Morgunblaðið - 17.07.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.07.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1968 Rjúpuna fennti í kaf á hreiðrunum Hreyfði sig ekki fyrr en þiðnaði Einu „gallarnir", sem sjáanlegir voru á íbúðinni, ofurlítil glufa undir skáp, sem greina má ef myndin prentast vei. Gaflarnir" í Breiðholts- n r íbúðinni varla teljandi — Fréttamenn skoðuðu íbúðiua RJÚPUNNI og ungum henn- ar hefur ekkert orðið meint af hinu kalda vori norður í Hrísey. Dr. Finnur Guð- mundsson ,fuglafræðingur, er nýkominn þaðan. Hann var þar ásamt Arnþóri Garðars- syni, fuglafræðingi, á þriðja mánuð, eins og hann er van- ur á vorin, til að fylgjast með rjúpustofninum. Fór þaðan ekki fyrr en ungarnir voru allir komnir úr eggjunum. Sagði hann, að rjúpan væri aðlöguð þessum kulda og slæmt vor hefði engin áhrif á hana. í vor var ákaflega kalt í Hrísey. í>ann 22. júní snjóaði svo mikið, að margar rjúp- urnar fóru alveg á kaf í snjó á hreiðrunum, og á sumum stóð aðeins höfuð og háls upp úr snjónum. En engin rjúp- an hreyfði sig af hreiðrinu. Allar sátu þær kyrrar þar til snjóa leysti. Finnur fer aftur norður seint í þessum mánuði og verður mikið í Hrísey þar til í nóvember. LOKIÐ er 104 íbúðum Bygging- aráætlunarinnar í Breiðholti, þannig að fólk getur flutt inn. 1 tilefni af skrifum í dagblaði um nýja íbúð í Breiðholtshverfi, sem væntanlegur kaupandi féll frá að taka vegna galla, eins og sagt var, bauð framkvæmda- nefndin fréttamönnum að koma og skoða þessa umræddu íbúð, sem er við Grýtubakka. Er skemmst frá að segja, að lítið var þar að sjá af nefndum göll- um, og ekkert sem ekki má laga með fáum handtökum. Jón Þorsteinsson, formaður framkvæmdanefndar, hafði orð fyrir nefndarmönnum, og einnig voru þar viðstaddir Björn Ölafs- son, verkfræðingur og Ólafur Sigurðsson, arkitekt, og svöruðu þeir spurningum um íbúðirnar. Sagði Jón að þetta væri einasta tilfellið, þar sem fólk hefði hafn- að íbúð vegna galla. Rifjaði hann upp þa’ð sem um íbúðina hafði verið sagt í umræddri blaða- grein. Átti þar að vera raki og ónýtt parkettgólf í stofu. Rakinn svo mikill í stofu og borðstofu að gólfið gapti frá. Gluggar væru svo óþéttir að gluggatjöld mundu bærast, og skápar göptu frá. Einnig höfðu verið nefndir gall- ar á eldhúsinnréttingu. Nú voru fréttamenn staddir í stofunni, í þessari þriggja her- bergja rúmgóðu íbúð, sem ekkert hafði verið hreyfð til viðgerðar. Kubbar parketgólfsins sáust hvergi verptir. Gólfi'ð dúaði svo- lítið, eins og parketgólf gera, þegar viðurinn er lagður á lista, sem liggja á púðum. Úti við veggi, undir listanum er jafnan haft svolítið gap, bæði til að hljóð leiði ekki eins mikið og til vara ef viður þenst eitthvað. Yfir þessu eru gólflistar. Allt gólfíð og listarnir er lakkað. Ef þessvegna er stigið á parkettið upp við listann og gólfið dúar aðeins, þá heyrist braka í þegar lákkið í falsinu rifnar frá og gerist þetta að sjálfsögðu aðeins einu sinni. Ef til vill er það þetta, sem kaupandi af ókunnug leika var hræddur við. Raka eða merki um að hann hefði verið þar var hvergi að sjá. í svefwherbergi var okkur sér- staklega bent á þar sem klæða- skápurinn féll ekki alveg þétt að vegg, en þar yfir hefur, í mörgum íbúðum, verið settur þéttilisti, þegar bent hefur verið á þetta. Eins mátti greina ör- litla glufu milli gólfs og listans neðst á einum skápnum, þó ekki glufu sem náði inn í skápinn. Svo iítil er glufan, að ekki var hægt að greina hvort örlítil sveigja væri á listanum eða gólf inu. Eldhúsinnrétting virtist al- veg gallalaus og hefur nefndin ekki getað fundið þá eldhús- innréttingu, sem blaðaummælin gætu átt við. Ekki var hægt að greina það áð gluggar væru óþéttir, enda hafa engin gluggatjöld verið sett þar upp til að blakta. Aftur á móti sögðu arkitekt og verk- fræðingur, að þeir hefðu átt við annan galla að stríða í sumum öðrum íbúðum, en það var óþétt- leiki í timbureiningu undir glugg um. Og hefði þessi galli orðið til þess að gagnrá’ðstafanir væru nú gerðar á öllum húsunum, og ætti það þá að vera úr sögunni. íbúð sú er fréttamenn skoð- uðu, er 86 ferm. á stærð og þá ótalið allt sameiginlegt. Tilbúin með frágenginni lóð, utanhúss- málningu, og öllu þessháttar kemur hún til með að kosta 985 þús. kr., þar af fara um 30% í vexti og önnur 30% í lóðargerð. Áður en kaupandi flytur inn þarf hann a'ð vera búinn að borga um 70 þús. kr. og þá með- talin stimpilgjöld, þinglýsing o. fl. Guðmundur Guðmundsson tjáði fréttamönnum að stærsti hópur kaupenda væru verka- menn, þá iðnnemar og síðan eitt- hvað af öðrum stéttum. Þessari einu íbúð, sem ekki hefur verið tekin, verður nú út- hlutað aftur. En 5 umsækjendur voru upphaflega um hverja íbúð, svo ekki ætti að vera vandræði með það. Tafla þessi sýnir niðurstöður hávaðamælinganna í vínveitinga húsunum tólf. Fari hávaði til lengdar upp fyrir 96 deciBil, er hann talinn hættulegur heyrn manna. Fjórar hæstu hljómsveit- irnar eru jafnframt þær vinsælustu, þar af þrjár bítlahljóm- sveitir. Samkvæmt því eru átta hljómsveitir svo háværar, að til óþæginda er fyrir starfsfólk og gesti, en einungis fjórar eru skikkanlegar. Töfluna gerði Eggert Ásgeirsson. Bítlahljómsveitirnar eru með uggvænlegan hávaða Hávaði í veitingahúsum mældur GERÐAR hafa verið hávaðamæl ingar í vínveitingahúsum í borg- inni og var það gert samkvæmt beiðni heilbrigðisnefndar Reykja víkurborgar. Samkvæmt könn- uninni, sem gerð var af Eggerti Ásgeirssyni, kom í ljós, að háv- aði er mjög mismunandi i þess- um tólf húsum, frá 84 deciBel í 110. Mestur er hann hjá bítla- hljómsveitunum. Hávaði, sem til lengdar er meiri en 90—96 deciBel, er talinn hættulegur heyrn manna. Morgunblaðið sneri sér til Eggerts Ásgeirssonar, fulltrúa hjá borgarlækni, og ynnti hann eftir árangri mælingarinnar. Hann sagði, að þetta mál hefði komið til umræðu hjá heilbrigð- isnefnd í maí, vegna óánægju gesta ýmissa veitingahúsa yfir 'hávaða í veizlusölum. Að til- lögu Úlfars Þórðarsonar læknis, var svo samþykkt að mæla hávaðann. Eggert sagði, að hljóðstyrkur- inn væri mjög mismunandi, en miðað var við mesta hávaða hverju sinni. Var mestur gaura- gangur hjá vinsælustu hljóm- sveitum unga fólksins, og skip- uðu þær 1., 2., og 4. sæti. Hins vegar hefðu hinar fylgt fast á eftir, meira að segja á stöðum, þar sem fólk kemur ekki síður tiil að borða en dansa. Var þessi hávaði frá 99 í 110 cLB. Fjórar lægstu hljómsveitirnar voru frá 84 í 94 dB, og sagði Eggert, að það mætti teljast skaplegur háv- aði. Eggert sagði, að mæling þessi væri engan veginn nákvæm, enda einungis mældur mesti hljóðstyrkurinn. Bæði væru lög mismunandi hávær og eins væri staðsetning hátalarans þannig, að ekki hefði verið víst, að mælt hefði verið á háværasta stað í húsinu. „Kom ennfremur fram“, sagði Eggert, „hjá starfsfólki og gestum sums staðar, þegar það var vart við mælinguna, að við skyldum hinkra við, þar sem hljómsveitin væri enn ekki kom- in í „stuð“. „Mælitækin geta að sjálfsögðu ekki gefið til kynna áhrif háv- aðans á menn. Persónulega fannst mér, að óþægindin hafi ekki endilega verið mest, þar sem hávaðinn mældist mestur, heldur hvað mest hjá stærri hljómsveitunum með fjölbreytt- ari bljóðfæraskipan og söngvur- um. Má segja, að þegar þær eru í fullum gangi, sé illgerlegt að tala saman og ekki um annað að gera en snúa sér í dans, hvort sem mönnum líkar betur eða verr og þótt stærð dans- gólfa leyfi varla mikinn snún- ing“. „Er hljóðstyrkurinn þá heilsu- spillandi fyrir gestina?" „Nei, varla svo. Hins vegar mátti greinilega heyra á starfs- fólki staðanna, að það gladdist mjög, þegar komið var með hljóðmælinn. Hávaði, eins og hann mældist mestur, hlýtur, þegar til lengdar lætur, að vera heilsuspillandi, ekki einungis vegna þess að hann skaði sjálf heyrnarfærin, heldur einnig vegna þreytuálags. Til þess að hávaði skaði heyrn þarf hann að vera bæði mikill og standa lengi samanlagt. Þó má segja, að þetta sé of lítið rannsakað. Þó er þess getið í niðurstöðum heyrnamæl- inga erlendis, að hljóðfæraleik- arar „pop“-hljómsveita hafi orð- ið fyrir tjóni á heyrn. — Nú furða sig margir á, hvers vegna hávaðinn sé svona mikill, þar sem hann er mest- ur, og hvers vegna ekki sé skrúf að niður í hátölurunum. Sjálfur álíí ég það vera vegna þess, að hljóðfæraleikurum finnst þeir ná meira valdi á gestum, þegar hávaði er meiri, eða öllu heldur telja sig geta það. Þegar svo er komið er erfitt að fá hljóðfæra- leikarana til að minnka hljóðin. Sjálfur hef ég nokkrum sinnum farið þess á 'leit við hljómsveitar stjóra, að þeir lækkuðu lætin, en án árangurs, utan einu sinni. Það var á skemmtun, þar sem aflað var fjár til styrktar heyrn- ardaufum. — Einn veitingastaður hefur hljómplötumúsík eingöngu. Bár- ust kvartanir yfir hávaða þar. Þegar við komum þangað fyrir skömmu mældist hljóðið þar mjög skaplegt, eða nálægt því sem hæfilegt mætti teljast. Starfsfólkið sagði, að þegar bor- izt hefðu kvartanir hefði fljót- lega verið lækkað í hljómplötu- tækjunum og eftir það bæri ekki á óánægju. En þarna var líka um dauð tæki að ræða. — Heilbrigðisnefnd var sam- mála um, að hér væri varla um heilsuspillandi hávaða að ræða fyrir gesti, hins vegar bakaði hávaðinn greinilega mörgum gestum óþægindi. Mun nefndin því fara fram á það við veitinga- menn að þeir taki tillit til þess- arar óánægju. —• Það er áhyggjuefni víða um heim, hve hljóðstyrkur umhverf is fólk fer sívaxandi. Er reynt að berjast gegn hækkun hans eftir megni. Það er ekki nóg að setja um hann reglur, þar þarf samvinna allra að koma til. Þessi aukni hljóðstyrkur veldur tjóni á heyrn, hann raskar ró manna, truflar svefn og genr lífið leiðara fyrir mjög marga". Ók vélhjóli ofton ó jeppa UM KL. 14 í gærdag varð það slys á gamla Laufásveginuim, við Gróðrastöðina Alaska, að 16 ára gamall piltur ók á vélhjóli aftan á jeppa. Skarst pilturinn tals- vert í andliti, er höfuð hans rakst inn um bakrúðu jeppans, sem var af Landrovergerð. Jeppinn og vélhjólið voru ný- lögð af stað frá geymsluskúr við Laufásveginn, er ökumaður jepp ans tók eftir því, að dyr skúrs- ins voru opnar. Snögghemlaði hann þá með áðurgreindum af- leiðingium. Pilturimn var fluttur í Slysavarðstofuna, þar sem gert var að sárum hans, en vélhjólið mun hafa skemmzt mjög mikið. Hoförninn Inndnr sífd Siglufirði, 16. júlií. Haförninn kom hingað í morg- un með fyrstu síldina, sem hing- að berst í sumar. Er skipið kom hingað, um kl. 5 í morgun hóf- ust smávegis lagfæringar á því, en síðan var tekið til við að landa síldinni, sem var 3229 tonn og 921 kíló. Síldin fer að sjálf- sögðu öll í bræðglu og er það Síldarverksmiðja ríkisins (SR 46), sem tekur við heruni. Lönd- un hefur gengið vel og er búizt við, að Haförninn fari aftur út með morgninum. — Steingrímur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.