Morgunblaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1968 Búa þarf 6 ára börnin undir skólanám möguleikar fyrir lærðar fóstr- ur séu miklar. Barnaheimilum fjölgar og verksvið fóstranna er vaxandi. T. d. eru þær eftirsótt- ar í áframhaldandi nám vegna heyrnardaufra, blindra og van- gefinna barna, einnig í barna- deildir sjúkrahúsanna og á Norð urlöndum eru hafðar fóstrur til að kenna 6 ára bekkjum í barna- skólunum. — Eru sex ára börn þá skóla- skyld á Norður,löndiuim? spyrj- um við. — Nei, skólaskyldan hefur ekki verið færð niður í 6 ár. Það er misskilningur. En á Norð- urlöndum er séð fyrir kennslu handa 6 ára börnum, og þau eru innan vébanda skólanna. Ef þessum 6 ára bekkjum er vel fyrir komið og þeir eru ein- hvers virði, þá undirbúa þeir barnið fyrir hinn eiginlega barna skóla. Það þykir til dæmis mikil- vægt að ná til allra 6 ára barna til læknisskoðunar. Mikilvægt er að finna sem fyrst afbrigðilega hegðun hjá barninu, heyrnar- deyfu, sjóndepru og hvers kyns afbrigðilega galla, sem geta háð barninu verulega eftir að út í reglulegt nám er komið. Ef unnt er að hjálpa strax, eru meiri möguleikar á að nýta námið í 7 ára bekkjunum og áfram. Mörg börn eru ekki tilbúin til að byrja nám umsvifalaust. Sum eru svo lítil í sér 7 ára, að þau eru hrædd á leikvellinum, hrædd á leið í skólann, hrædd við stóru strákana o.s.frv. Og þetta dregur úr námsgetunni. Eins og þetta er gert á Norðurlöndum, eru 6 ára börnin eiginlega í leikskóla, en þau eru innan vébanda barna- skólanna. Þau hafa sérstakan leikvöll, en geta sótt yfir á leik- völl stóru krakkanna, þegar þau hafa kjark til þess. Þá er ekki hætt við að þau verði fyrir á- falli af hræðslu. Mörg kunna ekki að vinna í hóp, þegar þau koma beint frá mömmu, kunna t.d. ekki að taka hópskipunum eða vinna að hópverkefnum. Þau þurfa að fá að leika út sinn leikaldur. Valborg hefur einmitt að undan förnu verið að kynna sér í ná- grannalöndum okkar fyrirkomu- lag á skólavist 6 ára barna, eink Ekki að færa til þeirra 7 ára námsefni Viðtal við Valborgu Sigurðardóttur, skóla- stjóra um Fóstruskólann o. fl. Fóstruskóli Sumargjafar hefur starfað í yfir 20 ár og útskrifað margar fóstrur. Nú hefur verið ákveðin nokkur breyting á náms tilhögun. Af því tilefni ræddi Mbi. við frú Valborgu Sigurðar- dóttur, skólastjóra Fóstruskólans Og þar sem nú er mjög mikið rætt um tilfærslu á skólakerf- inu eftir aldursflokkum, jafnvel að færa skólagönguna niður, svo hún byrji fyrr og stúdentsprófi þá náð fyrr, þá notuðum við tækifærið til að spjalla við hana um þann hluta á námsskyldunni, er stendur hennar sérgrein næst, þ.e. skólaskyldu fyrir 6 ára börn. — Fóstruskólinn er frá upp- hafi tveggja ára skóli. Hingað til hafa væntanlegir nemar þurft að vinna í þrjá mánuði á barna- heimili, svo að stúlkurnar geti áttað sig á því hvort þeim líkar þetta starf og við áttað okkur á þeim, sagði Valborg til skýr- ingar. Það er annað að vera góð- ur við lítið barn og hafa gaman af því eða gera það að æfistarfi að fóstra stóra hópa, sjá þeian fyrir hæfilegum og þroskandi verkefnum og annast þau í gleði og sorg. Nú höfum við ákveðið að breyta námstilhöguninni nokk uð. Barnaheimilin eru orðin það mörg, að við getum fengið reynzlu á okkar eigin heimilum. Áður en stúlkurnar byrja sinn reynzlu- tíma á barnaheimilum, þá bjóð- um við nú upp á tveggja vikna námskeið, sem hefst 16. septem- ber í haust í Fóstruskólanum. Og eftir það vinna þær í 7 mán- uði, í stað þriggja, á okkar veg- um á barnaheimilum og eru þá á kaupi. Þannig fá stúlkurnar tilsögn áður en þær byrja að vinna á barnaheimilunum og ekki eins hætt á að þær festist í röng- um vinnubrögðum. Á námskeið- inu förum við í uppeldisfræði, kennum föndur og kynnum barna bækur og barnasöngva. I vor koma stúlkurnar svo og taka próf í skólanum. Þá er stúlkan sjálf búin að gera sér grein fyr- ir starfinu og við sjáum hvar hún stendur. Þurfa stúlkur, sem ætla nú að byrja fóstrunám, að gera sér grein fyrir þessu. Umsóknarfrestur er til 20. á- gúst, en í forskólann verða tekn ar um 30—35 stúlkur, að því er Valborg upplýsti. Þurfa þær að hafa landspróf eða gagnfræða- próf. Skólinn sjálfur er svo tveggja ára skóli, sem fyr.r, og byrja 28 stúlkur í honum í haust. — Sumir vilja taka upp þriggja ára skóla, segir Valborg, en ég vil heldur leggja áherzlu á að undir byggja vel námið. Spurningunni um atvinnuhorf ur fyrir fóstrurnar að námi loknu og hvort nægilega margar fást ó b arn ab eim ili nu, svarair Val- borg á þann veg, að atvinnu- fllllll Valborg Sigurðardóttir um í Skotlandi og á Norður- löndunum. Hér hafa ekki verið deildir á barnaheimilunum fyrir 6 ára börn, en í vetur var þó efnt til slíkrar deildar á einum stað, til að fá reynzlu af þess- um aldursflokki hér og búa und ir að leggja grunninn að námi fyrir hann. Valborg telur ekki að stofna eigi til leikskóla fyrir 6 ára börn. Þau eru að þroska til eiginlega á milli leikskóla og barnaskóla. Hún telur það fyrir komulag, að láta börnin kynnast barnaskólunum undir vernd, eins og gert er á Norðurlöndum prýði legt. Og við báðum hana um að segja okkur svolítið frá þeim er- lendu fyrirmyndum, sem hún hef ur kynnzt. — f upphafi skólaársins er skólinn mest leikur. Meðan barn ið er lítið, er allt bundið við leik, en eftir að það er orðið 6 ára, þá fer það að vilja eitt- hvað meira, eitthvað sem því finnst vera vinna. Skólastofur barnanna eru líka við það mið- aðar og líta út eins og sambland af leikstofu og vinnustofu. Starf svið fóstrunnar, sem kennir er að útbúa skólastofuna, svo börn- in hrífist með og langi til að leika sér að hlutunum, vinna úr allskonar efniviði í skapandi starfi og föndri. Hið auðuga og fjölbreytta umhverfi, sem hvetur þau til starfa, er meiri fræðslu- gjafi heldur en sjálf fóstran, sem hjáipar þeim og leiðir. Á hverj- um degi eru þó undirbúnar sikipu lagðair fræðslustundir, 20 mín- í FERÐALAGID Sólgleraugu í úrvali, filmur, kex, ávextir, sælgæti, harðfiskur o. m. fl. VERZLUNIN ÞÖLL Veltusundi 3 (gegnt Hótel fslands bifreiðastæðinu). TRYGGING ER NAUÐSYN FERDATRYGGING er nauðsynleg, jafnt á ferðalögum innanlands sem utan Ódýr og hagkvæm slysatrygging fyrir ferðafólk FARANGURSTRYGGING bætir tjón, sem verða kann á farangri. Þessi trygging er ekki síður nauðsynleg en ferðatrygging ALMENNAR TRYGGINGAR £ PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SÍMl 17700 © útur eða hálftími í einu. Þá er sungið og spjallað saman um eitt hvert efni. Þannig má fræða mik ið. Börnin læra að hlusta, ein- beita sér og tjá sig í töluðu móli og það er mikil undirstaða undir skólanám. Mörg börn hafa líka lítinn orðaforða, þegar þau byrja að lesa. í rauninni þarf fyrst að auka orðaforðann í sex óra skólanum, láta þau skilja og læra hið talaða orð. Þá fellur umferðarfræðsla mjög vel inn í þessar svokölluðu samverustund ir, þegar spjallað er og frætt. Sum börn eru þegar farin að læra þetta í leikskólanum, en ekki hefur nema lítill hluti barna verið þar. í Danmörku halda leikskólabörnin áfram í 6 ára deildum leikskólanna, en nokkur þeirra fara þó yfir í 6 ára deild ir barnaskólanna og þykir fóstr- unum gott að hafa þau með hin- um, vegna þess að þau hafa öðl- ast félagslegt öryggi og fengið þjálfun í leikskólastarfi. Þann- ig má smám saman kenna 6 ára börnum vinnubrögð og veita þeim öryggi. í Danmörku sá ég sýn- ingu á verkum 6 ára barna í skólanum. Fyrstu 3 mánuðina höfðu þau verið ákaflega misjöfn voru að þrozka til frá 3ja til 7 ára að sjá. En eftir 3 mánuði voru þau orðin miklu jafnari og líkari. Börn þurfa að fá tíma til að leika sér í gegnum þessi þátta skil í lífi þeirra undir hand- leiðslu fóstrunnar. Þá hafa þau svo mikla möguleika á að öðlast félagsþrozka. Þau læra smám saman að taka tillit til annarra í leik og starfi og æfa hug og hönd, og það er farsælt vegar- nesti til skólanáms. Okkur hætt- ir svo mikið til að einblína um of á reiknings- skriftar- og lestr arnám, segja að barnið geti vel lært að lesa á þessum og þess- um aldri. Það getur það vafalaust en það er bara ekki víst að það sé það bezta fyriir það. Kanmsíki er það annað, sem barn þanf fyrst að læra, og réttara að hyggja að heildanþroska þess. í þei'm lönd- um, sem ég hefi helzt kynnzt, er svolítið mismunandi hvernig far- ið er að. Á Norðurlöndum eru börnin fá saman í bekk, ekki nemia 15-22 og engin bein kennsla, en meiri áherzla lögð á óbeint starf, svo sem teikningu, vatns- litun, smíðar og hvers kyns skap andi leiki og fræðslu, sem þrozk- ar eftir því sem líður á vetur- inn. — Þú ert semsagt á móti því að skólaskyldan sem slík sé færð niður í 6 ára? — Nei, en ég er á móti því að námsefni 7 ára bekkjar sé fært niður. Vil heldur að börn- in komi 6 ára gömul í leikskóla- bekk í barnaskóla, sem vinnur markvisst að því að búa þau undiir skólamáim eflir félagsþraska þeirra tilfinninga-, vit- og verk- þrozka. Óbeint kemur það að gagni við skólanám, því þá ættu öll börnin að vera betur undir það búin að taka við námsefn- inu, sem á eftir kemur og vinna betur úr því. Fyrir allan þorra barna má auka námsefni í barna skólunum, og flýta þannig nám- inu, eftir að þau hafa verið bú- in undir skólagöngu. Þannig gæti það komið að gagni með tilliti til þess t.d. að lækka stúdents- aldurinn um eitt ár. Nú, þegar svo mikið er rætt og fjallað um breytingar á skóla kerfinu og tilhögun kennslmgnar virðist ekki sízt ástæða til að huga vel að upphafinu og því fengur að heyra álit Vaiborgar Sigurðardóttur, uppeldisfræðings og skólastjóra Fóstruskólans. LOFTUR H.F. LJÓSMYNDASTOFA Ingólfsstræti 6. Pantið tíma í síma 14772. URVALS NESTISPAKKAR í FERÐALAGIÐ fyrir félög, starfshópa og einstaklinga. Þér sparið tíma og fyrirhöfn fyrir og á ferða- laginu. Veljið réttina sjálf — hringið eða komið í verzlunina. SJÓ> Strondgötu 4, Hafnorfirði, sími 50102

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.