Morgunblaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1988 21 Rusk á blaðamannafundi: Hanoi-stjórn sýni samstarfsvilja — neitar að tjá sig um ástandið í Tékkóslóvakíu Washington, 30. júlí. AP. DEAN RUSK, utanríkisráðherra Bandaríkjhnna, sagði á fundi með fréttamönnum í dagr, að hann skoraði á stjóm Norður- Vietnam að sýna raunhæf við- brögð við friðarvilja Bandaríkja- manna í Vietnam. Rusk sagði, að Bandaríkja- menn yrðu að fá vitneskju um, hvemig yrðu viðbrögð og ráð- stafanir Hanoistjórnar ef loftárás um yrði hætt algerlega á N-Viet- nam. Hann sagði, að flugvélar Bandaríkjahers eyðilegðu um þrjátíu prósent allra flutninga- og birgðalesta, sem stefndu til S-Vietnam. Ef loftárásum yrði hætt mundu allar þessar lestir komast á leiðarenda. Rusk sagði, að ekkert hefði heyrzt frá Hanoi stjórn um, hvað mundi gerast ef þessum árásum yrði hætt og að sjálfsögðu væri Bandaríkjamönn um og bandamönnum þeirra um- hugað um að fá að vita það. Þetta var 60. blaðamanna- fundur Rusks, síðan hann tók við ráðherraembætti fyrir hálfu áttunda ári. Hann varði mestum hluta tímans í að fjalla um Viet nam styrjöldina. Aðspurður um þróun mála í Tékkóslóvakíu neitaði hann að lýsa skoðun sinni og sagði, að það væri óviðeigandi í alla staði, þegsu- vitað væri, að tékkósló- vakískir og sovézkir forystu- menn væru að reyna að komast að samkomulagi. Hann sagði enga þörf á, að Bandaríkin greindu í smáatriðum, hváða aug um þau litlu á þessi mál og stjórn Sovétríkjanna skildi af- stöðu þeirra. Hann tilkynnti, að Bandaríkjastjórn hefði borizt svar við mótmælum þeim, sem send voru vegna ásakana sov- ézkra um, að Bandaríkin hefðu blandað sér í mál Tékkóslóvak- íu. Rusk sagði,' að svarið hefði þó ekki verið „algerlega full- nægjandi". Meðal annarra mála, sem Rusk vék að á blaðamannafund- inum var borgarastyrjöldin í Ní- geríu, og lét hann í ljós eindregn ar vonir um, að deiluaðilar kæm ust að minnsta kosti að sam- komulagi um, að matvæla- og lyfjasendingar kæmust til þeirra, sem væru sárlega hjálparþurfi Auk þesg fór Rusk hörðum orð um um stjóm N-Kóreu fyrir að sleppa ekki áhöfn bandaríska njósnaskipsins Pueblo úr haldi. Hann kvaðst einnig vona að þrir bandarískir flugmenn, sem Hanoistjóm ætlar að láta lausaí fái að fara ferða sinna fljótléga. - FARSÆLT STARF Framhald af bls. 15 landsins. — Hún var glæsileg og vel gefin kona, sem kom jafnan fram af látlausum virðuleik, sem vakti traust og aðdáun. Uppeldi hennar á rammíslenzku menning arheimili, sem stóð á traustum grundvelli islenzkrar bænda SVFÍ stofnor umierðordeild SAMKVÆMT tilmælum Dóms- málaráðuneytisins hefur Slysa- varnafélag Islands tekið að sér umferðarfræðslu fyrir almenn- ing í framhaldi af fræðslustarf- semi þeirra, sem Framkvæmda- nefnd hægri umferðar sá um að framkvæma í samvinnu við ýmsa vegna umferðarbreytingarinnar. Slysavarnafélagið mun enn- fremur hafa umsjón með starfi umferðaröryggisnefndanna, sem stofnaðar voru víðsvegar um land í vetur og vor. 1 sambandi við umferðarbreyt inguna var skipulögð víðtækari fræðsla um umferðármál en dæmi eru til um nokkurt annað málefni hér á landi. Milljónum króna var varið til áróðurs- og útgáfustarfsemi og talsverður hluti ritaðs máls og mynda er enn í fullu gildi eftir breyting- una. Allt til þessara þáttaskila í um ferðarmálum Islendinga hafa aldrei verfð gerðar samræmdar áætlanir varðandi fræðslu- og upplýsingastarfsemi um umferð- armál, hvorki fyrir skóla né al- menning. Ýmsir aðilar hafa um þessi mál fjallað, hver á sinn hátt, og oft með drjúgum til- kostnaði gengið þar hver í annars spor. Framkvæmdanefnd hægri um- ferðar lýkur störfum um næstu áramót. í greinargerð fyrir um- ferðarbreytingunni og imdirbún ingi hennar beindi nefndin þeirri tillögu til dómsmálaráðherra, að reynt yrði að finna grundvöll fyrir safmiræmingu uimferðar- fræ'ðslu í landinu, bæði hvað snerti skóla og almenning, og lagði fram ákveðnar tillögur þar að lútandi. Dómsmálaráðuneytið hefur svarað þessum tillögum varðandi hinn almenna þátt umferðar- fræðslunnar á þá lund, að fara þess á leit við Slysavarnafélag íslands, að það taki að sér þenn- an þátt sérstaklega og hafi þá einnig umsjón með starfi um- ferðaröryggisnefnda þeirra, er stofna'ðar voru fyrir H-dag í vor og hafa mikilvægu hlutverki að gegna varðandi svæðisbundn- ar upplýsingar um umferðarmál. Slysavarnafélag Islands hefur fallizt á að taka að sér það ve k efni, sem hér um ræðir, og stofn að til þess sérstaka umferðar- deild. Guðbjartur Gunnarsson, fyrr- um starfsmaður Sjónvarps, hefur verið ráðinn til að veita deild þessari forstöðu. (Fréttatilkynning frá Slysa- varnafélagi íslands.) menningar varð henni ómetan- legur styrkur við mótun forseta heimilisins að Bessastöðum. Framkoma hennar mótaðist af nánum kynnum af íslenzku fólki í borg og sveit. íslandi var sómi að Dóru Þórhallsdóttur, hvort sem hún gegndi húsmóðurhlut- verki á forsetasetrinu eða kom fram meðal erlendra virðingar- manna.“ í síðasta áramótaávarpi sínu til þjóðarinnar hinn 1. janúar sl. skýrði herra Ásgeir Ásgeirsson frá þeirri ákvörðun sinni að gefa ekki kost á sér á ný til forsetakjörs. Forsetinn sagði m a.: „Á þessum fyrsta degi ársins 1968 tilkynni ég, svo ekki verði um villzt, að ég mun ekki verða í kjöri við þær forsetakosningar sem fará í hönd á þessu nýbyrj- aða ári. Fjögur kjörtímabil, sex- tán ár í forsetastól, er hæfileg- ur tími hvað mig snertir og þakka ég af hrærðum huga það traust sem mér hefur þannig verið sýnt.“ Forsetinn vék síðar að þeim breytingum, sem orðið hafa á Bessastöðum síðan hann tók við embætti og starfsaðstöðu forseta og sagði: „En Bessastaðir eru tilvalið forsetasetur, bæði jörðin, hús- næðið og kirkjan. Helztu um- bætur eru á þessum árum, Tjarn arstíflan, skreyting kirkjunnar og nýbyggð Bókhlaða. Er nú kirkjan og Bessastaðir komn ir í það horf, að ég hygg að ekki þurfi um að bæta né við að auka um langt skeið. En minna vil ég þó á, að forseti þarf einn- ig að hafa athvarf í Rey.kjavík, einkum að vetrarlagi. Það mun og til þess draga um leið og sinnt verður hinni ríku þörf Al- þingis, ríkisstjórnar og ríkis- stofnana fyrir aukin húsa- kynni.“ Laugardaginn 20. apríl s.l. á- varpaði herra Ásgeir Ásgeirsson Alþingi í síðasta sinn 45 árum eftir að hann gekk þar fyrst í sali, sem ungur þingmaður V- ísfirðinga. Þegar forsetinn flutti síðustu ræðu sína í þing- sölum gerði hann m.a. að umtals- efni þá erfiðleika, sem þjóðin hefur staðið frammi fyrir að und- anförnu og sagði: „Þjóðin á nú við mikla erfið- leika að stríða. Hún hefur séð framan í landsins foma fjanda, hafísinn, sem vonandi hverfur á braut fyrir páskablíðunni og sunnanblænum. En hann hefur minnt á sig. Mikið verðfall og minnkandi þjóðartekjur fá þingi og þjóð erfitt viðfangsefni í hendur. Vér skulum vona, að vel ráðist fram úr með viturra manna ráði og skilningi almennings. Það eitt er víst, að þjóðin verð- ur aldrei aftur sú sama og var í óáran eldri tíma. Bættur húsa- kostur samgöngur, rafvæðing og tækni atvinnuveganna, samtök og samhugur fólksins og forsjá Alþingis sér um það.“ í dag kveður herra Ás- geir Ásgeirsson sem þjóðhöfð- ingi. Að baki er 16 ára farsæll ferill sem forseti íslands og 45 ára starf í þágu íslenzku þjóð- arinnar. Nú verður fjör í LÍDP Hljómar og Sálin leika Ríó tríó skemmtir BIRKIMELUR! BARÐASTRÖND - BARÐASTRÖND - BARÐASTRÖND BIRKIMELUR! GEISLAR skemmta n.k. laugardagskvöld og sunnudagskvöld. LEITIÐ EKKI LANGT VFIR SKAMMT Allir í Birkimel GEISLAR! FRA AKUREYRI LEIKA LÖG VIÐ ALLRA HÆFI. HITTUMST í BIRKIMEL. BIRKIMELRUR, BARÐASTRÖND.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.