Morgunblaðið - 15.08.1968, Side 4

Morgunblaðið - 15.08.1968, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1968 0 Miðbæjarlundur í Hafnarfirði Guðmundur Guðgcirsson, hárskerameist ari I Hafnarfirði, skrifar: Fyrir nokkrum árum birtist grein I einu bæjarblaðanna hér 1 Hafnarfirði undir nafninu „Bærinn okkar“. Þessi grein fjall- aði um vanhirðu bæjaryfirvalda á bænum sjálfum, og þess meðal annars getið, að ekkert var þrifið fyrir 17. júní það árið og enginn blómareitur sjáanlegur, sem veitti vegfarendum augnayndi. f þessu sambandi var vitnað í starfslið bæjarverk- fræðings, sem hefði fimm manns talsins á að skipa, þar af garðyrkjuráðunaut og aimað starfsfólk. Þessi grein vakti athygli bæjarbúa og utan hans. Ennfremur var vitnað í þessa grein í öðrum bæjarblöðum og birtir úr henni kafl ar i dagblöðum þjóðarinnar. Og síðast en ekki sízt var til greinarinnar vitnað fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar. Og nú um þessar mundir kemur grein þessi mér í hug, þegar samanburður er fyrir hendi. Þegar gengið er eftir Strandgötu, gefur að líta blómskreytta götuey, einnig blóma- og trjánmna á þeim hluta Thorsplans, sem veit að Strandgötu. Smámsaman mun þetta mynda umgjörð kringum þá grasflöt, sem þama hefur verið byggð upp, sem var orðið mjög aðkallandi. Þetta setur aðlaðandi og smékklegan svip á miðbæinn, þótt ekki sé mikið að vöxtum. En mjór er mikils vísir og ber að þakka það, jafnhliða því sem það gleð- ur bæjarbúa og gefur fyrirheit um aukna frmkvæmd á þessu sviði. Þarna kemur greinilega fram samhugur bæjarfulltrúa um átak til þess að fegra og anyrta bæinn. Megi það átak halda áfram og verða eitt af aðalsmerkjum núverandi bæjarstjórnar um útlit kaupstaðarins. Suður með Fjarðargötu er smám saman verið að fylla upp svæði. Það getur hagan lega sameinazt grassvæði fyrir sunnan Apótek, og aftur að Thorsplani, án sundur- skurðar með akbraut frá Símstöð. Þegar þetta hefir verið sameinað, myndast þar allsherjar grasflöt, breið, með ótrúleg miklum möguleikum til að gera þar fagr- an og vel staðsettan miðbæjarluncL Þess vegna hefir mér komið til hugar, að þetta svæði verði „Austurvöllur" Hafn firðinga I framtíðinni. Til þess að svo verði þarf að skipuleggja þetta svæði sérstaklega með fegurðarreit fyrir augum. Þar þarf að koma fyrir hæfilegum trjárunnum, gang- stígum á náttúrulegan hátt. Einnig þarf að vera þar vel staðsett tjöm með hólma, og þar syndi svainir í brúðkaupshugleiðingum. Þá er mjög áríðandi, að þar verði vel gerður gosbmnnur, flóðlýstur, og þannig útbúiinn, að hann gefi frá sér hljóð, fagra hljómkviðu, sem félli vel inn í umhverfið og veiti vegfarendum óskipta ánægju á kyrrlótri göngu bæjarbúa um framtíðar- bæjarland Hafnarfjarðar. í þessu sambandi kemur margt til, áhugi fóllksins á friðsælu og fögru miðbæjarsvæði góð umgengni og smekkur á hinu sérstæða og sérkennilega bæjarstæði. Og að lokum metnaður til þess að gera bæinn okkar að einum af fyrirmyndar kaupstöðum landsins. Þá kemur til skiln- ings og vilja bæjarstjórnar um framgang á þessu máli, en vonandi verður það í já- kvæða átt og síðan framkvæmt Meira mætti um þetta skrifa, en ég læt þetta nægja í bili. En vonandi verða þessar línur til að málið komist á hreyfingu, og innan fárra ára verður „Austurvöllur" Hafnfirðinga orðinn að veruleika, og þangað streymir fólikið sér til skemmtun- ar og heilbrigðrar útivistar með virðingu og anda menningar í lystigarði við Fjarðar götu í Hafnarfirði. Megi sú ósk rætast! Guðm. Guðgeirsson, Hárskerameistari, Ilafnarfirði". 0 Hvemig á að orða Faðirvorið? Síra Björn O. Björnsson skrifar: Mætti mér leyfast, Velvakandi góður, að leggja enn örfá orð í belg í umræðurnar hjá þér um Faðir-vorið — því fremur sem G. G. (og þú, Velvakandi minn, óbeinlínis einnig) telur nauðsynlegast í flutningi Faðir-vorsis, „einlæg tilbeiðsla" og „fús- leiki“, er aðalatriði — í bænagerð yfirleitt. Það haggar hins vegar ekki þýðiimgu þess að orðum Jesú sjálfs sé rétt skilað í hví vetna, efnislega, og á góðri íslenzku. Ég segi ekki, að fullorðið fólk þurfi endi lega að breyta því orðalagi á Faðir-vorinu, sem það hefur vanizt, en mér finnst varla sómasamlegt fyrir Kirkjuna að gangast ekki fyrir því, að börnum verði kennt það með því orðalagi, sem niotað hefur verið í íslenzka Nýja-testamentinu nú í meira en hálfa öld, — eða öðru jafntrúu frumtext- anum, íslenzku máli og rökréttri hugsun. Björu O. Björnsson '. 0 Hvernig á að orða trúar- játninguna? Július Ólafsson, Öldugötu 30, skrifar: „Heiðraði Velvakandi! Mig langar að biðja yður að birta neðan skráð: Fyrir nokkrum vikum var ég að hlusta á útvarps-guðsþjónustu, ég geri það öðru hvoru, — annars kýs ég heldur að fara i kirkju. Mér finnst kirkjuganga ná betri árangri, nýt þess að vera á helguðum stað, án trufhinar frá ytra umhverfi. Þetta er að sjálfsögðu matsatriði hvers eins, . — en þetta er mín skoðun og reynsla. í um ræddri guðþjónustu fór fram sklm, sú athöfn er almenn að færa böm til skím ar í kirkjum. Eins og venjulegt er við skírnar-athafnir er trúarjátningin lesin, eins var I þetta sinni. Þriðju málsgrein trúarj átningarinnar las presturinn þannig: „Ég trúi á heilagan anda, heilaga, almenna kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefning syndanna upprisu holdsins og eilíft líf. Amen“. Mér þótti þett dálítið sérstæður upplest- ur, svo að ég fletti upp í helgisiðabók ísl- enzku þjóðkirkjunnar frá 1934, þar erþessi málsgrein orðuð þaminig: „Ég trúi á heilag an anda, heilaga, almenma kirkju, sam- félag heilagra, fyrirgefning syndanna upp- risu dauðra og eilíft líf. Amen". Það má með sanni segja, að mér komi það ekkert við (þvi að þessi skírn var mér óviðkomandi), þó .að presturinn víki við orðum í trúarjátningunni, — það sé hans mál. Ég, fáfróður maður spyr: Hvaða tilgangi þjónar það að skipta á þessum orðum i trúarjátningunni, að setja upprisu holdsins í stað upprisu dauðra? Einhversstaðar hljóta að vera takmörk fyrir: hvað má og ekki má. Júlíus Ólafsson". 0 Litli-Sandur og Lifeguard „G.“ skrifar: Á þessum síðustu og verstu tímum, þegar alltaf er verið að tala um að spara þurfi á öllum sviðum, kenur manni undarlega fyrir sjónir, þegar verið er að búa til leik sviðs-baðströnd uppi á húsaþökum, eins og sýnt var i sjónvarpinu í gær. Fróðlegt væri að vita, hvað slíkt uppátæki kosti eitt út af fyrir sig, en fuiiyrða má, að kvikmyndum, filmur og kostnaður við upptöku nemi hundruðum þúsunda. Spuming er þá, hvort ekki væri réttara að taka upp leikrit, sem eitthvað bitastætt væri í. Þó keyrir smekkleysan „lifeguard“skiltið úr hófi fram og ýtir umdir þá spurningu, hvers vegna er verið að loka fyrir Kefla- vfk, þegar íslenzka sjónvarpið er svona amerískt G.“. — Gæti nú ekki verið, að „lifeguard" -skiltið sé haft þama í háðsskyni? BÍLALEIGAN AKBRAUT SENDUM SÍIVil 82347 BÍLALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Siml 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. Simi 22-0-22 Rauðarárstig 31 Hverfisgötu 163. Simi eftir lokun 31166. MAGIMÚSAR 4KIPHDITI21 simar 21190 eftir lokun tlmi 40331 ycrz/t//?flfi^iís/iif ð/ ril Ieigu Rúmlega 40 fermetra verzlunarhúsnæði á góðum stað við Laugaveg er til leigu. Tilboð sendist til Morgun- blaðsins merkt: „Verzlunarhúsnæði — 6472“, VerzlunarhúsnœÖi óskast til leigu í Austurborginni, samtals um 80—150 ferm. með lagerplássi. Góð bílastæði nauðsynleg. TiL- boð sendist afgr. Mbl. fyrir hádegi laugardag 17. þ.m., merkt: „Bílastæði — 6430“. Sjúkraþjálii óskast í heilsuhæli N.L.F.f. í Hveragerði. Umsóknir sendist skrifstofu N.L.F.Í., Laufásvegi 2, Reykjavík. Sjúvarlóð Sjávarlóð sunnan megin í Arnarnesi til sölu. Tilb. merkt: „6469“ sendist afgr. Mbl. fyrir fimmtudag. 125 fermetra einbýlishús með bílskúr til leigu í Kópavogi. Upplýsingar í síma 40048 kl. 6.00 til 8.00 í dag. Til sölu Saab Af sérstökum ástæðum höfum við til sölu Saab tví- gengis, árg. ’68. Til sýnis hjá okkur eftir hádegi í dag. Saab-umboðið, Skeifan 11, sími 81530. Hurðir — Hurðir Innihurðir úr eik, stuttur afgreiðslufrestur. Kynnið yður verð og gæði. Opið til kl. 7 á laugardögum. Hurðir og klæðningar, Dugguvogi 23, sími 34120. Bifreiðar til sölu 17 manna Benz, árgerð 1966, 21 manns Benz, árgerð 1967, 38 manna Volvo, árgerð 1964. Aðaisteinn Guðmundsson, símar 41260 og 41261, Húsavík. LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastraeti 11—13. Hagstætt leigugjald. Sími 14970 Eftir lokun 14976 e#a 81748. Sigurður Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.