Morgunblaðið - 28.07.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.07.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1968 Þðrungamið víða með ströndum íslands Lokaskýrsla um vlnnslu við Reykhóla væntanleg — Samtal við Sigurð Hallsson, efnaverkfræðing „ÞESS verður ef til vill nokk uð að bíða, að hér komi upp verksmiðjur, til þess að þangið og sjávargróðurinn, sem engin þurrð er á við landið, verði hag .nýtt. En þær koma — og ótelj- andi aðrar verksmiðjur. ísland verður með tímanum f yrst og fremst iðnaðarland. Hver skyldi hafa látið sér detta það í hug fyrir svo sem 50 árum? Það þarf jafnvel ekki að seilast svo langt aftur í tímann". Þessi ummseli eru tekin upp úr grein í Morg- unblaðinu árið 1919, þar sem rit að er um þangið og sjávargróð- urinn við strendur íslands. Nú eru liðin 50 ár frá því greinin var rituð, og þetta mál enn ofar lega á baugi. Sigurður Hallson, , efnaverkfræðingur, er sá maður sem mest hefur unnið að rann- sóknu'm á vinnslu þangs og þara. Leituðum við því til hans, til að fá upplýsinigar um slíka vinnslu og gang miála fyrr og nú. f fyrrnefndri grein í Mbl. var minnst á vinnslu á joði úr þangi á Áiiftanesi. — Það er aLveg rétt, sagði Sigurður Árið 1906 brenndi Jón Vestdal sálugi þang og þara á Álftanesi. Ekki eru nema fá ár síðan ofninn var rif- inn og liggur hann þarna í fjör- unni. Jón framleiddi joð úr ösk- unni. Þetta var geysimikill iðn- aður úti í Skotlandi. og víðar á sínum tíma. Skotar brenndu um milljón tonnum á ári, þegar mest var En við íslendingar vor um 100 árum of seint á ferðinni. Um 1750 var þörungaaska grund völlurinn undir efnaiðnaði í Ev rópu. Um 1800 kom til íslands skozkur maður, sem bauðst til að kenna íslendingum að brenna þara og koma upp slíkum iðnaði, en Magnús Stephensen synjaði honum um 10 ára einkaleyfi á vinnslunni. Það var svo ekki fyrr en 100 árum seinna að mál- ið var aftur tekið upp. Þá var þetta deyjandi iðnaður. Chilesalt péturinn var kominn til sögunn- ar og hægt að framleiða úr hon- um ódýrara joð. Áður hafði gler og sápuiðnaður byggzt á sóda, sem unninn var úr þaraösku, en þegar sódi fór að fást úr salti, var það úr sögunni og joðvinnsl an tók við sem fyrr er sagt. — Þá var svo miikiil joðvinixsla úr þaraösku í Bretlandi að 14% meira joðmagin mæld- ist í andrúmsloftinu. Joðvinnsl- an átti sem sagt sína blómiatima og var á niðurleið, þegar Jón heitinn Vestdal hófst handa hér 1906, og seldi þaraösku til Skot- Jands. Ilann druikknaði svo við skeljatöku í Hvalfirði. Annars eru enn gífurlegir möguleikar á að nytja þara við Álftanes, bæt- ir Sigurður við. Þar er jarð- hiti og mikið magn af þara við ströndina. Er áformað að bora þarna eftir heitu vatni í þessu sambandi áður en lagt um líður. — f þetta sinn vorum við sem sagt of seint á ferð. En ekki þó endanlega, er það? — Nei, fyrir aldamót fannst alginsýra í þaranum, en það er hún sem heldur plöntunni uppi. Og síðar fundust ýms fleiri nýti- leg efni í honum. En það var ekki fyrr en á árunum kringum fyrri heimsstyrjöldina að farið var að vinna alginsýruna úrþar anum. Nú er algínsýra unnin úr ýmsum tegundum þara og einnig úr klóþangi. Hlaup úr f jörugrösum. — Hvort erum við að hugsa um að vinna hér? — Hvort tveggja, bæði þang og þara, svarar Sigurður um hæl. Einnig mætti nytja hér söl- in til manneldis, en það yrði varla í stórum stíl, yrði fremur fjölskylduframleiðsla. Hér á landi voru söl og fjörugrös nýtt áður fyrr. Þau voru soðin með sýru og mynduðu hlaup. Nú er víða unnið hlaup úr fjörugrös- um. T.d. í Carrageema á ftalíu og í Kanada, þar sem þau eru krökuð upp. Humarkarlarnir vinna við það eftir humarveiði- tímann. Þeir selja þetta til Banda ríkjanna og Danmerkur og víð- ar. Áður fyrr var Marinkjarni sem er brúnþörungur, einnig notaður hér til skepnufóðurs. Grófblöðin þóttu holl og græð- andi. — Eigum við að halda áfram með sögu þörungavinnslu á ís- landi? — Næst var hafin þangmjöls- framleiðsla í Hveragerði á ár- unum 1939 til 1941 og þangið skorið við Eyrarbakka og Stokk eyri. Þeir Sveinbjörn Jónsson í Ofnasmiðjunni og Theódór Jóns son stóðu að því. Ég vilssi ekki af því fyrr en eftir að ég var kominn á kaf í þetta, að faðir minn, Hallur Jónsson, hafði ver ið með þeim í því. Þeir notuðu þurrkaðferð, sem ég er sammála þeim um að sé heppileg, eftir að 'hafa gert með þetta tilraunir. Þurrkturninn stóð undir brekku f honum voru 3-4 pípugrindur. í þær hleyptu þeir gufunni og blésu svo lofti upp undir þær, en þangið gekk grind af grind, og þurrt þangið fékkst neðst. Þess má geta til gamans, að við þessa tilraun starfaði þýzkur karl, sem enn er af brennandi áhuga að setja þangmjöl í brauð o.fl. í Flensborg. Hann hefur haldið því fram að þörunga- mjöl hindri gin- og klaufaveiki, bæði ef það er gefið í fóðurbæti og borið á ræktað land. Fyrir- tækið í Hveragerði hét Þang- mjöl h.f., minnír mig. Þessi fram leiðsla féll svo niður í stríðs- byrjun. — Næsta tilraun var gerð 1959 Þá á Eyrarbakka, hóf Sigurður aftur máls. Þá vann ég að þessu á vegum Raforkumálaskrifstof- unnar fyrir staðarmenn og síð- ar var stofnað fyrirtækið Þör- unur h.f. Það var við fram- leiðslu til 1962. Hvað varð því, að aldurtila? Því held ég að sé hægt að svara. Það reyndist svo erfitt að fá mannskap í skurðinn í samkeppni við fisk- og frysti- húsavinnu. Þarna kom greinlega í ljós að afla verður hráefnis- ins með vélum og vélvæða betur þennan iðnað ef hann á að stand ast. Þangmjöl til algínsýru og fóður blönduvinnslu. — Til hvers var þangmjölið frá Eyrarbakka notað? — Það var aðallega selt inn- anlands til blöndunar í fóður- bæti. Hér var bætt í fóðurbæt- irinn 3—4% af þangmjöli, en í Bretlandi er talið að þuirfi 6-7% til að verulegt gagn verði að. Þó töldu bændur hér, að skepn- ur yrðu heilbrigðari af að fá þetta. Kaupfélag Eyrfirðinga varð fyrst til að taka mjölið í fóðurblöndu og fleiri komu á eft ir. I tiiraumaiskyni voru send 15 tonn til Bandaríkjanna, en fram- leiðslan stöðvaðist áður en lengra var komið með það. En líklegir markaðir eru fyrir nokk ur þúsund tonn af þangi til al- íginsýru vestan hatfs og í Bret- landi. Og fjaran milli Þjórsár og Ölfusár gæti gefið af sér 1000 tonn á ári. Ég er satt að segja að gera skýrslu um möguleikana á nýtingu þangs við Eyrarbakka oig Stokkseyri fyrir Ingólf Jóns- son, landbúnaðarráðherra. Er það annað aðalverkefni mitt nú, auk skýrslunnar um vinnslu á Reykhólum. — En hvað um þarann? Við ættum annars rétt að skjóta inn í upplýsingum um hvar þessar tvær tegundir vaxa í sjó. — Já, þangið er í fjörunni, en þarinn lengra úti undir sjó, svar ar Sigurður og snýr sér svo að hinni spurningunni. — Þarinn hefur ekki verið nýttur hér á landi lengi, en síðan 1946 hafa farið fram athuganir á nýtingu hans. Hafa ýmsir lagt þar hönd á plóginn, svo sem Jón Vestdal, Jóhann Jakobsson, Hallgrímur Björnsson, Baldur Líndal, ísleif ur Jónsson, Þorbjörn Sigur- geirsson Sigurður Rúnar Guð- mundsson o.fl. Ég hóf rannsókn ir á þörungum 1957 Rannsóknir beindust að norð- anverðum Breiðafirði vegna mik illa hrossaþaramiða, sem þar eru og einnig vegna þess að jarð- hiti er þar skammt undan, á Reykhólum. Ef vinnsla hæfist, yrði þarinn nýttur till algin- sýruvinnslu og fluttur út sem slikur, meðan annar etfnaiðnað- ur er ekki kominn hér upp. Rannsóknir hafa beinzt að því að nytja þaramiðin og verið mikið í því fólgnar að finna hagkvæma þurrkunar- og öflun artækni. Þá hefur farið fram efnagreining á þaranum, til að fylgjast með ártíðasveiflum í al ginsýrumagni hans. Þessar rann- sóknir hafa farið fram á vegum Raforkumálaskrifstofunnar, nú Orkustofnun, og Rannsóknarráðs ríkisins, og með styrk frá Vís- indasjóði. Fyrir styrk frá Vís- indasjóði fara líka fram mánað- arlegar rannsóknir á vaxtar- hraða þara á Breiðafirði og eru froskmenn notaðir við það. — Og hvernig standa málin nú? — Nú er langt komið skýrslu gerð um möguleika á 1000 -2500 tonna árlegri vinnslu að Reyk- hólum á þaramjöli, sem flutt yrði út. Á Reykhólum hefur verið borað eftir heitu vatni og fást 20 lítrar á sek. af 100 stiga heitu vatni. En einmitt er gert ráð fyr ir þurrkunaraðferð, sem notar lághita eða 100 stiga heitt vatn. Orkustofnunin og Rannsóknar- ráð hafa skipað þang- og þara- nefnd til að fylgja eftir loka kostnaðaráætlun. Og gert er ráð fyrir að hægt verði að taka ákvörðun um að neisa verksmiðj una á gnundvelli fyrrnefndra/r skýrslu, sem er að verða tiJlbúin. Komið gæti til greina almenn- ingshlutafélag um rekstur þess- arar verksmiðju. — Það sem þó er eftir að rannsaka til hlítar, er vélaöflun í þaraskunðinn og tiLraunix með slíka vélavinnslu bætir Sigurð- ur við. En fengizt hefur vilyrði fyrir fé til tilraunanna, svo fremi kostnaðaráætlanir séu hag stæðar. — Er þaramjölið dýrt efni? — Þaramjöl kostar tæpar 5000 kr. tonnið í útflutningshöfn En í hverju tonni af þaramjöli eru 200-250 kg. af alginsýru, sem kostar um 100 kr. kg. Ýmsir möguleikar í þörunga vinnslu. — Nú höfum við rætt um þang og þaravinnslu á Reykhóíum og Sigurður Hallsson efnaverkfræðingur á Eyrarbakka og Stokkseyri. Er ekki um fleiri staði að ræða? — Víða með hinni 5000 km. löngu strönd íslands eru þör- ungamið, sem við höfum haft spurnir af gegnum aðstoðar- menn. Þar liggja ýms órannsök- uð svæði, sem vitað er að eru nýtileg. Dæmi? T.d. má nefna það, að lauslegar athuganir við Króksfjarðarnes sýna að þar er talsvert af nýtanlegu klóþangL Einnig mætti nefna þangfjörur við Brjánslæk og flestar hinna stærri Breiðafjarðareyja. Breiði- fjörður er Paradís þörunga Ætti að setja upp í Flatey líffræði- rannsóknarstofu, þar sem rann- sakaður yrði þörungagróður á Breiðafirði. Þetta þyrfti ekki að vera umfangsmikið. Eitt her- bergi með tækjum mundi duga. Það yrði eins og rannsóknarstof an, sem Surtseyjarfélagið hefur komið upp í Vestmannaeyjum. Ai iiðr.um teguindium þöirunga en þangi og þara mætti nefna fjörugrösin, sem að einhverju leyti mætti nytja hér, þó ek-ki yrði það í miklu magni, vegna þess hve strjáll gróðurinn er. Söl mætti nýta hér, setja möluð saman við brauð og annað góð gæti þegar áhugi á hinum ýmsu hollu efnum í þömngunum hef- ur va'knað til fulls. — Þá eru órannsakaðar hér ýmsar teg.undir kalkþörunga heldur Sigurður áfram. f Frakk landi h.efÍT tegiund af kalkiþör- ungi, sem nefnist á máli þar- lendra maérl (Lithotharnnium Calcaeum) verið notuð í 80 ár sem kalkfóður handa skepnum, sér- staklega mjólkurkúm og er tal- ið auka mjólkina. Einnig er það notað sem kalkáburður. Erlend is er líka talað um, að notkun þessara kalkþörunga, sem að au'ki innihalda magnesium og ým is sporefni, geti hindrað gin- og k'laufavisiki, bæði ef það er not að í formi fóðurbætis og sem áburður. í fyrrasumar fann dr. Sigurður Jónsson talsverða námu af þessum kalkþörungi út af Vest fjörðum. Tel ég að leggja ætti hið fyrsta fé í að athuga mögu- leika á nýtingu þessarar námu. Öflun og þurrkun á kalkþör- ungum er ákaflega einföld. Mætti með tiltöliulega litlum lagfæring um nota sandæluskip til öflun- ar þeirra og beinamjölsverk- smiiðju til vinnslunnar. — Möguleika á þessu sviði, skortiir ekiki og ekki mannatfla, sagði Sigiurður að lökium. Það sem vantar, er fé til samfedldra rannsókna og tilrauna á hinum ýmsu möguLeikum, sem örfá dæmi liatfa verið netfnd um hér að ofam — E. Pá. Á sjávarútvegs sýningunni „Isl endingar og hafið“ var sýning á nýtingu efna úr sæþörungum. Hér sést deildin, sem sýnir öflun, þurrkun og framleiðslu úr þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.