Morgunblaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1968 27 Fulltrúar ganga úr fundarsalnum í hádegisverðar hléi. Frá vinstri: Svoboda, forseti Tékkóslóvakíu, Simon, ritari flokksdeildarinnar í Prag, Novak, sk rifstofustjóri forseta Tékkóslóvakíu. Til hægri Suslov, ritari sov. kommúnistaflokksins, þriðji er Podgorny, forsetí, Kosygin forsætisráðherra og Leonid Brezhnev, aðalritari. Rúmenar senda Pólverfum mólm<eli - TEKKOSLOVAKIA FramJiald af bls. 1 skoðanir sínar. Og nú þegar það er loks óhætt, reyni fólk að bæta sér þennan missi upp eins ræki- lega og unnt er. Vitaskuld á hinn afdrifaríki tími að undanfömu, jafnt sem eftirvæntingin eftir því sem framundan er, ekki hvað minnstan þátt í þessu. Þegar útlendingar slást í hóp- inn og spyrja einhverra spum- imga á þýzku, en þýzka er frá fornu fari lang útbreiddasta er- lenda tungiumólið hér, snúa sér þegar við nokkrir, fuUir áihuga á að skýra sjónarmdð sín. Breyting in er aðeins sú að nú er talað á þýzku en ekki tékkóslóvakisku. — Hvað vilja Rússar hér í þessu litla lamdi í Mið-Bvxópu, seg ir ákveðinn ungiur maður við mig, við Ma Prikopestræti, en þar er mannþröngin jaínan hvað mest á kvöldin. — Þeir, sem ráða yfir eigin landssvæði, sem nær aiUt frá Japamsíhafi að Póliandi. Merguránn málsinis er sá að Bæ- heirnur er hernaðarlega mikil- vægari en nokkiurt annað land- svæði í Evrópu. Sá sem ræður yfir Bæheimi getur einnig haft aðra hkita Evrópu í hendi sér. Þetta sagði Bismarck, þetta sagði Hitler og þannig hugsa Rússar líka, enda þótt þeir vilji ekki segja það. — Fyxir eimu ári var ekki Skoð anafrelsi, grípur annar fram L — Nú er ölditn önniur og nú ætl- um við ekki að þegja. — Vitið þér, segir enn ann- ar, við höfum treyst óheiðarleg- um mönnum, sem urðu óheiðar- legir vegna þess, að kerfið var óheiðarlegt. Það þýðir samt ekki að sósíalisminn hafi brugðizt, hann hefur bara aldrei verið framkvæmdur hvorki hér né annars staðar, eins og upphafs- menn hans hugsuðu sér. í stað allra fyrinheita um jafnrétti og bræðralag var hér innleitt of- beldi og ótti, svo að leita verð- ur aftur til hernáms Þjóðverja til að finna hliðstæðu. Nú á hins vegar að byggja hér upp nýjan sósíalisma. Honum ætlum við ekki að kasta fyrir borð, 95% okkar erum því fylgjandi að við halda honum. Hann á að byggj- ast á mannréttindum í stað ógn- árstjórnar, jafnrétti í stað forréttinda fámennrar klíku, sem helzt verður líkt við aðal- inn á fyrri tímum, og frelsi eins Og þið bafið þarna fyrir vestan, til þess að segja það sem ykkur býr í brjósti og gagnrýna það sem miður fer. — Það er þessi sósíalismi, sem Alexander Dubcek berst fyr;r og þess vegna styður gjörvóll þjóðin hann. Það væri rangt að segja að Kommúnistaflokkur Tékkóslóvakíu njóti nú ekki stuðnings þjóðarinnar. Það er að vísu kraftaverki að þakka, því um áramótin síðustu var flokkurinn og stjórn landsins svo gjaldþrota siðferðislega og stjórnmálalega, að það voru ekkert nema sfarfsaðferðir Stal- ínistímatoilsins, sem héldu flokkn um við völd. Þetta hefur gjör- breytzt á hálfu ári, nú íylkir þjóðin sér að baki Alexander Dubceks og hinni nýju stefnu, sem hann berst fyrir, hvort sem menn eru kommúnistar eða ekki. — Baira að Rússar gætu lá-tið okkur í friðL segir roskinn mað- ur og andvarpar. Allt sem við viljium er frelsi og að fá að koma efnahag okkar í lag. Ungur maður dregur mig af- síðis og er greinilega ekki jafn ákaft hugsandi um þjóðfélags- mál og hinir fyrri, því hann spyr: — Áttu dollara eða vest- ur-þýzk mörk, ég skal kaupa þessa peninga af þér fyrir miklu hærra verð en þú færð fyrir þá í banka. Ég hristi höfuðið, segi að ég hafi aðeins lítið eitt af pening- um á mér og þeir séu eingöngu tékkneskir. Hann hristir höfuðið líka og gengur vonsvikinn í burtu. Miklar kviksögur ganga hér um borgina. í dag var Brezhnev sagður hafa fengið slag og aðrar álíka eru á kreiki. AP-NTB — Prag, Moskva. ViðræðuT fulltrúa Sovétríkj- anna og Tékkóglóvakíu hófust sniemrana í morgiun og stóðu í fyrstu lotu til hádegis. Um það bil, er hlé var gert á fundi til að matast, flaug sú frétt um, að Brezhnev, aðalritari sovézka kommúnistaflokksins hefði veikzt skyndilega og orðið að fara af fundi. Fréttaritarar töldu einnig, að viðræðunum væri um það bil að ljúka og kl. 16 í gær sendi AP- fréttastofan út þá tilkynningiu, að leiðtogarnir hefðu lokið funda- höLdium og yrði saimeilginleg yfir- lýsing birt innan nakteunra telukkustunda. Næstu fréttir AP og NTB fréttastofanna voru mjög ósam- hljóða og bar þar einkum á milli hvort viðræðunum væri loteið að fullu eða ekki. Samtímis því var mjög skeggrætt um veik- indi Brezhnevs, en engin opin- ber tilkynning var gefin út um það, hvað að honum amaði. Hins vegar var þess getið, að Alex- ander Dubcek hefði heimsótt hann í járnbrautarvagni þeim, sem sovézku fulltrúarnir hafa haldið til í, meðan aðrir full- trúar fóru í gönguferð um bæ- inn. Voru sendisveitir beggja sam an og virtist fara hið bezta á með þeim, að sögn fréttamanna sem eltu þá hvert fótmál. Hins vegar fengu vestrænir blaða- menn ekki aðgang að fundar- svæðinu sjálfu frekar en und- anfarna daga. Talsmaður sov- ézka utanríkisráðuneytisins gaf þau svör um heilsufar Brezh- nevs, að engar fregnir hofðu bor izt um veikindi hans. Álitið var, að Alexander Dub- cek héldi til Prag í kvöld og boðuð var útvarps- og sjónvarps ræða hans við komuna. Seint í kvöld, þegar loks var fullljóst, að umræðunum er hvergi nærri lokið var sagt, að ræðu hans væri frestað. Þegar fundur hófst að nýju í Cierna síðdegis í dag var Leonid Brezhnev á ný meðal fulltrua, en ýmsa aðra fulltrúa vantaði og var þá álitið, að þeir væru að undirbúa lokayfirlýsi.igu fundarins. Hinar umfangsmiklu heræfing ar Sovétmanna meðfram landa- mærum Tékkóslóvakíu og Pól- lands héldu áfram í dag, en sarn tímis því tilkynnti „Rauða stjarnan" málgagn Sovétliersins, að öllum loftvarnaræfingum, sem haldnar voru yfir sturum landssvæðum, einkum yfir sov- ézku landi, væri hætt Einnig fylgdi fréttum, að heræfingun- um væri brátt lokið, neina nokkrum birgðaflutningaæfmg- um í landamærahéruðunum yr'Si haldið fram enn um hríð. Stjórnmálafréttaritarar segja, að fátt bendi til þess, að æfing- arnar séu að komast á lokastig. Formaður tékkóslóvakíska þjóðarráðsins, Cestimir Cisar, sagði í Prag í dag, að leiðtogar Tékkóslóvakiu væru sannfærð- ir um réttmæti ráðstafana sinna og stefnu í málefnum landsins, og að frá henni yrði ekki hvik- að. Allir góðir menn um ger- vallan heim skildu afstöðu Tékkóslava. Blöð í Prag skrifuðu að sjálf- sögðu mikið um fundinn í dag og hvetja eindregið til, að þjóð- in sýni í orði og á borði holl- ustu sína við leiðtogana. Rude Pravo segir, að vinsamleg bréf hafi borizt frá kommúnista- flokki Austurríkis og Svíþjóð- ar. Formaður austurrlska komm únistaflokksins, Franz Muhri, sagði í dag, að hann væri sam- mála Tító Júgóslavíuforseta í því, að atburðina í Tékkósló- vakíu mætti ekki túlka sem ,and byltingarstarfsemi“. Það vekur allmikla athygli, að sovézk blöð drógu mjög úr gagnrýni sinni á tékkóslóvak- ísku leiðtogunum og stefnu þeirra, í skrifum sínum í dag. Eru stjórnmálafréttaritarar þeirrar skoðunar, að beðið sé átekta unz niðurstöður Cierna- fundarins liggi fyrir. Willy Brandt, utanríkisréð- herra Vestur-Þýzkalawds vísaði í dag á buig þeim staðhæfinigium Sovétmanna, að V-Þjóðverjar hefði verið afhent mótmæli Tékkóslóvakíu. Brandt sagði, að ambassador Sovéirfkjanna í Bonn hefðu verið afhent mótmæli vegna þessara dyigja. Brandt saigði, að mesti greiði, sem V- Þjóðverjar gætu gert Tékkósló- vökum eins og stæði, væri að hafast ekki að. París, 31. júlí — AP—NTB: FRANSKA stjórnin lýsti því yfir í dag, að deilu Nígeríu og Biafra bæri að leysa á grundvelli sjálfs- ákvörðunarréttar þjóða. í yfir- Iýsingu, sem gefin var út að lokn um fundi í stjórninni sagði, að blóðsúthellingar og þjáningar sem Biafrabúar hefðu þolað sýndu, að þeir vildu lialda fram rétti sin- um sem þjóðar. Yfirlýsingin þyk- ir gefa til kynna, að franska stjómin kunni að viðurkenna stjómina í Biafra þótt það kæmi ekki beinlínis fram. Forstöðumaður neyðarhjálpar dönsku þjóðkirkjiuranax gaf í skyn í dag, að vaLdamenn í Biafra tor- Búkarest, Vín, 31. júlí. AP-NTB. RÚMENÍA sendi í dag skorin- orð mótmæli til pólsku stjórnar- innar vegna „rangtúlkaðra frétta í pólskum fjölmiðlunartækjum og and-rúmönskum áróðri, sem stundaður hefur verið í Póllandi undanfarið". Eins og kunnugt er hafa Pól- verjar haft mjög ósveigjanlega afstöðu til mála.í Tékkóslóvakíu og gengið hvað harðast fram í áð gagnrýna hina nýju stefnu valdhafa þar í landi. Stjómmála fréttaritarar benda á, að það hafi táknræna þýðingu, að mót- mælin eru afhent, meðan yfir * Israelar sleppa skipum úr Suez Jerúsal-eim, 31. júlí — NTB: TILKYNNT var í ísrael í dag, að stjómin sé Æús að leyfa fiimimit- án skipum að sigla á bnauit, en þau hafa verið innilnfcuð í Suiez síkiurði síðan í júndstyrjöLdinni í fyima. Verðux sikipiuiniuim þó að- eins leyft að sitgla út uim syðtri enda skurðarms. -----♦ ♦ ♦---- r Hong Kong, 31. júli — NTB NORÐUR-Kórea ásakaði í dag bandaríska herflokka fyrir að hafa byrjað skofhríð og sprengjuárásir á norður-kóre- anskt landsvæði af hlutlausa beltinu milli Norður- og Suður- Kóreu. Fréttastofa N-Kóreu, sem sagði frá þessu, minntist ekki á, hvers vegna Bandaríkjamenn hefðu byrjað skothríðina né heldur, hvort einhverjir hefðu fallið eða særzt. Ekki oukin uðstoð — við erlend ríki Washington 31. júlí. AP-NTB. ÖLDUNGADEILD Bandaríkja- þings hafnáði í dag, með yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða, að auka efnahagsaðstoð við erlend ríki. 61 greiddi atkvæði gegn til- lögunni og aðeins 16 voru með- mæltir því að hækka efnahags- aðstoðina um 50 milljónir doll- ara, frá því sem áður hefur verið samþykkt. Svíar dæmdir í Sovét Moskva 31. júli. NTB. TVEIR ungir Svíar voru í dag dæmdir í þriggja og fimm ára fangelsi í Taskent, fyrir að smygla eiturlyfjum. Báðir áfrýj uðu dómnum. Þeir höfðu áður játað að hafa stundað eiturlyfja- smygl. í fyrradag var bandarískur maður dæmdur fyrir sömu sakir í Taskent og fékk hann tveggja ára fangelsisvist. veLcluðu matvaalafLuitninga til landsins af ótta við að sambands herinn kæmiist á snoðir um hvar fluigvelil'ÍT Biaframanna vænu. — Biafrastjórn h,etfur snúið sér til Johnsons forseta og beðið hann að styðja tiOraunir Einingaxsaim- taka Afríku til að koma á vopna- hléi og friðsamlegri lausn á borg arastyrjöldinni. Samibandsiher- sveitir eru nú á hraðri sókn í suð urhiLuta Biatfra á 10.000 fertem. svæði þar sem 1,5 iniLlj. manna búa, þar atf margir sem ern á barmi hungursneyðar, meðal ann ars 100.000 börn, samkwæmt frétt um frá Lagos. standa fundir sovézkra og tékkó slóvakískra forystumanna i Cierna. Askorun sósíalista á Sovétríkin MBL. HEFUR borizt fréttatil- kynning þess efnis, að sendi- herra Sovétríkjanna hér á landi hafi verið afhent áskorunarskjal „undirritað af eitt hundrað sós- íalistum" vegna deiiu Sovétríkj- anna og Tékkóslóvakíu. Fer fréttatilkynningin hér á eftir: „Árdegis miðvikudaginn 31. júlí 1968 var sendiherra Sovét- ríkjanna á íslandi, hr. Nikolai P. Vazhnov, afhent áskorunar- skjal, undirritað af eitthundrað sósíalistum, vegna þeirra deilna sem upp hafa komið milli Sov- étríkjanna og Tékkóslóvakíu og einna hæst hefur borið í frétt- um að undanförnu. Á fund sendi herrans gengu: Guðmundur Ág ústsson, Gunnar Guttormsson, Halldór Guðmundsson, Hjalti Kristgeirsson og Ragnar Am- alds. Áskorun hinna eitt hundr að sósíalista fer hér á eftir: „fslenzkir sósíalistar hafa á- hyggjur af þeim viðsjám, sem magnazt hafa milli Tékkóslóvak- íu og Sovétríkjanna og óttast, að þær verði málstað friðar og sós íalisma í heiminum til tjóns. Fullvissir þess, að forsendur sósíalismans í Tékkóslóvakíu séu óskorað fullveldi landsins, skora undirritaðir 100 íslenzkir sósía- listar á Sovétríkin að virða 1 hvívetna sjálfstæðan ákvörðun- arrétt þjóða Tékkóslóvakíu og styðja þær tii þeirrar fullkomn- unar á sósíalísku lýðræði, sem þær hafa nú hafið.“ - ÍÞRÖTTIR Framhald af bls. 26 4x100 m boðhlaup Sveit KR 45,6 Sveit ÍR 48,2 Sveit Ármanns 47,0 4x100 m boðhlaup kvenna Sveit ÍR 55,0 Sveit KR 61,8 Sveit Ármanns 61,9 - DR. KRISTJÁN Framhald af bls. 28 „Ég lundirritaður, sem kosinrt er forseti íslands uim kjörtímia- bil það, sem hefst 1. ágúst 1968 og lýkur 31. júlí 1972, heiti þvl, að viðlögðum drengskaip mínuim Qg heiðri, að halidá sjórnarsíkrá lýðveldisins fslands. Gjört í tveim samihljóða ein- tökum. Reykjavík, 1 .ágúst 1968“. Er dr. Kristján Eldjám hefuir undirrjtað eiðstafinn miun hann stíga fram á svalir þinghússins. Flytur hann síðan ávarp, Ávarpi forsetans verður útvarpað og fóiLk framan við húsið miun geta fylgzt rrneð öllu sem fram fer — bæði í kirkju og þinghúsi — um gjallar horn. Að síðustu syngja kórairn- iir þjóðsönginn, Ó, guð vors lamds. Alþjngishúsið mun aðeins opið boðsgestuim, en hver sem er getur verið vi’ðstaddiur athöfnina í Dóm kirikjunni. Lúðrasveit Reykjavík ur mun og leiika á Austurvelli fyr ir athöfnina. ÍVEÐRÍD l Veðurhorfur fyrir daginn í /dag hljóða þannig: \ Suðlæg átt áfram og dálitil irigning eöa súld frá Suðvest lurlandi til Vestfjarða og vest /an til á Norðurlandi, en víð \ ast þurrt og bjart veður þarl \ fyrir austan. | ( Gera má ráð fyrir að hitinn /fari víða í 15 til 20 stig nema *á Vesturlandi. I Viðurkenna Frakkar stjórnina í Biafra?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.