Morgunblaðið - 15.08.1968, Side 14

Morgunblaðið - 15.08.1968, Side 14
14 MORGUNBLAÐEÐ, FXMM'I\IDAGUR 15. ÁGÚST 1908 PtspittltWHIr Útgefandl Hf Arvakur, Reykjavík. Framkvaemdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Sigurður Bjamason frá Vigur Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúl Þorbjöm Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Arni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Askriftargjald kr 120.00 á mánuði innanlands. I lausasölu. Kr. 7.00 eintakið. MIKLAR VEGAFRAM- KVÆMDIR - EN BET- UR MÁ EFDUGA SKAL ¥ viðtali, sem Morgunblaðið birti í gær við Sigurð Jó- hannsson vegamálastjóra er gerð glögg grein fyrir vega og brúargerðum í sumar. Vegamálastjóri skýrir frá því í upphafi samtalsins, að sam- kvæmt framkvæmdaáætlun verði ráðstöfunarfé vegagerð arinnar á þessu ári 555,5 millj. króna. Nokkuð af þessu fé fer þó til greiðslu á lánum. Af upplýsingum vegamála- stjóra verður það ljóst, að geysilegur kostnaður hefur á sl. vetri orðið vegna snjó- moksturs á vegum landsins. Á tímabilinu jan.-júlí hefur samtals 24 millj. kr verið var ið til snjómoksturs. Er það hærri upphæð að krónutölu en nokkru sinni áður. Víða um land er nú í sum- ar unnið að stórfelldum vega framkvæmdum. Er ýmist unn ið að lagningu nýrra vega eins og t.d. á Vestfjörðum og Aust fjörðum, eða að uppbyggingu gamalla vega, sem ekki full- nægja lengur þörf ört vax- andi umferðar. Stefnan í vegamálum hefur verið mörkuð. Lokið verður á næstu árum lagningu mal- arvega um þau héruð, sem enn eru vegalítil. Jafnhliða hefur verið hafizt handa um byggingu hraðbrauta. Er Keflavíkurvegurinn nýi upp- haf þeirra þýðingarmiklu framkvæmda. Næstu áfangar á því sviði eiga að verða steyptur eða malbikaður veg ur vestur og norður og austur yfir heiðar til Suðurlands- undirlendis. Þær raddir hafa heyrzt að núlifandi kynslóð, sem lagt hefur akvegakerfið um allt ísland ætti að fá næstu kyn- slóð það verkefni að malbika eða steypa vegina. En auð- sætt er orðið, að við þessa til lögu verður ekki unað. Óhjá- kvæmilegt verður að halda áfram byggingu hraðbrauta og gerð vega úr varanlegu efni með fullum hraða. Að sjálfsögðu verður efnahagur þjóðarinnar á hverjum tíma að ráða mestu um hraða fram kvæmdanna. Æskilegt væri að sjálfsögðu að allar tekjur af umferðinni rynnu til vega framkvæmda. En ennþá hefur það ekki reynzt mögulegt að koma því svo fyrir. Tekju- þörf ríkisins er mikil vegna sífellt aukinnar þjónustu við almenning og margvíslegra stórframkvæmda, sem hið opinbera stendur í frá ári til árs. En sú staðreynd verður ekki sniðgengin, að á valda- tímabili núverandi ríkisstjóm ar hefur verið unnið að vega bótum og samgöngubótum í landinu yfirleitt af meiri markvísi og fyrir meira fjár- magn en nokkru sinn fyrr. Vitanlega finnst mörgum þessar framkvæmdir engu að síður ganga of seint. Fer svo jafnan að mönnum finnst bið in löng eftir umbótunum. Það er þó mála sannast, að þessi litla þjóð hefur á svo að segja öllum sviðum þjóðlífsins, og ekki sízt á "sviði samgöngu- mála lyft Grettistökum á undanförnum áratugum. Það verða menn að gera sér ljóst, þótt margvíslegar fram- kvæmdir og umbætur kalli enn að í íslenzku þjóðfélagi. HORFURNAR í GRIKKLANDI ¥ íklegt má telja, að banatil- ræðið, sem Papadopoulos, forsætisráðherra Grikkja, var sýnt í fyrradag sé undanfari frekari aðgerða af hálfu and- stæðinga herforingjastjórnar innar í Grikklandi. Hjá því getur tæplega fari, að sú víð- tæka andstaða sem herfor- íngjarnir mæta innan lands og utan, verði smátt og smátt að skipulagðri andspyrnu- hreyfingu. Gríska herforingjastjórnin er fyrirbæri, sem ekki til- heyrir nútímanum. Hún skeyt ir engu um þær stoltu lýð- ræðishefðir, sem fyrst blómguðust í Grikklandi og einmitt vegna þess eru stjórn arhættir herforingjanna ekki aðeins blettur á Grikklandi, þeir eru einnig blettur á sam- vízku lýðræðisþjóðanna í heiminum. Ástandið í Grikk- landi er ekki sízt alvarlegt frá sjónarhóli aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, sem hafa bundizt samtökum til varnar lýðræðislegum stjórn arháttum en hafa nú innan sinna vébanda tvö einræðis- ríki, sem með tilvist sinni grafa undan siðferðilegum styrk bandalagsins. Sú hætta vofir nú augljós- lega yfir, að til blóðugra á- taka komi í Grikklandi milli herforingjastjórnarinnar og andstæðinga hennar. Það hlýt ur fyrst og fremst að verða á valdi Grikkja sjálfra, hvort svo verður. Konungsveldið í A VAfj Vl UT UTAN UR HEIMI Asninn tákn demókrataflolcksins — glottir. Nixon hefur verið tilnefndur frambjóðandi. Lpprisa IMixons — hin sögulegasta síðan Lazarus var reistur upp trá dauðum Nixon er maðurinn! Þessi orð hafa blasað við augum bandarískra kjósenda á stór- um auglýsingaspjöldum í meira en hálft undanfarið ár. Allt virtist benda í þá átt, að svo yrði, annað var ekki rök- rétt. Og nú er ljóst, að Nixon er maðurinn. Fréttaritari New York Times, Jámes Reston skrifaði á dögunum: „Upprisa Nixons er hin sögulegasta síð- an Lazarus var vakinn £rá dauðum." Nú hlýtur Nixon, sem virð- ist óþreytandi í metorðagirnd sinni, að spyrja sjálfan sig þeirrar spurningar, hvort hann treysti sér til að ráða við það umfangsmikla við- fangsefni, sem bíður hans, að tryggja repúblikanaflokknum sigur í haust. Þá er vert að hafa í huga hinar hroðalegu ófarir Goldwaters fyrir fjór- um árum. Nixon mun að mörgu eiga erfitt í kosningabaráttu sinni. Það stáfar ekki hvað sízt af því að innan repúblikana- flokksins eru svo ótal mörg og gerólík öfl að verki. Ef Nixon ákveður að heyja kosn ingabaráttu, sem fellur í kram ið hjá afturhaldsöflum í suður og vesturríkjunum, á hann á hættu að missa mikið fylgi hinna frjálslyndari í austur- ríkjunum. Áður en flokksþingið í Miami var haldið, tókst hon- um að leiða vandamáli'ð hjá sér með því að koma með málamiðlun í hverju máli. Nú verður það hans verk að selja þessa framleiðslu til demókrata og óflokksbund- inna, en stuðning þeirra verð ur hann að hljóta, ef hann á að gera sér vonir um að na marki sínu, Hvíta húsinu. Þetta er ekki óframkvæman legt, en fyrir mann eins og Nixon getur það or'ðið örðugt. Grikklandi hefur brugðizt og með vissum hætti hafa stjórn málaöflin í Grikklandi einnig Flestir Bandaríkjamenn — og fyrst og fremst demókratar — sem komnir eru yfir þrí- tugt bera ekki traust til hans. Demókrataflokkurinn hefur beðið þess með óþreyju, að repúblikanar væru svo fáráð ir að útnefna Nixon, vegna þess að það hiaut að auka sigurlíkur Huberts Humprhey að miklum mun. Og þrátt fyr ir mikið tal um „hinn nýja Nixon“ þrátt fyrir að ekki verður á móti mælt, að hann hefur þroskazt og mannazt, þrátt fyrir elju hans og óbil- andi sjálfstraust, á Nixon að baki sér fortfð, sem mörgum reyndist erfitt að gleyma. En repúblikanaflokkurinn veit, að mikið er í húfi og Hann verður að vinna forseta kosningarnar. Því hefur hann búið sig undir að hafa skýr- ingu á reiðum höndum á öllu, tæknilegar lausnir á hverju vandamáli. Yfirlýsing flokks- þingsins er ekkert tilviljana- kennt plagg, það hefur ekki verið kastað til höndunum við samningu hennar. Hvað snertir fátæktina í stórborg- unum er svar flokksins, að annaðhvort skuli sigrast á demókrötum eða hefja — þa'ð sem Humphrey mundi senni- lega kalla — Marshall aðstoð. Þessi lausn repúblikana er hag kvæm og sennilega talið æski legt að hið fyrrnefnda takist. Hvað viðvíkur Vietnamstríð- inu er lausnin flóknari, og koma þar til efnahagsleg og pólitísk sjónarmið, sem þarf mikla leikni við að samræma. Enginn vafi leikur á því, að íhalds- og afturhaldsöflin eiga djúpar rætur í banda- rískri þjóðarsál. Gengi Gold- waters er gleggstur vitnis- burður um, hvernig öfgamað- ur getur brotizt til óhemju metor'ða og áhrifa — þótt úr- slit kosninganna hlytu að brugðizt. Vonir um endur- reisn lýðræðis í landinu hljóta að vera bundnar við verða á einn veg þá. Fagnað- arlæti fulltrúa á flokksþing- inu í Miami, þegar Goldwater birtist, sýndi ljóslega, að áhrif hans eru ekki þorrin. En þó virðist eitt ljóst, sá stjóm- málamaður sem ætlar sér að sigra má ekki láta kenna sig við afturha’ld, íhald eða öfgar. Goldwater er áþreifanleg sönn un þess. Því að innan um og saman við eru Bandaríkja- menn hugsjónamenn. Afleið- ingarnar eru þær, að Nixon vefðuT að halda áfram að tala þangað til kosningarnar eru um garð gengnar og vona, að honum takist að sigla milli skers og báru. Eimhvern veg- inn verður hann að sameina hin ólíku og sundurlyndu öfl innan flokksins ag ná langt út fyrir raðir hans. Hann verður að afsanna í eitt skipti fyrir öll, að hann geti aldrei unnið kosningar. En það hef- ur festzt við hann og ekki að ástæðulausu. Fyrir útnef'ning una skipti það Nixon kannski ekki höfuðmáli, en daginn áð ur var eins og Nixon yrði skyndilega skelkaður, hann kom með tvíræðar yfirlýsing ar við fulltrúa frá suðurríl^- unum, sem hann mun kannski eiga eftir að iðrast síðar. Hann hefur einnig átt erfitt um vik vegna varaforsetaefn is flokksins og val hans á Spiro Agnew hefur mjög ver ið gagnrýnt. Agnew hóf feril sinn sem frjálslyndur stjórnmálamað- ur, e*n hefur smám saman færzt til hægri og má nú líta á hann sem íhaldssaman frambjóðanda. Hann er að mörgu leyti hæfur maður, en efazt er um að hann þekki þarfir Bandaríkjanna. Það getur orðið alvarlegur þrösk- uldur á vegi Nixons í Hvíta húsið, að 'hann ákvað að velja Agnew. (Lauslega þýtt og stytt). það, að hin lýðræðislega hefð, sé svo sterk meðal fólksins að hún verði að lokum ofan á.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.