Morgunblaðið - 26.09.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.09.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐBD, FIMMTUDAGUR 26. SEPT. 196«. 15 »:llM*'W:mi * Þrátefli í deilu Rússa og Tékkdsldvaka * Rússar hafa í hdtunum við Vestur-Þjdðverja * Hægri sveiflo í bandarískum stjdrnmálum Crípa Rússar til nýrra ráða? MARGT bendir til þess, að Rússar séu að missa þolinmæð- ina á Tékkóslóvakíu vegna þess hve hægt þeim hefur þótt miða í þá átt, að komið verði á „eðli- legu ástandi" og þeir séu þess albúnir að láta til skarar skríða til þess að flýta fyrir þessari þróun. Aðallega er rætt um tvo möguleika: að þeir neyði tvo vin sælustu leiðtoga landsins, Alex- ander Dubcek flokksritara og Josef Smrkovsky þingforseta, til þess að segja af sér eða neyði Dubcek til að grípa til illa þokk aðra ráðstaf ana, sem gera mundu vinsældir hans að enigu o>g valda tortryggni og sundrungu. En ljóst er, að allar tilraunir Rússa til að knýja fram breytingar á æðsbu forystu landsins eða nýj- ar tilslakanir munu vekja mikla ólgu og að forystumenn lands- ins munu beita sér ákaft gegn öllum slíkum breytingum. Hins vegar geta þeir ekki gengið fram hjá þeirri staðreynd að rúmlega hálf milljón her- manna frá Varsjárbandalags- ríkj'unum er í landinu. f vænit- anlegum viðræðum við leiðtog- anna í Moskvu mun reyna mjög á festu og hæfni tékkóslóvak- ískra leiðtoga. ÞRÁTEFLI Segja má, að þrátefli hafi skap azt í viðureign Rússa og Tékkó- slóvaka. Rússar hafa fengið því framgengt, sem þeir sögðu að vakað hefði fyrir þeim með her náminu: • Herfylki hafa verið send til vesturlandamæra Tékkóslóvakíu vegna ímyndaðrar hættu á ár- ás úr vestri. • Útvarp, sjónvarp og blöð hafa verið múlbundin, skoðana kúgun hefur verið komið á og almenningur þorir ekki lengur að gagnrýna opinskátt það sem miður þykir f ara. • Valery Kuznetsov erind'reki Moskvustjórnarinnar, sem er nokkurs konar landstjóri í Tékkóslóvakíu, hefur eftirlit með mikilvægum ákvörðunum og ut- anríkisstefnunni. Samkvæmt sum um fréttum hefur bann einn- ig eftirlit með vissum ræðum sem forystumenn Tékkóslóvaka halda. ENGIR KVISLINGAR Á hinn bóginn hefur Rússum ekki tekizt að finna kvislinga úr hópi forystumanna, sem þeir gætu notað til þess að hrinda í framkvæmd öllum kröfum sín- um. Fréttir herma, að eini leið- toginn, sem sýnt hafi raunveru legan áhuga á því að vinna fyrir Rússa. Alois Indra, hafi látizt þegar gerð var á honum læknis aðgerð nýlega í Moskvu. Að vísu virðast Rússar gera sér von ir um, að tveir forystumenn verði fáanlegir til samstarfs: • Dr. Gustav Busak, leiðtogi kommúnistaflokksins í Slóvakíu sem hefur verið tvíræður í af- stöðu sinni til hernámsins og er greinilega í náðinni hjá Rússum, þótt það sé síður en svo víst að hann sé fús að taka við skip- unum frá þeim, enda hefur hann orð fyrir að vera sjálfstæður í skoðunum: og • Zdenek Mlynar, fulltrúi í framkvæmdanefndinni, sem tók þátt í Moskvuviðræðunum, hef- ur alls ekki orð fyrir að vera kvislingur fremur en Husak, en hefur hvatt til þess að brúað verði bilið milli þjóðernishyggju Tékkóslóvaka og hins harða raunveruleika sovézka hernáms- ins. Rússar hafa einnig gert ákaf- ar tilraunir til að koma sér upp liði stuðningsmanna meðal starfs manna ríkisstofnana og bæja- og sveitastjórna, en með engum sjáanlegum árangri. Þó virðist Rússum hafa tekizt að valda nokkurri óvissu og tortryggni, sem ef til vill gæti stofnað ein- ingu þjóðarinnar og forystu- mannanna í hættu síðar meir. En hingað til haf a embættismenn og venjulegir borgarar harðlega neitað að hjálpa hernámsveld- unum. Jafnvel tékkóslóvakíska leyni lögreglan hefur aðstoðað fólk, sem reynt hefur að óhlýðnast hernámsliðinu og bjargað nokkr um frjálslyndum menntamönn- um frá því að verða handtekn- ir af rússnesku leynilögregl- inni. Mikilvægt er, að Dubcek getur einnig treyst á stuðning innanríkisráðuneytisins. EINHUGA ÞJÓð Mikilvægast er, að Dubcek nýt ur enn stuðnings og samúðar allrar þjóðarinnar, og það gremst Rússum mest. Þeir vona, að Dubcek eigi eftir að baka sér óvinsældir vegna illa þokk- aðra ráðstaíana, en hingað til hefur þeim ekki orðið að þess- ari von sinni. Sömu sögu er að segja um Ludvik Svoboda for- seta og aðra leiðtoga: þeir njóta enn mikilla vinsælda. En þeir vita, að þeir geta ekki haldið því mikla trúnaðartrausti, sem þjóðin hefur sýnt þeim, nema þeir sýni og sanni að þeir hafi ekki gefið frjálslynda stefnu sína algerlega upp á bátinn. Þess vegna munu þeir standa fastir fyrir gegn kröfum Rússa um, að meiri festa verði sýnd í ráðstöf- unum, er miða að því að koma á „eðlilegu ástandi", og halda því fram, að þeir hafi gert nóg og nú sé röðin komin að Rúss- um að slaka til og hefja brott- f lutning hersveita sinna úr land inu. Rússar munu hafa krafizt þess að embættismenn sem þeir telja að sýnt hafi linkind við að fram fylgja þessum ráðstöfunum, verði látnir víkja. Moskvu-blöð in hafa kvartað yfir því, að viss ir embættismenn og borgarstjór ar hafi „komið í veg fyrir" sam- skipti hernámsliðsins og þjóðar- innar. Þótt ritstjórar forðist að gagnrýna hernámsliðið, kvarta Rússar yfir skopmyndum og þýð ingum á ummælum erlendra blaða. Ef tékkóslóvakískir leiðtogar láta engan bilbug á sér finna og neifca að gera fleiri tilslakan- ir, kunna Rússar að komast að þeirri niðurstöðu að einia ráðið til að knýja fram breytingu sé sú að víkja þeim frá völdum og skipa samvinnuþýðari menn í þeirra stað. En það gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Tékkóslóvakíska þjóðin stendur sem einn maður gegn hernám- , , inu. Bezti kostur Rússa virðist Tekkoslovaknu, vera að halda áfram 'tilraunium sínum til að grafa undantrausti þjóðarinnar á leiðtogunum og ala á tortryggni og sundrungu meðal þjóðarinnar. Eftir á að koma í ljós, hvort sú viðleitni ber meiri árangur en hún hefur gert til þessa. Alexander Dubcek á þingfundi í Hradcanykastala í Prag. Hvað ganga Rússar langt? Rússar hafa á undanförn'um vikum reynt að réttlæta íhlut- un sína í Tékkóslóvakíu með því að hálda því fram, að hún hafi verið nauðsynleg vegna þeirrar ógnunar, sem stafi frá hefndarsinnum í Bonn. Þeir hafa fylgt þessum ásökunum eftir með því að senda Bonn- stjórninni uggvænlegar orð- sendingar, þar sem þess hefur í raun og veru verið krafizit að hún láti af þeirri stefnu sinni að bæta sambúðina við Austur- Evrópuríkin og kveði niður ný- nazisma. Svo miklum stakkaskipt um hefur ástandið í heimsmál- unum tekið eftir innrásina í hinir svart- sýnustu velta því fyrir sér, hvort Rússar hugsi í alvöru um þann möguleika að ráðast á Vest ur-Þýzkaland. Rússar halda því fram, að þeir hafi rétt til íhlutunar í Vestur- Þýzkalandi samkvæmt tveimur ákvæðum stofnskrár Sameinuðu þjóðanna þess efnis, að Banda- menn í heimsstyrjö'ldinni grípi til aðgerða gegn fjandmönnum sínum, ef nauðsynlegt reynist til þess að tryggja að samningar- nir, sem bundu enda á heims- styrjöldina, séu hafðir i heiðri. Að beiðni Vestur-Þjóðverja hafa Vesturveldin svarað þessum stað hæfingum Rússa, og hafa Bret- ar og Bandaríkjamenn haldið því fram, að umrædd ákvæði séu úrelt og hafi ekki lengur gildi, en Frakkar vilja ekki ganga eins langt og segja að- eins, að túlkun Rússa á þeim sé villandi og ónákvæm Sumir fréttaritarar benda á, að með söm'u rökum og Rússar beiti hafi Vesturveldin íh'lutunarrétt í Austur-Þýzkalandi, sem hafi í anda Hitlers og þýzkrar hern- Humphrey ræddi nýlega við Truman forseta, sem sagði honum: „Ililtu eins margt fólk og þú getur og segðu því sannleikann jafnvel þótt hann sé beiskur." aðarstefnu ógnað grannríki með þátttöku sinni í innrásinmi í Tékkóslóvakíu. í yfirlýsingu Bandaríkjastjórn ar segir, að hvers konar árás á Vestur-Þýzkaland verði umsvifa laust svarað enda er samkvænmt Atlantshafssáttmálanum litið á árás á eitt aðildarríki sem árás á þau 611, Um Vestur-Þýka land gegnir allt öðru máli en Tékkóslóvakíu, þar sem það er utan ábrifasvæðis Rússa, og þess vegna mundi íhlutun þar leiða til stórátaka. Þar sem Rússum er fyrst og fremst annt um að varðveita heimsveldi sitt frem- ur en að stækka það, virðist ótrúlegt að þeir hætti á slíkt. Sennilegra er, að þeir viljidreifa athyglinni frá Tékkóslóvakíu og reyna að leggja fast að Bonn- stjórninni að undirrita samning inn um bann við frekari út- breiðslu kjarnorkuvopna. USA PAPPÍRSTÍGRISDÝR? En innrásin í Tékkós'lóvakíu hefur vakið svo mikla tor- tryggni í garð Rússa, að margir sérfræðingar hafa tekið til end urskoðunar það mat sitt, að þeir muni ekki beita hervaldi gegn Vestur-Þjóðverjum. Harry Sch- warz, hinn kunni sérfræðingur New York Times í málefnuim kommúnistaríkja, segir: .,Þeir - rólegustu eru farnir að velta því fyrir sér, hvort þeir sem ráði stefnunni í Moskvu hafi komizt að þeirri niðurstöðu, að valdajafnvægið í heiminum hafi raskazt þeim í vil og þeir hafi þess vegna nýtt svigrúm, sem þá hafi áður vantað. Hinir svart- sýnustu halda því fram, að ráða mennirnir í Kreml kunni nú að halda, að Bandaríkjamenn séu pappírstigrisdýr, ssm séu of fast ir í kviksyndinu í Vietnam og of lamaðir heima fyrir vegna kynþáttaólgu og pólitískrar sundrungar til þess að geta stað ið við skuldbindingar sínar í Mið-Evrópu, ef herir Sovétríkj- anna fari á kreik." Schwarz segir, að alvarlegar umræður um þessa möguleika sýni, jafnvel þótt þeir sem um þetta ræði séu aðeins í minni- hluta, hvernig innrásinni í Tékkó slóvakíu hafi leitt til róttæks endurmats á gömlum hugmynd- um um jafnvægið í heiminum eftir heimsstyrjöldina síðari. Framh. & bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.