Morgunblaðið - 23.07.1968, Síða 1

Morgunblaðið - 23.07.1968, Síða 1
28 SIÐUR 154. tbl. 55. árg. ÞRIÐJUDAGUR 23. JULÍ 1968 Prentsmiðja Morgublaðsins Þessi mynd var tekin rétt fyr ir ihelgina, er verið var að undir búa brottflutning sovézkra her- vagna frá Tékkóslóvakíu. Humphrey ræðir við Smith og Sörensen Washington 22. júlí. AP. AREIÐANLEGAR heimildir í Washington greina frá því, að Hubert Humphrey, varaforseti, Bandaríkjanna leggi nú æ meira kapp á að leita stifðnings meðal Kennedy-áhangenda. Um helgina hitti hann tvo þeirra ötulustu að máli, Stephen Smith — mág Ed- wards Kennedys — og Theodore Sörensen, sem var ráðgjafi beggja eldri Kennedybræðranna. Til- kynnt var að hann hefði viljað ræða við þá um almenn mál, sem snertu forsetakosningarnar. Þá hefur AP-fréttastofan það fyrir satt, að Humphrey hafi á- huga á að hitta Edward Kennedy, Mikilvœg tilslökun Sovétstjórnar: Fellst á fund í Tékkóslóvakíu — enn engar staðfestar fréttir um, að sovézki herinn sé horf inn úr landi — Kiesinger vill fresta herœfingum NATQ skammt frá landamœrum Tékkóslóvakíu í september Moskva, Prag, London, Bonn, Berlín, Belgrad, New York, Búkarest, 22. júlí. NTB-AP. TILKYNNT var samtímis í Prag og Moskvu í dag, að So- vétstjórnin hefði látið undan kröfu Tékkóslóvaka um, að fundur þessara tveggja aðila sem hefur verið á döfinni undanfarið, yrði haldinn í Tékkóslóvakíu. Tilkynning- unni fylgdi harðorð árás á Prag-leiðtogana fyrir að hafna ábendingum og hollum ráðleggingum Sovétmanna um málefni Tékkóslóvakíu. Sovétmenn höfðu borið fram tillögu um að fundur- inn yrði haldinn í einhverri eftirtaiinna borga í Sovétríkj unum, Moskvu, Kiev eða Lvow. í fyrstu orðsendingum Sovétmanna var gefið ótví- rætt til kynna, að ekki kæmi til mála að fallast á fund með Tékkóslóvökum, nema þeir samþykktu einhvern þessara þriggja staða. Tékkóslóvakar höfðu þegar uppi þau afdrátt arlausu svör, að ekki kæmi annað til mála en fundurinn stæði í landi þeirra, þar sem fjalla ætti um innanríkismál Tékkóslóvakíu fyrst og fremst, og forystumenn ættu ekki heimangengt. Hins veg- ar hefur fundarstaður í Tékkó slóvakíu ekki verið endanlega ákveðinn enn. í orðsendingu stjórnmála- ráðs miðstjórnar sovézka kommúnistaflokksins segir, að Sovétmenn hafi tekið þá ákvörðun að vandlega íhug- uðu máli, að verða við óskum Tékkóslóvaka. Gefið er í skyn að þess sé vænzt að allir með limir forsætisnefndarinnar í Prag komi til fundarins. Yfir lýsingin kom skömmu eftir að Sovétstjórnin hafði vísað á bug svari Prag-stjórnarinn- ar við bréfi Varsjárfundarins. í Moskvu er litið svo á að hér sé um mikla tilslökun Sovét- stjórnarinnar að ræða og hpfi hún ekki séð sér annað fært vegna mikils stuðnings, sem stefna leiðtoga í Prag virðist njóta hvarvetna. Tékkóslóvakíska fréttastof- an Ceteka birti skömmu seinna tilkynningu þar sem sagt er, að margir sovézkir herflokkar og hergögn hafi verið flutt frá Tékkóslóvakíu aðfararnætur sunnudags og mánudags og gert sé ráð fyr- ir, að hinir síðustu verði horfn ir á braut á mánudagskvöld. Þessi frétt hefur ekki verið staðfest af opinberri hálfu, en látið að því liggja, að flutningar herliðsins standi yfir. Framhald á bls. 20 og engum blandist hugur um, að varaforsetinn hafi mikinn áhuga á áð fá hann með sér í framboð, en nær öruggt er talið, að Hump hrey hljóti útnefningu. Tekið er fram, að Humphrey hafi ekki tekið endanlega ákvörðun um, hvort hann fari þess á leif, að Edward Kennedy fallist á að verða varaforsetaefni, og einnig er gefið í skyn, að McCarthy muni einnig koma til greina. Sagt er, að Humphrey hafi beðið þá Smith og Sörensen að láta Edward Kennedy vita sem gleggst um viðræ'ður þeirra, og einnig að hann geri sér vonir um stuðning Kennedys á flokks- þinginu og að því loknu. Fram að þessu hefur ekkert heyrzt frá Edward Kennedy um afstöðu hans í þessu máli. Myrða átti Reagan Los Angeles, 22. júlá — NTB • BANDARÍSKA leynidög- regfan, FBI, upplýsti í ,gær, sunnudag, að komizt hefði upp um samsæri blökkumanna nokkurra um það, m.a. að ráða af dögum Ronaíld Reag- an, ríkiisstjóra Calilforníu. Seg ir dagblaðið „Los Angeles Times“, jafnframt að tilraun tveggja ungra blökkumanna nýlega, til þess að varpa hekn Framhald á bls. 20 Átök og ólga í Boliviu eftir flótta innanríkisráðherrans — sem hafði látið stjórn Castros fá afrit af dagbók „Che" Cuevara Santiago, La Paz, 22. júlí . ur beðizt hælis í Chile sem póli 0 INNANRÍKISRÁÐHERRA | tiskur flóttamaður. Hann kom Boliviu, Antonio Argueads, hef- þangað í síðustu viku, flúði land lnrybprom-68 hefsf 6. ágúst í Leningrad Iburðarmesta fiskveiðisýn- ing, sem haldin hefur verið 6. ÁGÚST nk. hefst í Leningrad sýning á fiskiskipum, veiðitækj- um, fiskverksmiðjum og fiskaf- urðum. Sýningin, sem á að Istanda yfir í tvær vikur, mun jverða ein stærsta sýning sinnar tegundar, sem haldin Ihefur ver- 'ið. Gestum sýningarinnar mun Igefast kostur á að sjá sýningar- imuni frá yfir 300 samtökum frá «24 löndum. íslendingar munu ,ekki taka þátt í þessari sýningu. Þungamiðja sýningarinnar verður að sjálfsögðu sýning á þeim tækjum, hugmyndum og aðferðum, sem hafa lyft Sovét- ríkjunum, á minna en 20 árum, upp í efsta sæti meðal fiskveiði- þjóða. > í nýútkomnu hefti af Fishing New,s International segir m. a., að ef reiknað sé með aflamagni og því fjármagni, sem lagt hafi verið í fiskveiðar, geti Japanir einir talizt hafa umfangsmeiri fiskveiðar en Sovétríkin. Því hafi verið reynt eftir föngum að fylgjast með þróun sovézkra ‘fiskveiða undanfarin ár. Inrybp- rom-68, en svo nefnist sýningin í Leningrad, muni hins vegar veita svör við flestum spurning- um á þessu sviði. Jafnvel þótt sýningin hefði verið einskorðuð við sovézkar fiskveiðar ‘hefði mátt búast við áhugasömum gest um hvaðanæva að úr heiminum. Sýningunni verður komið fyr- ir á eyju í Leningrad og verður þar komið upp sýningarskálum fyrir hin ýrnsu lönd, en auk þess verða sýnd nýtízkuleg skip við bryggjur skammt frá sýningar- svæðinu. Segir Fishing Ney/s, að sýningin verði að öllum líkind- um íburðarmesta kynning á framförum í fiskveiðum síðan Bretar efndu til hinnar miklu al- þjóðlegu fiskveiðasýningu árið 1883, — er þeir voru sjálfir fremstir fiskveiðiþjóða. af ótta við, að hann yrði ráðinn af dögtim, er upp komst, að hann hafði látið fulltrúa Fidels Castr- os, forsætisráðherra Kúbu fá af- rit af dagbók Ernesto — „Ches“ — Guevara, skæruliðaforingjans, sem felldur var í Bolivíu sl. haust. Hefur dagbókin verið gef in út í Havana. Arguedas hefur viðurkennt við lögregluna í Sant iago i Chile að hafa látið af- ritið af hendi. Mál þetta hefur valdið geysi- legri ólgu og blóðugum átökum í Boilivíu og stjórnin þar lýsti í dag yfir umsátursástanidi í land inu. Herinn sakaði forseta lands- ins, Rene Barrientos, um að hafa átt sinn þátot í því, að dagbókar- afritið var afhent og að hafa vitað um flótta Arguedas, sem er góðvinuir hans og gamall sam- starfsmaður. Á laugardag hermdu óstaðfesíar fréttir, að Barrient- os hefði verið hrakinn úr em- bætti, en ek,ki hefur það feng- izt staðfest og þykir heLdur ó- sennilegt. Hins vegar er vitað að tugir manna hafa verið handtekn ir vegna þessa miáls, þar á með- al forystumenn allra stjórnar- andstöðiufiokkanna. Nokkrir hafa komizt hjá handtöku með því að flýja heimili sin og er ekki vit- að hvar þeir haiida sig. Barrient- os hefur verið forseti Bolivíu Framhald á hls. 20 r

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.