Morgunblaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR 1. ÁGÚST 1968 17 Árni G. i lylands: 1 Kali ið og r u rræði i m Kalið og kalkið Tilraunatölur frá Hvanneyri sanna bændum og landslýð öll- um, að óskynsamleg og óhófleg notkun Kjama sé ein af megin- orsökum kalsins mikla í ár. Ef til vill er réttara sagt, að jörð sem kalkvana köfnunarefnisá- burður hefir verið borinn á ár- um saman og í mjög miklum mæli, sé hættara við kali, þegar kallega árar, heldur en landi sem kalkríkur áburður hefir ver ið borinn á. Þetta eru mikilsverðar tilraun ir og mikill fengur, að þetta er komið ljóslega fram, sem til- rauna-sannindi. Á tilraunadeild Bændaskólans á Hvanneyri þakk ir skilið fyrir að upplýsa þetta, þótt ekki séu tilraunamennirnir þar einir um hituna, hliðstæðar tilraunir hafa verið gerðar á öðr um tilraunabúum nyrðra og eystra. Er niðurstöður tilrauna hinum kalklausa Kjarna í óhag, en greinilegastar á Hvanneyri, mun það svo sem upplýst er, stafa af mismunandi jarðvegaðstæðum. Og þó er þetta allt saman ekkert nýtt, þótt nú sé talað há- værar um það en áður. í raun- inni er þetta ekki annað en það sem hugsandi ræktunarmenn hafa vitað lengi, já allt frá því er áburðarverksmiðjan í Gufunesi var byggð, og lengur þó. Menn hafa vitað, að það myndi senni- lega svo ekki sé meira sagt, leiða til ófarnaðar að nota kalk- snauðan köfnunarefnisáburð í miklum mæli. Það má með mikl- um rétti segja sem svo, að allir vissu þetta, sem vildu vita það, nema forráðamenn þeir sem valdir voru og skipaðir til að sjá um byggingu áburðarverk- smiðjunnar og rekstur. Þeir virð ast ekki hafa þekkt þessi ein- földu sannindi, eða ekki hirt um þau. Valið var, að framleiða kalksnauðan áburð, og svo var bætt gráu ofan á svart að fram- leiða áburðinn í muldu en ekki kornuðu formi. Tilgangslítið er að sakast um orðinn hlut, en slíkum sannind- um á ekki að leyna. Auðvelt er að svara því til, að allt hefði þetta verið og væri í lagi, ef bændumir bæru kalk á með Kjarnanum, sem þeir vita fullvel að er kalklaus með öllu. Satt er þetta að vísu, en þó er raunin og stærri sannleikurinn sá, að þess var og er engin von, að bændur kaupi kalkmjöl frá Akra nesi, svo sem með þarf með of- boðslegri notkun kjarnans, og flytji það langleiðir út um sveit- ir, við þann kostnað sem slíku er samfara. Ég tala með ráðnum hug um ofboðslega notkun Kjarnans. Á fyrstu árum Áburðarsölu ríkis- ins þótti gott að bera á um 80 kg af hreinu köfnunarefni á ha, eða t.d. 400 kg af kalkammon- saltpétrL Svo hóf Búnaðarfélag íslands mikla „tilrauna“-herferð, tfl að sýna og sanna, að það borgaði sig að stófauka áburð- armagnið, jafnvel allt upp í 120 kg af köfnunarefni á ha. Nú er komið að skuldadögun um, og það með langtum hast- arlegri hætti en flesta hefir ór- að fyrir. Kemur þar óneitanlega margt fleira til en kjarninn einn. Og ekki má hlaupa yfir í þessu sambandi að minnast þess, að til- raunir hafa sannað, að köfnunar efnið í kjarnanum hefir eitt út af fyrir sig engu lakari áburð- arverkanir heldur en köfnunar- efni í öðrum áburði, ef ekki kæmi kalkleysið tiL Og nú er vandinn orðinn tvö- faldur og meira en það, svo mik- ils þarf bersýnilega með um kalk kaup og kalknotkun, til að koma áburðar- lífveru- og eðlisástandi túnanna í lag. Hér er að horfast í auga við þá staðreynd og þann vanda, að verð og flutningskostn aður girðir fyrir að bændur kaupi kalk frá Akranesi til notk unar um land allt, nema að fé komi til frá öðru en búrekstri þeirra. Þó að bændur viti þetta og finni það ljóslega, er ég hrædd ur um að fjöldamargir af lesend um Morgunblaðsins viti óglöggt eða alls ekki, hve hér er mikið í efni og vandinn stór. Nokkrar lauslegar upplýsingar eiga því rétt á sér. Talið er að ræktuð tún á landi hér séu nú um 100.000 hektarar. Það mun vera talið lágmark, ef kalka skal tún, að nota um þrjár smálestir af Akranesskeljamjöli á ha. Smálestin kostar nú krón- ur 920.00 á höfnum kringum land. Með uppskipun og nokkr- um flutningi er því ekki oftalið að kalk á ha kosti um 3.500 krón ur. Að kalka öll tún á landinu hóflega og aðeins einu sinni kost ar því um 350 milljónir króna, eða jafnvel meira en það. Þá upphæð geta bændur ekki hrist fram úr erminni sinni eins og nú er ástatt. Þetta verður ekki gert á einu ári, en það er ekki heldur nóg að gera það einu sinni. Hér er því miklu meira í efni en að áminna bændur að fara nú að kalka túnin, og það er hjal, dautt til úrræða að tala og skrifa, að það sé „bara að kalka túnin“ o.s.frv. Vel væri hugsanlegt þa’ð átak við að kalka túnin, að taka upp þann hátt að kalka allt ný- ræktarland jafnóðum og það er ræktað, stíga það spor að veita ekki ríkisframlag til nýrækt- ar og taka ekki út nýræktar- sléttur til framlags — nema að landið hafi verið kalkað áður en grasfræi var sáð. Hin árlega nýrækt hefir á und anförnum árum verið 4000-5000 ha. Ef reiknað er með 5000 ha. árlegri nýrækt og endurræktun túna, og að kalkað sé með 4 smá- lestum á ha, verður sá árlegi kostnaður um 24-25 milljónir króna. Kölkun túna og nýrækta í miklum mæli er vonlítil hvernig sem að er staðið, ef sækja skal allt kalk til þeirra nota á einn stað, til Akraness. Það samsvar ar því að í Noregi ættu bændur ekki aðgang að kalki til kölkun- ar akra og túna nema á þrem- ur stöðum. Hætt við að lít- ið yrði um kölkun með því móti. Á sama hátt er hætt við að hin- ir góðu búmenn Danir gerðu lítið að því að kalka lendur sínar ef þeir ættu ekki kost á kalki nema á einum stað í Danmörku, og þó væri það þrefalt hagstæðara heldur en er fyrir -bændur hér á landi að sækja kalk á Akranes hvaðan sem er af landinu. Það er því ljóst, að kölkun túna hér á landi er mjög mik- um annmörkum háð nema takist að finna aðgengilegt kalk til á- burðar á nokkrum fleiri stöðum, sem liggja vel við ræktunarsveit um landsins. Hér er verkefni fyr- ir jarðfræðingana. Mest er um vert að finna kalknámur og koma á fót kalkvinnslu einhversstaðar sem liggur vel við Norðurlandi miðju, í öðru lagi á stað sem liggur vel við bestu búnað- arbyggðum austanlands, og í þriðja lagi einhversstaðar í Suð urlandi. Allt er þetta til athugunar og getur orðið til hagræðis í jarð- ræktinni, en þó er það annað — Forseti Islands Kristján Eldjárn 1. ágúst 1968. allt annað — sem er mergurinn málsins og sem mest liggur á, til framtíðarlausnar. Öll rök hníga að því, að það sem mest á ríður, sé að hraða endurbyggingu áburðarverksmiðj unnar í Gufunesi. Hinn inikli harmleikur Kjarnans ætti nú að sanna bændum, og þó miklu frem ur forráðamönnum þeirra, utan þings og innan, að það þolir enga bið að byggja áburðarverk smiðjuna upp frá grunni og fara að framleiða þar köfnunarefnis- áburð, sem inniheldur kalk i þeim mæli, að hann tæri ekki jarðveg- inn og sýri. Hvert ár sem líður án þess að þetta verði gert er bændum og þjóðinni allri svo dýrt að eigi verður við unað. Þetta er meginmál allrar umræðu um kal og kalk. SERPRENTUÐ UMSLÖG í tilefni af embættis- töku dr. Kristjáns Eldjárns. Verð kr. 5.00 stk. FRÍMERKJAHÚSID Lækjargötu 6A. [ferðask ÚR úr rúskinni fyrir kvenfólk, unglinga og karlmenn verð kr. 397,- 477,- 499,- 347,- 572,- SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR LflUGflVEGI 100 KARLMA bó Frokklandi, Englandi og Þýzkalandi seldir iyrir kr. 398,— 466,— 499,— 540,— 555,- 630,- 642,- 666,- 690,- 729,- 736,- 795,- & Nýjar sendingar SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR LAUGAVEGI 100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.