Morgunblaðið - 15.08.1968, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.08.1968, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1968 Er Best beztur? § ■ 1 ■ -_____J GEORGE BEST, „bítillinn" á hægri kanti í meistaraliði Evrópu, Manchester United, er af mörgum talinn hezti knattspyrnumaður heimsins. Leikinn er hann með afbrigð um og knattleikni hans og hugmyndaflug í leik er á þann veg, að fáir fá stöðvað hann, þá er hann er í essinu sínu. Hvort einhver einstak- ur leikmaður getur borið heit ið „hezti knattspymumaður er vafasamt. , heimsins' Aldrei er hægt að finna þann mælikvarða, sem úr sliku mundi skera afdráttarlaust. En víst er, að við atkvæða- greiðslu mundi Best fá .mörg atkvæði — hvort sem hann er beztur eða ekki. Ýmsum Englendingum hefur fundizt það einkennilegt, að hann er ekki i landsliði Englands, þá Léleg knattspyrna í 0-0 leik ÍBV og Fram Fram misnotaði vítaspyrnu JAFNTEFLI var í leik Fram og Vestmannaeyja í gærkvöldi, 0—0, og má segja að það hafi verið sanngjörnustu úrslit leiks- ins. Að visu átti Fram gullið tækifæri til að ná báðum stig- unum, er þeir fengu dæmda vítaspyrnu á 35. mín síðari hálf- leiks ,en Helga Númasyni, sem framkvæmdi spyrnuna, hrást illa bogalistin og skaut framhjá. Vestmannaeyingar áttu heldur meira í fyrri hálfleik, án þess að þeim tækist þó að skapa sér verulega hættuleg tækifæri. Þeir voru hins vegar heppnir er Friðfinni Finnbogasyni tókst að bjarga á línu. í síðari hálfleik sótti Fram meira, en ákaflega skipulags- laust. Á 30 mín hálfleiksins átti Enskn knottspyrnan f GÆRKVÖLDI fóru fram 8 leikir í 1. deildinni ensku. Eftir þá eru Arsenal og Leeds einu liðin sem hafa 2 vinninga. Úrslit í gær urðu: Ohelsea — Nottingham F. 1-1 Sheffield W. — Newoastle 1-1 Leeds — Q.P.R. 4-1 Manchester C: — Wolves 3-2 Southampton — Liverpool 2-0 Stoke — West Ham 0-2 Sunderland — Ipswich 3-0 W.B.A. — Manchester U. 3-1 Helgi skot sem virtist ætla að lenda í netinu, en Sigurður Ingi bakvörður var rétt staðsettur og tókst að bjarga á línu. Fimm mínútum síðar var Helgi aftur á ferðinni og lék skemmtilega af sér varnarleikmenn Vest- mannaeyja og var kominn i dauðafæri er honum var brugð- ið. Magnús dæmdi réttilega vítaspyrnu, en Helgi var óhepp- inn og skotið geigaði. Skömmu síðar áttu' Vest- manniaeyingar eitt sitt bezta tækifæri er Sævar skaut hættu legu skoti af löngu færi. Þor- bergur náði að slá boltann frá, en þar kom Sigmar Pálmason aðvífandi, en skaut framhjá. Segja má, að knattspyroan í þessum leik hafi verið á núll- punkti, einkum þó í síðari háif- leik. Þá gekk boltinn mest mót- herja milli og meira virtist það tilvi'ljun ef hann gekk milli sam herja, en að um skipulegt spil væri að ræða. Beztan leik í Fram-liðinu sýndi Helgi Númason, þrátt fyr- ir að honum misheppnaðist illa á örlagaríku augnabliki. Þá átti Jóhannes Atlason bakvörður einnig sæmilegan leik. Sævar Tryggvason var bezti sóknarleikmaður Eyjamanna, en bezti vamarleikmaðurinn og jafnframt bezti maður liðsins var bakvörðurinn Sigurður Ingi sem sýndi mikinn dugnað og var ákveðinn. Magnús Pétursson dæmdi leikinn vel. Við þessi úrslit vaxa enn lík- umar á að KR-ingar hljóti ís- lendsmeistaratitilinn í ár. Fram og Akureyri hafa reyndar enn- þá möguleika, en þessi félög eiga eftir að leika sín á milli á Akur- eyri. Þá vaxa einnig möguleik- ar Vestmannaeyinga til þess að halda sseti sínu í deildinni, án aukaleiks, þar sem þeix hafa nú aftur tveimur stigum meira en Keflavík. Heimsliðabor- óttan hefst 25. september NÚ fer að líða að því, að Man- chester Utd., liðið sem vann Evr ópubikar meistaraliða, mæti meistaraliði Suður-Ameríku í keppninni um þaö, 'hvort sé bezta félagslið heimsins. Fyrri leikur Manch. Utd. og Estudiantes fná Argentínu, en svo heitir meistaralið S-Amer- fku, er ákveðinn í Buenos Aires 25. s ept. Það er von allra knattspyrnu- unnenda að leikurinn sá verði ekki jafn grófur, slagsmála- kenndur og skammarlegur og leikur Celtic og S-Ameríku- meistaranna í fyrra. Staðan Staðan í 1. deild er nú þessi. öll liðin eiga nú eftir tvo leiiki: KR 8 2 1 23-13 1,2 Akureyri 8 3 4 1 14-8 10 Fram 8 3 4 1 13-10 10 Valur 8 2 4 2 13-11 8 ÍBV 8 2 15 11-19 5 ÍBK 8 0 3 5 3-16 3 Ellen Yngvadóttir Hrafnhildur Guðmundsdóttir Guðmundur Gislason Leiknir Jónsson Þau hafa náð OL-lágmarkinu í sundi HÉR birtum við myndir af þeim tveimur stúlkum og tveimur herrum er náð hafa lágmörkum Sundsambands ís lands til þátttöku í Olympíu- leikunum í Mexico. Þetta eru gamlir kunningjar flestra lesenda íþróttasíðunnar; hafa öll margbætt metin í sínum greinum og hafið ísl. sund- íþrótt til meiri vegs en hún hefur nokkru sinni áður náð. Ellen Yngvadóttir, sem að- eins er 15 ára, náði lágmark- inu með glæsilegu meti 1:22.0 í 100 m bringusundi, en það er nákvæmlega lágmarkið. Hún hefur einnig margbætt metið í 200 m bringusundi. Hrafnhildur Guðmundsdótt ir náði Iágmarki í 200 m f jór sundi og það 1.3 sek betur en lágmarkið. Hafði hún þá bætt metið um 6 sek á rúmlega tveimur vikum og m.a. orðið önnur á danska meistaramót- inu — en met hennar nú hefði nægt til sigurs þar. Hrafnhildur hafði hætt æfing ur um skeið, en hóf þær á ný sl. haust með svo glæsi- legum árangri sem raun ber vitni. Slíkt er einstætt í sund íþróttinni. Guðmundur Gíslason náði lágmarkinu í 200 m fjórsundi metið. Fari hann til Mexico eftir að hafa stórum bætt ísl. verða þetta þriðju Olympíu- leikar hans, en slíku marki hefur enginn ísl. sundmaður náð, enda Guðmundur í sér- flokki á mörgum sviðum innan sundíþróttarinnar. Leiknir Jónsson náði lág- marki í 100 m bringusundi með glæsilegu meti, en hefur einnig margbætt metið í 200 m bringusundi bæði í stuttri laug og langri. Það verður erfitt fyrir Olympíunefnd að velja úr þessum hópi. Það virðist sem annaðhvort fari þau öll eða ekkert en með því að ná lág- mörkunum eru þdu þegar kom in hálfa leið til Mexico — ef svo má að orði komast. Olafur Bjarki hefur forystu Reykjavíkurmeistaramót í golfi hófst hjá Golfklúbbi Reykjavík- ur á þriðjudaginn. Voru þá leiknar 18 holur og svo var einn ig í gærkvöldi og verður á morg un og keppninni Iýkur svo síð- degis á laugardag. 18 kylfingar keppa í meist- araflokki karla og eftir fyrsta hringinin, 18 holur, er röðin þannig: 1. Ólafur Bjarki Ragnarssom 78 högg. 2.—3. Gunnlaugur Ragnarsson. Ólafur Ág. Ólafsson 83 högg. 4. Óttar Yngvason 84 högg. 5. Einar Guðnason 85 högg. í 1. flokki eru keppendur 12 og röðin er þar eftir 18 holur: 1. Eyjólfur Jóhannesson 88 högg. 2. Þorvaldur Jóhanniesson 9i2 högg. í 2. flokki eru keppendur að- eins 8 og efstu menm að loknum 18 holum eru: 1. Gunnar Kvaran 98 högg. 2. Jóhann Möller 99 högg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.