Morgunblaðið - 23.07.1968, Síða 5

Morgunblaðið - 23.07.1968, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1968 5 Heimsókn á Seyðisfjörð: Við getum smí&að báta, aflt að 200 tonnum að stærð Rœtt við Stefán Jóhannsson, eiganda Vélsmiðju Seyðisfjarðar VÉLSMIÐJA Seyðisfjarðar var stofnuð árið 1907 og hefur ver- ið starfrækt alla tíð síðan. Jó- hann Hansson, vélsmiður var eigandi hennar og aðalstjóm- andi í rösk fjörutiu ár, en mörg undanfarin ár hefur sonur Jó- hanns, Stefán, annazt rekstur fyrirtækisins. Vélsmiðjan hefur Stefán Jóhannsson. fyrir skömmu lokið smíði fyrsta stálbátsins, sem smiðaður hefur verið á Austurlandi og var sagt frá því í Morgunblaðinu 4. júlí sl. Ég hitti Stefán Jóhannsson á Seyðisfirði á dögunum og hann veitti , mér fúslega nokkra fræðslu um starfsemi og verk- éfni vélsmiðjunnar. — Þegar faðir minn stofnaði Vélsmiðju Seyðisfjarðar átrið 1907, var það auðvitað fyrst og fremst 'til a'ð gera við bátavélar og oftast nær höfum við haft nseg verkefni. Miilli þess sem við gerðarþjónusta var veitt, fékkst faðir minn meðal annars við að smíða línuspil, og raunar var hann stöðugt að vinna að upp- finningum og endurbótum. Hann byrjaði með sjálfdraga á línuvindur árið 1935, en það mæltist ekki vel fyrir, vegna þes hve atvinnuleysi var mikið og menn vildu ekki fækka á bát unum. Því féll það niður, en eftir stríðið var það tekið upp og varð brátt útbreitt. — Og Vélsmiðjan er eina fyr- irtækið á Austurlandi, sem hef ur fengizt við stálsmíði? —• Já, einhvern veginn hefur þet'ta þróaist svona upp úr við- gerðum. Þegar verkefnin minnk uðu í sambandi við síldveiðiflot ann á ailra síðustu árum, þurft- um við að líta í kringum okkur og finna ný verkefni. Við byrj uðum að undirbúa smíði stálbáts ins— sem hlaut svo nafnið Val- ur NK 108 — í tilefni af sextíu ára afmæli vélsmiðjunnar á síð asta ári. Undirbúningsvinna var umfangsmikil og vegna anna við síldveiðarnar drógust fram- kvæmdir fram eftir haustinu, og hófust ekki að marki fyrr en eftir áramót. Við undirbúum nú smíði á öðrum slíkum, og verð ur sá svipaður að stærð og gerð. — Hafið þið áhuga á að fara út í stálsmíði í ríkara mæli en hingað til? — Ef markaður verður fyrir hendi tel ég það vafalaust. Við getum sem hægast smíðað báta, allt upp í 50-200 tonn að stærð. Að sjálfsögðu þyrftum við a’ð afda kraftmeiri lyftitækja og og bygja yfir starfsemina. Við höfum átt i erfiðleikum með úti smíði á veturna og þegar unnið var að smíði Vals, reyndum við að ljúka henni fyrir aðalsnjóa, svo að við gætum unnið inni í bátnum yfir veturinn. — Hefur'ðu trú á að markað- ur sé hérlendis fyrir báta af þeirri stærð, sem þið treystið ykkur til að smíða? — Ég er alveg viss um að í framtíðini verða það bátar frá 40 tonnum og upp í 250, sem út vega vinnslustöðvunum hráefni af heimamiðum. Það er hentug og viðráðanleg stærð og mitt álit er, að markaður sé talsverður. — Hvað staÆa margir menn að staðaldri hjá vélsmiðjunni? — Milli 15-20 eru fastir hjá okkur. Þegar síldveiðar standa sem hæst eru þeir fleiri. Auð- velt hefur verið að fá vinnu- kraft. Áður var það erfiðara, en nú er framboð meira en eftir- Nýtt — nýtt Somvyl veggefni Somvyl klæðning er mjög góð hita- og hljóðeinangrun. Vönduð vara gott verð Klæðning hf. Litaver Laugavegi 164 Grensásvegi 22 og 24 Sími 21444 Sími 30280. Ódýrar ^jórsárdalsferðir Hinar vinsælu eins dags hringferðir í Þjórsárdal eru alla miðvikudaga kl. 9 og sunnudaga kl. 10. Meðal annars er kornið i Gjána, að Stöng og Hjálpar- fossi. Á austurleið er farið um Skálholt. Einnig er ekið um virkjunarsvæðið við Búrfell. Verð aðeins 470 kr. Innifalið kaffi og smurt brauð á Selfossi. Matarpakkar á kr. 100 ef þess er óskað. Upplýsingar gefur B.S.Í. Umferðamiðstöðinni. Sími 22300. LANDLEIÐIR H/F. efnir til hópferðar í bíl eða flugvél á fjórðungsmót hestamanna að Egilsstöðum ef næg þátttaka fæst. Bíllnn mundi leggja af stað fimmtudaginn 25. júlí. Þeir sem áhuga hafa á ferðum þessum hafi samband við skrifstofuna eigi síðar en kl. 12 á hádegi 24. júlí n.k. STJÓRNIN. Glæsileg eignaskiptí Glæsileg endaraðhús á Seltjarnarnesi, rúmlega tilb. undir tréverk 200 ferm. bílskúr. Góð lán áhvílandi. . Sldpti á 4ra—6 herb. íhúð æskileg. Fasteignasalan. Óðinsgötu 4. Sími 15605. Hestomonnafélagið Fókur I Valur NK 108, 47 tonn að stærð. Fyrsti stálbáturinn sem er s míðaður á Austurlandi. Myndirnar tók Leifur Haralds son. spurnin. Við höfum alla tíð haft ágætt slarfsíólk, en það er frum skilyr'ði fyrir velgengni hvers fyrirtækis. Einnig höfum við að jafnaði 5—6 lærlinga. Á Seyðis firði hefur verið iðnskóli, svo að menn hafa getað lokið iðn- námi sínu hér. Samkvæmt nýju lögunum á nú aðeins einn iðn- skóli að vera í hverju kjördæmi. Við hefðum vilja'ð fá Austur- landsskólann til Seyðisfjárðar. Ég held það sé varhugavert, ef hann verður færður héðan, því að það fælir bæjarmenn frá, ef þeír geta ekki lokið námi hér. h.k. Hesthiísaeigendur í Kardimommnbæ Áríðandi fundur verður haldinn i felagsheimilinu að Freyjugötu 27, 2. hæð miðvikudaginn 24. þ.m. kl. 20.00. Ái’íðandi að hesthúsaeigendur fjöimenni. STJÓRNIN. Íbíið til leigu Til leigu er ný 4ra herb. íbúð með tvennum svölum við Hraunbæ. Sanngjörn leiga. Laus strax. Uppl. í síma 82368 eftir kl. 8 á kvöldin. URVALS NESTISPAKKAR IFERÐALAGIÐ fyrir félög, starfshópa og einstaklinga. Þér sparið tíma og fyrirhöfn fyrir og á ferða- laginu. Veljið réttina sjálf — hringið eða komið í verzlunina. Strandgötu 4, Hafnarfirði, sími 50102

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.