Morgunblaðið - 07.08.1968, Side 15

Morgunblaðið - 07.08.1968, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 196« 15 Jón Leifs kvaddur Fæddur: 1. maí 1899. Dáinn: 30. júlí 1968. Með tónskáldinu Jóni Ueifs er til moldar genginn um aldur fram maður stór í broti, með ein- dæmum athafnasamur, maður aem að sópaði og um munaði hvar sem hann fór og við hvað sem hann fékkst. Um aldur fram að vísu: fáir munu svo glöggir að þeir hefðu ekki af útliti að dæma áætlað aldur han,s nær sex tug- um en sjö. Sjálfur mun hann hafa gengið þess dulinn að dag- ar hans væru taldir, annars hefði hann naumast látið teikna handa sér hús eigi all:s fyrir löngu, enda þótt frekari fram- kvæmdum væri á frest skotið er hann kenndi sér meins, sem hann þó ekki tók mjög alvarlega, að minnsta kosti ekki í fyrstu, en sem illu heilli reið þessum fram- úrskarandi félaga vorum að fullu. Bandalag íslenzkra listamanna stendur uppi með óbætta þakk- arskuld við börur Jóns Leifs fall ins. en einnig utan þess og jafn vel landsteina, mun óinnheimtan leg inneign hans ósmá. Að Banda laginu átti Jón Leifs upptökin, og svo sem hans var von og vísa fylgdi hann þeirri hugarsýn sinni úr garði með oddi og egg. Það gæti verið upp á dag 40 ár síð- an fundum okkar bar sam- an fyrsta sinni: Sumarið 1928 gerði hann sér ferð frá Berlín til Norður-Sjálands gagngert þeirra erinda, að fela mér for- mennskuna í hinu hugmyndaða bandalagi sínu. Færðist ég und- an á þeim forsendum, að heim- ilisfang slíkra samtaka og þá um leið formanns þeirra yrði að vera á íslandi heima. En Jón Leifs var löngum maður fylginn sér: hann mundi ekki gangast fyrir stofnun bandalagsins öðrum kosti, lét hann mig vita. Þegar hann kvaddi hafði honum tekizt að telja manni sér tíu árum eldri hughvarf: heimilisfang banda- lagsins skyldi verða Reykjavík, enda þótt af þriggja manna stjórn formaðurinn sæti úti í Danmörku, ritarinn í Þýzka- landi, — eini heimamaður stjóm arinnar var fjallagarpurinn Guð mundur frá Miðdal, en hann fór sem kunnugt er fyrstur okkar. Þegar til kom hamlaði fjarbýl- ið ekki framkvæmdum: hvorugur okkar Jóns var pennalatur. Áð- ur varði var Bandalag íslenzkra listamanna viðurkennt sem jafn- gildur aðili norrænu rithöfunda- samtakanna og deild í Alþjóða PEN. Þess varð ekki langt að bíða, að við hefðum menn að heiman sem boðsgesti á meirihátt ar samnorrænum hátíðamótum, fyrsta þá Halldór Laxness og Þórberg Þórðarson. Á fornu plaggi eru stofnendur og með- stofnendur taldir með nöfnum 46, en þar mun málum blandað: ástæðan fyrir því líklega ósk- úyggja. Rétta talan mun vera öðru hvoru megin við fjörutíu, og fullur fjórðungur þeirra enn þá ofan foldar, auk fyrsta lög- manns félagsins Stefáns Jóh. Ste fánssonar, Bandalag íslenzkra listamanna er að því er ég bezt veit ein- stakt í sinni röð. Að stjórna því er enginn hægðarleikur. Ég hafði sagt Jóni, að ég við fyrsta gefið tækifæri mundi sjá um, að formaður þess sæti heima, og það stóð ég við. Hve oft hann hefur endurreist bandalagið eða þó vakið af dróma hef ég ekki á takteinum. En hann var ó- þreytandi í því sem öðru. Mak- ráðum formanni hentaði vel að hafa slíkan ritara — nema þá örsjaldan að í odda skarst. Sátt- fúsari mann og sáttheilli hef ég raunar ekki fyrir hitt, enda öðl- ingur að uppruna og eðlisfari. Vinarþel Jóns til mín og fram- koma öll var allajafna sem ætti hann í mér hvert bein, og var ég þar aðeins einn af mörgum. Af innstu þörf var honum eigin- legt að bera menn fyrir brjósti, og er einstaklingum sleppt, þá landið og þjóðina í heild. —- Síð- asta samvinna okkar einkenndi hann öðru fremur. Um þátt hans í stofnun og rekstri STEFs munu að sjálf- sögðu aðrir fjalla: um þá hluti flesta er mér ókunnugt nema lit- illeiga af orðspori. En fyrir tveim árum þótti honum nokkru skipta að ég yrði sér samferða spöl- korn. — Réttlætiskennd Jóns var þann veg farið, að hann þoldi illa að vera afskiptur, eða sæi hann aðra sæta sömu með- ferð, að sitja aðgerðarlaus. Nú er það svo um lögrétti lista- manna til verka sinna og af- urða, er þau kunna að kasta af sér, að hann enn sem komið er, jafnvel meðal gamalgróinna menningarþjóða er svo takmark- aðiuy að í raun og veru er um algert réttleysi að ræða: eftir að höfundur hefur fúnað í moldu fáeina áratugi er hafður á ræn- ingjaháttur: eignin gerð upptæk til allsherjcU'nýtingar athafna- manna skaðabótalaust. Innan STEF-samtakanna hafði og hef- ur flokkur áhugamanna með Frakka í fararbroddi á prjónun- um stofnun alþjóðadeildar rétt- hafa óháða útgefendum, sem annars ráða þar mestu. Boðað var til stofnfundar, en er á hólm inn kom reyndist örðugt um vik. Af formönnum þjóðlegra félags- deilda virtist Jón Leifs hafa ver- ið einn af fáum, ef ekki hinn eini, sem ekki brást. Að minnsta kosti stóð hinn fallni félagi vor þar eins framarlega í fylkingu og frekast varð komizt, vígreif- ur, seinþreyttur, sigurviss jafn- vel í algerri tvísýnu: að gefa frá sér kom aldrei til mála undir neinum kringumstæðum. Varla mundi hann sammála mér um það að gott sé slíkum að ganga til hvílu — en eftirsjáin því meiri. Bandalag íslenzkra listamanna átti í Jóni Leifs sannan heið- ursforseta í fortíð og framtíð, og biðjum vér hann öll með tölu að vel unnu verki vel fara, en ást- vinum hans harmi slegnum halds og trausts í minningunni um mæt an dreng. Gunnar Gunnarsson heiðursforseti B.Í.L. JON Leifs var listamaður og baráttumaður og einnig fræði- maður að upplagi, þó að hann sinti því síður. í öllu þessu var hann áhlaupamaður til ákvörð- unar og framkvæmda, hugkvæm ur og heill og geðríkur og stund- um erfitt um að semja, þeim sem ekki þekktu hann vel. Margt af þessu var þó mest á ytra borðinu og tækifærisbund- ið, fremur en rótgróið í eðli hans. Hann þráði það oft mest innst inni að geta helgað sig list sinni einni. Hann var vinum sínum góður félagi, ötull verk- maður á tónsmíðar, 'heimilisræk- inn, veitull og veizluglaður. Kynni okkar Jóns Leifs og vinátta hafði staðið í meira en sextíu ár, frá því við vorum drengir og nágrannar í okkai söguríka og fagra sameiginlega föðurlandi, Þingholtunum í Reykjavík. Þar voru skáld og listamenn, stjómmálamenn og fræðimenn, framkvæmdamenn iðnaðarmenn og þjóðhagasmiðir, kvenskörungar og höfðingshús- mæður, — ein þeirra var móðit Jóns Leifs, frú Ragnheiðui Bjarnadóttir. Þarna undum við alla æsku okkar, unz Jón Leifs fór úr skóla og utan og íle-ndist þar, kannske of lengi, og þó skýrðust fyrir honum ýmis íslenzk mál og einkenni í þessari herleið- ingu. íslenzkir rithöfundair og lista- menn eiga Jóni Leifs mest að þakka forustu — oft óvinsæla for ustu — í baráttu fjrrir réttinda og hagsmunamálum sínum. Fræðaeðli hans, samtvinnað tónlistinni — kom fram í áhuga hans á söfnun, hljóðupptöku, og rannsókn íslenzkra rímnalaga og þjóðkvæða. Hann byggði þar ofaná það, sem áður var unnið og bætti við nýjum skýringum og sjónarmiðum á „íslenzku tón- Iistareðli“. Þriðji meginþáttur starfs hans eða sá fyrsti og fremsti, eru tón- smíðar hans, stórar og smáar, sem fluttair hafa verið allvíða. Hann var þar stórhuga um form og flutning, svo að það gat tor- veldað túlkun þeirra hér heima. Ýmis verk hans- hafa samt náð hér miklum vinsældum og eru oft leikin og önnur bíða sjálfsag* enduirreisnar sinnar. Með Jóni Leifs er óvænt fall- inn sérkennilegur og atkvæða- mikill maður með sterkum-per- sónulegum einkennum í list sinni og baráttu, sem enn munu lengi setja svip á íslenzkt tónlistarlíf. ísland var hugsjón hans. Hann trúði á gildi íslenzks þjóðernis, en á nauðsyn endurreisnar þess og trúði á mátt norræns anda , í þróun evrópskrar ménningar. Vilhjálmur Þ. Gíslason. Góðvinur genginn götur feðranna, umbúð sálar orpin moldu. En um ókomnar aldir mun rekkum hljóma hans rammi slagur. M. Á. A. Var sem hryndi úr hamrasölum hljómsterk alda, mögnuð kynngi, og á milli mjúkur kliður sem menn úr álfaborgum syngi. Svo var harpa‘af setning slegin. sindra myndir langra alda, fornir andar fara‘um veginn. — Fáir mun betur velli halda. Stór var lundin, styrkur andi, stefnan sú að bæta kjörin, allra þéirra, er iðka listir. Örg var stundum hungurförin þeirra, er grétu af sulti'og seyru Samt var andi'af vilja knúinn, sér í hæstu hæðir lyfti, hýbýlin hótt væru fúin. Þá kom Leifs með eld í æðum, orku hvatta viljans stáli, Bandalagið saman setti, svo ei yrði list að táli. Tónskáldin til orku efldi, ýtti sjálfur fast að rétti. — Stef er listum voldugt veldi vaxið fram af leifskum mætti Hér er ei, sem neinu nemur, nefnt um þann, er reisti Stefið. tónskáldið, sem flestum fremur fjör sitt hefur bræðrum gefið. Því mun nafn hans lifa lengi, lýðum kynnt um álfur víðar. Hann hefur marga sterka strengi stillt í hörpu vorrar tíðar. Siguringi E. Hjörleifsson. Kveðja frá STEFI, Sambandi tónskáida og eigenda flutnings- réttar Með tónskáldinu Jóni Leifs er fallinn í valinn aðalhvatamaður að stofnun STEFs, Sambandstón skálda og eigenda flutningsrétt- ar. forstjóri þess frá upphafi og formaður lengst af. Undir lok síðustu heimsstyrj- aldar, er Jón Leifs fluttist al- kominn heim til fslands eftir ára tuga dvöl erlendis, hófst hann þegar handa um undirbúning að stofnun félagsins til hagsmuna- gæzlu fyrir tónhöfunda. Höfundaréttur var þá lítt í heiðri hafður hér á landi, þann- ig að stappaði nærri algeru rétt- leysi höfunda. Á þeirri tíð þótti það sjálfsagðast allra hluta að taka verk höfunda til flutnings án þeirra leyfis, hvað þá heldur að menn létu sér til hugar koma að bjóða fram eða greiða höf- undalaun fyrir afnot þeirra. Til liðs við Jón komu nú öll helztu tónskáld landsins svo og erfingjar látinna tónskálda og stofnuðu þessir aðilar STEF í ársbyrjun 1948, en megintilgang ur félagsins var að gæta hags- muna tónskálda og annarra eig- enda flutningsréttar í hvívetna. Segja má að með stofnun STEFs hafi verið brotið blað í félagsmálasögu íslenzkra tón- skálda og reyndar einnig ann- arra höfunda, því nú fyrst var hafizt handa um skipulagða bar- áttu fyrir viðurkenningu á rétti höfundanna til réttlátrar umbun ar fyrir störf sín. Baráttan fyrir viðurkenningu höfundaréttarins var í upphafi eindæma hörð og óvægin og var Jón Leifs þá jafnan í farar- broddi af hálfu tónskálda, bæði til sóknar og varnar. Hann var að eðlisfari sókndjarfur og víg- reifur baráttumaður og undi sér vel í orrahríðinni, þótt oft væri hart að honum og félaginu sótt. Til marks um hörku barátt- unnar á þeim árum má geta þess, að STEF þurfti að höfða fleiri tugi dómsmála, sem flest eða öll gengu félaginu í vil, þótt íslenzk höfundalöggjöf hafi þá verið og sé enn með öllu óviðunandi, þannig að lítt er til sóma. Kom þá til kasta dómstóla að skipa Mývatnssveit, 31. júlí — HÉRAÐSSAMBAND Þingeyinga sendi flokka sjálfboðaliða til að sá grasfræi og bera á áburð á eyðisand á milli Þeistarreykja og Mývatnssveitar. Sáð var í 40 hektara í fyrhadag, en þarna er verið að græða upp stóra s'and- spildu og hefur verið notuð flug- vél við það að undanförnu, en þessi aðferð virðist vera ódýrari og betri — að senda fólkið í sjálfboðavinnu. að eru ung- mennafélögin eða samband þeirra, sem stendur að þessu. Tíðarfar hér er nú ágætt og spretta lagast mikið og heyskap ur yfirleitt í gangi víðast og Aþena 5. ág. NTB. SJÖTfU manns meiddust, þegar tvær járnbrautalestir rákust sam an í útjaðri Aþenu í gær. Talið er, að allmargir séu alvarlega slasaðir. málum ineð réttlæti, þegar laga- ákvæði voru óskýr eða lagastafi þraut. Af þeim málum, sem félag ið höfðaði bar hæst mál félags- ins á hendur varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, en lyktir þess máls urðu til mikils vegs- auka fyrir félagið og formann þess á erlendum vettvangi. Nú þegar röskir tveir áratug- ir eru liðnir frá stofnun STEFs er viðhorf manna hér á landi til höfundaréttar og annarra at- vinnuréttinda listamanna allt annað en áður var, þótt enn skorti mjög á. að nægur skiln- ingur sé fyrir hendi í þeim efn- um. Oflof væri að segja, að það sem áunnizt hefur á þessum vett vangi sé allt verk Jóns Leifs. Hitt er sannmæli, að þar á hann stærri hlut að og hefur unnið meira og betur að framgangi mála en nokkur annar einstak- ur rnaður. Er Jón Leifs hefur nú safnazt til feðra sinna fylgir honum virð ing og þakklæti félagsmanna og rétthafa í STEFi og fyrir unnin afrek og eftirlifandi eiginkonu, dóttur hans og ungum syni eru sendar hlýjar samúðarkveðjur. Sigurður Reynir Pétursson. mun betra útlit með heyfeng en var í júlíbyrjun. Ekki verður meiru sáð i sumar en starfað áfram, mikið búið að sá á upp- blásturssvæði um sýsluna og mik ið verk óuninið, en stefnir allt í rétta átt. — Jáhannes. Formannaskipti í Hólafélagina SUNNUDAGINN, fjórða ágúst, var haldinn aðalfundur í Hóla- félaginu. Var þetta sama dag og Hólahátíðin var haldin. Skipt var um formann við þetta tækifæri, þar sem þáverandi formaður hafði setið við stjórn félagsins lögböðinn tíma, samkvæmt regl- um félagsins. Fráfarandi formaður var séra Þórir Stephensen. Kjörinn var í stað hans séra Jón ísfeld. Þingeyingar græða landið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.