Morgunblaðið - 28.07.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.07.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1968 Bergur Gíslason Minning Fæddur 15.6 1936 dáinn 19.5 1968 Bergur var fæddur í Nýlendu í Garði 15. júní 1936 og ólst þar upp ásamt fjórum bræðrum. Ný- lenduheimilið er éitt af mörgum heimilum þessa lands, þar sem foreldrarnir lögðu sig fram af öllum mætti, til að börnin gæru fengið að njóta hæfileika sinna sem bezt. Þrá til mennta var báðum for- eldrum í blóð borin, en ytri að- etæður komu í veg fyrir að hvor ugt gat lagt langskólanám fyrir sig. Þegar drengirnir uxu upp, t Faðir okkar Grímur Þórðarson Grettisgötu 22B andaðist 26. þ.m. á sjúkra- húsi Hvítabandsins. Börnin. t Faðir okkar Halldór Jónsson frá Amgerðareyri, Rauðárstígr 36 verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni, þriðjudaginn 30. júlí kl. 2. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á líknar- stofnanir. Börnin. t Sigurjón Ingvarson frá Snæfoksstöðum, verður jarðsunginn mánudag- inn 29/7 kl. 1.30 frá Foss- vogskirkju. Fyrir hönd vanda manna. Guðmundur Jóhannsson. t Útför Ingibergs Jónssonar skósmiðs fer fram þriðjudaginn 30. júli kl. 3 frá Fossvogskirkju. Vandamenn. t Útför Baldurs Þórðar Steingrímssonar deildarverkfræðings hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur fer fram miðvikudaginn 31. júlí frá Fossvogskapellu klukkan hálftvö eftir hádegi. Bragi Matthías Steingrímsson, Sigurhjörg Lárusdóttir, Anna Guðrún Steingrímsdótt- ir, Arni Kristjánsson, Jón Steingrímsson, Þórgunnur Ársælsdóttir, Þorvaldur Steingrímsson, Herdís Elín Steingrímsdóttir, Sigurður Ólason. kom í ljós að hæfileikar og þrá til mennta var fyrir hendi og nú var al'lt kapp lagt á að þeir gætu gengið þá braut, er for- eldrarnir fóru á mis við. Þetta virtist allt ætla að takast með ágætum, því með þrotlausu starfi var þess aflað, er til þurfti og hagur fjölskyldunnar blómg- aðist. En þá tók heilsu heimil- isföðurins að hnigna og hann varð að yfirgefa sín fyrri störf og snúa sér að annarri vinnu. Þrátt fyrir erfiðari efnahag var reynt að halda í horfinu og það hefur tekizt fram á þennan dag, því þrátt fyrir öll áföll hef ég aldrei orðið var við að neitt hafi skort í Nýlendu. Bergur ólst upp og mótaðist af því andrúmslofti er ríkti á heim- ilinu, við fastmótaða og ákveðna lífsskoðun, vinnusemi og grand- varleika í orði og verki. Hann var ekki hár í lofti, er hann tók að hjálpa til og þeir bræður allir voru mjög duglegir að vinna að hag heimilisins. Þegar barnaskólanámi lauk, sá Bergur að hann yrði að miklu leyti að treysta á sjálfan sig að afla þess fjár er til frekara náms þyrfti, enda var hann þannig gerður, að hann vildi gera sem mest sjálf- ur. Hann stundaði nú alla algenga vinnu, en þó aðallega sjó- mennsku. Að loknu stúdents- prófi var hann mjög heppinn með skipsrúm og ég minnist þess hversu glaður hann var er hann kom heim af síldveiðum með full ar hendur fjár. Nú sá hann fram á að draumur hans um háskóla- nám gat orðið að veruleika. Hann ætlaði að stunda nám við þýzkan háskóla, en hélt fyrst suður á Spán. Fór hann þessa ferð að læknisráði, til að vinna bug á húðsjúkdómi er t Útför eiginmanns míns og föður okkar Guðlaugs Sigurjónssonar fer fram frá Innri-Njarðvík- urkirkju þriðjudaginn 30. þ. m. kl. 14.30. Gnðrún Pétursdóttir, og börn. t Alúðarþakkir fyrir auð- sýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar Loftveigar Kristínar Guðmundsdóttur Fyrir hönd aðstandenda. 1 Gestur Gunnlaugsson, Meltungu. t Þökkum innilega auðsýnda samú’ð og vinarhug við and- lát og jarðarför móður okkar tengdamóður og ömmu Guðrúnar Þórðardóttur Selvogsgötu 14, Hafnarfirði Einar Sigurðsson, Sigríður Jónsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Kristinn Guðjónsson, Eggertína Sigurðardóttir, Sigríður Georgsdóttir, barnabörn. hann hafði þjáðst af um nokk- urt skeið. Á Spáni varð hann fyrirmjög alvarlegum veikindum og lá lengi á sjúkrahúsi á Spáni og í Þýzkalandi, áður en hann varð ferðafær heim til fslands. Þessi veikindi urðu mikil reynsla fyrir Berg. Hann sá fram á að geta ekki séð sér farborða efnahags- lega, þar sem líkamlegt þrek hans virtist algerlega bilað. Með viljastyrk og dugnaði tókst hon- um þó á skömmum tíma að vinna svo bug á þessu, að hann hélt aftur til Þýzkalands til náms og var það meir af vilja en mætti. í þessum veikindum Bergs lögðust allir á eitt að hjálpa honum sem bezt og kasta ég engri rýrð á neinn þó ég geti þess hér, að Gestur bróðir hans átti þar stóran hlut að máli. Hann er elztur þeirra bræðra og var sjálfkjörinn húsbóndi í Ný- lendu, er faðir þeirra féll frá og hefur honum farizt það vel úr hendi. Engin skyldi þó skilja orð mín svo að ég álíti að Bergur hafi aðeins verið þiggjandi, því Bergur var fjölskyldu sinni ó- metanleg stoð við hið sviplega fráfall föður síns. Þar sýndi hann að þrátt fyrir veikindi sín, gat hann hjálpað og veitt styrk. Hann var móður sinni sú stoð og stytta, er ef til vill hjálpaði henni bezt. Hann lagði mikið á sig við að gera henni lífið bæri- legt á ný. Strax eftir heimkom- una tók hann að hugleiða mögu- legar breytingar í Nýlendu. Um leið og hann fór að geta hreyft sig, hófst hann handa og notaði öll sín frí frá námi við endur- byggingu heimilisins. Er hann féll frá, hafði honum tekizt með aðstoð bræðra sinna að gera mjög góðar endurbætur á íbúð- arhúsinu í Nýlendu. Nú, þegar allt virtist vera að t Þökkum hjartanlega öllum þeim, er aúðsýndu samúð og vinarhug við andlát og jarð- arför Ágústar Kr. Guðmundssonar Elísabet Una Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins míns og föður okkar, tengda- föður og afa Alberts Guðm. Magnús- sonar Suðurgötu 38, Keflavík, Rakel Gísladóttir, dætur hins látna, tengdasynir og barnabörn. lagast, Bergur var farinn að sjá árangur í námi sínu og námslok- in voru að nálgast, þá féll hann frá. Þegar litið er yfir hina stuttu ævi Bergs þá virðist hún ein- kennast af óhamingju og brostn- um vonum og slíkt leitar alltaf á hugann er ungur maður fell- ur frá í blóma lífsins. En þegar frá líður og tíminn hefur tekið af sárasta broddinn, þá munum við minnast Bergs sem glaðværs ungs manns, sem með léttlyndi sínu og góðvild kom öllum í gott skap. Á þessari sorgarstund er það trú mi# og von að sá léttleiki er alltaf f^igdi Bergi megi hjálpa fjölskyldunni í erfiðleikunum. Að lokum votta ég móður hans og bræðrum mína innilegustu samúð. Við verðum öll að vera minnug þess að allt er við hljót um hér á jörð er aðeins að láni og getur verið tekið frá okkur hvenær sem er. Vinur. Georg Jónsson Minning Georg Jónsson bílstjóri andað ist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. 30. maí síðast liðinn. Á Akureyri hafði hann alið allan sinn aldur. Þar fæddist hann 23. ág. 1901 og var því hátt á 67. aldursári er hann lézt. Foreldrar hans voru Sigur- björg Oddsdóttir og Jón Stefáns son, trésmiður. Var Georg þriðji í röð sex systkina. Hann gekk að almennri vinnu frá því hann hafði aldur til, unz hann 25 ára gamall lærði bif- reiða akstur. Hann var einn af fyrstu bifreiðastjórum Akureyr- ar. Þeirri miklu ábyrgðarstöðu gegndi hann þar síðan í full fjörutíu ár, stétt sinni til sóma. Hann hafði lengi sína eigin bifreiðastöð og annaðist þá jöfn um höndum fólks- og vöruflutn- inga. Jafnframt því kenndi hann fjölmörgum akstur og meðferð bíla og átti þannig þátt í æ ör- ari notkun þarfasta farartækis aldarinnar — innanlands. Við erum mörg bæði sunnan .lands og norðan, sem teljum Ge- org Jónsson til okkar mætustu vina. Störf hans einkenndust af trúmennsku, reglusemi, greið- vikni og hagsýni. Tengdafólk hans og ættingjar höfðu miklar mætur á honum, enda sýndi hann þeim mikla ræktarsemi. Hve vel honum farnaðist í líf inu taldi hann sig ekki síst eiga sinni góðu konu að þakka. Henni Sigríði Zakaríasdóttur, kvæntist hann 10. júlí 1932, og lifir hún mann sinn. Heimili þeirra að Gránufélagsgötu 6, bar öll ein- kenni þess, að samhuga unnu húsbændurnir að heill þess og fegurð. Einkasonur þeirra Ing- ólfur Oddgeir, naut þar góðs uppeldis. Við hann voru vonir tengdar. Hann lauk prófi í Berk leyháskóla í Californíu í sama mund og faðir hans háði loka- baráttu lífsins í fæðingarbæ þeirra beggja, Akureyri. Ungum var Georg innrætt lif- andi trú og bænrækni. Hann tók snemma þátt í kristilegu sjálfboðastarfi og var einattboð inn og búinn til að greiða fyrir því. Hann mat mikils þá gæfu að eiga sér við hiið dugmikla eigin konu, sem var honum samhuga og samhent í þjónustu kristins samfélags. Þannig skipuðu þau sér í raðir þeirra, sem með ein- stakri fórnfýsi reistu kristni- boðshúsið Zíon. Það hefur í 35 ár hýst all fjölþætt starf, svo sem reglubundin samkomuhöld, sunnudagaskóla fyrir böm, og margvíslega starfsemi kristni- boðsfélaga. Frá því starfi er kominn og kostaður að nokkru leyti fyrsti kristniboði Akureyr inga, Skúli Svavarsson, nú í starfi með íslenzka kristniboðs- lækninum í Eþíópíu. — í Zíon hafa bækistöð K.F.U.M. og K. Georg var einn af stofnendum K.F.U.M. og Gideonfélagsins á Akureyri. Hann og frú Sigríður áttu þátt í að stofnað var til sumarbúðastarfs við Hólavatn. Ný týnir smámsaman tölunni það fólk, sem á liðnum þrem ára tugum hefur átt sitt andlega heimili í Zíon. Nöfn margra þeirra koma mér í hug, og nú síðast vinar míns Georgs. — „Drottinn gaf, Drottin tók. Drott ins nafn veri vegsamað". Gjöld um Guði þökk fyrir þá, sem eru horfnir sjónum okkar og biðj- um þeim líknar sem lifa. Ólafur Ólafsson. Georg Jónsson Minning Nú hugurinn reikar til horfinna stunda, og helgast af minningum góðvinafunda. Er helfregnin kemur um blessaðan bróður, sem bar okkur gæðin, svo hollur og góður. Við hittum þið nyrðra, svo ungan að árum, og óðar við kærleikans þel til þín bárum. Við fundum þinn hugur var búinn til bjargar, Framhald á bls. 23 Innilegar þakkir færi ég öllum vinum mínum er minnt ust mín á 75 ára afmæli mínu þann 24. þ.m. Sérstaklega þakka ég sam- starfsfólki mínu og forráða- mönnum í Heklu h.f. fyrir höfðinglegar gjafir og marg- háttaða vináttu fyrr og síðar. Guð blessi ykkur ölL Tryggvi Ásgrímsson, bifvélavirki. Ég þakka hjartanlega vina- hót og góðar gjafir á afmæli mínu 21. þun. Ólafur Helgason, Eyrarbakka. Innilegt þakklæti til allra sem glöddu mig á 75 ára af- mæli minu 22. júlí sl., með heimsóknum, gjöfum og heilla óskaskeytum. Guð blessi ykkur ölL Páll Guðmundsson, Fit. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.