Morgunblaðið - 15.08.1968, Síða 2
2
MOBGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 19*68
Hætta á mengun vatnsins
— ef fjárhald 1 borgarlandinu
verðurekki bannað
ÁKVEÐIÐ hefur verið að
banna allt fjárhald í borgar-
landi Reykjavíkur nú í haust,
og hafa fjáreigendur í borg-
inni tekið þeirri ákvörðun
illa. Borgarstjóri, Geir Hall-
grímsson, var spurður um
þetta mál á blaðamannafundi
sínum í gær og sagði hann,
að deilan stæði um það, hvort
hafa mætti fé í svokölluðum
Fjárborgöm, sem fjáreigend-
Frönsk
stúlka með
söluvarning
FRÖNSK stúlka var tekin í
vörzlu Iögreglunnar í gær. Hún
Ihaíði verið að selja hátsfestar
og annað glingur á móts við
Skólavörðnstíg 13, og varð þar
umferðarhnútur á angabragði.
Lögreglan flutti ungfrúna niður
á gtöð ásamt varningnum, sem
var gerður upptækur. Málið er
í rannsókn.
um voru leigðar 1960 til fjög-
urra ára.
Borgarstjóri sagði, að gert
hefði verið ráð fyrir því, að
segja mætti samningunum upp
með 6 mánaða fyrivara og var
það gert 1963 og allt sauðfjár-
hald jafnfram bannáð í Reykja-
vík. En vegna vilja borgaryfir-
valda til þess að leyfa mönnum
þessa tómstundaiðju var þó ekki
gengið eftir því að því banni
væri framfylgt. Árið 1966 var
bannið enn ítrekað en vegna
beiðni fjáreigenda var aðgerðum
enn frestað og í fyrra var til-
raun gerð til þess að útvega
annað svæði og hafði samningur
verfð gerður um svæði á Hólms-
heiði, sem fjáreigendur gátu
sætt sig við. Skipulagsnefnd
hafði samþykkt samninginn en
þá skarst heilbrigðisnefnd í leik-
inn og taldi hættu á að vatnsból
Reykvíkinga menguðust, þ.e.
Gvendabrunnar og Bullaugu.
Eftir að borgarráð hafði fengið
aðvaranir frá sérfræðingum, sem
hnigu í sömu átt, treysti borgax
ráð sér ekki til að staðfesta samn
inginn og sagði borgarstjóri, a'ð
segja mætti að um vanefndir af
hálfu borgarinnar væri að ræða
að því leyti. Fjáreigendum var
tilkynnt um þessa afstöðu borg-
arráðs og jafnframt boðið upp á
viðræður um nýjar ráðstafanir.
Stungið hefði verið upp á öðrum
stö'ðum, en þeir hefðu ekki kom-
ið til greina af skipulagsástæð-
um.
Við höfum gert ráð fyrir, sagði
borgarstjóri, að fjáreigendur
sættu sig við þá Staðreynd, að
borgarlíf og fjárhald fara ekki
saman. Mengunarhættan hefur
verið könnuð frekar í vetur og
ég hef sagt við fjáreigendur, að
ég teldi að hvorki við né þeir
vildu taka á sig þá hættu, sem
af mengun leiddi. Okkur er því
nauðugur einn kostur áð fram-
fylgja þessu banni í ár og við
höfum tjáð okkur reiðubúna til
viðræðna um skaðabætur.
Jákvæð afstaða tíl
Loitíeiðamálsins
Kaiuiprnannahöfn, 14. ágúst.
Á undirbúningsfundi undir
ráðstefnu samgöngumálaráðherra
Norðurlanda, sem hefst í Kaup-
mannahöfn á mánudag, var fjall
að um óskir Loftleiða um flug-
leyfi milli Kaupmannahafnar og
New York. Þar var varlega farið
í sakirnar en látin í ljósi jákvæð
afstaða um óskir félagsins um
iækkað verð á vöruflutningi og
um leiguflug á sérstöku verði.
Hinsvegrar var tekið dræmt í
beiðni um fjölskylduafslátt. — Á
þessum fundi, sem haldinn var í
Stokkhólmi, voru engar ákvarð-
anir teknar, það verður ekki gert
fyrr en i Kaupmannahöfn.
— Rytgaard.
Nær 700 þús. kr. afhent-
ar til myndlistarhúss
— frá Kjarvalssýningunni
SEIR Hallgrímsson, borgar-
itjóri skýrði frá því á fundi
neð blaðamönnum í gær, að
! fyrradag hefði Alfreð Guð-
nundsson afhent borginni
ýrir hönd sýningarnefndar
i jarvalssýningarinnar kr.
»92.169.74, sem væri nettó-
igóði af Kjarvalssýningunni
í Listamannaskálanum og
mundi sú upphæð renna til
byggingar myndlistarhússins
á Miklatúni.
Borgarstjóri sagði að annar
salur hússins yrði væntanlega
tekinn í notkun næsta haust en
húsið allt fullbúið á árinu 1970.
Þar mundu verða tveir salir,
annar væri ætlaður eingöngu
LAGÐI STRÆTISVAGNI
ÞVEBSUM í HAFNARSTRÆTI
fyrir sýningar á verkum Kjar-
vals en hinn fyrir almennar sýn-
ingar og væri með því ætlunin
að skapa sem nánust tengsl
milli ungra og upprennandi lista
manna og meistarans, sem
gnæfði svo hátt í íslenzkri mynd
list. í anddyri og utan við húsið
yrði einig komið fyrir ýmsum
listaverkum.
Þá skýrði borgarstjóri frá því,
að í háhýsum í 3. áfanga Breið-
holtsihverfis væri gert ráð fyrir
sérstökum íbúðum, sem henta
mundu m.a. sem vinnusalir fyrir
listamenn.
Pillumar tvær — andvirðið, 100 krónur og blaðið, Sem númer
seðilsins var ritað á áður en kaupin fónu fram. Ljósm. Kr. B.
- PILLUSALI
Framhalð af hls. 28
för með okkur. Ungi maðurinn
sýndi okkur seðilinn og við rit-
uðum niður númer hans, svo og
hann sjálfur. Síðan settumst við
skammt frá pillusalanum og bið-
um þess að ungi maðurinn kæmi
og gerði kaupin.
Nokkru síðar kom pilturinn
og gaf sig á tal við manninn,
sem sat ásamt öðrum yfir glasi
af víni. Rædd'ust þeir við um
stund unz kaupin fóru fram, en
pillusalinn lét þess einnig getið
við hinn unga mann, að ef hann
vantaði fleiri pillur, skyldi hann
bara hringja í sig. Félagi piliu-
salans reit þá niður á miða nafn
pillusalans og heimilisfang ásamt
símanúmeri. Þakkaði pilturinn
viðskiptin og hvarf á braut.
Það var ekki um að villast,
pilturinn kom með tvær pillur
frá fundi við manninn og nú
handtók lögreglúþjónninn mann
inn. Maðurinn kom út með hon-
um af frjálsum vilja og virtist
hann dálítið ölvaður. Skömmu
síðar kom lögreglubifreið og við
héldum á lögreglustöðina.
Á lögreglustöðinni var leit
gerð á manninum. Engin pilla
fanmst, en hins vegar ýmsir
pappírar, sem við fyrstu sýn
virtust vekja grun. Síðast sáum
við til pillusalans, er hann fór í
fylgd lögreglumanna inn í lög-
reglubíl.
Rannsókn málsims hófst í gær-
morgun. Pillusalinn var þá yfir-
'heyrður og játaði hann að hafa
selt pillurnar um kvöldið. Hann
gaf þá skýringu að hann hefði
fengið lyfseðil fyrir pillunum
hjá einum af læknum borgar-
innar, vegna lasleika og hefði
hann síðan keypt pillurnar í
Reykjavíkurapóteki. Lyfseðill-
inn fannst þó ekki í apótekinu,
þar eð maðurinn var í skuld við
sjúkrasamlagið og hafði hann
því fengið lyfseðilinn til baka
með ógildingarstimpli. Lyfseðl-
inum hafði hann týnt, svo og
glasinu utan af töflunum. Við
leit hjá manninum fannst ekk-
ert grunsamlegt, en pillurnar,
sem hanin fékk kvað hann upp-
haflega hafa verið 50 að tölu og
hafi hann átt þessar tvær eftir.
Söluverð pillanna tveggja var
að sögn pillusalans 100 krónur
og vímblanda að auki og hann
gat gert grein fyrir þeim plögg-
um, er hann bar á sér. Mál þetta
er enn í rannsókn.
Við leituðum álits lyfjafræð
ings á Valíum. Hann sagði að til
væru þrjár styrkleikagráður af
töflunum, sem væru róandi lyf.
Lyfið er selt í 2ja, 5 og 10 rng
styrkleika, sva að umræddar pill
ur hafa verið af hæsta styrk-
leika. Vérð einnar slíkrar töflu
út úr lyfjabúð er um það bil 3
krónur, þamnig að söluverð pillu
salans var tæplega 17 falt. Ekki
kvað hann þetta lyf vera eitur-
lyf, nema það sé tekið í miklum
mæli og getur það orðið svo-
kallað vanalyf og menn verða
yfirleitt syfjaðir af ofnotkun
þess.
RÉTT fyrir hádegi langardag
fyrir verziunarmannahelgi
myndaðist umferðarhnútur í
Hafnarstræti og stöðvuðust
tugir bíla. Lögreglan fann
brátt orsök teppunnar, en
það var þá strætisvagn, sem
lagt hafði verið skáhallt yfir
strætið, svo að varla komst
nokkur fram hjá nema fugl-
inn fljúgandi.
Undir stýri strætisvagnsins
sat ungur maður, og er lög-
regluþjónn bað hann flytja
vagninn, neitaði hann og bar
því við, að hann kæmist ekki
inn á stæði Sólvallavagnsins
rétt austan við Gleraugna
verzlunina Optik. Bifreið stóð
ólöglega í stæðinu, en hins
vegar hefði vagnstjórinn get-
að lagt framan við bifreið-
ina og komizt þar með hjá
því að teppa umferðina.
Er vagnstjórinn hafði
synjað beiðni lögregluþjóns
ins var honum skipað að
færa vagninn, en allt kom
fyrir ekki. Sagði maðurinn
við yfirreyrslur hjó rann-
sóknarlögreglunni að sér
hefði fundist lögregluþjónn-
inn ekki koma fram af nægi
legri kurteisi og því hefði
komið upp í sér stífni, og
þeir farið að þrátta. Var hann
raunar mjög sár lögregluþjón
inum, að hann skyldi ekki
vilja rökræða málið í bróð-
erni á staðnum meðan tugir
bíla biðu eftir að komast á-
fram.
Umferðarstífla þessi leyst-
ist þó áður en varði, þar eð
vagnstjórinn varð að halda á
ætlun og kominn var brott
farartími vagnsins. Einhverj-
um ónotum hreytti vagnstjór-
inn í lögregluþjóninn, en við
slíku eru viðurlög allt að 3ja
ára fangelsi.
Hitaveitan betur undir vet-
urinn búin en áður
— sagði borgarstjóri á fundi með
blaðamönnum í gœr
A HINUM reglulega blaða-
mannafundi sínum í gær, var
Geir Hallgrímsson, borgar-
stjóri, spurður um ástandið í
hitaveitumálum borgarinnar.
Borgarstjóri sagði, að hita-
veitan væri betur undir næsta
vetur búin en hún hefði verið
sl. vetur og betur en hún
hefði verið seinni hluta vetr-
arins en þá sköpuðust engir
alvarlegir erfiðleikar.
I stórum dráttum, sagði Geir
Hallgrímsson, að viðhorfin í hita
veitumálunum, væru þannig að
síðari hluta sl. vetrar hefði verið
til staðar varmamagn, sem numið
hefði 174 gigakaloríum en þörfin
hefði þá verið 173 gigakaloríur
miðað vi’ð 6 stiga sívarandi frost.
Borgarstjóri sagði, að búizt
væri við að það húsrými, sem
tengt hefði verið við hitaveituna
á þessu ári tæki 8 gigakaloríur
og væri þörfin því talin 181
gigakaloríur en varmamagnið
sem fyrir hendi væri hefði auk-
izt upp í 298 gigakaloríur skv.
áætlunum hitaveitustjóra. Þessi
aukning varamagns á rætur sín-
ar að rekja til þess að boraðar
hafa verið fjórar holur og verfð
að bora þá fimmtu. Góður árang
ur hefur náðst í tveimur þeirra
en tvær hafa ekkert gefið. Búizt
er við að þessar tvær holur gefi
við samkeyrzlu um 100 sekúndu-
lítar eða um 20 gigakaloríur en
að auki hefur stórvirkum bor-
dælum verið komið fyrir í öll-
um stærstu borholunum og hefur
það einnig aukið varmamagnið.
Auk þessa hafa ýmsar ráðstaf-
anir veri'ð gerðar á Reykjasvæð-
inu og haldið áfram viðhaldi og
endurnýjun i gömlu hverfunum
og jafnfrEimt haldið áfram að
setja hemla á einföldu kerfin.
Hafa þegar verið settir 3500 heml
ar af um 8500 sem ætlunin er
að setja á einföldu kerfin, en við
lok þessa árs verður búið að
setja upp 4500 hemla. Borgar-
stjóri sagði að þetta væru dýrar
framkvæmdir en þær borguðu
sig betur en að setja upp tvö-
föld kerfi í stað hinna einföldu,
eins og minnzt hefði verfð á.
Þá upplýsti borgarstjóri að
tæmingar á hitaveitugeymum
hefðu sl. vetur verið 14 og nær
allar fyrir áramót, en veturinn
1965—1966 hefðu þær verið 91-