Morgunblaðið - 09.08.1968, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1968
Hvað tekur við?
LYNDON Baines Johnson
hefur verið óþreytandi og
vinnusamur forseti. Nú líður
að lokum fjörutíu ára stjórn-
málabaráttu hans, en hann er
ennþá kappsamur, önnum
kafinn og stöðugt á ferð og
flugi. Hvernig dregur slíkur
maður sig í hlé? Og hvernig
lætur það manni, sem hefur
verið í miðju sviðsljósi heims
viðburðanna, að verða ein-
ungis „fyrrum forseti“?
I>egar Jóhnson var nýlega
spurður, hvert væri mesta til
hlökkunarefni hans þegar
hann léti af stöirfum, svaraði
hann umsvifalaust:
— Frelsi; frelsi til að vera
ég sjáifur. Frelsi til að ganga
út um h’agana 15 mílur á dag,
laus við síma og blaðamenn.
Að sofa undir beru lofti. Að
leiða konuna mína gegnum
skógimn án þess að hafa 40
leynilögreglumenn umhverf-
is, og kaupa mér bjór og ham
borgara einhvetrs staðar úti í
buskanum án þess að það sé
talið ósæmilegt.
Hann hlakkar líka til þess
að vera ungur í annað sinn,
leggja rækt við æskustöðv-
arnar í Texas. Og hann ætlar
þegar hann færi næði til að
að flytja fyrirlestra, gera
rannsóknir á forsetaembætt-
inu, sinna fjölskyldunnni og
umgangast ungt fólk.
Þetta er fögur áætlun. En
skyldi hún standast?
Sérhver forseti ,sem lætur
af starfi, mun finna til tóm-
leika, en Johnson mun finna
til hans öðrum mönnum
fremur. Hann keppist 16—18
stundir á dag og einbeitir sér
að starfinu, þannig að ekkert
annað kemst að. Og Jöhnson
hefur um langan aldur verið
framarlega í bandarískum
stjómmálum, leiðtogi minni-
hluta þingsins, leiðtogi meiri
hlutans, varaforseti og for-
seti.
Og bráðum leggur hann
upp laupana. Það er ekki
hægt að fá langan aðlögunar
tíma til að venjast breyting-
unni. f dag er hann forsetd.
Á morgun verður hann gam-
all maður uppi í sveit.
William Howard Taft, fyrr
um forseti, sagði um breyt-
inguna, að það væri eins og
risastór eimreið drægi ofur-
litla lest sem börn leika sér
að. Aflið er hið sama, en
þunginn er horfinn.
Johnson sjálfur segist ekki
vita, hvernig þessi tómleiki
verði.
— Ég veit það eitt, segir
hann, að ég hef ekki þessa
tilfinningu núna. Ég- hef
aldrei á ævinni haft nægan
tíma til að gera það sem ég
vildi gera. Og ég er þeirrar
Johnson
— hlakkar til að verða
ungur í annað sinn.
skoðunar, að svo verði til
æviloka. Ég hef svo mörg
járn í eldinum, að mér ætti
ekki að líða svipað og Taft.
Frú Johnson er vongóð, en
efablandin.
— Svo getur farið, að
óskipulagðir dagar verði dá-
lítið tómlegir, sagði hún í
viðtali fyrir skömmu. Það
var á sunnudegi eftir hádeg-
ið og húsbóndinn á heimilinu
var nýfarinn til skrifstofu
sinnar. — Ég bjóst við því
að þetta breyttist allt eftir að
hann ákvað að gefa ekki
kost á sér aftur. En við finn-
um engan mun enn sem kom-
ið er. Lyndon hefur alltaf
fundið einhver verkefni til að
glíma við. Síðan ég kynnt-
ist honum, hefur hann alltaf
reynt að nýta andlegt og
líkamlegt þrek sitt betur en
hugsanlegt er. Hann vill fást
við hluti, sem eru á takmörk-
um hins ófæra. En það verð-
ur dásamlegt að losna við
áhyggjurnar og vita ábyrgð-
ina á herðum annarra
manna.
Hversu vistaskipti eru
þungbær fer mjög eftir því,
hvers menn sakna mest.
Johnson er ekki viss.
— Ég býst við því, segir
hann ,að ég sakni mest fjöru-
tíu ára baráttu í stjórnmál-
um.
Og hann talar um þingið
og fólkið og formlegar at-
hafnir, en telur að samvistir
við ungt, frjálslegt og hug-
myndaríkt fólk muni létta
sér umskiptin, bæði við eig-
in börn og nemendur „Félags
fræðideildar Lyndons B.
Johnsons“ * við Texasháskóla.
Ýmsdr nánir samstarfs-
menn Johnsotns hafa meiri
áhyggjur af honum.
— Þetta verður hræðilegt
fyrir hann, segir starfsmað-
ur í Hvíta húsinu. Hvaða
vandamál á bann að fást við?
Hann mun sakna valdanna
og líka smáatriða, svo sem
flugvélanna og lestanna og
alls þess, sem forseti þarf að-
eins og rétta út höndina eft-
ir. En þess verður þó að
gæta, að fyrrverandi forset-
ar eru ekki útskúfaðir menn.
Gamall vinur Johnsons og
ráðherra í stjóm hans, segir:
— Ég veit að honum mun
líka það allvel, ef næsti for-
seti, úr hvorum flokknum
sem hann verður, truflar
hann stöku sinnum við
fræðistörfin til þess að leita
ráða. Ég er viss um að hann
mun finna til þunglyndis við
og við„ en kona hans er
greind og skilningsrík og mun
leitast við að fá honum nóg
að gera. Já, pg hann mun
taka eftir því, að alliar seri-
moníur vantaT. Hann mun
vafalaust sakna þeirra, en
hann kemst yfir það.
Nú eru rúmir fjórir mánuð
ir liðnir síðan Johnson skýrði
frá því, að hann gæfi ekki
kóst á sér til endurkjörs, í
þeir-ri von, að sú ákvörðun
fengi Norður-Vietnama til
samningaviðræðna og drægi
úr spennu í aiþjóðamálum.
Síðan hefur forsetinn jafn-
an sagt, að hann hafi enga
ástæðu til að harma þessa
ákvörðun og sé ánægður með
hana. Og hann bætk við:
— Ég er að verða sextug--
ur. Mig langar til að kynn-
ast bömunum mínum. Ég er
hreykinn af höfuðborginni,
en mér líður betur í hreinu
Johnson á stóran búgarð í Texas og hefur þar hjarðir naut-
gripa af Hereford-kyni. Hann gerist stundum kúreki í frí-
stundum. Þeim fjölgar brátt.
lofti Texas en reykjarsvæl-
unni við Potomac.
Þeir sem þekkja forsetann
og fjölskyldu hans vel, eru
vissir um að frú Johnson átti
sinn þátt í ákvörðun hans.
— Hún vissi um erfiðleika
hans og bjóst ekki við því
að 'hann héldi heilsu annað
kjörtímabil. Hún yildi að
hann drægi sig í hlé meðan
hann gæti ennþá notið lífs-
ins með fjölskyldu sinni.
— Ég hef séð hann að
kvöldi dags svo úrvinda af
þreytu, að ég efaðdst um að
hann kæmist upp í svefnher-
bergi sitt, segir ráðherra í
stjórn Johnsons. En ég held,
að aðalástæðan fyrir ákvörð-
un hans hafi verið sú, að
hann var vonlaus um að
draumar hans um lausn Viet-
nam-deilunnar rættust, ef
hann stæði lengur í eldinum.
Ef hann hefði gert það, hefði
traust hans þorrið. Honum
fannst hann hafa ágætan fer-
il að baki og vildi bæta enn
álit sitt, með því að einbeita
sér að viturlegri stjórn síð-
ustu mánuð embættistímans,
í stað þess að leggja enn
einu sinni í óvægna kosninga
baráttu.
Lyndon B. Johnson lætur
af embætti 20. janúar í vet-
ur. Hann lítur á það sem eft-
ir er sem kapphlaup við tím-
ann og hefur einsett sér að
skilja eins fátt eftir ógert og
kostur er. Á hinn bóginn tei.
ur hann stundirnar þangað
til lausnardagurinn rennur
upp og næsti maður segir
„Svo hjálpi mér guð“ og fær
ríkið í hendur.
JOhnson lætur af starfi
eins og hann tók við því,
hvirfilvindur í mannslíki,
leggur nótt við dag o,g fylg-
ist* með öllu. Það er sagt að
hann taki um 100 mikilvæg-
ar ákvarðanir á dag í starfj
sínu.
Hans verður minnzt í sög-
unni og það verður tekið eft-
ir því, þegar hann lætur af
embætti. Hann minnir á
gamlan byssubófa, sem geng-
u,r öfugur út úr bjórkrá með
skammbyssur í báðum hönd-
um og sendir skothríð úr báð
um. Það verður ekki þögn um
Lyndon Baines Johnson.
UNDRID STÓRA
Merkilegust af öllum fregnum
af kalinu er sú fregn sem berst
víða frá, að nýjar sáðsléttur frá
þvi í fyrra séu minnst kalnar
nokkuð víða og jafnvel nær ekki
Um leið er þess að minnast, að
þá var grasfræi yfirleitt sáð
seint, og nýjar sléttur því víða
fremtur lítið sprottnar þegar vet
ur gekk í garð.
Eftir mælingum og athugunum
Bjarna Guðleifssonar var út-
breiðsla kals í Sauðaness- og
Svalbarðshreppum:
Nýjar sáðsléttur frá í fyrra
kal um 5 prs.
Sáðsléttur 2-5 ára gamlar, kal
um 72 prs.
Eldri sáðsléttur og önnur tún
kal um 78 prs.
f Morgunblaðinu 19. júlí segir
Sigtryggur Þorláksson á Sval-
barði í Þistilfirði, sá hinn sami
sem nú er ásamt fleirum að heyja
á engjum við Eyrarbakka:
„Einasta slægjan á Svalbarði
er nýrækt frá í fyrra."
f Tímanum 9. júlí er haft eftir
Héðni Ólafssyni, bónda á Fjöllum
í Kelduhverfi:
„Hann sagði það athyglisvert.að
eins ár sléttur séu nær óskemmd
ar. Tveggja ára sléttur séu all-
mikið kalnar, en 3-4 ára sléttur
mest kalnar og að mestu ónýt-
ar“
í Morgunblaðinu 25. júlí segir
Páll Karlsson bóndi á Bjargi í
Miðfirði:
„Gamla túnið stendur sig bezt
og svo nýrækt síðan í fyrra.“
Fleiri hafa sömu eða svipaða
sögu að segja.
Þetta eru mikil tíðindi og þess
vert að um sé rætt, þótt svo
hafi ekki verið til þessa, í þeim
mörgu skriíum um kalið, sem ég
hefi séð. Hvað er það sem hér
hefir gerzt?
Ef reyna skal að átta sig á
því, verðum við fyrst að minn-
ast þess, sem fullrar reynslu og
sanninda, að við góða sáðsléttu-
ræktun, er alltaf mest hætta á
því, að sáðtúnið verði fyriráföll
um fyrsta veturinn eftir sáningu
Vandamál sáðsléttubóndans er
alla jafna hvernig til tekst,
hvernig sáðsléttunni reiðir af
fyrsta veturinn, kemur nýja tún
ið óskemmt undan vetri. Ef sáð-
gresinu reiðir vel af hinn fyrata
vetur, er þess að vænta, að tún-
ið verði gott sáðtún hin næstu
ár, enda sé vel að búið. Hér á
landi, þar sem aðall allra rækt
unar er varanleg tún, hefir sú
aðferð verið viðhöfð, svo sem
kunnugt er, að byggja á sáðgres
inu meðan því entist líf og
þroski í sléttunum, en treysta
svo á það, að innlendur tún-
gróður tæki við og leysti sáð-
gresið af hólmi. Þetta hefur yfir
leitt lánazt sæmilega.
Það er andstætt allri reynslu,
og mér liggur við að segja and-
sætt allri lrskynsemi“ að gera
ráð fyrir því, að sáðgresið þoli
betur áföll og harðæri, svo sem
kalveðráttu, hinn fyrsta vetur,
heldur en annan,þriðja og f jórða
vetúr sáðtímans. En sú hefur nú
orðið raunin , að 1. árs sáðslétt-
ur eru lítt kalnar en 2—4 ára
sléttur dauðar, hefur hvorki
meira né minna skeð en það að
hafa orðið endaskipti á einu meg
inairiði allrar ræktunar sáð-
gresis í túnum.
Hvernig er svo hægt að skýra
þetta? Margt sækir á, ekki er
hægt að skýra þetta með því að
sáðsléttur, sem sáð var til í
fyrra hafi verið betur gerðar en
á árunum þar á undan. Sama
lélega aðferðin var auðvitað not
uð þá sem fyrr. Þó hart sé frá
að segja, tel ég líklegast vera:
að er nýju túnin hafa staðizt
kalveturinn betur en 2.-4. ára
gamlar sáðsléttur, stafi það ein-
faldlega af því, að það hefir enn
ekki unnizt tími til að misbjóða
þessum nýju sléttum með óheppi
legum atburði, ofbeit og annars
illri meðferð svo mjög, að það
veiki gróðurmátt sáðgresins og
geri það þollaust gegn erfiðu tíð
arfari — kalveðráttunni. — Ég
Framliald á bls. 21