Morgunblaðið - 28.07.1968, Síða 2

Morgunblaðið - 28.07.1968, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1968 Spænskir fjallamenn fara á Vatnajökul og faka kvikmynd fyrir spœnska sjónvarpið TÍU manna spænskur hópur er að koma til íslands, til að ganga á Vatnajökul, en hópurinn sam- anstendur af vönum fjalla- Merki spænska Vatnajökulsleiðangursins. mönnum úr fjallaklúbbinum Cumbres í Madrid undir forustu Jose Manuel Alaiz, sem er kenn ari í fjallaíþróttum og starfar við spænska sjónvarpið. Á þetta að verða í senn sportferð og kvikmyndatökuferð fyrir sjón- varp. Spánverjarnir Manuel Gon- zales og Villaverde, sem hafa verið hér á íslandi, hafa undir- búið ferðina, en spænski hópur- inn var að æfa sig í Ölpunum í maí. Gonzales tjáði Morgun- blaðinu, að leiðangursstjórinn kæmi með flugvél til íslands 30. júlí, en hinir með Gullfossi. Áformað er að leggja af stað 2. ágúst inn í Tungnárbotna. Þar skilja leiðir. Aka fjórir norður Sprengisand og austur fyrir að Breiðamerkurjökli, en 6 fara upp á Vatnajökul frá Jökulheim um, ganga upp í Grímsvötn og áfram austur eftir jöklinum, en hóparnir ætla að hittast norðan við Öræfajökul og þá fara ann- að hvort á Hvannadalshnjúk eða í Esjufjöll og síðan austur yfir og niður Hoffellsjökul. Telja þeir, að ferðin taki 16—- 18 daga. Spánverjarnir ætla að bera með sér allan farangur og tæki. Gonzales sagði, að hann hefði leitað sér mikilla upplýsinga um Vatnajökul, rætt við dr. Sigurð Þórarinsson, og einnig haft sam- band við Slysavarnafélagið og Rasinsóknarráð. Tilkynningarskylda geng- ur samkvæmt óskum TILKYNNINGARSKYLDA síld- veiðiskipanna hefur reynzt mjög vel til þessa, að því er Þorvald- nr Ingibergsson, starfsmaður Slysavarnafélagsins, tjáði Morg- unblaðinu í gær. Um þessi mán aðamót verður tilkynningar- skyldan látin ná til allra skipa, sem róa frá Vestmannaeyjum, og síðan koma skip frá öðrum höfnum landsins inn í kerfið, eftir því sem aðstæður leyfa. Tilkynningarskylda síldveiði- skipanna hófst 13. þ.m., en þá var Árni Friðriksson kominn út á mfðin og hefur hann síðan flutt öll skilaboð flotans til lands. Sagði Þorvaldur, að öll síldveiðiskipin hefðu tilkynnt sig reglulega, eins og tilkynn- ingarskyldan mælir fyrir um. Engir gallar hafa komið fram á fyrirkomulagi tilkynningar- skyldunnar til þessa og verður hún um næstu mánaðamót lát- in ná einnig til allra skipa, sem róa frá Vestmannaeyjum, en það eru nú 72 för. Eftir því sem aðstægur leyfa verður til- kynningarskyldan svo látin ná til allra íslenzkra skipa og sagði Þorvaldur að næst á eftir Vest- mannaeyjum yrði byrjað á Suð urnes j ahöf num. Ósammála um björgunina PÉTUR Kristjónsson, einn af björgunarmönnum Hans Sif, kom 1 gær að máli við Morgunblaðið vegna viðtals, sem birtist í blað- inu sl. föstudag. í viðtalinu, þar sem rætt er við Einar M. Jóhann esson á Húsavík, sagði Pétur, að komið hefðu fram ýmis sjónar- mið, sem ekki maetti túlka, sem sjónarmið allra björgunarmann- anna. Einar hefði við björgunina Kópovogur og Klnkksvík keppu í bridge í MORGUN voru væntanlegir hiingað til lands tólf bridge- spilarar frá Klakksvík, vinabæ Kópavogs í Færeyjum til keppni við heimamenn í bridge. Spila tvær sveitir frá hvorum. Meðal Færeyinganna eru fjórar konur. Bæjarkeppnin verður í kvöld og spilað í félagsheimili Kópa- vogs, en einnig verður tvlmenn ingskenpni. — Er þetta fyrsta keppni þessara aðila í bridge. haft nokkra sérstöðu, þar sem haann átti mjölið um borð í skip- inu og hefði það verið öðnum björgunarmönnum óviðkomandi, þó Éinar hefði verið hluthafi í samtökum þeim, sem björguðu skipinu sjálfu. f viðtalinu er haft eftir Einari, að björgun mjölsins hafi verið ákaflega dýr, þar sem ailir hafi selt aðstoð sína eins dýrt og hægt hafi verið og hafi því hvert hand- tak verið yfirborgað. Óskaði Pét ur Kr .stjónsson eftir þvi, að fram kæmi, að björgunarmennirnir hafi þurft að leita til ýmissa aðila fyrir norðan uma ðstoð og hefði það samstarf verið eins og bezt hefði verið á kosið. Hefði fólkið þar sýnt björgunarmönnum mikla vinsemd og hjálpsemi í hvívetna. Þá er í viðtalinu haft eftir Ein ari, að björgunarflokkurinn hefði orðið að sætta sig við eftir margs konar vífilengjur og ósannindi, að hið danska tryggingafélag seldi skrpið fyrrverandi eigend- um. Vildi Pétur gera þá athuga- semd við þessi ummæli Einars, að samningarnir við hið danska fyriirtæki hefðu farið mjöig vin- samlega fram. Fyrirhafnarmikil uppskipun f GÆR var landað úr Skógafossi fjórum stórum tækjum, sem Landsvirkjun hefur keypt til landsins og eiga að fara að íra- fossi. Tæki þessi eru mjög þung m.a. var eitt þeirra 48 lestir að þyngd Til þess að ná tækjunum úr skipinu þurfti að fá stóran losunarpramma hafnarinnar að skipshlið, en síðan drógu dráttar- bátar prammann að bryggju, þar sem tækin voru sett á fiutninga- bifreiðir. Gekk verkið allvel að öðru leyti en því, að erfiðleikar urðu á að láta togvírana vefjast rétt um kefli á pramimanum og tafðist verkið dálítið af þeim sökum. Tsekin munu vera meðal þyngstu stykkja sem skipað hef- ur verið á land hér. Meðfylgjandi myndk sýna prammann við skipshlið og síðan hvernig dráttarbátamiir fiuttu hann til. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Kristján Valgeir með síld til Vopnafjarðar Vopnafirði, 27. júlí. SÍLDVEIÐISKIPIÐ Kristján Valgeir er væntanlegur til Vopnafjarðar um helgina með 280 lestir síldar í bræðslu. Mun þetta verða fyrsta síldin, sem hingað berst í sumar. Kristján Valgeir mun vera með afla- hæstu skipum á miðunum. — Ragnar. Þór Magnússon Engin uppsagn arorsök gefin Sérleyfisbifreiðar Keflavíkur hf. l|afa sagrt upp tveimur bif- neifíaistjórum, sem Btarfað hafa við fyrirtækið, svo sem áðiur hef ur verið getið í Mbl. Fomstjóri félagsins sagði í viðtali við Mbl., að stjórn félagisins hefði tekið þá ákvörðun, að gefa ekki upp á- stæðluna, mönnunum hafi verið isfagt upp með löglegum fyrir- vara samkvæmt siamningum. Þá hafði Mbl. tal af Ragnari Sigurðsisyni, ien bann er annar þeirra tveggja, er sagt var upp. Nafn hins er Skairphéðinn Njáls- '-k- Þór Mognússon teknr við iorstöðu Þjóðminjnsnlnsins - TIL BRÁÐABIRGOA DR. Kristjáni Elðjárn hefur ver- ið veitt lausn frá embætti þjóð- minjavarðar frá 1. ágúst nk. að telja og Þór Magnússyni, safn- verði, falin forstaða Þjóðminja- safnsins fyrst um sinn frá sama degi. Embætti þjóðminjavarðar hef- ur jafnframt verið auglýst laust til umsóknar með umsóknarfresti til 1. sept. nk. (Frá nieuntamálaráðuneytlnu) son. Ragnar sagðist ekki vitáa á- stæðuna, en ihann Ihefði verið að reyna að tfi'nna ein’hverja ástæðu er 'honum þætti líkleg. Sagði hann, að þeir félagar bíeifðu þótt nokkuð harðir á horn 'að taika í sambandi við samningaumleitan ir, en þeir hefðu farið fram á matar- oig kaffitíma í umfnam- vinnu. Eftirvinn.a bifreiðastjór- anna er að isögn Ragnars 'allt að 6 til 8 klukkiustundir og þann tímia fá þeiir engan tíma í m'at og katffi. Þá gat Rlagnar þesis, að þeir félaigiax hef&u báðir veirið ein- arðir stuðningsmenn dr. ,Krist- jáns Eldjárnsrvið forsetakosning- arnair. Svo undiarlega 'hefðd vilj- að til, að h'ann sjálfur ihefði feng ið fuppsagnarbréf ®ift á kosninga daginn, en Skarphéðinn Njáls- son daginn fyrir kosningiar. Mbl. bar þetta síðasta atriði varðandi kosmingarnar undir Ragnar Friðriksson, fonstjóna 'Sérleyfisbifreiðanna, og sagði hann þessa staðhæfingu svo hlægilega og fjarstæðukennda að 'hún væri ekiki svara'v*erð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.