Morgunblaðið - 09.08.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.08.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1968 0 Faðirvorið G G SKRIFARO ,.í þáttum þíuum, Velvakandl, ritar síra Bjöm O Björnsson um faðirvorið, bænina, sem Jesús kenndi lærisveinum sínum og hann telur (ekki Jesús, heldur Bjöm), að betur mætti fara, ef bæninni væri breytt ^ vegna ónákvæmrar þýðingar. Ennfremur grein Velvakanda er neíkvæð. Frá minu sjónarmiði séð vil ég biðja B. O. B. að hugsa betur málið. Þá hlýtur hann að sjá, að hér er ekki aðalatriðið, hvort eitthvað í bæninni breytist með öðm orðalagi, heldur er aðalatriðið, að bænin sé af hverjum einum, ungum og öldnum, — á hvaða aldri sem er, — lesin, eða réttara sagt flutt af athygli 1 einlægri tilbeiðslu og trú, hátt eða í hljóði. Það er fúsleikinn að leggja allt 1 auðmýfct i Guðs hönd, sem hér er aðal- atriðið, er gnæfir yfir allt trúarviðhorf. Þá imm uppfyllast orð Jesú: Biðjið, og yður mun gefast. Að endingu óska ég þess, að við öll höfum þá föstu reglu, kyölds og morgna, að hafa yfir bænina ,J'aðir vor“ með athygli 1 trú, auðmýkt, lotning og vanda lif okkar i Jesú nafni. — Það er fúsleikinn að gjöra vilja Guðs. — Það er hörmulegt að verða þráfaldlega vitni að fólki, sem telur aðeins sirm eigin söfnuð hinn eina rétta. Fúsleik- inni, í hvaða mynd sem hann birtist hjá * einstaklingum, — að gjöra vilja Guðs — er aðalmálið. G. G. „Ennfremur grein Velvakanda er nei- fcvæð". Velvakandi man ekki betur en hann hafl sagt, að bemskuútgáfan af faðirvorinu reynist öllum bezt, — þeim, sem á annað borð trúa á mátt bænarinnar. Hann snýr efcki aftur með það. 0 SiðgæSiskennsla í skólum Frá Borgamesi er skrifað: „Margt hefur verið rætt og ritað um skóla og trúmál upp á síðkastið, og er þetta reyndar samanslungið. Ég hef furðað mig á hversu Htið heyrist frá foreldrum, sem eiga böm sín í skóla, og eru þvl málin skyldust. Þetta hafa mest verið fullorðnir, sem búnir eru að koma börnum sínum upp. Ef fávís móðir mætti koma spurningum og áHti að í dálkum þínum, væri hún þakklát. Hvað er að frétta aí siðgæðiskennslu í skólum? Er bömum gefin einkunn fyrir hegðun og umgengni? Tala kennarar okk- um tíma við þau um almenna háttvisi eða um að það sé hreystimerki að hjálpa minni máttar? Er I nokkrum barnaskóla skipaður vörður úr hópi bamanna, til að hafa eftirlit með, að allt fari vel fram í frlmínútum, og að þau minni haldi hlut sínum? 0 Og hvernig er kennslan I kristindómi? Og hvemig skyldi nú kristinfræðikennsl an vera? Jú, i 10 ára bekk eru þau látin iæra sögur úr Gamla testamenntinu, sögu Gyðinga, þessar sögur .um duttlungafullan guð, sem er runninn upp úr hugarheimi einihvers marxns fyrir mörgum árum, sem hefur látið sínar hugmyndir skína heldur betur. Á nofckrum dögum er búið að eyðileggja þá trú, sem maður hefur kennt bömum slnum. Guð er ekki lengur fullkomleikinn sjálfur. (Skyldi fólk yfirleitt skilja, hvað felst í þessu orði?). 0 Gamla testamentið Nei, hann er orðinn duttlungafullur, hefni gjarn, reiður o.s. frv. Þetta er undinstaðan, sem skólinn veitir í kristinni trú. Þetta er kallað kristinfræði. Gaman að vita, hvað Gyðingar segðu um það! Ég hef oft undrað mg á, hvaða erindi Gamla testamentið á við okkur, sem köH- um okkur kristin. Okkar trú er kennd í Nýja testamentinu og það er það, sem á að kenna í bamaskólunum okkar. Gamia testa mentið tilheyrir alit annairi trú, — að bera saman drottin gamla og nýja testamentis- ins er líkast því að bera saman rómversku guðin og drottin. 0 Feðurnir legga til ,.fræið“ Hvað eru yfirleitt prestar kristinnar kirkju að burðast með sögu gyðinga? Það vill kannske einhver vitringurinn gefa skýringu. Og skelfing væri nú gaman að fá að heyra fleiri mæðra áHt á þessu, ég þori ekki að minnast á feðurna, þeir virð ast telja sig ábyrgðarlausa I uppeldismálum bama sinna, em sjálfsagt til þess eins skap aðir að Xeggja tii fræið. Og svo að lokum: Ég hef ekki heyrt um það talað, að einn einasti prestur hafi beðið þess af stólnum, að hafísinn mætti hverfa frá ströndum landsins, hvað þá farið fram á það við sóknarböm sín, að þau verji til þess svo sem einni mínútu á dag að biðja þess sama. Hvar er trú prestanna okkar? Auður Ingvars“. 0 Þvottaplan vantar á Laugarvatni Nokkur orð frá bílstjóra: í SUMAR las ég forsíðufrétt í einu dag- blaðanna, þar sem sagt var frá heldri manni úr Reykjavík, sem hafði gert sér lítið fyrir og þvegið bílinn sinn uppúrvatn inu á Laugarvatni, en baðgestir voru að spóka sig á þessum stað, og brá heldur en ekki i brún, þegar bíll bættist i hópinn. Þótti þetta atferli mannsins hneykslanlegt sem von var. Á Laugavatni dvaldist ég í nokkra daga með konuna og krakkana, og bjuggum við í tjaldi. Bílskrj óðurirm var ilia útleikinn og hafði ég hugsað mér að nota tímann m.a til þess að hreinsa hann rækilega og þvo. Ég leitaði mér upplýsinga um þvottastæði hjá manni, sem mér virtist vera heimamað ur á staðnum. En svarið sem ég fékk var þetta: „Hér er ekfcert plan, farðu bara 1 vatnið góði kústaðu af bílnum í því“. Mér þótti ráðleggingin einkennileg, og ákvað ég að láta aurslettumar og rykið eiga sig frekar en óhreinka vatnið fyrir baðfólkinu. Mér er sagt að á Laugarvatni séu um flestar heigar heU tjaldborg allt sumarið, og ferðafólkið sem býr í tjöldimum kvað aðaUega vera hjón með börn. Og víst var það, að margt var um manninn, þegar við vorum þarna. Auk þess er fjöldi gesta á gististöðunum, og er flest af þessu ferða- fólki með bíla. Og nú vU ég beina þeirri spurningu til Esso-olíufélagsins, sem eitt félaga selur benzín á Laugavatni, hvemig á því standi að það veitir ekki þá sjálfssögðu þjónustu að hafa þar þvottaplan. Ferðafólkið kaupir mjög mikið magn aí benzíni, bæði þeir sem dveljast á Laugarvatni og einnig þeir sem eiga leið um, en sagt er að Laugarvatn sé fjölsóttasti tjaldstaður á öllu landinu, og á baðlífið áreiðanlega sinn þátt í þvi, en segja má, að þessi staður sé einskonar heilsubrunnur. Að vísa bUeigendum á vatn- ið tU þvotta á bíium sínum er í méira lagi hjákátlegt og óviðfeldið. í höfuðborginmi hefur Esso-olíufélagið komið upp ágætum þvottaplönum, en svo virðist sem fjöimennir ferðamannastaðir úti á landi, eins og Laugarvatn, verði út- undan. Eða vantar þarna kannski sam- keppni? Um aðbúnaðinm á tjaldstaðnum ætla ég ekki að fjölyrða, en hann er sannarlega ekki til sóma fyrir sveitina. Þætti mér þó ékki nema sanngjamt að tjaldíólkið fengi í kaupbæti lágmarksþj ónustu, eins og að- gang að salerni, fyrir hinn mikla verzlunar ágóða, sem oiíufélagið og verzlunin á staðn um bera úr býtum frá tjaldgestum, en oft var biðröð útúr dyrum í búðinni. Bílstjóri. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu J==*ailAJÍ£fGAM S'imi 22-0-22 Rauðarárstíg 31 IVfAGIMÚSAR LOFTUR H.F. LJÓSMYNDASTOFA Ingólfsstræti 6. Pantið tíma í síma 14772. BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. BÍLAHLUTIR KENNARA vantar að heimavistarákólanum að Jaðri. Upplýsingar í fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, Tjarnargötu 12, sími 21430. Fræðslustjórinn í Reykjavík. Rafmagnshlutir Í flestar gerðir bíbu KRISTINN GUÐNASON h.f. Kiapparstíg 27. Laugav. 168 Sími 12314 og 21965 HURÐIR - HURÐIR Innihurðir úr eik, stuttur afgreiðslufrestur. — Kynnið yður verð og gæði. Hurðir og klæðningar, Dugguvogi 23, sími 32513. 5KIPHOIT1 21 SÍMAR 21190 1 eftir tokun sSmi 40381 ” LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 11—13. Hagstætt leigugjald. Sfim 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748. Sigurður Jónsson. BÍLALEIGAN AKBRAUT SENDUM SÍMI 82347 1-44-44 Hverfisgötn 103. Síml eftir lokun 31160. Ruggustólar Danskir ruggu- stólar rauðir grœnir hvítir bláir svartir teaklitir hnota Rósótt kreton í baki og setu Mi ]->g>Í íirr » » Sími-22900 Laugaveg 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.