Morgunblaðið - 26.09.1968, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.09.1968, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐH), FIMMTUDAGUR 26. SEPT. 1968. Garðeigendur — eigurn á lager hinar vinsælu brot- steina í vegghleðslur, hell- Ur í ýmsum stærðuim, einn- ig 6 kantaða og kantsteina. Hellu- og stcinsteypan sf. við Breiðholtsv. S. 30322. Sólbrá, Laugavegi 83 Úrval barnafata, sendum gegn póstkröfu um land allt. Bifreiðastjórar Gerum við allar tegundir bifreiða. — Sérgrein hemla viðgerðir, hemlavarahlutir. Hemlastilling hf, Súðavogi 14. - Sími 30135. Loftpressur — gröfur Tökum að okkur alla oft- pressuvinnu, einnig gröfur tii leigv Vélaleiga Símon- ar Símonarsonar, sími 33544. Lítill gufuketill til sölu. Uppl. í síma 52413. Kona óskast til að sjá um heimili fyrir reglusaman sextugan mann úti á landi. Uppl. í síma 21558. Ung, reglusöm hjón með 2 börn óska eftir íbúð. Reglusemi og góð um gengni. Uppl. í síma 41780. Rússajeppi óska eftir að ka-upa fram- byggðan rússajeppa með dísilmótor. Sími 30935. ísskápur óskast óska eftir að kaiupa lítinn ísskáp í góðu lagi. Uppl. í sfana 66128 í dag og á morg un fyrir hádegi. Sambyggð trésmíðavél og blokkþvingur til sölu. Uppl. í síma 34098 eftir kL 17,00 á kvöldin. Píanókennsla Byrja kennslu 1. okt. Nem- endur vinsamlegast tali við mig sem fyrst. Jórunn Norðmann, Skeggjagöbu 10. Sími 19579. Háskólastúdent vantar vin'iwi fyrir hádegi og/eða eftir samikomulagi. Uppl. í síma 42068. Hef verið beðinn að leigja mjög vandaða 4ra herbergja íbúð í SafamýrL Sig. R. Pétursson, hrl. Sími 21255. Skrifstofustarf óskast Stúlka með verzlunarskóla- próf og margra ára reynslu í skrifstofustörfum óskar eftir atvinniu. Uppl. í síma 84628. Til leigu fyrir einstakling, risherb, með aðg. að eldh. og þvotta húsi. Regliusemi áskilin. — Tilb. merkt: „Melar 2026" sendist MbL ÍÖlö^þarf að fe^táíettaíié^ Spjallað við Jette With Á sólríkum haustmorgnl leit inn dönsk stúlka. Hún hafði dvalizt hérna í hálfan rnánnð, fariiS víSa, og gert meira en margur gerir hérna í ferðamál- um á mannsaldri. Jette With er af hollenzkum ættum. Þeir Hollendingar frænd ur hennar, heimsóttu Danmörku og slógu sér niður á eyjum undan Jótlandsströndum, síðar tengdust þeir dönskum mönn- um, og nú er það allt löngu gleymt heldur hún, og orðið danskt. — Mig langar til að sjá landið og kynnast íslenzku þjóðinni, sjá það sem hægt væri á þess- um árstíma, því að nú eru allar áætlanir breyttar undir vetur- inn, og síðast en ekki sízt, sjá hvað listafólkið ykkar er að gera. Helzt þá yngra fólkið, þvl að það er það, sem koma skal og gaman að fylgjast með þeim áhrifum, sem það hefur orðið fyrir, og þeim hugmyndum, sem það býr sjálft yfir. — Ég var ekki nógu ánægð, þegar ég hafði verið fjóra daga I Reykjavík. Ég hafði ekki skipu lagt neinar sérstakar ferðir, því að ferðamannaáætlanirnar um landið eru gengnar úr gildi að mestu leyti núna. En borg er alltaf borg, og hér er ég bú- in að skoða margar listsýn ingar, og söfn. Ég fór því norður að Mývatni, og var þar I nokkra daga í þeirri ótrúlegu veröld. Það var yndislegt, og þögnin og þessi algera kyrrð var ólýs- anleg. Hana er ekki víða að finna I dag. Ég skoðaði umhverf ið vel, og fór á hestbak. Ég teiknaði dálítið þar, og á eftir að gera meira. Mér þótti afar gaman að koma á bak. Ég hélt, að ég væri búin að týna niður öllu, sem kall- azt getur hestamennska, en það kemur fljótt aftur. Foreldrar mínir áttu búgarð I fimmtán ár og þar átti ég lit- inn íslenzkan hest. Nú er ég flutt til Kaupmannahafnar, en foreldrar mínir búa ennþá úti , á landi. Þau vilja heldur sveita veruna en borgarysinn, og lái þeim hver sem vill. — Ég get hinsvegar ekki vinnu minnar vegna og áhugamála verið þar hjá þeim, þvl að þá fer ég alveg úr sambandi við rás atburðanna, og al!s annars, sem mér er nauðsynlegt Ég hef alveg nógan frið í borginni, minn friður er þar sem ég skapa mér hann sjálf! Og vinnu mlna verð ég að stunda. — Þér líkar þá svona vel i borginni? — Ef ég mætti sjálf ráðs myndi ég helzt vera á stöðugi flakki milli sjávar og sveitar, þannig finnst mér ég fá mest út úr lífinu. — Það má aldrei slaka á með listina frekar en annað, sem fólk tekur sér fyrir hendur. Eg er misjafnlega upplögð, en það eru víst allir. Menn eru misjafnlega harðir við sig sjálfa, og það sýnir oft útkoman. Beethoven settist nið- ur við hljóðfærið snemma á hverjum morgni, og vannvenju legan skirfstofutlma oggottbet ur. Það liggur llka tðluvert eft ir hann. En hver lisatmaður hefur og verður að hafa sína leið til að vinna að áhugamáli sínu. — Hefur listin alltaf verið að aláhugamál þitt? — Nei, ég hef nú gert svo margt, ég hef unnið I verzlun, og á skrifstofu, til dæmis. — Ég hafði alltaf gaman að teikningu, og þótt ég legði hana á hilluna á tima, hefur þetta aftur orðið uppi á teningnum. Ég teiknaði mikið af hestamynd um áður fyrr, og ég held, að hjá mér komi Islandsferðin út I hestamyndum, klettum hrauni og haustlitum. — Hefurðu lært mikið? — Áður en ég fór að teikna fyrir alvöru, teiknaði ég eitt- hvað í fimm ár. Síðan var ég á Kúnstakadómíunni, svo fór ég til Parísar á Beaux Arts I ár. — Eitt sinn fór ég til Nor- egs, til Tromsö. Þar voru fall- egir klettar. Þá teiknaði ég dá- lítið. Með Kunstakademlunni fór ég til Færeyja. Þar tók ég sérstaklega eftir litlu fall- egu og marglitu húsunum þeirra Það er svo heimilislegt þar. Dýrin eru svo frjáls í Fær- eyjum og á íslandi, það sér maður ekki heima. — Þegar ég var I París, var ég að læra skilta- og auglýs- ingateikningar. Ég átti nefnilega að verða káputeiknari upphaf- lega. en það hefur nú eitthvað breytzt. Þarna breytti ég um stefnu. Áður hafði ég málað hálf natúralistiskt, hálf express ionistiskt. — Ég varð fyrir afar sterk- um áhrifum þar, ekki vegna þess, að Frakkar séu fremstir í listinni I dag, heldur vegna þess að þeir eiga svo ferskar stefn- ur í bókmenntum og kvikmynd þar gott fólk, sem lofaði mér að koma með til Breiðdaisvík- ur og fleira. og ég kynntistþess ari frægu Islenzku gestrisni en það hefði ég aldrei gert ef ég hefði komið hér á miðju sumri og f erðast með hóp. Austfirðirnir eru heill ævin- tyraheimur. Fólkið var mér svo gott, og hvað er indælla en að kynnast íslendingum yfir ís- lenzku matborði, með heima- bökuðu brauði og íslenzkum mat? f stórborginni eru manneskj- urnar oft felldar I viðjar heil- brigðisyfirvalda á staðnum, fyrsta flokks tómata, annars flokks kjöt, og flokkunar í alla enda og kanta. Hér finnur mað ur ennþá hamingjunni sé lof heilbrigðan mat, eins og af skepnunni allt að þvi, og hann er lostætari en allt sem gott er! En það skrítna var, að í húsa Ungfrú Jette With um. En hugmyndirnar I málara list koma í dag frá Bandarikj- unum. Listin er skemmtileg 1 dag. — Hún er ekki ósvipuð leik tjaldagerð, þar sem klessa má saman mörgum ólíkum hlutum ef svo mætti að orði komazt. — Hefurðu haldið málverka- sýningar? — Já, ég hef sýnt í Kaup- mannahöfn, Árósum, Álaborg, Noregi, Skotlandi, Englandi og núna á ég málverk á samsýn- ingu I Bandaríkjunum réttara sagt I Minneapolis. — Ég myndi mjög gjarnan vilja sýna málverk hérna, ég veit ekki hvenær, en mig lang- ar til að mega gera það í fram- tíðinrd. — Náttúran hérna hefur haft svo sterk áhrif á mig. Ég hef alveg losnað úr viðjum stór- borgarinnar, og náttúran hefur svo undarlegan kraft til að stafla hugmyndunum rétt I fólk það hefur hún gert við mig. — Þér hefur lfkað vel hérna? — Alveg framúrskarandi. Ég hef að vísu aldrei ferðazt svona mikið á sveitavegum i ryki og hristingi, en ég hafði ekkert verra af þvl. Ég varð alveg undrandi yfir strjálbýlinu. — Hvernig fer fólkið að þvl að lifa svoan langt hvað frá öðru? hugsaði ég. — En þið virðizt geta þetta vel og gera með prýði, og það er mér næg og gild sönnun. — Ég fór ttl Egilsstaða. Þar var líka mjög fallegt. Ég fann gerðarlist og heimiilsþægindum hafði þetta góða fólk, að því er ég bezt gat séð, stokkið yfir tvær aldir. — t hótelunum úti á landi eins og hérna I bænum hanga listaverk eftir ykkar beztu listamenn. Þetta er alvegprýði legt — Ég hef verið lánsöm á ferð minni hér. Ég stend í mik- illi þakklætisskuld við allt það góða fólk, sem hefur opnað augu mín fyrir ágæti landsins. í hópferð, hefði ég fengið ýmsar upplýsingar, sem kallazt gætu niðursoðnar eða hraðfryst ar, þótt gagnlegar væru. — Á ferð minni hef ég hins- vegar fundið bæði húsrými og hjartarými, og séð margt, sem aldrei er hægt að sjá annars staðar, og er hrærð yfir rjálp- semi fólksins. — Þú hefur farið víða — Já, ég hef ferðazt dálítið, því, að mér var nauðsynlegt að græða fljótt peninga og hafa líka tíma til að mála, og fékk mér því atvinnu sem flugfreyja hjá SAS á sumrin, og gat þá auk þeirra ferðalaga, sem voru I því starfi íólgin fengið einn frímiða hjá félaginu á haustin Hvert ég fór réði ég sjálf. — Er konum og karlmönnum gert mishátt undir höfði I lista heiminum.? — Það er erfitt að vera bæði málari og kona. Það þarf að berjast töluvert til að þurfa ekki að hlunna listinni á haustt eins og farkosti. — Konan á aldrei að fórna sér eingöngu. Hún er líka manneskja og á ekki að standa í stað. Það er heimska, og enga hlýtur hún virðinguna eða við- urkenninguna fyrir það. Það krefst dagbundins framlags, að hasla sér völl opinberlega. — Við getum orðið mjög gagn legar, þótt við slítum okkur ekki út á hreingerningum og húsverkum. Jafnvægið verður hver og einn að finna sjálfur, svo að ekki verði um afturför að ræða. . . — Ef stúlka hefur hlotið starfs menntun, er hún gengur í hjóna band, er það hrein ílónska af henni að láta hana fyrnast, því að aldrei er gott að segja, hvað framtíðin kann að bera iskauti sér. Þótt kona eignist börn og eiginmann verður hún að gera sér það ljóst, að fólk er ekki fasteign og fyrr en varir, verða ungarnir flognir, stundum kannski maðurinn líka. . . .og hvað þá? — Og þessi gamla úrelta saga sem sífellt er verið að tönnl- ast á, að börn skuldi foreldr- um sínum svo mikið!!! Það má kannski hafa það hug fast, að þau hafa heldur ekki beðið um þessa blessaða jarð vist sem þeim hefur verið út- veguð hér, og hver stofnaði Hka til hennar? — Nei, hver manneskja á að vera sjálfstæður einstaklingur, og búa með öðrum 1 jarðrlkl, 1 gagnkvæmum skilningi og virð ingu, með kostum og löstum. Þróunin er og verður sú. — Lífsbaráttan er hörð, harð ari fyrir það, að fólkið á að vera einstaklingar. Það er vanda samt að láta ekki glepjast og fylgja straumnum, eða fyrnast I iðunni og hringrás atburðanna og tímans. Gott er að kunna að taka hinu nýja og óþekkta, enþarna einmitt reynir á einstaklinginn, sem dag hvern mætir með ein beittní þeirri raun, að þurfa að velja og hafna, og þarf I sí- fellu að spyrja sjálfan sig: „Hvað vil ég nú?" — Ef fólkið vill vera frjálst, verður það líka að bera mikla ábyrgð. Og þessvegna er það svo nauðlynlegt að þroska sig, til að geta tekið rétta afstöðu til vandamálanna. — Það er auðvitað hægara að tala um hlutina en að fram- kvæma þá, en það ER nú einu sinni lífið! Spurningin er bara sú hvort íólk hafi manndóm til að horf- ast í augu við það, og þá stað- festu til sjálfstæðrar hugsunar, sem nauðsynleg er til að drukkna ekki I öllum þeim ut- anaðkomandi áhrifum, sem á borð eru borin heima og heim- an í útvarpi og sjónvarpi, bók- um og blöðum, kvikmyndum og listum, og svo mætti lengi telja. — Nauðsyn er til þess að ala börnin I dag upp I þvl að hugsa fyrst og fremst sjálfstætt Þá verða þau sjálfstætt fólk! — Ætlar þú að ala þín börn svona upp? — Ég vona að mér takizt það. Það verður nú sennilega suður í Frakklandi, og þar er margt fast I hefðinni, en ég hef lika bein 1 nefinu! — í Frakklandi? — Já ég er trúlofuð frönsk- um efnaverkfræðingi, eiginlega sveitamanni frá Isere. Hann vinnur að vísindarannsóknum og ég mun halda áfram að listina, því að ég hef hlotið franskan rlkisstyrk til frekara um við kanna nýjar leiðir sam- an ég I litum og línum, hann þróun og útlínum. Þetta getur haldizt I hendur. — Og ef sprenging yrði á rannsóknastofunni hjá honum, þá gæti það orðið litskrúðugt? — Jájá, þá myndi ég æpa, Bíddu, bíddu, ég þarf að festa þetta á léreftið". Hún kveður. M. Thors. FÖBNUM VEGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.