Morgunblaðið - 17.07.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.07.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐH), MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 196« JNwgtiitMfiMfr Útgefandi Framkvæmdastj óri Ritstjórar Ritstj ór narf ulltr tii. Fréttastjóri Auglýsingast j óri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald kr 120.00 í lausasölu. Hf Arvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Ami Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innaniands. Kr. 7.00 eintakið. SKYLD URNAR HVÍLA A FOR USTUFL OKKI ÞJÓÐARINNAR ¥ hinni fjölmennu sumarferð Varðar s.l. sunnudag flutti Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ræðu, þar sem hann fjallaði um þau mál, sem efst hafa verið á baugi í umræðum manna á milli síðustu daga og vikur. í upphafi ræðu sinnar gerði forsætisráðherra að umtals- efni starf stjórnmálamanna og sagði: Stjórnmálamenn vinna öðrum fremur verk sín í allra augsýn, og í lýðræðis- löndum er það eðli málsins, að þeir sæta stöðugri gagn- rýni almennings og árásum andstæðinga. Gömul reynsla er að öðru hvoru snýst þessi ófriður, sem umkringir þá, i allsherjar óánægju, leiða og vantraust á stjórnmálamönn- um í heild. Ýmsir hafa á orði að þvílíkur sviptibylur gengi nú yfir land okkar. Fátt er þó heilbrigðum stjórnarhátt- um og sönnu lýðræði hættu- Iegra en slík gerningaveður, ■" því að enn hefur ekki það samfélagsform fundizt, að án stjórnmálamanna verði kom- izt. Enda hefur oftast farið svo, að þeir sem mest hafa magnað óvild gegn stjórn- málamönnum, hafa haft í huga að hrifsa völdin sjálfir og yfrið oft stjórnað eftir eig- in geðþótta og án samþykkis almennings. Þessi er reynsl- an frá aldaöðli og um hana eru á okkar dögum fleiri dæmi en tölu verði á komið. Stöðug gagnrýni og ólík skoð anamyndun er aftur á móti meginkraftur og forsenda "* frjálslegra og heilbrigðra stjórnhátta. Enginn sá, sem gefur sig að stjórnmálum get ur því vænzt þess að komast undan aðfinningum“. Síðar í ræðu sinni drap Bjami Benediktsson á þær fullyrðingar stjórnarandstæð inga, að túlka bæri úrslit for- - setakosninganna, sem per- sónulegan ósigur þeirra ráð- herra, sem veittu stuðning þeim frambjóðanda, sem ekki náði kosningu. Hann sagði: „Það er stolt okkar stjórn- - kerfis, að í kjörklefanum ræð ur forsætisráðherra og flokks formaður ekki meira en hver annar þjóðfélagsþegn. Sá sem ekki skilur þetta og hegðar sér samkvæmt því, hefur harla lítið erindi í stjórnmála átök lýðfrjálsrar þjóðar. Flokksformaður hefur jafn- litla ástæðu til að firrtast við það að góðir flokksmenn fara sínu fram í mannavali, sem flokkurinn hefur lýst yfir að hann láti ekki til sín taka, eins og ráðherra að telja það málefnalegt vantraust, þó að meirihluti þjóðarinnar velji annan en hann kýs í ópóli- tísku vali manna á milli. Þeir stjórnmálamenn, sem nú halda öðru fram, áttu að segja til um þá skoðun sína fyrir kosningar. Með því að halda öðru fram eftir kosn- ingar en þeir gerðu fyrir þær, gerðu þeir sjálfa sig einungis seka um það tvísögli, sem þykir mesta lýti stjórnmála- manna“. í lok ræðu sinnar fjallaði forsætisráðherra síðan um viðhorfin framundan og sagði um þau: „Umfram allt skul- um við Sjálfstæðismenn nú sem fyrr, gera okkar til að þessi stjórnvöld hafi styrk og þor til að leysa þann mikla vanda, sem nú blasir við. í einn stað kemur hvert litið er, þá sjáum við örðugleika steðja að: stórfellt, viðvar- andi og vaxandi verðfall á afurðum, algera óvissu um síldveiðar og hafís fyrir landi, ásamt grasleysi slíku, í blóm- legustu sveitum, að margfróð ur áttræður búhöldur segir annað eins ekki hafa verið áður um sína daga. Hvernig fram úr þessum vanda verður ráðið er enn eigi séð, enda eigi sýnt hversu umfangsmik ið það reynist. En víst er að ef menn láta nú ekki sér- hagsmuni víkja fyrir alþjóð- arhag, þá mun illa fara. Nú er sízt þörf vaxandi sundrungar, heldur aukins samstarfs, ekki eingöngu eða fyrst og fremst um vegtillur og vegsemdir, heldur um mál efnalega lausn mikils vanda. Vel mun ekki til takast, nema Sjálfstæðismenn staðfesti samheldni sína og efli flokk sinn til að fullnægja þeim skyldum, sem hvíla á forustu flokki þjóðarinnar þegar í harðbakkann slær“. STÓRAUKIÐ FJÁRMAGN TIL VEGA F'ramsóknarmenn skrifa um *■ þjóðmálin á þann veg, að þeir treysta því að fortíð- in hafi gleymzt. Framsóknar- menn hafa lengi verið í rík- isstjórn á íslandi. Þá eins og venjulega í okkar fámenna Ug/MSML „Lœröi að meta ísland á nýjan hátt í þessari ferð // — Spjallað við Manfred Hausmann rithöfund, sem heimsótti Island í sjötta sinn. Þjóðverjar hafa öðrum þjóð um fremur dálæti á íslandi, og hvergi munu íslendingar hafa átt tryggari vini í sinni baráttu fyrir sjálfstæði en þar. Við hittum í gær einn farþegann af skemmtiferða- skipinu Evrópu, dr. Manfred Hausmann, rithöfund, en hann sótti nú ísland heim í sjötta sinn. Hanm er sjötugur að aldri og er nokkuð þekktur rithöfundur í Þýzkalandi og ein bóka hans er frá íslandi. Heitir hún Absieg von Traum der Jugend. Við spurðum hann, hvenær hann hefði skrif að þá bók. „Ég skrifaði þá bók 1936. Hún fjallar um hjón, sem fara frá Reykjavík til Akur- eyrar í bíl og er bílstjóri með í förinmi. Hann heitir Ólafur Jóhannesson. Konan fellir ást arhug til Ólafs, og olli það vissum vandræðum í hjóna- bandinu, eins og ætfð er, þeg- ar slíkt gerist. Ólafur veitir hins vegar ást konunnar ekki viðtöku, þar sem hann elskar íslenzka stúlku. Eiginmanmin- um tekst svo að snúa málum á þann veg, að konan hverf- ur aftur til hans. íslenzk nátt- úra er bakgrunnur sögunnar, í sínum mikilfengleik.“ „Þú hefur þá þekkt þessa leið vel?“ „Já, við hjónin fórum hana í bíl á þessum tima.“ „Er sagan þá um ykkar för? Manfred brosti og svaraði: „Þegar ég skrifa, þarf ég raun veruleika, eitthvað sem hefur gerzt. En ekkert í sögunmi hefur ekki gerzt, en ekkert er þó í raunveruleikanum eins og í sögunni." Og við spurðum hann að því, af hverju hann kæmi svo oft hingað til íslands. „Ég þekki veröldina milli Islands og Afríku og Jerúsal- em og Kúbu að auki. En ekkert land er svo stórt í augum mínum og ísland, né jafn fagurt. Fólkið, sérstak- lega ungu stúlkurnar eru og Manfred Hausmann. fyrir mér, hið fegursta í heimi. Þetta er í sjötta sinn, sem ég kem hingað, en í dag lær’ði ég að meta landið á nýjan hátt, því að leiðsögu- maður okkar Gunnlaugur Þórðarson, veitti okur nýja innsýn í sögu landsins, og bæði sögu þjóðarinnar og jarðarinnar.“ „Ertu einn á ferð núna?“ „Nei. Dóttir mín er með mér í þetta sinm, en kona Framhald á bls. 5 • la. J þjóðfélagi var takmarkað fjár magn til verklegra fram- kvæmda og annars sem nauð synlegt hefði verið að veita fé til. Tíminn gerir vegamál- in öðru hverju að umtals- efni og lætur í það skína, að þau hafi verið vanrækt síð- ustu árin. Þess ber að geta, að í tíð núverandi ríkisstjórn ar hafa verið gerðar ýmsar stórframkvæmdir í vegamál- unum, sem ekki þótti fært að byrja á meðan Framsóknar- menn fóru með þessi mál. Til vegamála er varið nú miklu meira fé, en gert var í tíð Framsóknarmanna. Á árinu 1958, síðasta valdaári Framsóknarmanna, var varið aðeins 83 millj. króna til vega og brúagerða í landinu. Þá var lagður bezínskattur, sem rann í ríkissjóð, en ekki til vegaframkvæmda eins og nú. Þá voru tollar innheimtir af bifreiðum, bifreiðavarahlut- um og bifreiðagúmmíi. Öll þessi gjöld runnu í ríkissjóð, en ekki til vegaframkvæmda eins og nú. Þá var mikið tal- að um stórframkvæmdir í vegamálum, en látið við það sitja að tala og skrifa um málin, án þess að gera nokk- uð raunhæft. Núverandi ríkisstjórn hef- ur gert ráðstafanir til að afla aukins fjár til vegafram- kvæmda, þannig að vegafé hefur aukizt um 600% frá því sem var 1958. Kostnaður við vegaframkvæmdir hefur hins vegar hækkað um 100%. Af þessu má sjá hve gífurleg aukning vegafjárins er. Aukn ingin verður þó meiri í næstu vegaáætlun, þar sem ráðstaf- anir hafa verið gerðar til fjár öflunar til varanlegrar vega- gerðar. Um leið og Fram- sóknarmenn tala um lélega vegi eru þair á móti því að afla fjár til hraðbrautafram- kvæmda, eins og fram kom á síðasta þingi. Framsóknar- menn lögðu til að tekin yrðu lán, og við það skyldi búa, rétt eins og aldrei kæmi að skuldadögunum eða greiðslu slíkra lána. Sannleikurinn er sá, að séu lán tekin til fram- kvæmda, eins og heilbrigt er að vissu marki, þarf að tryggja tekjustofna, sem stað ið geta undir greiðslum vaxta og afborgana af lánunum. Með lögum frá síðasta þingi um tekjuöflun til vega- sjóðs var lagður traustur grundvöllur að framkvæmd varanlegra vega í landinu. Þess vegna verður hafizt handa um varanlega vega- gerð, þar sem umferðin er mest. Það situr sízt á þeim, sem alltaf voru smáir í til- lögugerð til framkvæmda á meðan þeir höfðu völdin að reyna nú að vekja óánægju með vegaframkvæmdir síð- ustu ára. Framsóknarmenn eru blind ir í eigin sök og treysta því að almenningur hafi gleymt aðgerðum þeirra — eða öllu heldur aðgerðarleysi — í þess um málum. Um það var skrif að í Tímanum á síðasta ári, að á 25 árum, meðan lög um brúarsjóð voru við líði hafi ein stór brú verið byggð ár- lega. Þetta þótti vel að verið að því er lesa mátti í blaði Framsóknarmanna. Það mun hins vegar hafa breytt nokk- uð viðhorfi lesenda Tímans, þegar það upplýstist, að mörg undanfarin ár hafa ver- ið byggðar 5 stórar brýr á ári, sem unnt var að gera vegna stóraukins fjármagns síðustu árin. Einnig má minna á margar stórframkvæmdir, sem gerð- ar hafa verið í vegamálum á valdatímabili núverandi ríkis stjórnar. Má minna á Vest- fjarðaáætlun, veginn fyrir Ólafsvíkurenni, Strákagöng í Siglufjörð, Múlaveg og ýmsar fleiri stórframkvæmdir, sem unnið hefur verið að síðustu árin, vegna þess að fjármagns til þeirra var aflað. Auðvitað má á það benda, að æskilegt væri að gera meira í vegamálum en gert hefur verið, og svo mun raun ar ætíð verða í okkar strjál- býla landi. En hitt er aðal- atriðið, að framlög til vega- framkvæmda og framkvæmd ir á því sviði hafa stóraukizt á undanförnum árum, og sízt af öllu verður núverandi rík- isstjórn sökum fyrir það að hafa verið aðgerðarlaus í þessu efni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.