Morgunblaðið - 09.08.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.08.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST lí>68 3. ófangi verk- nóms byggður ÁKVEÐIÐ hefur verið að taka tilboði Ármannslells hf. í bygg- ingu þriðja áfanga Gagnfræða- sfeóla verknáms við Ármúla. — Samkvæont upplýsingium frá Inn feaupastofnun Reykjavíkur var tilboð Ármannsfells hf. allmiklu laegra en frá öðrum aðilum. Þriðji áfangi Gagnfraeðaskóla verknáms er allmikil bygging, 8250 rúmmetrar að stærð. Sam- kvaemt útboðslýsinigu á bygging- in að verða fokheld 10. júní 1959 og fullgerð 1. ágúst 1970. Tilboð Ármannsfells hf. hljóðaði upp á 20 milljónir 467 þúsund krón- tir, en naesta tilboð nam 22,9 milljónuim króna. Hæsta tilboð var 32,9 milljónir króna. Komu fram í Keflavík SLYSAVARNAFÉLAGIÐ var i fyrrakvöld beðið ,um að hafa upp á lítilli trillu, sem farið hafði frá Reykjavík þá um daginn með nokkra unga menn innanborðs. Köm trillan fljótlega fram, en hún hafði þá komið í land i Keflavík. Síldarfréttír: EFTIRFARANDI upplýsingar bárust Morgunblaðinu í gær frá Landssambandi ísl. útvegs- manna: Veður var gott á síldarmiðun- um sl. sólarhring, þó einhver N- golukaldi. Veiðisvæðið var það sama og undanfarna sólarhringa. Eitt skip tilkynnti um afla: Krossanes SU 80 lestir í salt. Eftirtalin skip munu hafa saltað afla sinn um borð, sam- tals 708 upps. tunnur. Eldborg GK 285 upps. tunnur. Gunnar SU 102 upps. tunnur. Náttfari ÞH 100 upps. tunnur. Seley SU 130 upps. tunmur. Bjarmi II EA 90 upps. tunnur. Fátt er eins áherandi á víðavangi og rusl sem skilið hefur verið eftir af hugsunarlausum vegfaranda. 1 þessu tilfelli hefur avfiveld- lega mátt grafa það í jörðu niður. Munið að umgengni sýnir innri mann. Rússnesk skip í Hval- firði og Reykjavík Erfitt að fá upplýsingar um erindi þeirra LÖGREGLUÞJÓNAR, er leið áttu um Hvalfjörð í gærkvöldi tóku eftir tveimur rússneskum skipum, er lágu utariega í Hval- firði í grennd við Hvaieyri og höfðu þau rússneska fána uppi. Landhelgisgæzlunni var gert við vart og sendi hún flugvél tU þess að huga að skipunum, en sá ekkert athugavert. Var Ólafi Jónssyni, tollgæzlustjóra, þá gert Borgarlæknar á IMorður- löndum þinga í Reykjavík UNDANFARNA daga hefur stað ið yfir í Reykjavík þing borgar- lækna á Norðurlöndum. Sækja þingið borgarlæknar frá höfuð- borgum hinna Norðurlandanna og öðrum borgum. Alls sitja 12 erlendir læknar þingið. Þingið hófst sL þriðjudag og var þá rætt um ónæmisaðgerðir, en eftir hádegið var gestunum boðið að Reykjalimdi og að Skála túni til að skoða sig þar um. Á miðvikudag ferðuðust gestirnir svo um Suðurland, en á fimmtu- dagsmorgun var þinginu haldið áfram. Var þá rætt um vanda- mál þau, sem fylgja deyfilyfja- notkun. Eftir hádegið var síðan rætt um loftmengun í borgum, bæði utan húss og innan. I dag lýkur þinginu, en þá munu læknarnir bera saman bæk ur sínar og ræða hver um sitt embætti. Landbúnaðarráðherrar allra Norðurlanda hér í DAG hefst fundur í „Sam- vinnunefnd Norðurlanda um landbúnaðarmál“, í Reykjavik og sækja fund þennan allir land- búnaðarmálaráðherrar Norður- Janda auk annarra yfirmanna í landbúnaðarmálum. Fundir sem þessi eru að jafnaði haldnir tvisvar á ári í aðildarlöndunum. Á fundinum verða gefnar upp lýsingar um horfur um fram- leiðslu og útflutning landbúnað- arvara. Rætt verður meðal ann- ars um samstarf EFT A - lan da nna og viðhorfið til sameiginlega markaðsins svo og um aukið samstarf um viðskipti innan Norðurlandanna. Fundinn sækja landbúnaðar- málaráðherramir Peter Larsen, frá Danmörku, Martti Miettunen, frá Finnlandi, Bjarne Lyngstad frá Noregi og E. Holmqvist frá Svíþjóð auk Ingólfs Jónssonar, landbúnaðarráðherra. Aðrir, sem sitja fundinn fyrir íslands hönd eru þeir Gunnlaugur Briem, ráðuneytisstjóri, Halldór Páls- son, búnaðarmálastjóri, Krist- ján Karlsson, ráðunautur, Pétur Gunnarsson, forstjóri, Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri og Ólafur S. Valdimarsson, deild arstjóri. viðvart og var haft samband við skipin og þau beðin um að koma inn til Reykjavíkur. Tollgæzlan fór um borð í skip- in og var annáð hafrannsóknar- skipið „Oceanograph", en hitt fiskiskip með nafninu „Iceberg". Hafrannsóknarskipið var með bilaða vél og hafði fiskiskipið fylgt hinu vélvtna skipi inn í Hválf j arðarmy nni. Mbl. hafði samband við Hans Daníelsson fulltrúa hjá Skipa- deild SÍS, en skipadeildin hefur umboð fyrir rússnesk fiskiskip. Hans hafði haft tal af skipverj- um og sagði hann, að sér hefði skilizt það á Rússunum, að þeir væru að koma á ráðstefnu ís- lenzkra, norskra og rússneskra vísindamanna, sem hefjast ætti í Reykjavík á mánudaginn 12. ágúst. Upphaflega hefði ráðstefn an átt að vera hinn 5., en verið frestað. Þá reyndi Mbl, að ná tali af fiskifræðingum, en fáir þeirra eru í bænum. Mbl. tókst þó að ná tali af Þórunni Þórðardóttur og Ingvari Hallgrímssyni, fiski- fræðingum, en þau vissu ekkert um áðurnefnda ráðstefnu. Ráð- stefna þessara þjó'ða hefði verið haldin hinn 5. júlí á Seyðisfirði og slíkar ráðstefnur væru aðeins árlega. Einnig reyndi Mbl. að fá vit- neskju um erindi skipanna í rússneska sendiráðinu, en það sagðist ekki geta gefið neinar upplýsingar fyrr en í fyrsta lagi í dag. Borgarráðsmenn frá Reykjavík gestir Akureyringa Akureyri, 8. ágúst. FULLTRÚAR frá Reykjavíkur- borg komu í morgun til Akur- eyrar í boði bæjarstjórnar Ak- ureyrar Akueyrar. Fulltrúar eru þeir Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, borgarráðsmennirnir BÍTg- ir ísleifur Gunnarsson, Gísli Hall dórsson, Guðmundur Vigfússon og Kristján Benediktsson og rit- ari borgarráðs, Jón Tómasson. Á morgun mun forseti borgarstjón- af, frú Auður Auðuns, bætast í ■hópinn. Á síðasta ári bauð borgar- Stjó'rn Reykjavíkur fulltrúum frá Akureyrarbæ i heimsókn til Reykjavífcur og nú er verið að end'urgjalda þá heimsókn. Gest- irnir munu dveljast á Akureyri til sunnuda'gskvölds. f dag hafa þeir skoðað útgerð- arfélag Akureyriraga hf., Kjöt- vinnslustöð KEA, Slippstöðina, hina nýju dráttarbTaut og öl- og gosdrykkjaverksmiðjuna Sana. Að lokum sátu þeir bæjarráðs- fund. Á miorgun fara þeir til Mývatns og að Laxárvirkjun og einnig munu þeir renna fyrir lax í Laxá. — Á laugardag munu gestirnir skoða ýmsar bæjarstofn anir svo sem Lystigarðinn, hið nýj-a hús Amtbókasafnsins, íþróttaskemmuna og fleira. Á sunnudag verða þeir m. a. við- staddir kna'ttspymukappleik milli KR og ÍBA, en fljúga heim leiðis um kvöldið. Fréttamenn áttu þess kost að hitta hina reýkvísku gesti í dag. Bjarni Einarsson, bæjarstjóri, kynratl þá og gat þess sérstak- lega að fulltrúar Akureyrarbæj- ar hefðu haft mikið gagn af heimsókninni til Reykjavíkur í fyrra, þar sem þeir kynntust mörgu í stjórn borgarinnar, ekki sízt skóla- og félagsmálum, auk þess sem stofnað var til persónu- legra kynna við forráðamenn Reykjavíkurborgar. Báðir stað- irnir hefðu nokkra sérstöðu með al sveitarfélaga, Reykjavík, sem höfuðborg landsins, en Akureyri, sem fjölmennasti kaupstaðurinn utan stór-Reykjavíkur, mœtti kallast fulltrúi landsbyggðaTÍnn- ar. Báðir mættu eflaust sitthvað læra af hinum og báðum væri nauðsynlegt að þróast, hvorum á sinn hátt. Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, sagði, að allt það, sem þeir Reykvíkingar 'hefðu séð á fyrsta degi h.eimsóknarmnar, hefði haft mikil áhrif á þá og vakið hrifningu þeirra, ekki sízt Slippstöðin og Dráttarbrautin, sem væru iðjuver á alþjóða mælikvarða. Þeir hefðu kyranzt helztu þáttum atvinnulífsins í bænum og augljóst væri, að áherzla hefði verið á það lögð af bæjaryfirvöldum, að efla það og styðja, enda væri það mjög blómlegt og öflugt. Þá kvað hann auðsætt að gróður og snyrtimeranska í bænum væri til fyrirmyndair og rækt hefði verið lögð við góða umgengni um lóð- ir, enda væri Akureyri óvenju- lega fagur bær . Borgarstjóri sagði einnig, að frá sjónarmiði Reykvíkinga væru þær ráðstafanir, sem gerðar hefðu verið til að efla jafnvægi í byggð landsins sjálfsagðar og eðlilegar. Þeir teldu æskil'egast, að út um landið yxu upp þétt- býliskjarnar með blómlegi* at- vinnu- og menningarlífi, enda væri það öllum landsmönnum fyrir beztu. Þá kvaðst hann vona, að hinar gagnkvæmu heimsóknir forráða- manna Akureyrar og Reykjavík ur væru upphaf slíkra kynna milli sveitarstjórnarmanna í fram tíðinni, ekki sízt kaupstaðanna til að glæða skilning og sam- vinnu þeirra í milli. Reykvík- ingarnir hefðu þegar haft hið mesta gagn og ánægju af dvöl sinni á Akureyri. — Sverrir. Dýrar tafir Loftleiða- flugvéla í New York TALSVERÐ brögð hafia verið að þvi að undanförnu, að tafir hala orðið á því að flugvélar gætu lent eða hafið sig á loft af flug- völlunuim í New York og Chic- ago og víðar í Randaríkjlunuim. H-efur þetta m. a. komið niður á Loftleiðum, sem er eitt þeirra fjölmörgu flugfélagia, sem fara um flugvelli New York. Jóhannes óskarsson, starfsmað ur Loftleiða, sagði í viðtali í gær, að tafirnar í New York gætu auk Aðalfundur SÍF haldinn í gær AÐALFUNDUR Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda var haldinn í Sigtúni í gær. Fundinn sátu 80—90 manns og voru rædd ýmis sameiginleg vandamál. Fundurinn hófst kl. 10 í gær- morgun og stóð yfir til miðnætt- is. Helztu umræðuefni á fund- inum voru vöruvöndun og ástand þáð, sem hér hefur skapazt, við það, að sölu skreiðar til Nígeríu var hætt og fiskur sá, sem ella hefði verið notaður í skreið, er notaður í saltfisk þó aif lélegri gæðaflokki sé. Einnig var rætt um það vanda mál, að nokkuð magn af salt- fiski liggur enn óafskipað og óselt hjá ýmsum aðilum í land- inu. Ýmis önnur vandamál voru rædd á fundinum og tóku marg- ir til máls. ið ferða'tímann milli New York og íslands um 25 af hundraði. Er þet'ta því eðlilega talsvert kostn- aðarsamt fyrir félagið. Jóhannes sagði, að tafirnar við að komst af Kennedy-flugvelli væru venjulega frá hálfriklukku stund upp í tvær stundir og skap aði því mikil óþægindi fyrir farþega. Venjulega þyrfti á bandarískum flugvöllum að fá heimild til þess að setja hreyfla flugvéla í gang, en nú þyrftu menn oft að aka um í flugvél- unum í klukku'tiima áður en hægt væri að komast á loft. — Myndaðist oft við þetta langar raðir flugvéla, sem biðu eftir að komast í loftið og væru dæmi þess að 'Um það bil hundrað flugvélar biðu í röð með hreyfl- ana í gangi. Sem dæmi nefndi Jóhannes, að í fyrradag hefði Loftleiðavél lent í röð 30 flug- véla og hefði því ekki komizt á loft fyrr en eftir klukkustundar bið. Sagði Jóbannes, að slíkt væri mjög venjulegt. Um ástæðurnar fyriir þessuim löngu töfuim vildi Jóhanmes ekki' fjölyrða, en kvað þær myndu m. a. stafa af því að flugumferðar- stjórar á bandarískum flugvöll- um þættust yfirhlaðnir vinnu og færu sér því að engu óðslega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.