Morgunblaðið - 15.08.1968, Side 12

Morgunblaðið - 15.08.1968, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 196« Á KOLKUGRUNNIOG í VÍKURÁL manna í þeaaum túr er Krist- mundur bátsmaður annar stýri- maður en Gylfi aftur á móti bátsmaður. Kristmundur aegir frá í mess- anum: — Ég var á Jörundi og við vor um á síldartrolli í Ermasundinu og allt í einu fengum við flug- — Þú blásvarti, hund- heiðni fiskur — Eftir Björn ÞAÐ ER sunnudagur í dag og hann Jóngeir bryti ætlar ekki að gera það endasleppt. Kótel- ettur og þríréttað um hádegið og svo þetta makalausa kalda borð urn kvöldið. Ég ætla ekki að reyna að lýsa kalda borðinu og þó Jóngeir hafi tekið sér far með Regina Maris í fyrra, þá held ég ekki að hann hafi lært það þar umborð. Taka verður með í reikninginn, að möguleikar til að framreiða skreytt kalt borð á togara hljóta að vera takmarkaðir en svo er þó ekki að sjá hjá Jóngeiri, það er ems og honum takist að töfra fram hina furðulegustu rétti með alls kyns skrauti og skarti. — Ég var fyrst hjá Ríkisskip segir Jóngeir, var þjónn í nokk ur r, en nú er ég búinn að vera á togurunum í að ég held tíu ár. Maður lærði ýmislegt þarna á ríkisskipunum og það var ágætt að vera þar. — Er þetta ekki fjári erfitt, þegar þú hefur bara óvanan með þér eins og nú? spyr ég. — Nei, fjanda kornið, þetta bjargast einhvern veginn, segir Jóngeir og brosir. Jóngeir fór með Regina Maris svo eru líka aðrir hér um borð sem brugðu sér til Mallorca í sumarfríinu í fyrra, og þeir kunna frá ýmsu að segja úr þeirri ferð. Annars standa þeir í ýmsu strákarnir hér um borð t.d. var hringt í hann Héðin í gær og sagt að hann væri búinn að fá lánið úr Lífeyrissjóðnum. 'Héðin stendur í húsakaupum og fékk rúmar þrjúhundruð þúsund lán- aðar úr Lífeyrissjóði togara- manna. Gíróreikningar og bankastjórar Við sitjum nokkrir afturí og spjölium. Á dagskrá eru gíró- reiknmgar og bankamál. Ég reyni að segja allt, sem ég veit um gíró og við komumst að þeirri niðurstöðu, að notkun slíkra reikninga sé heppileg fyr ir sjómenn. Talið berst að bankastjórum og víxiltökum. Reynsla manna er misjöfn. Einn segir: Bjarman — Það var fjári hart hér um árið Ég í húsbyggingu og mig vantaði peninga og miður desem ber og þá til lítils að bera nið- ur í bönkunum. Ég átti talsverða upphæð á bók' í einum bank- anum en verst var, að það var ársbók, og ég hafði ekki sagt henni upp. Ég í bankastjórann og bað hann um víxil að upp- hæð svona þriðjung þess, sem ég átti inn á bókinni. En það var sko ekki því að heilsa, að ég fengi peninginn. Bankastjór- inn hinn versti, sagði, ég væri bölvaður bjáni að segja ekki upp bókinni á réttum tíma, og ég fór tómhentur frá honum. Já, það var helvíti hart að eiga peningana inni og geta svo ekki kríað út smá hengingar- Ián. Siglt fyrir Horn. Annar segir þennan umrædda bankastjóra vera ágætis mann og sífellda hjálparhellu. — Ég man aldrei eftir að hafa farið tómhentur út frá honum, það liggur við hann hafi sótzt eftir að redda mér, segir hann. Svo er talað um aðstöðumun- inn fyrir sunnan og norðan. — Það er allt þarna fyrir sunnan, og við erum alltaf látn- ir sitja á hakanum. Taktu bara Meðan þeim er ausið út fyrir sunnan stöndum við uppi tóm- hentir. Já við verðum alltaf út undan, segir einin. Þeir hafa ýmislegt til síns máls piltarnir og því er ekki að neita að aðstaða sjómanna almennt er snöggt um lakari til alls kyns útréttinga en hinna, sem í landi sitja. Við erum rétt rúmlega búnir að afgreiða flesta bankastjórana á Akureyri, þegar véLsímahring- ingin heyrist og kallað er: (Hífa. Mest er það karfi, sem við fiskum hérna á vesturslóðum en þó slæðast einstaka steinbít- ar með. Stórir og feitir stein- bítar. Steinbíturinn er ekki fríð ur fiskur og stundum finnst mér eins og ég sjái .á honum grát- kiprur, þegar hann engist með opinn kjaftinn og reynir að ná í festu. Strákarnir leika sér að því áð láta þann bláa bíta í skaftið á karfagoggnum svo kvikindið stendur stíft út í loft- ið. Þegar ég horfi á steinbítinn dettur mér í hug þula, sem sagt var að Runki á Króknum hefði haft yfir einum blámanni, sem gerzt hafði full nærgöngull við hann. En þulan er eitthvað á þessa leið: Þú þinn blásvarti hundheiðni fiskur h v rnig vogar þú þér að bíta sannkristinn, heilagan nýendurfæddan mann í fótinn? Þú skalt yerða steiktur við hinn eilífa eld og framseldur hinum synduga lýði í Sódóma, Gómorra og Helvíti. Runki var þekktur prédikari á Króknum á árunum fyrir stríð og nú hefur Jóhannes Geir, list- málari endurnýjað frægð hans með því að mála af honum ó- dauðlega mynd þar sem karl veifar heilagri ritningu yfir syndugum lýðnum. Gulllax og spœldar lummur Það er mánudagskvöld og ein- hver nýbúinn að tala um dag- inn og veginn í útvarpinu. Á dekkinu liggja nokkrir gulllaxar sem verið er að skola út. — Þetta þykir fínn matur í Karlinn í hólnum. Þýzkalandi, segir Sverrir skip- stjóri. Gulllaxinn er, að því er ég bezt veit, af síldfiskaættinni að- eins stærri en síld en mjög á- þekkur í útliti. Það er líka skötuselur í Vörpunni en hann er einhver alljótasti fiskur, sem maður yfirleitt sér. Skötuselur þýkir herramannsfæða í Eng- landi en hér er honum fleygt. Einn hér um borð er mikill náttúruskoðari og hirðir mikið af kuðungum og skeljum, sýður þetta og pússar og tekur með sér heim. í kabyssunni er fyrsti meist- ari að steikja lummur og fer að öllu faglega. Siggi annar kokk- ur kemur blaðskellandi upp í brú og kallar: — Vitið þið, að meistarinn er að spæla lummur. Þær gereist ýmsar spæling- arnar hér um borð, því þegar Siggi annar kokkur vill fá gott veður hjá karlinum þá færir hann honum brauð og spæld egg í hólinn með kvöldkaffinu og þá er karlinn til með að segja: — Þú getur vel orðið kokk- ur með tímanum, Siggi minn. Annars hefur Siggi trúað mér fyrir því, að hann sé bara að leysa af í þessum túr en hann langi á dekkið næst. Þegar ég segi að hann sé kannski of ung- ur þá bendir hann á Jóa, sem hann segir vera yngri í árinu, en Jói er yngsti maður áhafn- arinnar, ljóshærður longintes hjálparmaður við fremri gálga. FÍugvélarmótor í trollinu Annar stýrimaður og bátsmað ur eru verkstjórar á dekkinu og stjórna spilinu í köstum og híf- ingum. Vegna fjarvistar fyrsta stýri- vélarmótor upp í trollinu. Þetta var glansandi fínn mótor með tréskrúfu. Sennilega eitthvað kominn til ára sinna. Þegar við komum til lands í Englandi komu offíserar um borð og vildu fá mótorinn. Guðmundur Jör. eigandi skipsins, sem var með okkur, hélt nú ekki nema gjald kæmi á móti. Upp úr þessu varð mikið þjar.k og hótuðu offí- serarnir öllu illu, jafnvel að senda mannskap um borð og láta hirða mótorinn, en Guðmundur sat fast við sinn k'eip: Enginn mótor nema peningarnir komi á borðið. Að lokum var málið settl að með því að Bretarnir fengu látúnsplötu sem hafði verið fest við mótorinn og á hana skráð númer og heiti. Við sigldum svo seinna með mótorinn til Þýzkalands og þar var hann seldur fyrir gott verð. Já hann er enginn skussi í' bissnesnum hann Guðmundur Jör, bætir Kristmundur við og brosir. Sonur Kristmundar er m'eð honum á sjónum, en hann er gam all nemandi minn og nú í Kenn- araskólanum. Það hlýjar manni alltaf um hjartaræturnar að sjá ga-mla nemendur, sem augsýnilega eru á réttri leið til þroska og mann- dóms. Skipið er hlaðið alveg upp í mæni. Það eru tveir lestarmenn á hverri vakt og hlutverk þeirra um borð er sízt veigaminna en annarra. í fyrsta lagi þurfa þeir að sjá um, að fiskurinn fái næg- an ís og veltur á miklu, að það sé gert af samvizkusemi svo góð vara komi að landi. Einnig verða lestarmennirnir að sortéra fisk- inn, þannig að t.d. karfinn fari á sinn stað og stórþorskurinn í sína stíu o.sfrv. f sambandi við lestina dettur mér í hug saga, sem ég hef ein- 'hvern tíma heyrt en hún var á þá leið, að í einhverju kauptún- inu var kominn nýr, stór bátur og tveir bændur á bryggjunni, þegar hann kom að úr fyrstu veiðiferðinni og varð þá öðrum þeirra að orði: — Nei, sjáðu skipið er bara hlaðið alveg upp í mæni. f lúgarnum búa hásetarnir. Lúgarinn er á tveim hæðum, uppi er setustofa og svefnpláss fyrir sex og einnig salerni og þvottakltífi með rennandi vatni, sem er víst ekki á öllum togur- unum, en niðri eru sextán koj- ur. í öllum kojunum er ljós, svo hver og einn getur lesið eins lengi og hann vill án þess að valda félögum sínum óþægind- um. Yfirmainnaliðið er afturí í eins, tveggja og átta manna káetum. Það þykir að sjálfsögðu nokkur virðingarvottur að fá að liggja aftur í. Nú er kominn fimmtudagur og Framhald á bls. 17 Pokinn og múkkarnir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.