Morgunblaðið - 09.08.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.08.1968, Blaðsíða 28
- ASKUR Suourlandsbraut 14 — Sími 38550 ALMENNAR TRYGGINGAR £ PÓSTHÚSSTRÆTI 9 S í Wl I 17700 FÖSTUDAGUR 9. AGtJST 1968 Enn hafa ekki mörg frystihús stöðvazt — iJmræður á lokastigi Hraðfrystiiðnaðurinn hefur átt við talsverð vandamál að etja að undanförnu. Frá og með 1. ágúst sl. féll niður útborgunar- verð á öllum bolfiski, þar sem þá lágu ekki fyrir frekari sölu- samningar, né vitað með hvaða hætti ríkisstjórnin hygðist reyna að leysa vandann me'ð tilliti til óska hraðfrystiiðnaðarins um verð og sölutryggingu. Að því er Guðmundur H. Garðarsson, fulltrúi Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna tjáði blaðinu í gær, Vítuverð fromkoma FULLORÐIN kona sýndi mjög vítaverða framkomu, svo ekki sé meira sagt, þeg- ar hún ók niður 14 ára dreng á reiðhjóli í fyrradag og án þess að athuga nokkuð, hvort hann hefði meiðzt, yfirgaf t hún hann liggjandi í götunni / með þessum orðum: „Ef þú ] vilt kæra mig fyrir lögregl- J unni, þá er það í lagi“. Stúlka sem varð vitni að þessum at- burði, kallaði á lögregluna ojr hlúði að piltinum, en hann var fluttur í Slysavarðstof- una og kom í ljós, að hann hafði meiðzt á öxl og auk þess kvartaði hann um þrautir í fótum. Lögreglan hafði svo upp á konunni og viðurkenndi hún að hafa ekið drenginn niður, en kvaðst ekki hafa haft tíma til að gera neinar ráð stafanir þar sem hún var að flýta sér með bílinn i ljósa stillingu. Atburður þessi varð á mót um Skipholts og Brautarholts og var drengurinn á leið vest ur Skipholtið, þegar konan ók beint í veg fyrir hann og lenti hann á hægri hlið bíls- ins. hafa stöðugar viðræður átt sér stáð milli fulltrúa ríkisstjómar- innar annars vegar og fulltrúa hraðfrystiiðnaðarins hins vegar. Munu viðræðumar nú vera komnar á lokastig og því vænt- anlega unnt að skýra frá niður- stöðum á næstunni. Þá sagði Guðmundur, að þrátt fyrir niðurfellingu útborgunar- verðs um síðustu mánaðamót, munu ekki mörg hraðfrystihús hafa stöðvazt enn sem komið er, þrátt fyrir að húsin framleiði í óvissu um endanlegan afrakstur. Stjórn SH mun ráðgera fund um málið í dag. Víðtæk umferðakönnun — vegna framkvœmdaáœtlunar um samgöngumál ÁKVEÐIÐ hefur verið að láta fara fram athugun á samgöngu- kerfinu hérlendis, bæði á landi, lofti og sjó. Hefur danska verk- fræðifyrirtækiniu Kampsax veirið falið að stjóma þvi verki. Hefur það aðallega helgað sig fram- kvæmdum í sambandi við sam- göngumál. Er verkið unnið á veg um samgöngumálaráðuneytisins og Efnahagsstofnunarinnar. For- stöðumaður rannsóknanna er Pétur Eiríksson hagfræðingur. Hann tjáði Mbl. í gær að at- hugunin færi fram á vegum framkvæmdaáætlunar um sam- göngumál fyrir næstu át'ta ár. Væri í fyrsta lagi athugað hvern ig samgöngum sé háttað héæ á landi, hvernig menn fari milli staða. í öðru lagi að marka frek- ar stefnuma í samgöngumálum og sjá, hverjar séu raunveru- lega ódýrustu flutningaleiðirnar fyrir þjóðfélagið í heild. Við könnunina vinna auk Pét- urs sjö Danir, tveir Norðmenn, einn ísl. viðskiptafræðingur, fjórir stúdentar og þrjár vélrit- unarstúlkur. Gagnasöfnun á að vera lokið fyrir 1. september n. k., en skýrsluna á að leggja fyrir ríkisstjórnina í desember. Þessa dagana fer frarn vega- talning á þjóðvegum og hófst hún í gær og lýkur á sunnudag. Pétur sagði, að þótt men,n vissu um fjölda bifreiða, sem færu urr vegina, vantaði allar upplýsing- ar um hvaðan og hvert þær færu og af hverju, og eins um gerð þeirra og stærð og hvað þær flyttu. Væri ætlunin að reyna að fá eitthvert úrtak um þau mál með könnun þessari. Framhald á bls. 27 Hann sagðist vera á leið upp á Kjalarnes að sækja bróður sinn. ísuð síld söltuð í Siglufirði Togarinn Víkingur kom af Svalbarða- miðum með síld, sem fór nœstum ó7/ í söltun UM FIMMLEYTIð í gærmorg- un kom til Siglufjarðar togar- inn Víkingur með 240 lestir af ísaðri sild og fór mest af afl- anum í söltun. Er þetta fyrsta síldin, sem söltuð er í Siglufirði i sumar og menn að vonum mjög ánægðir. Einnig má geta þess, að mikil bjartsýni ríkir um, að hald Ið verði áfram þeirri tegund síldveiða sem Víkingur stundar. Fréttaritarar Morgunblaðsins á Siglufirði sögðu í gær, að Vík- ingur hefði komið með 90 lestir ef sjö sólahringa gamalli sild og 150 lestir af þriggja sólarhringa gamalli síld og hefði allur aflinn verið ísaður um borð. Um borð í Víkingi er ný tegund af vél, sem framleiðir ís úr sjó og var gengið frá síld- inni í kössum með þessum ís. í eldri hluta aflans virðist sem ekki hafi verið nógu vel gengið frá síldinni í kössunum og var hún því ekki öll hæf til söltun- ar. Hins vegar var nýrri hlut- inn allur jafn og góður og reyndist ágætlega til söltunar að dómi fagmanna. Um kl. 20 í gærkvöldi hafði verið saltað í 6-700 tunnur og bjuggust menn við að úr skip- inu mætti fá í allt að 7-800 tunn ur. Löndunin stóð yfir í allan gærdag og það eina, sem skyggði á ánægju síldarstúlknanna, var hve vel þær höfðu undan. Fréttaritari blaðsins hefur það eftir Þóroddi Guðmunds- syni, verkstjóra hjá Sigló-sild, að síldin væri nær átulaus, um 34 sm löng að meðaltali og um 20 prs. feit. Er Þóroddur, eins og allir aðrir á Siglufirði, mjög bjartsýnn um áframhald þessar- ar tegundar síldveiða. Síldin er söltuð á söltunarstöð Haraldar Böðvarssonar og Co en Sigló- síld mun síðan leggja hana nið- ur í vetur. Ekki fengust í gær upplýsing ar um, hvort þessi útgerð á Vík ingi skilaði hagnaði. Sögðu menn ekki unnt að tala um peninga- hliðina að svo stöddu, tíminn yrði að skera úr um, hvort þetta borgaði sig. Síldin um borð í Víkingi er flutt í kössum, sem taka 600 kíló hver. Er síðan vel frá kössun- um gengið í hillum í skipinu. Eins og áður segir fer mest af síldinni í salt, en eitthvað verð- ur brætt. Um 100 manns hafa unnið að því í dag, að landa síldinni og salta. í dag verður opnuð Land-1 búnaðarsýningin í Laugardals 1 höllinni og er hún, eins og áður hefur komið fram, stærsta sýning, sem hér hef- ur verið haldin. 20 ár eru nú, liðin síðan síðast var haidin sýning á íslenzkum landbún- aði. Sýningin verður opnuð al- menningi kl. 17 en áður verð ur boðsgestum sýnd sýning- in. Meðal þeirra eru ríkisstjórn Islands og landbúnaðarráð- herrar allra Norðurlandanna og föruneyti þeirra. Meðfylgjandi mynd var tek in í gær inni í Laugardal og sýnir hún hluta af öllum þeim fjölda búvinnuvéla, sem á sýn ingunni verða, en þess má og geta, að sýndar verða um 300 skepnur, eða a.m.k. ein skepna af hverri tegiund ferfætlinga hér á landi, nema hrein- dýra. (Ljósm. Mbl. ÓI. K. M.) Landa sild á Raufarhöfrt Raufarhöfn, 8. ágúst. HÉÐINN frá Húsavík landaði hér í bræðslu 200 lestum síídar fyrir skemmstu, en tók í gær tunnur með sér á miðin til þess að salta um borð. Jón Finnsson losaði hér 400 tunnur síldar í gær og er að út- búa sig á veiðar. Eindæma tíð hefur verið hér a’ð undanfömu, hiti og blíða, en smávegis rigning í dag. Heyskap ur er samt lítið byrjaður hér um slóðir. — Ólafur. 115 tonn af saltfiski bíða í Esbjerg Verður e.t.v. sent til baka til íslands HELGA Guðmundsdóttir BA 77, eign Vesturrastar h.f. á Patreks- firði sigldi til Danmerkur fyrir tveimur vikum með 115 lestir af saltfiski, sem átti að fara á ítalíumarkað. Er til kom, neit- uðu kaupendur að taka við fisk- inum, sem þeir töldu ekki stand ast þær kröfur, sem gerðar voru í samningum. Hefur skipið því legið við bryggju í Esbjerg með aflann um borð á meðan verið er að ákveða hvað gera skuli við hann. Kom þetta fram í vittali, er Morgunblaðið átti við Finn- boga Magnússon, einn af eigend- um skipsins. Finnbogi sagði, að umboðs- menn kaupendanna hefðu fundið það fiskinum til foráttu, að hann væri farinn að gulna, en gula í Frambald i bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.