Morgunblaðið - 23.07.1968, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1968
Bretar uggandi um togaraútgerð
4 millj. sterlingspunda ekki nógtil að bjarga þessum atvinnuvegi
BRETAR, og þá sérstaklega
brezkir útgerðarmenn, eru nú
mjög uggandi um framtíS brezkr
ar togaraútgerSar. Brezka land-
búnaSarmálaráðuneytið hefur
veitt þessari grein sjávarútvegs-
ins fjórar milljónir sterlings-
punda í styrki, en raddir eru
uppi um aS þessi upphaeð nægi
Wtki til þess aS bjarga brezkri
togaraútgerð frá hruni.
Brezka blaðið Observer hefur
það eftir nokkrum mönnum, sem
standa framarlega í togaraúr-
gerð, að fyrirtæki þeirra standi
mjög höllum fæti. T.d. hafi Ross-
hingurinn verið að hugsa um
hvort ekki væri réttast að hætta
togaraútgerð og sömu sögu væri
að segja um Associated Fisheries,
sem á fleiri togara en nokkurt
annað fyrirtæki í Bretlandi. Er
„Pop“ söngur
við guðsþjón-
ustu í St.
Púlskirkju
London, 22. júlí. AP.
_i „Þetta er áreiðanlega furðu
legasta guðsþjónusta, sem
nokkru sinni hefur verið hald
in í St. Pálskirkjunni — en ég
minnist þess heldur ekki að
hafa nokkru sinni séð kirkj-
una jafn þéttskipaða fólki“.
Þessi ummæli eru höfð eftir
einum starfsmanna St. Páls-
kirkju í London, er hann lýsti
guðsþjónustu, sem haldin var
þar og tileinkuð baráttunni
fyrir jafnrétti og frelsi kyn-
þáttanna. Þar kom fram banda
rískur „pop“-söngvari, John
Baldrey, sem söng og spilaði
á gítar sinn svo glumdi við í
þessu foma og virðulega
guðshúsi. Fyrir utan þá gesti,
sem höfðu sæti — en hvert
einasta sæti í húsinu var skip
að — stóðu nm þrjú þúsund
manns undir guðsþjónustunni,
að langmestu ieyti ungt fólk.
Fleiri dægurlagasöngvarar
og söngflokkar komu fram
guðsþjónustuna, en meðal við
staddra kennimanna var Ro-
bert Stopford, biskup í Lond-
þéss getið, að floti togara, sem
sæki á fjarlæg mið, hafi minnk-
að úr 301 skipi árið 1953 í 182
skip nú.
Ástæðurnar fyrir þessum
vanda brezku togaraútgerðarinn-
ar eru margar og fjarri því, að
slæmur afli á hinum venju-
'bundmu miðum flotans sé eina
ástæðan.
Undirrótina telur Observer
vera þá, að útvegurinn hafi lent
í slæmri gildru samkeppninnar.
Ný tækni í frystingu afla hafi
þær afleiðingar, að unnt sé að
geyma fisk og verzla með hann
eins og hverja aðra vöru á al-
þjóðlegum markaði. Þrátt fyrir
enga aflaaukriingu hafi framboð
á fiski aukizt að mun vegna
bættra skilyrða til að geyma
fisk. Auk þess hafi togaraútgerð-
inni verið gert erfiðara fyrir
með því, að stækka lamdhelgi
Bretlands í 12 mílur, því nú geti
smærTÍ skip aflað þar fisks,
sem kemur nýrri á hinn tak-
markaða brezka markað og selst
þess vegna betur.
Amnað vandamál er það, að
togaraútigerðin hefur verið lengi
að tileimka sér nýjar aðferðir í
fiskveiðimálum, eins og t.d. að
hafa á miðunum frystiskip, sem
myndi lækka kostnaðinn og auka
gæði, er til lengdar lætur. En út-
vegurinn er í sjálfheldu, því án
gróða er ekki hægt að leggja fé
í ný skip eða útbúnað.
í áðurmefrxdri grein er einnig
rætt um þá tillögu, að leggja
bæri togaraútgerð á hilluma og
beina starfskröftunum að öðrum
arðbærari iðnaði. Mörg rök séu
gegn þessu og ekki sízt séu þau,
að með því fyrirkomulagi myndi
skapast alvarlegt atvinnuástand
í Hull og Grimsby. Með styrk
Vorð iyrir bíl
Á laugardag varð telpa fyrir
bíl, er hún hjólaði þvert inn á
Langholtsveginn á gatnamótun-
um við Álfheima. Féll hún í
götuna, en mun ekki hafa hlotið
veruleg meiðsli.
FIMMBURAR — fjórar stúlkur
og einn drengur — fæddust í
smáborg, nokkur hundruð kíló-
metra frá Bombay á Indlandi
í gær. Móðirin var 35 ára gömul
bóndakona. Þrir fimmburanna
létust skömmu eftir fæðingu.
sínum hafi ríkisstjórnin sýnt það
í verki, að hún vill halda togara-
útgerðinni á lífi, en hvað sem
gerist. segir blaðið, að sú á-
kvörðun muni kosta mikið fé,
hvort sem það fé fáist með bein-
um framlögum frá ríkinu eða á
■annan hátt. Nú sé svo ástatt, að
þessi atvinnuvegur hafi ekki efni
á að hreyfa við þeim úrbótum,
sem e. t. v. kynnu að verða hon-
um til bjargar.
Giovanni Guareschl
FaÖir Don Cam-
iiios iátinn
Bologna, 22. júlí NTB—AP
ÍTALSKI rithöfundurinn Gi-
ovanni Guareschi, sem skóp
hina fnægu skáldsagnapersónu
Don Camiillo, lézt á mánudag
í BoxLogna úr hjartaslagi.
Guareschi var sextugur að
aldri, Hann var einnig þékkt-
ur blaðamaður, en roesta
frægð vann hann sér með
mörgum snjöillum og bráð-
fyndnum sögum um hinn
stríðandi guðsmann, prestinn
Don Camillo, og hafa nokikr-
ar þeirra verið kvikmyndaðar
með franska Fernandel í að-
alhlutverki. í sögunum um
Don Camillo segir frá deil-
um hans og glettum við komm
únistann, Peppone borgar-
stjóra, í 'litlu ítölsiku þorpi.
Guareschi sat þrettán mán
uði ö fangelsi 1955, en hann
var dæmduir fyrir roei'ðyrði
gegn ráðherranum Alcide de
Gasperi. Guaresehi birti bréf,
sem hann kvað ráðherrann
hafa skrifað, og í því er miædt
með að gerðar verði sprengju
árásir á Rómaborg. Þrétt fyrir
áskoranir vina og aðdáenda
áfrýjaði Guareschi ekki dóm
num.
16 fórust er
kirkja
hrundi
Bogota Colombiu,, 22. júlí. AP.
I Það bar við sl. sunnudag í
sm'ábonginni Vi'llenueve í austur-
hluta Colombiu, að rómversk
kaþólsk kirkja hrundi saman, er
þar stóð yfir messa, með þeim
afleiðingum, að m.k. 16 manns
biðu bana og um 50 meiddust,
j margir þeirra alvarlega. Að sögn
lögreglunnar voru átta börn með
al þeirra, sem létust og óttazt
var að tala látinna ætti eftir a'ð
hækka, þegar leitað yrði betur
í kirkjurústunum.
í kirkjunni voru samtals um
hundrað manns, þegar slysið
varð. Ekki er vitað hvað olli, en
kirkjan var gömul orðin og veik
byggð.
Féll 6m. á steingólf
SMÁSTRAKUR slasaðist er hann
féll 6 metra niður á steingólf í
Vélsmiðjunni Héðinn á sunnu-
dag. Hann var á dúfnaveiðum
ásamt nokkrum félögum sínum
og ætlaði að ná í dúfur, sem
höfðust við í sprungum í einum
vegg verksmiðjunnar. Til þess
að ná þangað upp reisti hann
stiga við vegginn, uppi á plast-
þaki.
Stiginn var um tveggja metra
hár og þegar hann var kominn
efst í hann, féll hann afturfyrir
sig, í gegnum plastið og fjóra
metra niður á steingólf.
Við það hlaut hann áverka á
höfði og skurði á bakið. Erfitt
var að ná honum af slysstað, þar
sem allar dyr voru lokaðar, en
lögreglumenn létu sig síga niður
til hans og hlúðu að honum þar
til náðist í mann sem opnaði
hliðið. Drengurinn var fluttur í
Slysavarðstofuna, en fékk að
fara heim til sín að aðgerð lok-
inni.
Stúdentaskákmótið:
Höfum ekki misst keppnisskapið
— sagði Bragi Kristjánsson í samtali við IVIbl. í gær
MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær
samband við íslenzku stúdent-
ana og innti þá tíðinda af
mótinu. Við töluðum við
Braga Kristjánsson, og var
hann ekki mjög ánægður með
frammistöðuna í gær, enda
töpuðu þeir öllum skákunum
gegn Tékkum.
„Guðmundur átti frí í dag",
sagði Bragi, „hann var svo
lengi að tefla biðskákma í
morgun við Rússann og varð
sú skák jaíntefli, Ég tefldi því
á fyrsta borði geg’i Smejkl
og átti jaínt lengi framan af,
en lék af mér skiptamun og
þar með skákinni. Haukur
tefldi við Tlatcheka og var sú
skák einnig jöfn og bsoð Tékk
inn jaíntefli, en Haukur þáði
ekki. Svo ,*ór þó að lokum að
Haukur varð að láta í minni
pokann. Jón tefldi á þriðja
borði við Votrda, en lék af
sér í tímahraki og tapaði, og
Björgvin, sem tefldi við Hal-
ousek, fékk verra tafl út úr
byrjunni og gat aidrei rétt
hhit sinn.“
„Við erum ekkert allt of
ánægðir roeð þessa frammi-
stöðu, en það þýðir ekkert að
gefast upp og við höfurr. enn
þá keppnisskap í bezta lagi.“
„Eruð þið nokkuð farnir að
þreytast?"
„Nei, ekki get ég sagt það,
en eftir því sem lengra líður,
fer einhver þreyta áreiðanlega
að gera vart við sig. Annars
er allur aðbúnaður góður hér,
og ekki yíir neinu að kvarta.“
„Og við hverja teflið þið
á morgun?“
„Við teílum við Rúmena."
Bragi vildi ekkert láta uppi
um sigurhorfur, en sagði, að
þeir mundu gera sitt bezta.
Báðu þeir fyrir beztu kveðj-
ur.
í annarri umferð í A-riðii
á stúdentamótinu í Ybbs í
Austurríki gerði ísilenzka sveit
in jafn'tefll við A-þjóðverja.
Guðmundur gerði jafntefli við
Schoeneberg, Bragi tapaði fyr
ir Espig, Haiukur vann Postler
og Björn gerði jafntefli við
Schmitz. Önnur úrslit urðu að
Bandaríkin sigruðu Rúmeníu
með 3-1, Danmörk og Tékkó-
slóvakar skxldu jafnir 2-2, Sov
étmenn unnu Júgúslavíu með
3tó-l%, og V-Þýzkaland sigr
aði Búlgaríu" 314-1%.
í þriðju urnferð töpuðu ís-
lendingairnir fyrir Sovétmönn
um fengu 1 vinning á móti
3. Guðmundur gerði jafntefli
við Tukmakov, Bragi gerði
jaftefli við Kuzmin, Hauikur
tapaði fyrir Kapengut og
Björgvin tapaði fyrir Kupres-
eik. Aðrar skákir í þeirxi um-
ferð: Danmörk og Rúmenia
2-2, Tékkóslóvakía og Júgó-
slavía 2-2, Vestur-Þýzkaland
og Bandaríkin 3-1, Búlgaría
og A-Þýzkaland 2-2.
— Ætla að flytja ...
Framhald af bls. 28 ,
veður var slæmt. Það kom
þó í iljós, að skipið er vel til
þessa veiða fatlið og við ger-
um ok'kur mjög góðar vonir.
Togarinn hefur sérstaklega út-
búnar Iiestar, kælidar og ein-
angraðar. Síldin verður á hill
um, en við ætlum l'íka að
gera tilraunir með að hafa
hana ísvarða í kössum. Það
getur einnig verið að við söit
um eitfihvað, ef þarf að bjaxga
smáslöttum, en fyrst og
fremst stefnum við að því að
ísverja síldina.
— Víkingur er 987 tonn svo
að hann á að geta tekið að
a.m.k. 600 tonn af síld, en
það gefiur e'kki svo fáar tunn-
ur. Hann er eina skipið sem
við vifium um, sem igefiur kom
íð síLdinni til söitunar eða
frystingar í landi, meðan hún
er svona langt í burtu. Við
höfum ekki endanlega ákveð-
ið hvar skipið landair, en fyrst
í stað verður það einhver^
staðar á Norður- eða Austur-
landi.
Togarinn VLkingur er nú í
- höfn á Akranesi, þar sem unn
ið er að því að koma fyrir
útbúnaði tii að hægt sé að
frysta síLdina jafnóðum og
hún kemur um boxð. Og um
næstu helgi fer hann beint á
miðin.
— Hryggbrotnaði...
Framhald af bls. 28
þeir ekki skilja enn hvernig þeir
gátu það.
Sverrir var fluttur í sjúkra-
hús til myndatöku en síðan rak-
leitt með flugvél til Reykjavík-
ur, þar sem hann gekkst undir
læknisaðgerð í gærkvöldi. Reynd
ist hann hryggbrotinn og mátt-
laus neðan við mitti. Liðan hans
var sæmileg í dag. (Sv. P.)
Skoðanokönnun
i Coliforniu
McCarthy í vil
Sacramento, Calitforníu, 22. júlí
— AP —
SKOÐANAKÖNNUN, sem Merv-
in Field hefur látið gera í Cali-
forníu hefur, að hann upplýsir,
leitt í ljós, að Califomíubúar
hafi mestan áhuga á því að fá
í embætti forseta Bandaríkjanna
öldungardeildarþingmanninn Eu-
gene McCarthy.
Field segir, að roeirilhiLuti þeirra
sem beðnir voru að velja miilli
Huberts Humphreys, varatforseta
og McCarfihys hafi valið hinn síð
arnetfnda. Þar sem valið hatfi stað
ið mi-lli McCarfihys og Nelsons
A. RockefelLers ríkisstjóra hafi
43% kosið McCairthy, 41% Rocke
feller og þar sem valið stóð milU
Richards Nixons og McCarthys
óskuðu aðeins 38% eftir Nixon
en 49% eftir McCarthy. Mesit
fylgi virtiist McCarthy hatfa fram
yfir Ronald Reagan, ríkisstj óra,
61% gegn 22%.
Elizabet
Taylor
skorin upp
London, 22. júlí — AP —
• LETKKONAN Eliiabeth
Taylor liggur nú í sjúkrahúsi
í London eftir tvær skurðað-
gerðir, sem hún gekkst undir
í síðustu viku. Var sú fyrri
gerð á miðvikudag en hin sið
ari á sunnudag og var sú, áð
sögn læknanna „meiri háttar
holskurður“ og getur Ieikkon-
an iíklega ekki átt barn fram
ar. Áður hafði verið sagt að
báðar aðgerðirnar væru lítil
vægar og til þess gerðar að
lagfæra truflanir í móðurlífi.
Líðan leikkoniunnar er sögð
góð eftir atvikum, en hún þarf
að vera í sjúkrahúsi í nokk-
urn tíma.
Elizabefih Taylor er nú 36
ára að aldri. Hún og eigin-
maður hennar brezki leikar-
inn Richard Burton eiga ekki
börn saman, en fró fyrri hjóna
böndum sínum á hún þrjú
börn; tvo drengi, er hún átti
með brezka leikaranum Mic-
hael Wilding og eina telpu, er
hún átti með bandaríska kvik
myndaframileiðandanum Mike
Todd. Meðan Blizabeth var
gift söngvaranum Eddie Fisch
er tók hún að sér litla þýzka
telpu og gerði að kjörbarni
sínu.