Morgunblaðið - 17.07.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.07.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1968 11 Rottan smávaxin ófreskja í Indlandi eru 5 rottur á hvern íbúa cg þœr éta 26 milljónir tonna af korni á sama tíma og milljónir svelta x „ÞÓTT rottan sé aðeins um pund að þyngd má með miklum sanni kalla hana ó- freskju. Enginn höfundur hroll vekjusagna hefur nokkru sinni skapað jafn viðbjóðs- legt kvikindi í bókum sínum. En samt sem áður hefur rott- an deilt rúmi með og setið til borðs með manninum í alda raðir, og leigugjaldið hefur einungis verið kvöl og dauði. Nýlega lét bandariskur heil brigðissérfræðingur þessi orð falla: — Er þetta ekki kald hæðni örlaganna, að maður- km, sem er þess megnug- ur að senda mönnuð geimskip til mánans, skuli láta það við- gangast á sama tima, að slík skaðræðisskepna fari frjáls ferða sinna á heimili hans?“ Þannig farast bandaríska blaðamanninum Ralph Bugg orð í erlendri tímaritsgrein nýlega um rottuna og feril hemnar. Og hann heldur á- fram: „Kaldhæðni er þetta óneit- anl;ga, en við verðum að hafa það í huga að ekki er hlaup- ið að því að vinna bug á henni. Rottan hefur marga eiginleika — hún getur stokk ið, klifrað, hlaupið og synt, og frjósemi herrnar er með eindæmum. Hún fer leynt og vinnur skítverk sín í skjóli myrkursins. Einnig hefur rott an verið svo lengi í samfé- lagi við manninn, að það er næstum farið að líta á hana sem sjálfsagðan hlut. En sé það trú rottunnar, að hún muni lifa áfram í vellyst- ingum og ímyndi ser að heim- urinn sé hennar biti af ost- inum, þá skjátlast henni hrapalega. Stöðugt er verið að gera nýjar uppgötvanir og fundin vélræði, sem miða að útrýmingu rottunnar. And stæðingar hennar hafa aldrei verið ákveðnari í því að koma henni fyrir kattarnef, og hóp ar vísindamanna hafa nú skipulagt mikla útrýmingar- herferð gegn rottunni." Rottan stendur 1 þakkar- skuld við manninn hversu víða hún hefur náð bólfestu í heiminum. Hún er talin upp- runnin i Mið-Asíu en fór snemma á öldum að flytja sig vestur á bóginn. Og þegar maðurinn hóf siglingar landa á milli var rottan jafnan föru nautur hans og nam land um allan heim. Vart mun nokk- ur höfn hafa sloppið við þennan ófögnuð. Til að komast að raun um yfirgang rottunnar er holit að íhuga innrás hennar í tvö fjölmenn lönd — Indland og Bandarikin. Indverskr stjórn in áætlar að þar sé , nú um 5 rottur á hvern í’ ^a. Þjóð- in telur um 48f milljónir Bréfasam!)and Bandarískur, barnlaus ekkjumaður, 36 ára, vel menntaður, óskar eftir bréfasambandi við íslenzka barn lausa stúlku á aldrinum 2,5 til 30 ára, með hjónaband fyrir augum. Mynd óskast, ef til er. Sendið bréf á ensku eða íslenzku til Mr. D. Wright 11830 S. W. 89 Ave. Miami Florida 33156 U.S.A. vörpum og stundum er vart hægt að sofna fyrir þruskinu í þeim.“ Ófagrar eru þessar lýsingar óneitanLega, og sem betur fer höfum við ísleningar farið manns — sem sagt 2,4 bill- jónir rotta eru í Indlandi og þær éta árlega u.þ.b. 26 milil- jón tonn af korni. Og einmitt hjá þessari þjóð er hungurs- neyðin alvarlegasta vandamál ið. í Bandaríkjunum segir rott an einnig til sín í efnahags- lífinu, enda þótt þar séu áhrif in ekki á neinn hátt eins og í Indlandi. Þar áætla menn, að ein rotta sé á hvern íbúa eða um 200 milljónir, og þær eta og eyðileggja mabvæli, sem metin eru á hálfa billjón doll- ara. Auk þess valda þær skemmdum á húsum húsbún- aði o.fl. og skiptir það tjón án efa milljónum dollara. Þær eru orðnar margar plág urnar, sem rottan hefur leitt yfir mannkynið frá örófi alda, og einnig mannslífin, er hún hefur sent inn í eilífðina. Og enn þykir nógu slæmt að vera rændur af rottum eða smitast af vírusum þeirra, en til eru önnur tilfelli — enn óhugnan legri. Dr Harold G. Schott, starfsmaður bandarísku heil- brigðisstofnunarinnar tekir að árlega séu um 14 þúsund manns bitnir af rottum þar vestra. Fjöldi sannra sagna eru til um að rottur hafi bit- ið menn til ólífis — og þá sér staklega ungbörn. Tökum dæmi. f Brooklyn kom móðir að barni sínu og hugðist gefa ’því pela til að stöðva grát þess. Sá hún þá að barnið hafði verið bitið mjög illa af rottum, og lézt það litlu síðar í sjúkrahúsi. Tilgreinir Ralph Bugg fjölda áþekkra dærna í grein sinni og sum enn ægi- legri. Flest fórnardýr rottunnar lifa þó af bit hennar, en oft eru hin andlegu sár, sem þær skilja eftir, enn hörmulegri en líkamslýtin. Til dæmis réðst rotta á litla stúlku á einum stað í Bandaríkjunum og beit af henni nefið. Uppfrá því hafa leikfél. hennar aldrei kall að hana annað en „Pig-face“ eða Svínsandlit. Rottur halda sig jafnan þar sem óþrifnaðurinn er mestur — í fátækrahverfum stórborg anna, í skipalægjum og hjá sorpræsunum. Og þó oftast sé þarna lítinn mat að finna. handa fólki þá fær rottan nægju sína og vel það. Fróð- legt er að heyra íbúa fá- tækrahverfanna lýsa sambúð inni við rotturnar: — Þær hrekja okkur næst um því úr rúmunum, segir einn húsráðandinn. — Ef ég set ekki matinn í kælinn strax og við höfum matast kemur rottan og tekur hanin trausta taki. Og um leið og ég slekk ljósinn á kvöldin þá streyma þær út úr veggjunum í unn- Rottan getur stokkið, klifrað, hlaupið og synt, og þarna fetar hún sig eftir örmjóu vír. varhluta af þessu að mestu. Að vísu eru rottur hér viða en hvergi nærri eins fjölmenn ar og víða úti í löndum. Við snerum okkur til Leós Schmidts meindýraeiði hjá Reykj avíkurborg, til að for- vitnast um fjölda rotta í höf- uðborginni. Ekki treysti Leó sér til að nefna neinar tölur í þessu sambandi, en taldi að nú væri minna um rottuna en oftast áður — Rottan hefur ekki fengið hér neitt tækifæri til að fjölga sér verulega, seg- ir Leó, — því að á hverju vori höfum við eitrað skipu- lega á þeim stöðum, sem helzt verður vart við hana. Helzt skýtur hún upp kollinum þeg ar vorar og hitna fer í veðri, og helztu aðsetursstaðir henn ar eru í klóökunum, og eins þar sem fiskvinnsla er — svo sam við Skúlagötuna hjá Bæj arútgerðinni, úti í Örfirirsey, inni á Kirkjusandi og víðar. Alla þessa staði eitrum við á vorin og við höfum ágætar eiturtegundir, sem vinna fljótt á henni. Við fáum líka alltaf eitthvað af kvörtunum frá íbúðarhúsum um rottugang, einkum í kjölhirum, og er það aðallega frá nýju hverfunum. Stafar það e.t.v. af því, að skolprör hafa opnast við fram kvæmdirnar í þessum hverf- um og rotturnar komist upp með púkkinu í húsgrunnin- um og þaðan upp á yfirborð jarðar. Einnig er fólk oft óvar kárt og skilur ræsi í þvotta- húsum eftir opin, þainnig að rottan kemst þar upp. En eins og ég sagði áðan, þá ber nú minna á rottunum en oftast áður — við getuim tekið i>akk húsin við höfnina sem dæmi — Þar hefur jafnan verið mikið af rottunum en þar eru þær nú með alminnsta mótL Fljúgið í sumarleyfið vel tryggð IÐGJOLD FERÐATRYGGINGA HAFA LÆKKAÐ VERULEGA FERÐATRYGGINGAR OKKAR ERU ÖDÝRAR OG VlÐTÆKAR. WtR TRYGGJA YÐUR FYRIR ALLS KONAR SLYSUM, GREIÐA DAGPENINGA VERÐIÐ ÞÉR ÖVINNUFÆR SVO OG ÖRORKUBÆTUR OG FJÖLSKYLDU YÐAR DÁNARBÆTUR. MIÐAÐ VIÐ 100.000,— KRÖNA TRYGGINGU I HÁLFAN MÁNUÐ ER IÐGJALD N0 KR. 47.00 EN VAR ÁÐUR KR. 81.00. FARIÐ EKKI ÓTRYGGÐ I SUMARLEYFIÐ. TRYGGIÐ YÐUR HJÁ AÐALSKRIFSTOFUNNI EÐA NÆSTA UMBOÐI. SAMVIINNUTRYGGIIVGAR ÁRMÚLA3 SfMI 38500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.