Morgunblaðið - 26.09.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.09.1968, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPT. 1968. „Fyrst að haf a hugsjónir - síðan að gera þær að veruleika" Rœtt við Magnús Gunnarsson MAGNÚS Gunnarsson hefur tekið virkan þátt í starfi sam- taka ungra Sjálfstæðismanna. Dann stundar nú nám í við- skiptafræði við Háskóla fs- [ands. Mbl. spurffi Magnús nokkurra spurninga um mál- efni þau, sem hæst befur'bor- ið í umræðum ungra manna upp á siðkastið. — Hvern telur þú helzta mis- mun á afstöðu ungu og gömlu kynslóðanna til stjórnmála? — Unga fólkið í dag, neitar að axla gömul deilumál stjórn- málamannanna. Halda áfram þeirri stjórnmálabaráttu sem einkennzt hefur af því, að sýna fram á, að andstæðingurinn hafi altlaf rangt fyrir sér en ekki að sanna ágæti eigin stefnu. — Er þá lausnin kannski að- eins sú að ungir menn taki við fleiri áhrifastöðum í stjórnmál- um? — Neí, alls ekki. Það er oft- ast svo þegar stjórnmálasam- tök yngri mannanna vakna upp á tveggja til þriggja ára fresti, að herópið er „ungir menn í forystu", „kynslóðaskipti", eða eitthvað álíka. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt fyrir stjórn- málaflokk að stöðugur straum ur nýs blóðs leiki um forystu- lið hans, eins og flokkinn reyndar allan. En nýtt blóð þarf ekki undantekningarlaust að vera ungt blóð. Þa'ð er al- kunna, að menn geta verið há- aldraðir í stjórnmálum milli tvítugs og þrítugs, en ungir og sprækir rúmlega sextugir. Frjór og opinn hugur, og það að vera ávallt ungur í anda og síleitandi skiptir mestu í augum unga fólksins. Sömu kröfu ger- ir það vitanlega til eigin sant- taka. Þau eiga ekki aðeins að vera samtök ungra stjórnmála- manna, heldur samtök ungs fólks með stjórnmálaáhuga. — Nú þarf vart að fjölyrða meir um „einangrun stjórn- málamannanna", „stirðnun flokkanna" og „flokksræði" á öllum sviðum. Hvað er nú til ráða hjá unga fólkinu? — í fyrsta lagi tek ég fram, að ég þykist ekki sjálfkjörinn talsmaður unga fólksins. En skoðun mín og þeirra sem ég umgengst virðist mjög á eina hmd. Sjálfstæðisflokkurinn þarf, ef hann á að gegna for- ystuhlutverki í íslenzkum stjórnmálum, að gerast bylt- tagarflokkur. Hann hefur því miður átt sinn þátt í að byggja upp það kerfi, sem nú er kom- ið að fótum fram og ríðar til falls sökum megns vantrausts fólksins í landinu. FJokksfor- ystunni verður að vera ljóst, að þeir flokkar, sem ætla að standa með þessu kerfi í fram- tíðinni munu falla með því. Sjálfstæðisflokknum, eðli síns vegna, er lífsnauðsyn að hafa forystu um að brjóta fún- ar stoðir ríkisflokksveldisinis, ef hann á að komast heill út úr komandi stormum fslenzks stjórnmálalífs. Hann verður að hafa forystu um að færa völd- in aftur til fólksins. Vitanlega á þetta hvorki skylt við stjórn leysi né að gera þjóðkjörna fulltrúa valdalausa. En það óeðlilega vald, sem safnazt hef- ur á herðar stjómmálamann- anna í öllum mögulegum og ómögulegum efnum á ekkert skylt við þá þjóðfélagshugsjón, sem Sjálfstæðisflokkurinn á að stefna að. Fyrsta skrefið 1 þá átt að gera þjóðfélagið heilbrig*ðara tel ég að sé að flytja fjármagn .JS úr höndum stjórnmálamann anna, sem í gegnum ríkisvald- ið hafa náð úrslitavaldi yfir megin hluta fjármagnsins og þar með atvinnulífinu. Afleið- ingin er veikt atvinnulíf, þar sem engin virðist hafa nokkra ábyrgð. Þegar eitthvað bjátar á sjá menn oft þá lausn eina að hlaupa á náðir xíkisins. Þar er f jármagnið og ábyrgðin. En auðvitað er það ljóst, að um Magnús Gunnarsson, viðskiptaíræðinemi. Ieið og fjármagnið verður flutt til í þjóðfélaginu flytzt ábyrgð in líka með því. Þarna held ég að skilji á milli okkar þjóðfé- lags annars vegar og þeirra á Norðurlöndum og í V-Evrópu hins vegar. — En hvert yrði þá fyrsta skrefið til endurbóta á stjórn- málasviðmu — Þar tel ég, að sé við hlið- stæð vandamál a'ð stríða. Við verðum að deila valdinu innan flokkanna. I lýðræðissamfélög- um þykir sjálfsagt að tví- ef ekki þrískipta valdinu. Jafnvel í einræðisríkjum kommúnism- ans er hreyfing í þá átt að skilja flokksvald og ríkisvald. Þetta sáum við glögglega með falli Krúsjefí og þeirri tví- mennisstjórn, sem við tók. Þar náði samþjöppun valdsins há- marki með Stalin heitnum. Flokkur og ríki sameinuðust þar í einni persónu. I Tékkó- slóvakíu var slíkur aðskilnað- ur valdsins frumatrfði endur- bótanna. — En lítum oss Aú nær. Hvernig eigum við að brúa aft- ur það djúp, sem myndazt hef- ur milli fólksins og flokkanna? Flokkana sem eiga að vera tæki fólksins til þess að hafa áhrif á landstjórnina. Fyrsta skrefið hlýtur að vera að láta fólkið finna að þess sé valdið. Gagnvart Sjálfstæðisflokknum er það eindregin skoðun mín, að hann eigi í næstu kosning- um að láta kjósendur sína al- gjörlega um vai frambjððenda. Almennt próflgjör kjósenda hans er eina leiðin. Hér á ég þó alls ekki við það fyrir- brigði, sem nefnt var prófkjör á fyrri árum. Jafnframt endurbótunum, sem ég drap á áðan, tel ég nýja kjördæmaskipun á grundvelli einmenningskjördæma vera ráðlega til að lyfta stjórnmál- unum upp úr núverandi lægð. Slík breyting er þó áreiðanlega engin allsherjarlausn út af iyr- ir sig. Það kennir sagan okk- ur. En ég er líka sannfærður um, að hægt væri að fram- kvæma þá kjördæmaskipan án þess að allt koðni í einangrun- ar- og vegaspottapólitík. — Nú fara fram umræður um hugsanlega þjóðstjórn, hvert er átit þitt á slikri stjórn? — Ég get ekki séð, að hún leysi nokkurn vanda. Ég held að þjóðareining fáist aldrei um þjóðstjórn, heldur aðeins um stefnu, sem meirihluti þjóðar- innar óskar eftir. Það er flokk- anna að leggja fram sínar stefnur um lausn vandamál- anna. Þjóðarinnar er að velja. Ef menn telja að umboðið, sem núverandi ríkisstjórn fékk frá meiri hluta kjósenda í síðustu kosningum sé útrunníð, þá er að leggja spilin á borðið und- anbragðalaust. Þjóðstjórn án þjóðarfylgis er vægast sagt ákaflega ólýðræðislegt fyrir- brigði. En kannski er nú óþarfi að gera ráð fyrir, að landið verði stjórnarandstöðulaust, ef af þjóðstjórn yr'ði? — Nú er sagt að hugsjónir gagni lílt þegar út í raunveru- leikann er komið, er ekki hætta á að unga fólkið sé að flýja veruleikann? — Ég er þess fullviss, að bæði ungir og aldnir eiga það sameiginlegt að vilja kjósa um málefni og menn, ekki aðeins að velja milli nafna á flokk- um, sem því miður marka stefnu sína einhvern veginn frá degi til dags. Nú er það unga fólksins að koma níður úr skýjumun og takast á við vandamálin og berjasit fyrh> hugsjónamálum sínum. Það er auðvelt að rífa niður, en nú er að beita öll- um kröftum til að móta það framtíðar þjóðfélag, sem við viljum búa við. Fyrst er að hafa hugsjónir. Síðan að gera þær að veruleika. Þ. W. Sextáu hross utan með ReykjaiossM — sérstakt gripaflutningaskip sœkir á þriðja hundrað hross hingað i SE3TÍU hrossum verður skipað um borð í Reykjafoss í dag, að því er Agnar Tryggvason hjá útflutningsdeild SÍS tjáði Morg- unblaðinu í gær. Flytur Reykja- foss hrossin ti'l Hamborgar, en október á vegum þýzkra og baðan verður þeim dreift til kaupendanna, sem eru í Þýzka- landi, Hollandi, Ausíurríki, Frakklandi og Danmörku. Hafa þá alls rúmlega 300 íslenzkhross t?erið flutt út á þessu ári. Vonir standa til, að sérstakt gripaflutn ingaskip komi hingað til lands í danskra hrossakaupernda og mun það taka hér á þriðja hundr að hross. Er nú verið að velja þau hross, en flest þeirra verða úr Skagafirði. Ekki sagði Agn- ar, að fleira væri fyrirhugað í hrossaútf lutningi á þessu ári Húseignir til sölu Sérhæð við Austurbrún. Húseign með tveim íbúðum. 4ra herb. endaíbúð í Stóra- gerðL Fokhelt endaraðhús í Foss- vogi 4ra herb. íbúð, útb. 300 þús. 8 herb. einbýlishús við Akur- gerði. 4ra herb. íbúð við Kleppsveg. Rannveig Þorsteinsdóttir, hrl. málflutningsskrifstofa Sigurjón Sigurbjörnsson fasteignaviðskipti Laufásv. 2. Sími 19960 - 13243 FASTEIGNAVAL Skólavörðustíg 3A. 2. hæð. Símar 22911 og 19255. Til sölu m.cL Tvö lítil risherb. við Rauðar- árstíg. 2ja herb. íbúðir á hæðum í gamla bænum. 3ja herb. íbúð á 4. hæð við Háaleitisbra/ut. 4ra herb. íbúð á 1. hæð í Hlíð- unum. 4ra herb. endaíbúð á 1. hæð við Kleppsveg. 5 herb. íbúð á 3. hæð í gamla bænum. íbúð óskast 160 - 170 ferm, íbúð óskast á góðum stað í borginni, helzt í tvíbýlis- eða þríbýlishúsi. Þarf eklki að vera laus stirax. Skipti á voxí 133 ferm. góðri íbúðar hæð sem er í Vesturbænum, koma einnig til greina. Jón Arason hdl. Sölumaður fasteigna Torfi Asgeirs^on. TIL SÖLU Ágætt 2ja herb. íbúð við Lauga veg. Góðir greiðsluskilmál- ar. 3ja herb. íbúðir við Langholts veg, Laufásveg, Hverfisgðtu, Laugarnesveg, Skólabraut. 4ra herb. risibúð í Vesturbæn um, 96 ferm. í góðu ásig- komulagi, hitaveita. Tvöfalt gler. 5 herb. íbúð á 2. hæð við Kleppsveg. Teppi á stofum og gangi. Suðursvalir. Einbýlishús ásamt bílskúr við Hrauntungu Einbýlishús ásamt bílskúr við Sunnuflöt. Höfum kaupendur að góðum 2ja—3ja herb. íbúðum, einn ig íbúðum í smiðum. Steinn Jónsson hdl. Lögfræðiskrifstofa og fast- eignasala, Kixkjuhvoli. Símar 19090 - 14951. Kvöldsúni 36768. Fasteignir til sölu 2ja, 3ja og 5 herb. íbúðir í góðum timburhúsum í Mið- bænum. Hagstæðir skilmál- ar. Snotur 3ja herb. risibúð við Miklubraut. Góð kjör. I.ítið einbýlishús við Fram- nesveg. 4ra herb. hæð við Lækjarfit 3ja herb. íbúð á hæð við Nönnugötu. Góð 3ja herb. kjallaraibúð við Ránargötu. Góð 3ja herb. íbúð við Rauð- arárstíg. Verzlunarkjallari við Klapp- arstíg. Góð kjör. AusturttrwU 20 . Sfmi 19545 Til sölu 7 herb. raðhús við Miklubraut í góðu standi. 6 herb. hæðir við Rauðalæk, Gnoðarvog, Fellsmúla og Rlönduhlíð. Einbýlishús við Lawgarnesveg, Aratún, Vífilsgötu, Bræðra- tumgu Kópav., Hrauntungu Kopav., og Gufunesi. í smíðum Glæsilegt einbýlishús, 222 ferm. íbúð, með tvöföldum bílskúr, 55 ferm. Selst fok- helt. Útborgun aðeins 300 þús. Eftirstöðvar lánast til 5 ára. Einnig raðhús á bezta stað í Fossvogi, selst fokhelt með 400 þús. feróna útborgun, eft isrstöðvar lánasit til 5 ára. 630 ferm. lóð við Skerjafjörð umdir einbýlishús. Lóð, 1 ihekt'ari, lóð undir sumarbústað nálægt Reykja vík. Einar Sigurðsson hdl. Ingólfsstræti 4. Sími 16767. NYKOMIÐ FYRIR CHEVROLET varahlutir í rafkerfi, Iiemía- kerfi, útblástursrör, hljóð- deyfar, blönduaigar, benzin- dælur, vatnsdælur, 14 tommu hjólhlífar. Bílobúð SÍS Ármúla 3. Vil kaupa íbúð! á hæð eða í góðu risi. Þatrf að vera í góðu standi og sem mest sér. Útborgun samkomulag. Uppl. í síma 14663. Falleg íbúð Til sölu 6 herbergja íbúð á II. hæð í Heimunum 160 ferm., 4 svefnherb., stofur, eldhús, búr, bað og sér þvottahús. Stórar svalir í suður og vestur. SKIP OG FASTEIGNIB Austurstræti 18. Sími 21735. Eftir lokun 36329.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.