Morgunblaðið - 09.08.1968, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 196«
NIXON AFTUR í ELDLÍNUNNI
— hóf sinn pólitíska feril tyrir 22 árum
rœtist óskadraumur hans í nóvember?
Richard Milhous Nixon
Það undraði víst fáa, sem
til þekkja að flokksþing
Republikanaflokksins út-
nefndi Richard Nixon fram
bjóðenda við forsetakjörið
í nóvember nk.
Aðstaða hans innan flokks
ins hefur ávallt verið sterk.
Allt frá þeim tíma, er hann
var varaforseti Eisenhowers
hefur hann verið óþreyt-
andi baráttumaður flokks-
ins. Óteljandi eru ferðir Nix
ons um þver og endilöng
Bandaríkin, þar sem hann
aðstoðaði flokksfélög Repu-
blikana við fjáröflun, hald-
ið hvatningaræður fyrir
frambjóðendur og tengilið-
ur var hann milli flokksins
t
og forsetans. Þetta starf Nix
ons var nú að bera ávöxt í
annað skipti.
Með árunum hefur hann
stofnað til persónulegra
kynna við þúsundir manna,
sem þátt taka í störfum
Republikanaflokksins, á-
hrifamanna hárra sem lágra.
Það eru þessir menn, sem
völdu frambjóðanda flokks-
ins í Miami í fyrrakvöld.
Barátta Nixons fyrir að ná
útnefningunni hófst með próf-
kjörinu í New Hampshire í
marz sl. Romney ríkisstjóri í
Michigan hafði fyrir prófkjör-
ið tilkynnt, að hann yrði þar
einnig í framboði og keppti að
útnefningu. Romney var full-
trúi vinstra arms flokksins, sem
ávallt hefur beitt sér gegn Nix-
on. Naut hann þar stuðnings
Rockefellers og flestra flokks-
leiðtoga frá austurfylkjunum.
Stuttu áður en prófkjörið átti
að fara fram dró Romney
framboð sitt til baka, og sagð-
ist ekki myndu taka afstöðu í
vali frambjóðenda. Við þessi
orð sín stóð hann á flokksþing-
inu, en fulltrúarnir frá Michi-
gan greiddu honum atkvæði
sitt.
Nixon bar brýn nauðsyn til
að vinna sigur í þeim 5 próf-
kosningum, sem hann ákvað að
taka þátt í. Hann varð að hrista
af slyðruorðið frá tvennum ósigr
um og vinna sigra sem um mun
aði. Sigrana vann hann, en sá
var gallinn á gjöf Njarð-
ar að enginn mótframbjóðandi
fékkst.
Auðvitað voru það aðeins
hálfir sigrar fyrir Nixon, að
vera einn um hituna, en jafn-
framt notuðu stuðningsmenn
hans sér það óspart og sögðu
mótstöðumenn hans ekki þora
að ganga fyrir dóm kjósenda
flokksins.
í því eina prófkjöri sem fór
fram í Oregon, eftir að Rocke
feller hafði gefið kost á sér,
var nafn hans ekki prentað á
kjör9eðilinn. Hafði Rockefeller
einmitt lýst yfir framboði sínu
daginn eftir að framboðsfrest-
ur í fylkinu var útrunninn.
Kjóisendur höfðu þó rétt til að
rita nafn annarra frambjóðenda
á kjörseðilinn og fóru leikar
svo að Nixon hlaut um 70 pr.
atkvæðanna, Reagan ríkisstjóri
Californíu 22 pr. og Rockefell
er 5 pr. Nöfn hinna tveggja síð
asttöldu urðu kjósendur að rita
á kjörseðlana.
Menn ganga þess þó ekki
diuldir, að prófkjörin höfðu
enga endanlega þýðingu um
kjör Nixons. Aðeins 13 fylki
heimila slíkar prófkosningar en
í öllum hinum fylkjunum var
það flokksfólkið, er kom sam-
an og ákvað fulltrúana.
Richard Milhous Nixon eins
og hann heitir fullu nafni, er
fæddur í smábæ í Californiu-
fylki árið 1913. Hann er kom-
inn af fátæku miðstéttarfólki
og var Nixon annar í röðinni
af 5 bræðrum. Þegar Nixon var
9 ára flutti fjölskyldan búferl-
um til bæjarins Whittier í
sama fylki.
Snemma stóð hugur Nixons
til mennta. Hann hóf nám við
menntaskóla borgarinnar og
hlaut styrk til framhaldsnáms
og lagði síðan stund á lög-
fræði. Hann lauk embættisprófi
með láði, frá Duke háskóla,
og hóf að því loknu störf hjá
lögfræðifyrirtæki í heimabæ
sínum. Á þeim árum kvæntist
hann Thelmu Ryan, „Pat“.
Stuttu eftir að Bandaríkin
hófu þátttöku i heimsstyrjöld-
inni gekk Nixon í flotann og
var sendur til Kyrrahafssvæð-
isins. Þar dvaldi hann að mestu
leiti allt til stríðsloka og hafði
þá náð tigninni lieutenant
commander. Samsvarar það
lægri gráðu ofurstatignar í
landhernum.
Árið 1946 sneri Nixon aftur
heim og gekk úr þjónustu flot-
ans. Það sama ár hófust af-
skipti hans af stjórnmálum. Á
þeim árum þóttu þeir frambjóð
endur hvað sigurstranglegastir
sem höfðu gegnt herþjónustu í
stríðinu, og tók Nixon boði um
að gerast frambjóðandi Repu-
blikana til fulltrúadeildar
þingsins.
Hann vann þingsætið með
rúmum 65 þúsund atkvæðum
gegn tæplega 50 þúsund. Tveim
ur árum seinna fóru fram al-
mennar þingkosningar. Þessar
kosningar voru Republikönum
ákaflega hagstæðar og Nixon
vann kjördæmið með miklum
meirihluta atkvæða.
Þingmennska
Á þingi þótti Nixon snemma
aðsópsmikill. Hann átti hlut að
samningu Taft Hartley laganna
sem voru verkalýðsfélögum
mikill þyrnir í augum. En fyr-
ir setu í óamerískunefndinni
hlaut hann þó landsfrægð eftir
hið svonefnda Hiss mál. Það
var upphaf þess mála, að mað-
ur að nafni Whittaker Camb-
ers sem um skeið gegndi rit-
stjórnarstörfum hjá tímaritinu
„Time“ var stefnt fyrir nefnd-
ina. Var hann beðinn um að
bera vitni um starfsemi rúss-
nesks njósnahrings, sem starf-
að hafði í Bandaríkjunum fyr-
ir stríð og nefndin var að
rannsaka. Var vitað að Cham-
bers hafði verið félagi í neð-
anjarðairhreyfingu kommúnista
á þeim árum. Engan óraði fyr-
ir þeim tíðindum, sem spruttu
af stefnunni.
Fyrir nefndinni bar Cham-
bers að hafa verið leynilegur
milligöngumaður milli rúss-
nesku leynilögreglunnar og
njósnahrings, sem starfaði í
þremur ráðuneytum í Washing-
ton. Nefndi hann síðan til þá
menn er hann hafði komið upp
lýsingum frá, meðal þeirra var
fyrrverandi aðstoðar fjármála-
ráðherra og sá maður er málið
er nefnt eftir, Alger Hiss. Hann
hafði verið háttsettur embættis
maður í bandaríska utanríkis-
ráðuneytinu og náinn aðstoðar
maður Roosewelts forseta m.a. á
Y altaráðstefnunni.
Eftir þennan vitnisburð Cham
bers hófust gríðarlegar umræð
ur í blöðum og útvarpi um á-
sakanir Chambers. Skyndilega
var hinn ungi fulltrúadeildar-
maður, sem hafði rannsóknina
með höndum á allra vörum.
Richard M. Nixon hafði stigið
inn í sviðsljós bandarískra
stjórnmála. Þar hefur hann ver
ið æ síðan, þótt mjög fölnaði
um hann eftir tvo ósigra.
Ekki verður framgangur
„Hiss málsins" rakinn hér, þau
urðu endalok þess að Cham-
bers bar fram órækar sannan-
ir fyrir sekt Hiss, afrit af
leyndarskjölum sem Hiss hafði
aðgang af, voru þau vélrituð
með ritvél hans og hafði Cham
bers sem milligöngumanni ver
ið ætlað að koma þeim áleiðis.
Hiss hlaut 5 ára dóm fyrir
njósnir.
f bók sinni um sex helztu
æviatriði, h;fur Nixon þetta eft
ir tveimur vina sinna: — „Ef
Hissmálið hefði aldrei komið
upp, hefðir þú verið kjörinn
Bandaríkjaforseti", þannig álykt
aði einn bezti vinur minn eftir
kosningarnar 1960.
Annar vinur sagði við mig, af
sömu einlægni: „Ef Hissmálið
hefði ekki komið til, hefðir þú
aldrei orðið varaforseti né hefð
ir þú nokkurn tímann orðið fram
bjóðandi til forseta“. — Það er
kaldhæðni örlaganna, en lík-
lega höfðu báðir vinir mínir á
réttu að standa.
í ljóma þeirrar frægðar sem
Nixon hafði aflað sér fór hann
árið 1950 í framboð til öldunga
deildarinnar. Frambjóðandi
Demókrata í þessum kosningum
var frú Helen G. Douglas, sem
einnig átti sæti í fulltrúadeild-
inni. Kosningabarátta þeirra er
talin ein harðasta rimma sem
átt hefur sér stað í sögu Cali-
forníufylkis. Douglas hafði ver
ið þekkt fyrir vinstri sinnaðar
skoðanir í fulltrúadeildinni, not
aði Nixon það óspart í kosn-
ingahríðinni. Douglas svaraði
með hörðum og óvægum árás-
um á Nixon.
Sú saga hefur gengið manna
á milli, að þegar orrahríðin
stóð sem hæst hafi ungur sam
deildarmaður Nixons úr Demó-
krataflokknum komið í heim
sókn á kosningaskrifstofu hans
og afhent 15 hundruð dala á-
vísun í kosningasjóðinn. Þessi
þingmaður er sagður vera eng-
inn annar en John F. Kennedy,
en þeir Nixon voru þá mestu
mátar. Það þykir og styðja
sannleiksgildi sögunnar, að sum
ir af fyrrverandi fylgismönnum
Douglas neituðu að styðja
Kennedy árið 1960 vegna
„svika“ hans við frúna. Kosn-
ingaúrslitin urðu hins vegar
þau að Nixon sigraði með yf-
ir 6 hundruð þúsund atkvæða
meirihluta, og tók nú sæti i
hinni virðulegu öldungadeild.
Eftir þessa tvo atburði „Hiss
málið“ og kosningasigurinn
hafði Nixon bakað sér ævar-
andi hatur og andstöðu margra
vinstrisinna og „frjálslyndra".
Varaforseti Eisenhowers
Þegar líða tók að forsetakosn
ingunum árið 1952 tóku margir
að líta Nixon hýru auga, sem
væntanlegt varaforsetaefni.
Baráttan um forsetaframboðið
var þá háð milli Roberts Taft
fyrrum einangrunarsinna og
leiðtoga hægri armsins og Eis-
enhowers.
Undir forystu flokksleiðtog-
anna frá austurströndinni, m.a.
Cabot Lodge, tókst Eisenhow-
er að ná kjöri og ,var Nixon í
hópi stuðningsmannahans.Hinn
aldni hershöfðingi útnefndi síð
an Nixon, sem varaforsetaefni
sitt, mörgum fylgismönnum sín
um til sárrar gremju.
f fyrrgreindum æviminning-
um, lýsir Nixon því, hvernig
sumir úr fjendahópi hans inn-
an flokksins hafi komið þeirri
sögu af stað að hann þæði per
sónulega stór fé úr kosnin.ga-
sjóði, sem stofnaður var af auð
mönnum Kaliforniu. Sagt er að
óvildarmenn hans hafi um tíma
næstum verið búnir að koma
Eisenhower til að varpa honum
fyrir róða, sem varaforsetaefni.
Málið átti þó eftir að
taka aðra stefnu. í einum ör-
lagaríkasta sjónvarpsþætti
stjórnmálaævi sinnar tókst Nix
on að hrekja ásökunum og
hreinsa mannorð sitt. Hann
rafcti þar vottfesta skrá yfir
allar tekjur og eignir sínar, sem
ekki námu háum upphæðum.
Eina gjöfin, sem hann færði
sönnur á að hafa þegið var heim
ilis hvolpurinn Checkers, varð
hann í einni andrá þjóðfrægur.
Sjónvarpsþáttur þessi bjarg-
aði pólitísku lífi Nixons, yfir
hann rigndi nú hvaðanæfa
stuðningsyfirlýsingum, þar á
meðal það sem mestu skipti frá
Eisenhower. Sjónvarpið var hon
um í þetta skipti sá byr, sem
bar hann allar götur til forseta-
framboðsins 1960. Þá kom sjón
varpið á ný til sögunnar,
kannski batt það einnig endir á
frama hans?
Hér verður ekki dvalið mik-
ið við störf Nixons, sem vara-
forseta. Honum voru í því em-
bætti færð meiri völd og
ábyrgð en nokkrum fyrirrenn-
ara hans. Hann mótaði þar með
öðrum þá utanríkisstefnu, sem
færði Bandaríkjunum 11 friðar
ár.
Veikindi Eisenhowers urðu
einnig þess valdandi að Nixon
sat einn við stjórnvöl ríkisins
svo mánuðum skipti. Enginn
vænir hann því um reynsluleysi
og er það sagður bæði styrk-
leiki hans en einnig veikleiki.
Sem varaforseti heimsótti hann
56 lönd á tímabilinu frá 1953-
’59. Frægastar munu heimsókn
ir hans til Venezúela og Sovét-
ríkjanna. f Venezúela skipu
lögðu vinstri-sinnaðir öfgamenn
miklar óeirðir í tilefni af komu
hans. Réðist múgurinn á bíl hans
og slapp hann við illan leik.
Þegar hin svokallaða þýða
hófst í alþjóðamálum skiptust
þeir á heimsóknum Khrus-
ehev og Nixon. f Sovétferð
Nixons átti hið svonefnda „eld
húseinvígi" sér stað. Þótti Nix-
on komast vel frá þeim umræð-
um.
Árið 1960 rann upp. Nixon
var valinn frambjóðandi Repu-
blikana átakalítið. Flestir
spáðu honum sigri framundan
og skoðanakannanir í upphafi
baráttunnar voru honum mjög í
viL
Nú kom sjónvarpið aftur til
sögunnar. Kennedy skoraði á
hann til sjónvarpseinvigis og
Nixon þekktist boðið. Hann var
álitinn maður rökfastur og
margþjálfaður í kappræðum
töldu því flestir, að leikurinn
yrði ójafn. Það fór á annan veg.
John F. Kennedy stóð
sig frábærlega vel í umræðun-
um og tókst að koma höggi á
viðkvæman blett, Kúbu-
stefnu Eisenhowerstjórnarinn
ar. Kennedy krafðist, þess að
Bandaríkin styddu af alefli til-
raunir Kúbanskra flóttamanna
til að steypa Kastró. Þetta féll
i góðan jarðveg hjá kjósend-
um og Nixon varð að taka af-
stöðu gegn slikum afskiptum af
innanríkismálum annars lands.
Hann gat ekki skýrt frá því
opinberlegaéinmitt á þvi augna
blikinu stæði yfir þjálfun inn-
rásarliðs, sem stíga átti á land
á Kúbu.
Þá hafði gagnrýni Kennedys
á „veika stjórn" Eisenhowers
mikil áhrif og að auki þótti
Nixon koma frámunalega illa
út á sjónvarpsskerminum.
Alla kosningabaráttuna má
segja að Nixon hafi verið í
varnarstöðu gagnvart Kennedy
sem sótti fast á við vaxandi
fylgi. Kjördagur rann upp og
úrslitin urðu ein hin naumustu
í sögu landsins, Kennedy hafði
sigrað með tæplega 113 þúsund
atkvæðum.
Fallið í skuggann.
Ekki var Nixon að baki dott
inn, að tveimur árum liðnum
fór hann í framboð í heima-
fylki sínu gegn Pat Brown þá-
verandi ríkisstjóra. Þessi kosn-
ingabarátta reyndist Nixon sú
Framhald á bls. 19
Nixon í lok kosningabaráttunnar fyrir flokksþingið.