðborginni hefur einn hinna nýríku sjónvarpskaupmanna plantað niður svohljóðandi aug- lýsingu á gangstéttina framan við verzlun sína: Athugið. Athugið! Spyrjizt fyrir — ef þér náið ekki Keflavík, þá höfum við magnara. Sja’ldan hef ég séð þjóð vorri storkað svo berlega. Núverandi ríkisstjórn fór þess á leit við yfirmenn bandaríska varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli, að útsendingar sjónvarps- stöðvarinnar þar syðra yrðu takmarkaðar við Keflavíkur- flugvöll og næsta nágrenni. Áðurnefnd auglýsing gengur 'því fyrir það fyrsta algjörlega í berghögg við yfirlýstan vilja íslenzkra stjórnvalda. Að vísu hefur lengi verið ljóst, að ákvörðuninni um tak- mörkun Keflavíkursjónvarps- ins var slælega fram fydgt, svo að víða hér í nágrenninu getur fólk enn horfzt í augu við bandarískar sjónvarpsstjörnur. Þó hélt ég, að þorri íslendinga hefði nú skilið til fulls, að það sæmir okkur ekki, sem sjálf- stæðri þjóð, að leyfa sSíka starfsemi á innlendum stofu- gólfum. Hér skal ekki lagður dómur á efnisgæði ellegar menningaráhrif þessarar er- lendu sjónvarpsstöðvar, enda er slíkt óþarft. íslenzkur þjóð- armetnaður skyldi standa ofar dægurþrasi. Mergurinn máls- ins er sá, að sjálfetæð þjóð, hvort heldur lítil eða stór, get- ur ekki sótt þann þátt tilveru sinnar, sem sjónvarp er nú í lifi flestra til erlendrar her- stöðvar. Ég veit raunar, að einstaka lesendur munu hafa á hrað- bergi orð eins og einangrunar- sinni, já og jafnvel kommún- isti þegar hér er komið lestrin- um. Við því er mest lítið að gera. Þó mættu sömu lesendur hafa hugfast, að það er ákaf- lega erfitt að styðja það sterk- um rökum, að okkur beri að viðha’lda þjóðerni okkar og sjálfstæði. Við viljum það nú samt. Til þess liggja innri or- orsakir. Við skulum ekki láta efnishyggjumennina hnika þeirri ákvörðun. Útsendingar bandarísku sjónvarpsstöðvar- innar á Keflavíkurflugvelli hafa formlega verið takmark- aðar við það svæði, og því sæm ir ekki, að einstakir gróða- hyggjumenn í Réykjavík geti með hjálp nútímatækni og aug- lýsingum á götuhomum kynt undir ístöðulitlum sálum í höf- uðborg íslenzkrar þjóðar. Baldur Gnðlaugsson, stud. jur. Stór stafur — eða lítill! Borgari skrifar: „Kæri Velvakandi! Ytrí — Njarðvík Morgunblaðið óskar eftir að ráða frá og með næstu mánaðamótum mann eða konu til að annast dreifingu og innheimtu á Morg- unblaðinu í Ytri-Njarðvík. Upplýsingar gefnar á skrifstofu Morgun- blaðsins. Hr. Baldur Pálmason hefur sent ykkur blaðamönnum at- hyglisverða „kveðju" viðvíkj- andi ofnotkun upphafsstafs í blaðamannamáli, ef svo má að orði komast. En svo er það um litlu staf- ina. Vill nú ekki einhver góður islenzkumaður ,,úrskurða“ hvernig (anno 1968) ber að líta á 46. grein í RITRBGIAIM Freysteins Gunnarssonar („Stór stafur“, — blaðs. 60-70). Á ég aðallega við síðustu máls- greinina, t.d. „vera í háskólan- um“ (en Háskóli íslands); „tryggja í sjóvátryggingarfélag inu“ (en Sjávátryggingarfélag fslands); alþingi (eða Alþingi), — ennfr. tryggingastofnunin (en svo Tryggingastofnun rík- isins), — vinsaml. hugleiða einnig „ríkistrygging“ / eða „Ríkistrygging“ (átt við sömu stofnun). Áfram má hugleiða: Hið íslenzka bókmenntafélag, en hins vegar bókmenntafélag- ið, og er þá nóg komið af þessu. Stór stafur (upphafsstafur) eða „lítill stafur“. Hvað er rétt? — Hvort er réttara? Ljósmerki slökkvi- stöðvarinnar Væri ekki gott, að skilti kæmi undir þessi nýju ljós til skýringar á því, hvað rautt ljós leiftur merkir? Grjótaþorpið Þetta bæjarsvæði er rösk- ur hektar að stærð, og telst það víst merkilegt (og er það — fyrir margra hluta sakir). Þó Allar gerctir Myndamóta •Fyrir auglýsingar ■Bcekur ogtimarit •Litprentun Minnkum og Stœkkum OPÍÐ frá kl. 8-22 MYJVDAMÓT hI. simi 17152 MORGUNBLADSHUSINU ættu bæjarbúar ekki að sætta sig við þann ósóma, sem þar virðist hafa aukizt, og er þá átt við flakkandi (og liggjandi) drykkjulýð, sem safnazt þarna í skúmaskotin (UkL vegna lyfjabúðar, — staðsetning henn ar reyndar hæpin við jafn- þrönga götu, Fischersund). — Væri ekki hægt að rífa þessi port (og skúra), flestum að skaðlausu, en bifreiðaeigend- um eflaust til þæginda, því að þá mundu myndast fleiri mjög svo nauðsynleg bifreiða- stæði (?). Kær kveðja, „Borgari“. ýkr Heyið í Reykjavík Arnór Þorkelsson, Skipa- sundi 87, skrifar: „Það hefur verið talað um, að kalskemmdir í túnum, víða á landinu, gætu orðið tilefni þess, að nota þyrfti alla gras- bletti, sem gagn væri að hér í bæjarlandinu til þess að mynda varasjóð af heyi, er gæti komið þeim bændum að gagni, sem verst yrðu úti vegna kals og vansprettu. Þetta sjónarmið er athyglisvert, í sambandi við atvinnuspursmál unglinga hér í borginni. Það, sem borgarstjórn þyrfti að gera, er að láta kenna mönn unum að slá, með orfi og ljá, en nota stórtækar vélar þar, sem því yrði komið við. Þá þarf að hafa góðan stein, til þess að leggja ljáinn á og laginn mann til að framkvæmda það. Eins þyrfti að taka heyið af minni blettunum og þurrka það og vélbinda þar sem meira rými væri. Það er að mínu áliti ábyrgðarhluti Reykvíkinga að láta tímann hlaupa fram hjá sér af einskæru sinnuleysi. Nei! hér þarf að setja rögg á sig og sýna í verki að skilning- ur og ábyrgðartilfinning sé fyrir hendi. Það er mín skoðun, að bændur munu heldur vilja borga heyið sanngjörnu verði en þiggja það sem ölmusu. Þá er þarna líka kominn vísir að heybanka, sem gæti orðið fast- ur liður í unglingavinnu Reyk- víkinga í framtíðinni. Mér dettur þá einnig í hug, að það væri rétt að hirða næsta slátt af Stjórnarráðstúninu, en henda ekki öllu því grasi í öskutunnurnar. Slíkt mundi gefa gott for- dæmi, og sína velvild íbúanna í því húsi. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Amór Þorkelsson, Skipasundi 87“ pf. " < 'if í; f? Ný sending borðstofuhúsgögn frá Kaupið núna, það borgar sig ^(r,s rya ""nrTi ~r '-wn 1 ... w m Simi-22900 Laugaveg 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.