Morgunblaðið - 09.08.1968, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1908
JMwgtitilftifrtfr
Útgefandi
Framkvæmdas t j óri
Ritstjórar
RitstjórnarfuIItrCn
Fréttastjójri
Auglýsingast j óri
Ritstjóm og afgreiðsla
Auglýsingar
Askriftargjald kr 120.00
t lausasölu.
Hf Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundssön.
Bjöm Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
á mánuði innaniands.
Kr. 7.00 eintakið.
STJÖRNARANDSTAÐA
í UPPLAUSN
Ctjórnarandstaðan virðist
^ ekki hafa ýkja miklar
áhyggjur af þeim viðamiklu
vandamálum, sem landsmenn
standa enn einu sinni frammi
fyrir vegna áframhaldandi
neikvæðrar þróunar í verð-
lags- og sölumálum útflutn-
ingsafurðanna. í stað þess að
fjalla um þau mál af þeirri
ábyrgðartilfinningu, sem
krefjast verðijr, jafnvel af
stjórnarandstöðunni, þegar
svo illa árar sem nú, ástunda
málgögn hennar fánýtt
skvaldur um dægurmál eins
og forustugreinar þeirra sýna
í gær. En þær eru raunar
einnig skýrt dæmi um þá sam
stöðu, sem vænta mætti af
stjórnarandstöðuflokkunum,
ef þeir einhvern tíma kæmust
til valda.
Framsóknarmálgagnið fjall
ar um lánamál atvinnuveg-
anna og telur, að ríkisstjórn-
in hafi þrengt mjög að þeim
um nauðsynlegt fjármagn
með því að „hækka alla
vexti“ og „stytta lánstíma
flestra stofnlána“. Alkunnur
er einnig áróður Framsóknar
manna um „lánsfjárhöft“.
Kommúnistablaðið er hins
vegar annarrar skoðunar í
gær. Það segir, að innflytj-
endum sé heimilt að stofna
til „stórfeldra skulda“ erlend
is og þeir byggi hallir fyrir
„lánsfé úr peningastofnun-
um“ og að þessir aðilar fái að
„ráðskast með fjármagn eftir
eigin geðþótta". Það er ekki
mikið samræmi í þessum mál
flutningi stjórnarandstöðu-
flokkanna.
Framsóknarmálgagnið segir
einnig í gær, að „verðlags-
höft hafi aldrei verið strang-
ari en nú“, en kommúnista-
blaðið segir um sama efni, að
vörur sé boðnar á markaði
með „álagningu, sem enn
tryggir gróða innflytjenda“.
Það er óneitanlega býsna
fróðlegt að bera þannig sam-
an málflutning stjórnarand-
stöðuflokkanna og fátt sýnir
betur, að þessir aðilar eru
ekki líklegir til þess að ná
samstöðu um eitt eða annað
til lausnar á vandamálum
lands og þjóðar.
Stjórnarandstöðuflokkarn-
ir hafa um 10 ára skeið reynzt
algjörlega ófærir um að taka
uppbyggilegan þátt í umræð
um um málefni þjóðarinnar.
Kommúnistar hafa raunar
verið svo önnum kafnir við
innbyrðis deilur, að þeir hafa
ekki verið til viðtals um önn-
ur mál og Framsóknarflokk-
urinn hefur greinilega ekki
enn náð sér eftir það áfall að
lenda utan ríkisstjórnar. Það
er því ekki mikils að vænta
úr herbúðum þessara flokka
á næstunni — og það er skaði
vegna þess, að stjórnarand-
staðan hefur mikilvægu hlut-
verki að gegna einmitt á erfið
leikatímum sem nú.
NIXON
J>epúblikanar í Bandaríkj-
unum hafa kjörið Ric-
hard M. Nixon forsetaefni
sitt í forsetakosningunum,
sem fram fara í nóvember
nk. Það val mun valda von-
brigðum innan og utan Banda
ríkjanna og bendir ekki til
þess, að þeir straumar, sem
verið hafa í bandarísku þjóð-
lífi að undanförnu hafi megn
að að ná inn fyrir flokks-
múra repúblikana.
Richard M. Nixon er fyrst
og fremst maður sjötta ára-
tugsins í bandarískum stjórn
málum en ekki þess sjöunda.
Viðhorf hans til innanlands-
sem utanríkismála er mótað
af sjónarmiðum, sem höfðu
nokkurt gildi fyrir 10—15
árum en hafa það ekki nú.
Hann er ekki líklegasti mað-
urinn til þess að taka djarfa
forustu um róttaékar umbæt
ur á þeim hrikalegu vanda-
málum, sem við blasa í hinu
bandaríska þjóðfélagi, fátækt
inni og kynþáttamisréttinu.
Hann er heldur ekki líklegast
ur til þess að fylgja fram
hugmyndaríkri utanríkis-
stefnu, sem leysi Bandaríkin
og bandalagsríki þeirra úr
þeim vítahring, sem þau eru
nú að ýmsu leyti í á alþjóða-
vettvangi.
Val Nixons á flokksþingi
repúblikana mun einnig
stuðla að kjöri Huberts Hump
hreys á flokksþingi demó-
krata síðar í ágúst, og fari
svo er Ijóst, að hið bandaríska
stjórnmálakerfi hefur ekki
megnað að gefa kjósendum
kost á því vali í nóvember,
sem þeir hafa hvað eftir ann-
að krafizt í forkosningum í
vetur og vor.
Þeir sem ræddust við
í Cierna á dögunum
í miðju-
Haukar. Frá Tékkóslóvakíu:
• 1. Drahomir Kolder, 44
ára. Var námuverkamaður
áður en hann hóf störf fyrir
flokkinn. Kolder var einn
þeirra, sem mest lagði á sig
til þess að afla Novotny
stuðnings, þegar tók að sker
ast verulega í odda í Tókkó-
slóvakíu.
• 2. Oldrich Svestka, 46 ára.
Hóf störf sem blaðamaður
hjá Rudo Pravo, ári’ð 1945,
og hefur verið ritstjóri þar
síðustu tíu árin. Mikilsverð-
ur stuðningsmaður gömlu
stalínistanna.
• 3. Vasil Bilak, 51 ár«. Rit-
ari slóvakísku flokksdeildar-
innar og hefur tekið höndum
saman við andstæðinga Nov-
otnys vegna óánægju yfir
stöðu Slóvaka. Er þó íhalds-
samari en svo, að hann sé
samþykkur fyrirhuguðum
breytingum í frelsisátt.
• 4. Frantisek Barbirek, 41
árs, verkfræðingur. Hann
fer milli veginn í stjórnmál-
unum, er gætinn, líklegur
fylgismaður breytinganna,
en hefði eins getað snúizt
til liðs við þá gömlu, ef þeir
hefðu reynzt sigurstrang-
legri.
• 5. Emil Rigo, rúmlega fer
tugur, inn í miðstjórtiina
kominn á vegum Dubceks
til þess að aðstoða við stefnu
breytingu flokksins. Er þó
gætinn og telst til þeirra,
sem standa nokkurö veginn
í pólitískri miðju forsætis-
nefndarinnar.
• 6. Grantisek Kriegel, sex-
tugur læknir. Barðist gegn
Franco á Spáni og í Tékkó-
slóvakíu gegn Hitler. Dubcek
skipaði hann í embætti
Novotnys sem formanns
þjóðfylkingarinnar, þó er
hann talinn til þeirra er
standa í miðju.
• 7. Jan Piller. Rúmlega
fertugur, skipaður af Novot
ny og á honum að þakka
uppgang sinn í flokknum.
Var skipaður vararáðherra
1962. Var upphaflega hlynnf
ur endurbótum, en er þó
töluvert íhaldssamur.
Dúfur. • 8 J°sef Spacek, 42 ára,
ritari flokksdeildarinnar í
Brno. Öflugur stuðningsmað
ur Dubceks.
• 9. Josef Smrkovsky, 58
ára, kommúnisti frá unga
aldri og virkur þátttakandi
í andspyrnuhreyfingunni á
stríðsárunum. Var í fang-
elsi í nokkur ár eftir 1950
vegna tilbúinna saka. For-
seti þingsins og einn af
helztu höfundum nýju
stefnuskrárinnar sem boðar
aukið frelsi.
• 10. Oldrich Cernik, 46
ára, námaverkfræðingur og
nú forsætisráðherra Tékkó-
slóvakíu. Annar aðalhvata-
maður umbótaáætlunarinn-
ar og hefur á undanförnum
vikum og mánuðum verið
úndir mjög harðri gagnrýni
frá Sovétríkjunum. — Með
fyrstu mönnum, sem fokið
hefði úr stöðum, hefðu Rúss
ar haldið hótunum sínum
um valdbeitingu til streitu.
• 11. Alexander Dubcek,
46 ára Slóvaki, nú leiðtogi
flokksins, tilkominn í forsæt
isnefndina á sínum tíma á
vegum slóvakiskra þjóðern
issinna, endurbótasinnaðra
efnahagssérfræðinga og ann
arra, sem voru farnir að lin
ast í trúnni á hina aftur-
haldssömu stefnu Novotnys.
Haukar.
í miðju-
Dúfur.
Frá Sovétríkjunum:
• 1. Leonid Brezhnev, 62
ára. Aðalritari sovézka
kommúnistaflokksins. Var
talinn tryggur stuðnings-
maður Krúsjeffs, meðan
hann var enn við völd, en
hefur frá falli hans orðið
talsmaður enn íhaldssamari
afla í flokknum.
• 2. Mikhail Suslov, 66 ára.
Harður maður og helzti hug
taka sérfræðingur flokksins
og sérfræðingur Kreml í
málefnum er varða innri
skipan og stefnu flokkanna.
Átti m ikinn þátt í því að
uppreisnin í Ungverjalandi
var bæld niður árið 1966.
• 3. Pyotr Shelest, sextug-
ur, aðalritari flokksdeildar-
innar í Ukrainu. Andvígur
ukrainskum menntamönn-
um, sem vilja verða óháðari
Moskvustjórninni.
• 4. Alexander Shelepin,
fimmtugur að aldri er hann
yngsti meðlimur fram-
kvæmdanefndar flokksins
og aðalgagnrýnandi þeirrar
stefnu, sem Brezhnev og aðr
ir hafa fylgt í deilunni milli
fsraels og Arabaríkjanna;
taldi hana bera merki lin-
kindar. Hann var áður yfir-
maður öryggislögreglunnar.
• 5. Arvid Pelshe, 69 ára.
Fyrsti ritari flokksdeildar-
innar I Lettlandi. Fyrrum
starfsmaður öryggislögregl-
unnar, og hefur enn það að-
alhlutverk að halda lista-
og menntamönnum Lett-
lands í skefjum. Var mjög
í mun að tékkneska frelsis
ævintýrinu lyki.
• 6. Kyril Mazurov, 54 ára,
leiðtogi flokksdeildar Hvíta
Rússlands og er eins og
Pelshe mjög harður andstæð
ingur hverskonar frelsis-
hreyfinga í sínu umdæmi.
• 7. Dmitri Polyansky, 51
árs að aldri og nú einn af
helztu og liprustu sáttasemj
urum Moskvustjórnar. Er
kunnur að því að ganga að
hverju máli með opnari
huga en títt er um komm-
únistaleiðtogana.
• 8. Nikolai Podgomy, 65
ára, forseti Sovétríkjanna.
Getur verið harður maður
í valdabaráttu en telst til
þeirra, sem standa í póli-
tískri miðju og hefur haft
orð fyrir að bera klæði á
vopnin frekar en efla til
harðra átaka.
#9. Andrei Kirilenko, 62
ára að aldri, hefur sérstaka
ábyrgð á iðnaðinum. Telst
til tæknifræðinga, sem velja
endurbætur og skynsemi um
fram gamlar kenningar og
tryggð við hugtök flokks-
ins.
• 10. Gennady Voronov, 58
ára, einnig tæknifræðingur,
ber ábyrgð á landbúnaðin-
um og hefur eins og Kiri-
lenku meiri áhuga á að hlut
irnir séu gerðir og það með
góðum árangri en fylgt sé
ströngustu flokkslínum.
• 11. Alexei Kosygin, 64
ára, ennfremur tæknifræ'ð-
ingur og forsætisráðherra
Sovétríkjanna. Fébk upphaf
laga heimild framkvæmda-
nefndarinnar til þess að
reyna að halda aftur af
frelsishreyfingunni í Tékkó-
slóvakíu með fortölum. Þeg
ar sú stefna bar ekki árang-
ur urðu „haukarnir“ ofan á
í uimræðum um afstöðuna.