Morgunblaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR I. AGÚST 1M0 V* „I draumskyggsii sá ég, hvar hús Ingólfs stóð“ Spjallað við Sigfús Elíasson, dulspeking Fyrir nokkrum ðögum hittum við á förnum vegi á Suðurgöt- unni, Sigfús Elíasson, forstöðu- mann Dulspekiskólans. Fáir eru þeir Keykvíkingar, sem ekki bera kennsl á þenna virðulega mann, sem marga á leiðina um götur höfuðborgarinnar. Hann á marga aðdáendur, en einnig marga, sem fátt finnst um allt hans starf, og þannig á það auð vitað að vera, og hefur alltaf verið í íslandssögu, að deilur hafa jafnan staðið um okkar góðu menn. Teinréttur gekk hann fyrir Herkastalahornið, og góðvildin og mildin skein af svip hans. Við heilsuðumst og ég spurði: „Hvað getur þú ságt okkur forvitnílegast frá starfi þínu í dag, Sigfús?" „Það gæti nú verið margt og mikið, en eitt er það, sem hug minn tekur aUan um þessar mundir, að ég þykist hafa fund ið, með hjálp minna vígðu sam- banda, hvar bær íngólfs, hins fyrsta landnámsmanns hefur staðið.” „Mér þykir þú aldeilis segja mér tíðindin, svona á förnum vegi, og mætti ég biðja um frekari frásögn." „Það er auðvitað ærið langt mál að segja frá því öllu, en ég skal reyna að stytta mál mitt eftir megni. Ég sá þenna stað fyrst í draumskygni." „Máski væri nú bezt, að þú skýrðir það út fyrir lesendum fyrst hvað draumskygni er, Sig fús.“ „Draumskygni er meðfædd náðargáfa, sem enginn skyldi reyna að framkalla eða knýja fram sér til frægðar eða ávinn- ings. „Með innri agum mínum, ég undur mikil sé“, sagði þjóð- skáldið íræga, Davíð Stefánsson, minn kæri horfni og sanni vin- ur. Við ræddum margt á ein- verustundum í svalanum fyrir norðan. í heilagri ritningu krist inna manna, er slíkra manna oft getið. Þeir nefndust hinir útvöldu. Göfug móðir slíkra manna fánn í sál sinni yfir hverju hinn ungi sveinn bjó. Nú veit ég það, að hin blessaða og trúaða móðir mín bjó f leynd um yfir slíkum sálarnæmleika. í þrjú ár hafði hún mig á brjósti, sem kallað er. Allan þann tíma teygaði ég, yngsta barnið hennar, hina heilnæmu móðurmjólk úr hinum blessuðu brjóstum hennar. Hún söng yfir mér vakandi og sofandi hina helgu sálma og trúarljóð þjóð- skáldanna, alla tíð, áður en ég lærði að lesa á bók. Ég var búsettur norður á Ak ureyrir í fimmtán ár, og þar setti ég fram hina nýju hug- „Hér anga Ingólfs rnnnar, hér ilma fögur blóm." Sigfús i garð inum við Túngötu 3. mynd mína f jarðeðlisfræði, og fékk hana viðurkennda af há- lærðum stjörnufræðingi, er þá var kennarl við Menntaskól- ann á Akureyri Ég vissi þá, að þetta var Guðs gjöf, gefin mér til undirbún- ings hinum þungu viðfangsefn- um, er biðu mfn. En fyrst, þeg- ar ég fluttist til Reykjavíkur, náði ég persónulegu sambandi við Guðmennin, sem að bald mér stóðu á hinum æðri lifs- sviðum. En þungur hafðl róðurinn ver Sigfús Eliasson, forstöðumað- ur Dulspekiskólans. ið, leiðin brött og torfærumar hrikalegar. En ég hafði hlotið góðan skóla í úthafsbrimi Arn arfjarðar og í klettafjöllum Vest fjarða. Og mörg ár hafði ég dvalizt f Reykjavík, miklir sigrar unn- ir í leyndum og háu marki náð. Þá gerðist það eina nóttina, að ég eins og svo oft áður, var staddur á æðra lifssviði og vissi af einum af Guðmennunum á bak við mig. Mér virtist ég vera staddur á hinnu auðu lóð við norðurenda hússins Tjarnar götu 3. Ég horfði yfir götuna að norðurgafli hússins Tjamar götu 4, þangað sem opni inn- gangurinn var, og gengið er inn í hús Herkastalans. Sé ég þá, að voldug súla ris þar upp með gafli hússins Steindórsprents. Það var við norðurgaflinn. Ég vissi strax, að verið var að sýna mér öndvegissúlu Ingólfs Arnarsonar. Mér varð því á að spyrja vemdara minn: „En hvar eyjarprentsmiðja. Þar ofan við er húsið Túngata 5. Allt mun þetta hfa verið heimagarður Ingólfs. En löngu síðar, þá er öndvegið var ekki lengur virt, sem helgidómur, hafa súlumar verið fluttar til geymslu i hús- in niður við Tjörnina, enda fannst hin mikla hlóðarheUa þar, þá er húsið var byggt. Ég hef lesið og kynnt mér allt, sem skráð hefur verið um hinar fornu. bæjartóftir landnáms- mannsins. AUt bendir það á svæðið vestan við Uppsali við Aðalstræti og upp í Grjótaþorp ið. Löngu seiima spurði ég nem- anda minn i Dulspekiskólanum, hvort hann gæti gefið mérbend ingu viðvíkjandi hinni fyrstu byggð hinna norsku landnáms- manna. Hann býr yfir glöggri dulskyggni, ef hann er stadd- ur á réttum stöðum í djúpum friði. Hann svaraði mér án þess að hika: „í brekkunni þarna vesturfrá eru tvö steinhús. Ann að er hvítt, en hitt er dökkt að lit. Það er staðurinn." Hið dökka hús að Túngötu 3 þar sem nú er prentsmiðjan Viðey til húsa, gæti hafa verið brnnnur Ingólfs og Halivegar. er hin öndvegissúlan?" Hann bendir mér þá 1 áttina að suður gafli hússins. Þar reis hin önd- vegissúlan og var af sömu gerð og jafn há hinni. Þessi draumskyggni varaði leiftursnöggt. Á hinum æðri lífs sviðum er erfitt að greina mín- útuna frá klukkustundinni. Á fundi er ég sat við hið vígða samband, fékk ég leyfi til að spyrja frekar um hinar fomu súlur Ingólfs landnámsmanns Svarið er hinn hái vörður veitti var á þessa leið: >rÁ þeim stað, þar sem öndvegissúlurnar voru síðast geymdar, hefur verið byggt stórhýsi úr steini. Þær eru fyrir löngu orðnar að mold. Þótt þið hrærðuð í moldinni, gæt uð þið ekki fundið þær. Þær eru samrunnar jarðveginum1" Og hver veit nú, hvar sú mold er niðurkomin, sem mok- uð var upp úr grunni stórhýs- isins? Bendir ekki margt til þess,. að þar sem nú er Steindórs- prent, hafi áður fyrr verið úti- hús, gripahús, geymsluhús eða þvottaskáli I námunda við vatn ið, Tjörnina, sem þá mun hafa náð norðar en nú er? Og þar upp í brekkunni, þar sem skipt ust á gróin og grösug tún og skógarkjarr, hafi bærinn staðið, hátimbrað hús, þar sem nú ris húsið Túngata 3. Þar ofan við að húsabaki, muna elztu menn eftir brunni. Vatn leitaði inn í kjallara hússins eftir að það var byggt. Varð að múra fyrir það síðar sérstaklega, að sögn húsbyggjenda. Sá brunnur gæti hafa verið, þar sem nú er Við- \ FÖRIMUM VEGI Prentsmiðjan Viðey. Ef staðið er við Dómkirkj- una í Kirkjustræti og horft vest ur upp Túngötu, þá er svo að segja bein sjónhending, ef Her- kastalaútbyggingin væri ekki fyrir. Og í elztu uppdráttumaf Reykjavik má sjá hina beinu götu, sem liggur þvert á sjáv- argötuna, þar sem nú er Aðal- strætL Hún hefur því legið upp að Ingólfsbæ til forna. í hina auðu lóð, þar sem áður var Suðurgata 2, Dillonshús, og nú er bifreiðastæði, væri þess vert að grafa og leita. Þar gæti hlað- varpinn hafa verið og jafnvel nokkuð af bæjarhúsunum. I sjö ár gekk ég stundum oft á degi hverjum framhjá þessum gróna og blómum skreytta friðarreit. Þegar hann var eyðilagður kvað ég napurt kvæði mér til hugar- hægðar. Kvæðið nefndist?: „Við hinn svívirta reit." Hvort munu það nú hafa ver- ið ósýnileg áhrif frá duldum bæjartóftum Ingólfs, hinum löngu horfnu, eða frá lágreista húsinu, þar sem þjóðskáldið Jón as Hallgrímsson svaf og dreymdi rótt? En viss er ég um það, að þarna hefur bær Ingólfs staðið." „Nú verð ég víst að kveðja þig að sinni á förnum vegi, Sigfús, og þykja mér þetta stór merk tíðindi, og ég vona að allt verði gert til að sanna tilgátu þína, en að lokum, hvað biður íslenzkrar þjóðar að þínum dómi?“ „Alþjóðar bíða stærri og meiri tíðindi, heldur en menn getur dreymt um að óreyndu. Og hvað sem þessari umtöluðu draumskyggnishugsjón minni líður, hvort sem hún reynistrétt eða markleysa einber, þá er eitt víst, að við sjáum hið rétta um síðir frá æðra lífssviði." Og með því skildu leiðir okk ar Sigfúsar á fömum vegi að þessu sinni, og nú er það okkar hinna að reyna að sannreyna tilgátu draumskyggni hans, hvar hinn upphaflegi bústaður Ing- ólfs Arnasonar landnámsmanns hefur staðið. Kanna það mál of- an i kjöUnn og friða rústirþær, sem ef til vill í ljós koma. —Fr. S. Herbergi óskast til leigu með húsg., nálægt Háskólanum, nú þegar. UppL veitir Friðrik Sigur- björnsson, lögfr. í síma 10109. Herbergi til leigu Stórt forstofuherb. í suð- vesturbænum til leigu. Uppl. í sima 10899 kl. 10— 12 f.h. Kona vön íbúð matreiðslu og húshaldi ósk ar eftir ráðskonustöðu í Rvík eða nágrennL ein með tvö börn. UppL í sima 35874. 3ja herb. íb. óskast á leigu í þessum, eða næsta mán., í Kópavogi eða Reykjavík. VinsamL hringið í síma 37637. Til leigu í nágrenni Landspítalans, góð stofa me^ húsg. og aðg. að eldhúsL Uppl. í s. 12523 á venjuL skrifstofut. og 12059 eftir kl. 19. Ráðskona Stúlka með 9 ára telpu vill gerast ráðskona, helzt í Reykjavík. Uppl. í sírna 16089. V es tmannaey ingar Timbur, 2”x4” Húsið að Strandvegi 53 er til leigu. Uppl. í sima 1935, milli'8 og 10 á. kvöLd in. Til sölu timbur 2”x4”, ein- og tvínotað í 8—11 feta lengdum. UppL í sima 16990 á skrifstofutíma. BEZT að auglýsa Nýlegt fiskitroll í Morgunblaðinu til sðlu, höfðulínulengd 86 fet. Uppl. í síma 52004. Afgreiðslustúlko óskost í tízkuverzlun. — Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „Afgreiðsiustulka — 8416“. Bifreiðin X 94 sem er Chevrolet lögreglu- og sjúkrabifreið, árg. 1964, og vel viðhaldin, er til sölu og sýnis hjá lögreglunni á Selfossi. fslenzk tjöld Aðeins íslenzk tjöld eru sérstaklega styrkt fyrir íslenzka stormasama veðráttu. — 2ja, 3ja, 4ra, 5 og 6 manna tjöld fyrirliggj- andi, fyrir utan okkar vinsælu Mansard-tjöld sem eru með þremur mæniásum (loftstöng- um) og því mikið rýmri en önnur tjöld. Miklatorgi — Lækjargötu 4. Akureyri, Vestm.eyjum, Akranesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.