Morgunblaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUK 1. ÁGÚST 1968 Útgefandi Framkvæmdas t j óri Ritstjórar Ritst j ór narf ulltr úl Fréttastjóri Auglýsing ast j ór i Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald kr 120.00 1 lausasölu. Hf Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innaniands. Kr. 7.00 eintakið. FORSETASKIPTI ¥ dag fara fram forsetaskipti í hinu íslenzka lýðveldi. Ásgeir Ásgeirsson lætur af forsetastörfum eftir að hafa gegnt forsetaembætti í 16 ár. Við tekur dr. Kristján Eld- járn, sem íslenzka þjóðin kaus forseta lýðveldisins 30. júní sl. Aðeins tveir menn hafa til jjessa verið forsetar íslands. Sveinn Björnsson, sendiherra, var kjörinn ríkisstjóri sumar ið 1941, og forseti lýðveldis- ins 17. júní 1944. En Alþingi kaus forseta í fyrsta skipti við stofnun lýðveldisins til eins árs- Árið 1945 var Sveinn Björnsson þjóðkjörinn forseti gagnsóknarlaust. Gegndi hann forsetastörfum til árs- ins 1952, er hann lézt. Um Svein Björnsson stóðu aldrei neinar deilur á því tímabili er hann gegndi þjóð liöfðingjastörfum. Munu menn sammála um að hann hafi gegnt forsetastörfum með sæmd. Það kom í hans hlut sem fyrsta forseta lýð- veldisins, að byggja þetta em bætti upp. Mun óhætt að full yrða að það hafi tekizt vel. Menn eru nú sammála um, að hyggilegt hafi verið að gera Bessastaði að forseta- setri. En sumir töldu þó að æskilegt væri að forsetinn sæti í sjálfri höfuðborginni. Ásgeir Ásgeirsson tók við forsetastörfum að lokinni tví sýnni kosningabaráttu. Hlaut hann kosningu með litlum at kvæðamun. Óttuðust sumir, að það yrði erfiðleikum bund ið að gera hann að því sam- einingartáknr þjóðar sinnar, sem æskilegt er að forseti lýðveldisins sé. Þessi uggur reyndist gjörsamlega ástæðu laus. Enda þótt Ásg'eir Ás- geirsson hefði um áratug tekið þátt í stjórnmálabar- áttu þjóðar sinnar, skapaðist fljótlega friður um forseta- stól hans. Hann og kona hans, frú Dóra Þórhallsdóttir, reyndust hinir glæsilegustu fulltrúar þjóðar sinnar út á við sem inn á við. Mun Is- lendinga nú ekki greina á um það, að Ásgeir Ásgeirsson hafi gegnt forsetastörfum af réttsýni og glæsibrag. Þessi skoðun þjóðarinnar var m.a. áréttuð af þeirri staðreynd, að Ásgeir Ásgeirsson var þrí- vegis endurkjörinn forseti án mótframboðs. Þegar Ásgeir Ásgeirsson lætur nú af forsetastörfum þakkar þjóðin honum mikið og merkilegt starf. Hún árnar honum jafnframt friðsælla og hamingjuríkra efri ára, að loknu óvenju fjölbreyttu og heillaríku starfi í þágu al- þjóðar. Dr- Kristján Eldjárn, sem í dag tekur við forsetastörf- um er maður á bezta aldri, aðeins 51 árs gamall. Hann sezt á forsetastól með mikið þjóðarfylgi að baki sér. Allir íslendingar árna hinum nýja forseta blessunar og farsæld- ar í störfum hans í þágu lands og lýðs. LÆKNISÞJÓN- USTA SÍLD- VEIÐIFLOTANS C'yfir tæpum tveimur árum * samþykkti Alþingi laga- heimild til handa ríkisstjórn- inni til þess að ráða lækni í þágu fiskiskipa flotans á fjar lægum miðum. Á síðastliðnu sumri fékkst ekki læknir til þess að gegna þessum þýðing armiklu störfum. Nú nýlega hafa þessi mál hinsvegar skip azt þannig, að tveir af skurð- læknum Landsspítalans hafa ákveðið að verja sumarleyfi sínu til læknisþjónustu í þágu síldveiðiflotans um borð í varðskipinu Ægi, sem er eins og kunnugt er nýjasta skip hinnar íslenzku landhelgis- gæzlu. Um borð í skipinu er aðstaða til þess að veita lækn isþjónustu. Það eru skurðlæknarnir Hannes Finnbogason og pró- fessor Snorri Hallgrímsson, sem ákveðið hafa að taka þessi störf að sér nú í sumar. Er sannarlega ástæða til þess að þakka þessum ágætu og mikilhæfu læknum fyrir þessa ákvörðun þeirra. ís- lenzkir sjómenn og þjóðin öll metur mikils viðbrögð þeirra og manndóm. Það er margsögð saga, að íslenzkir sjómenn á fjarlæg- um miðum hafa búið við ör- yggisleysi að því er varðar læknisþjónustu eftir að ís- lenzki fiskiskipaflotinn fór að sækja á hin fjarlægu mið. Að vísu hafa bæði rússneskir og norskir læknar bætt veru- lega úr í þessum efnum. En ís lendingar gera sér Ijóst að þeir verða sjálfir að tryggja sjómönnum sínum slíka að- stoð. Með komu Ægis hins nýja til landsins hefur að- staðan batnað verulega til þess að hafa lækni um borð í skipum landhelgisgæzlunn- ar. Vonir standa þess vegna til þess að sjómönnum okkar verði í framtíðinni tryggð nauðsynleg læknisþjónusta, þegar þeir sækja á hin fjar- lægustu mið. Er það vissu- lega vel farið. Observer eftir Lajos Lederer %asrJ^ UTAN UR HEIMI ÓTTI RAUÐA HERSINS SÚ ákvör*ðun Sovétstjórnar- innar um að halda áfram um- fangsmiklum heræfingum á vesturlandamærunum fram til 10. ágúst nk. bendir ótví- rætt til að tilgangurinn með æfingunum sé að hafa Rauða herinn tilbúinn til orustu á þeim tíma. Enginn utan Kreml, veit hvenær eða hvers vegna Sovétleiðtogarnir tóku þessa hættulegu ákvörðun, eða hyerjar hinar raunveru- legu niðurstöður viðræðna so- vézkra og tékkneskra leið- toga kunna að verða. Það virð ist þó ljóst að Rússar ein- setja sér að deilurnar skuli leystar í eitt skipti fyrir öll, með hvaða ráðum sem kunni að reynast nauðsynleg. Heræfingarnar eru mesta og beinasta ógnunin, sem enn hefur verið gripið til gegn Tékkum og hún gefur í skyn hið hernaðarlega mikilvægi Tékkóslóvakíu fyrir öryggi Sovétríkj anna, burtséð f rá hugsjónaágreiningnum. Þær sýna einnig að þeir sem á- byrgð bera á öryggi Sovét- ríkjanna álíta, hvort sem þeir hafa þar á réttu éða röngu að standa, að hin nýja stjórn í Prag sé ekki lengur tryggur bandamaður, þrátt fyrir marg endurteknar fullyrðingar í þá átt. Landamæri Tékkóslóva- kíu liggja á löngum kafla að landamærum NATO-ríkisins V-Þýzkalands, en þessi landa mæri eru lykillinn að hernað- arstöðu Sovétríkjanna í Ev- rópu, bæði til árása og varna. Þegar Rúmenía á slnum tíma fjarlægðist Sovétríkin, kom aldrei til hernaðarlegra hótanna, því að landamæri Rúmeníu liggja hvergi að landi, sem ræður yfir NATO- her. Rússar misstu þar yfir- ráð yfir suðursvæði leppríkj- anna, en til allrar hamingju fyrir Rúmena, töldu þeir þa’ð ekki of mikilvægt. Atburðir síðustu vikna benda svo ekki verður um villzt til að Rússar hafi alls ekki í hyggju að láta af hendi vesturlandamær in. Tékkóslóvakía er ein af stoðum Varsjárbandalagsins og myndar ásamt A-Þýzka- landi og PóllancCi miðstöð varna kommúnistalandanna. Ef eitthvað þessara landa slít- ur sambandi við Sovétríkin myndi það leiða af sér hrun kommúnistabandalagsins í A- Evrópu. Rússar hafa til þess að koma í veg fyrir slíkt löng- um sótzt eftir að fá að stað- setja hersveitir til frambú’ðar á landamærum Tékkóslóva- kíu og V-Þýzkalands, en ætíð verið synjað, meira að segja af Novotni fyrrum leiðtoga tékkneskra kommúnista, en Rússar höfðu engar áhyggjur af málunum meðan Novotni var við völd. Ósk Rússa um að fá að staðsetja her í Tékkó slóvakíu varð að beinni kröfu er Dubcek og stjórn hans komst til valda í landinu sl. janúar, og það er neitun þeirra, sem álitin er að hafa orsakað hótanirnar um vald- beitingu. Martin Dzur, varnarmála- ráðherra Tékkóslóvakíu hefur hvað eftir annað sagt, að mál þetta hafi aldrei verið rætt er Grettkó, varnarmálaráð- herra Sovétríkjanná hefur heimsótt Tékkóslóvakíu, en áreiðanlegar heimildir ! Júgó- slavíu herma að þetta sé þungamiðja deilunnar og að Rússar hafi varpað kröfunni fram á öllum fundum sem þeir hafi átt með tékknesk- um ráðamönnum á undanförn um mánuðum. Þessar sömu heimildir eru þó mjög vantrú aöar á að til hernaðaríhlutun- ar kunni að koma. Álitshnekk urinn á sviði stjórnmála yrði svo miklu meiri en tímabundn ir hernaðarlegir hagsmunir er áynnust. Júgóslavnesku heimildirnar segja að meirihluti Æðsta- ráðs Sovétríkjanna geri sér þetta ljóst og þær segja það góðs viti að allt ráðið fari til fundar við tékknesku lefðtog ana. Þar verði því ekki ein- göngu Breznev aðalritari, stuðningsmenn hans við hörðu línuna, heldur einnig Kosygin og „dúfur“ hans. Hefði Brez- nev farið einn, myndu Tékk- ar hafa haft litla samnings- möguleika, en með Kosygin til staðar er alltaf von. (Observer, öll réttindi áskilin). NORRÆN ELD- FJALLARANN- SÓKNARSTÖÐ í síðasta þingi Norðurlanda ■^ ráðs fluttu 12 þingmenn frá öllum Norðurlöndunum tilögu um að sett yrði á stofn norræn eldfjallarannsóknar- stöð á íslandi. Mál þetta var undirbúið af íslenzkum jarð- fræðingum, og þá fyrst og fremst af dr. Sigurði Þórarins syni- Af íslands hálfu fluttu tillöguna Sigurður Bjarnason, formaður íslandsdeildar Norð urlandaráðs, og Ólafur Jó- hannesson, formaður Menn- ingarmálanefndar Norður- landaráðs. Tilaga þessi fékk góðar undirtektir á þingi Norðurlandaráðs, og var lagt til að haldið yrði áfram und- irbúningi stofnunar þessarar. Nú á fundi menntamálaráð- herra Norðurlanda, sem hald inn var hér í Reykjavík fyrir skömmu, kom þetta mál til umræðu. Ríkti mikill áhugi hjá menntamálaráðherrunum á að hrinda þessu máli í framkvæmd. Má því óhikað fullyrða, að það sé í þann Herstjórnin víki Aþenu, 30. júlí — AP: GRÍSKUR sljórnmálamaður og fyrrverandi ráðherra í stjórn Pap andreus, Constantine Mitsotakis, hefur sent áskorun til grísku her- foringjastjórnarinnar, og hvetur hana til að fara tafarlaust frá vöidum og kalla Konstantín kon ung heim úr útlegðinni. I orðsendingu sinni gagnrýndi Milsotakis stjórnarskráruppikast- ið, sem la,gt hefur verið fram og segir að það þjóni hvor.ki lýðraeði né stuðli að framiföruim gríska þjóðar innair. mund að komast í höfn, og að hér rísi á næstunni norræn eldfjallarannsóknarstöð. Ástæða þess, að í þefsa stofnun mun verða ráðist, er að sjálfsögðu fyrst og fremst sú, að ísland hefur löngum verið talið eitt af merkustu eldfjallalöndum heims. Er það bæði, að hér eru fleiri eldstöðvar virkar sem óvirk- ar, en annars staðar á jafn takmörkuðu svæði, og fjöl- breytni þeirra er svo mikil, að þar á ísland hvergi sinn líka. Rannsóknir síðustu ára- tuga hafa leitt í ljós, að sú fjölbreytni er raunar enn meiri en menn höfðu gert sér í hugarlund, og má fullyrða að vart sé til sú gerð eld- stöðva á jörðinni, að hana sé ekki einnig að finna hér á ís- landi. Undanfarin ár hafa framá- menn í jarðfræði á Norður- löndum komið á skipulegum árlegum fræðsluferður Norð urlandajarðfræðinga til Is- lands, og notið til þess nokk- urs stuðnings Norðurlanda- ráðs. Bera viðkomandi lönd allan kostnað af ferðum þess- um, sem stjórnað hefur verið af dr. Sigurði Þórarinssyni. En honum til aðstoðar hafa verið aðrir íslenzkir jarðfræð ingar, og þó einkum Guð- mundur Sigvaldason, sem ver ið hefur aðalleiðsögumaður, ásamt Sigurði Þórarinssyni. Það er upp úr þessum ferð um, sem sprottið hefur áhugi Norðurlandajarðfræðinga á að komið verði upp hér á landi norrænni eldfjallarann sóknarstöð undir íslenzkri forystu. Ber mjög að fagna því að vel horfir um fram- kvæmd þessa máls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.