Morgunblaðið - 26.09.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.09.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPT. 1908. Andrea Þóra Eiríks- dóttir - Minning Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð þú vaktir yfir velferð barna þinna þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móður handa að miðla gjöfum eins og þú. Þetta hugljúfa erindi eftir Davíð Stefánsson kom mér í hug, er ég frétti andlát frú And- reu Þóru Eiríksd., mér fannst það sem talað til hennar. Er ég hugleiddi lífsstarf þessarar mik- ilhæfu ágætis konu. Það er að jafnaði hljótt yfir störfum þeirra kvenna er eingöngu vinna sin störf innan veggja heimilisins og helga manni og börnum allt sitt líf. Þó eru þessar konur að gegna mikilvægustu ábyrgðar- störfum sem til eru í hverju þjóðfélagi. Það er að móta og aía upp þá þegna sem landið eiga að erf a. Þóra Eiríksdóttir en svo var hún að jafnaði nefnd, var fædd Móðir mín, Sigríður Zoega ljósmyndari, andaðist á Borgarspítalanum þriðjudaginn 24. þ.m. Bryndís Jónsdóttir, Eiginmaður minn, og faðir okkar, Sigurður Sölvason kaupmaður, Skagaströnd, andaðist á Héraðshælinu á Blönduósi 24. sept. Margrét Konráðsdóttir, Erla SijTUröardóttir, Árni Sigurðsson, Hallgrímur Sigurðsson. Þökkum innilega samúð og vináttu við andlát og jarðar- för eiginkonu minnar, móður okkar og ömmu, Astu Sigurðardóttur SkálagerSi 15. Guðni Erlendsson, börn og barnabarn. Faðir okkar og tengdafaðir, Finnbogi Árnason yfirfiskmatsmaour, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju föstudaginn 27. þ.m. kl. 1.30. Krístinn Finnbogason, Guðbjörg Jóhannsdóttir, Magnea Finnbogadóttir, Þorlákur Runólfsson, Jóna Finnbogadóttir, Björn Björnsson, Guðrún Finnbogadóttir, Ögmundur H. Stephensen. 14. júlí 1906 að Smærnavöll- um í Garði í Gerðahreppi. For- eldrar hennar voru sæmdarhjón in Guðrún Sveinsdóttir og Ei- ríkur Guðmundsson. Þóra ólst upp í foreldrahúsum ásamt 5 systkinum sínum. Árið 1930 gift ist Þóra þann 7. júní eftirlifandi manni sínum Árna Pálssyni húsa smíðameistara frá Seyðisf. Þau hjón eignuðust 7 börn, 4 syni og 3 dætur, auk þess ólu þau upp stúlku sem þau tóku korn unga, og gengu henni í foreldra stað, var hún systurdóttir frú Þóru. Þau hjón urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa alla synina 4, 2 þeirra dóu í æsku en 2 létust uppkomnir, mestu efnis og ágætismenn, og má geta nærri hversu djúpur harmur slíkur sona missir hefur skilið eftir í hjarta jafn næmgeðja og ástríkrar móð ur sem Þóra vatr, en í sorg sinni var hún stærst og bar sína harma eins og sannri hetju sæmdi enda var hún trúkona mikil og fól sínar sorgir Guði sínum. Ég sem þessar línur rita var mjög handgengin á heimili frú Þóru og Árna og átti því láni að fagna að telja mig einn af vinum þeirra. Ég kom á heimili þeirra á miklum gleðistundum og einnig á stund sorgarinnar og gekk þá jafnan Þóra um beina með sinni alkunnu rausn, hæglát á gleðistundum en með neisn og kjark á sorgarstund- um. Frú Þóra hafði yndi af því að taka á móti gestum, enda sat gestrisni og greiðasemi í fyr- irrúmi á heimili þeirra hjóna og ekkert til þess sparað að láta öllum líða sem bezt er þangað komu, enda var þar gestkvæmt mjög á heimili þeirra, og oft mun Þóra hafa gengið þreytt til hvílu að vera búin að ganga um beina fyrir fjölmennt heimili og gesti, en alltaf fannst manni sem maður væri að gjöra henni stóran greiða með því að líta inn, Þóra var mjög greind kona og glaðlynd, hún var hreinskipt in og lét sínar skoðanir hik- laust í ljós, en alltaf á þann hátt að engan særði. Hún var tryggur vinur vina sinna og sér- staklega góðviljuð og gat ekkert aumt séð án þess að rétta hjálp- arhönd. Þóra átti við mikla vanheilsu að stríða undanfarin ár, en það var hennar huggun að maður hennar, dætur og tengdasynir reyndu sem hægt var að lirta þrautirnar og gjöra allt sem í þeirra valdi stóð að létta byrð- ar hennar. Nú er þessi mikil- hæfa húsmóðir eiginkona og moð ir og amma horfin yfir móðuna miklu og er stórt skarð fyrir skildi á heimili hennar og vinar míns Árna og allrar fjölskyldu hennar og þá ekki síst litlu barna Eiginkona mín, móðir okkar og amma, Jónina Einarsdóttir Seljalandi, Vestmannaeyjum, sem lézt 22. sapt. verður jarð- sungin frá Landakirkju í Vest mannaeyjum 27. sept. kl. 2 eftir hádegi. Isak Arnason, börn ojf barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för, Ásgeiru Guðmundsdóttur Suðurgötu 84, Akranesi. Sigurður Ólafsson, Guðmundur Þ. Sigurbjörnsson og systkin hinnar látnu. barnanna, sem hún var svo ást- rík amma. Ég vil nú að leiðar- Iokum þakka þér Þóra fyrir 20 ára trygga og einlæga vináttu og fyrir f jölmargar ógleymanleg ar gleðistundir sem ég naut á heimili ykkar hjóna og bama ykkar. Ég bið Guð að vernda og blesaa sál þína og lýsa henni um sólar- land fegri og betri heima. Vini mínum Árna Pálssyni og dætrum þeirra og öðrum aðstand endum hinnar látnu vil ég flytja innilegustu og dýpstu samúðar- kveðjur. Þá vil ég flytja mínar innilegustu samúðarkveðjur aldr aðri móður hinnar látnu, sem nú horfir á eftir elskaðri dóttur á bak við fortjald dauðans. Megi minningin um mikilhæfa elskulega konu lýsa ástvinum hennar um ókominn tíma. Vertu blessuð Þóra hafðu þökk fyrir allt. A. Guðmundsson. DROTTINN er minn hirðir, rnig muji ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvíl- ast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Mér duttu þessi orð í hug, þegar ég frétti lát vinkonu minn- ar Andreu Þóru Eiríksdóttiur, sem var búin að Iíða svo mikil veikindi síðustu árin, en hefur nú fengið hvíld frá þeim. Þóra eins og hún var venjulega köll- uð, var glæsileg húsmóðir. Bjó hún manni sín/um og börnum vistlegt og gott heimili, enda meðal þeirra kvenna, sem vilja OMEGA SPEEDMASTER KRÓNOGRAPHts'Proof. VATNSÞÉTT ARMBAND OG KASSt - RYÐFRÍTT STÁL ÞER GETIÐ STRAX EIGNAST SAMSKONAR OMEGA ÚR OG APPOLLO GEYMfARAR NOTA ER ÞEIR LENDA Á TUNGUNU. BIÐJIÐ ÚRSM© YDAJt UM ÞAD BESTA Rlfl.HH UM OMEGA allt á sig leggja fyrir sitt heimili. Hún var líka ástrík og góð móðir og bjó yfir rausn og gjafmildi og vildi gleðja alla, ekki sízt þá sem áttu bágt eða voru eitthvað útundan í veröldinmi. Hún fylgd- ist vel með öllum aknennum málum og hafði ákveðnar skoð- anir. Hún var að eðlisfari trú- ræfcin kona og vildi efla fcristi- legt siðferði og kom það ekki sízt fram í uppeldi barnanna. Þóra var gift Árna Pálssyni byggingarmeistara og áttu þau 7 börn, 4 syni og 3 dætur. Af þeim eru 4 synir látnix en 3 dæturnar eru á lífi, Vilborg, Guðlaug og Edda og er að þeim þungoir harmur kveðinn. En góð- ar minningaT um kseran maka og ástríka rnóður og dóttur geymaist í birtu og er gott að dvelja við þær á raunastundu. Svo þakka ég þér, góða vin- kona, fyrir allar þær gleðistundir sem ég og mitt fólk hefur átt á heimilinu og ekki sízt þá síðusbu fyrir stuttu. Sá sólardagur verð- ur mér minnisstæður. Guð blessi heimkomu þína. Oddfríður R. Jónsdóttir. Sigríður V. Magnús- dóttir — Minning F. 4. OKT. 1899 D. 18. SEPT. 1968. Með frú Sigriði Magnúsdótt- ur er horfin af sjónarsviðinu mjög merk og mikilhæf kona, sem verið hefur sérstök stoð og stytta slysavarnastarfseminnar í sinu byggðarlagi undanfarna þrjá áratugi. Vestmanneyingar urðu á sínum tíma á undan öðrum landsmönn- um við að koma upp hjá sér skipulögðum slysavörnum með út gerð á eigin björgunarskipi. Þar var því fyrir rótgróna slysa- varna- og siálfsbjargarviðleitni þegar Slysavarnafélag Islands var stofnað. Eftir það sinntu karl mennirnir björgunarstarfinu, en konurnar fjáröflun og félags- starfseminni, hvorutveggja af mikilli prýði. Slysavarnadeildin „Eykyndill" var stofnuð 1934. Hefur henni verið eingöngu stjórnað af kon- um af mikilli fórnfýsi og skör- ungsskap, eins og konum er lag- ið, þar sem um hjartans mál þeirra er að ræða. Þar hefur frú Sigríður V. Magnúsdóttir haft forustuna lengstum. Hún var fyrst kjörin í stjórn 1936 og hefur verið for- maður alla tíð frá 1942, þangað til nú að dauðinn hefur höggv- ið mikið skarð í raðir þessa sam- henta hóps, þar sem hún var ein styrkasta greinin. Þeir sem til þekkja, vita bezt um það feikna mikla starf er liggur að baki svo löngu og fórnfúsu forustuhlutverki í viða mikilli aðstoðar og hjálparstarf- semi, en þetta hlutverk rækti frú Sigriður með mikilli prýði og ósérplægni, ávallt viðbúin að bæta á sig hverskonar fyrirhöfn ef það gæti orðið málefninu til heilla. Frú Sigríður var virðuleg og viðmótshlý. Heimili hennar var stórt og gestkvæmt. Þar var öll um vel fagnað og leystur margra vandi, og alltaf virtist hún hafa nægan tíma til að sinna sínum mannkærleiksstörfum. Þar naut hún stuðning manns síns Tóm- asar Guðjónssonar útgerðar- manns, í Höfn, er var mikill at- hafna- og framkvæmdamaður. Hann er látinn fyrir nokkrum árum en merkinu hélt frú Sig- ríður uppi til hinztu stundar. Með starfi sínu fyrir Slysa- varnafélagið hefur hún reist sér þann minnisvarða, sem nægir til að halda minningu hennar á lofti. Það var ekki einungis að hún áratugum saman hefði forystu innan sinnar eigin Slysavarna- deildar, heldur átti hún einnig sæti í aðalstjórn Slysavarnafé- lags íslands, sem fulltrúi Suður- lands og fulltrúi Vestmannaey- inga hefur hún verið á ðllum landsþingum Slysavarnafélags fs lands, nú síðast í vor á 14. lands- þinginu. Var frú Sigríður ákaflega vel látin af öllum, sem hún átti sam- leið með, vegna alúðar sinnar, góðvildar og meðfæddrar hátt- visi. Slysavarnafólk um allt land mun ætið minnast þessarar mik- ilhæfu félagssystur með sérstöku þakklæti og virðingu. í nafni Slysavarnafélags fs- lands og starfsfólks vottum við eftirlifandi bðrnum þeirra hjóna og nánustu ástvinum, hina inni- legustu samúð. Henrý Hálfdánarson Hjartans þakkir til allra vina og vandamanna sem glöddu mig á 85 ára afmæli mínu 18. sept. sl. með gjöfum, heilla- skeytum og heimsókmim og gjörðu mér daginn ógleyman- legan. Guð blessi ykkur öll. GuSmundur Guðlaugsson frá Hallgeirsey. Kaupmenn — kaupfélög Vanur verz'unarmaður óskar eftir vinnu í Reykja- vík eða nágrenni. Upplýsingar í síma 36513. Atvimia Ungur maður utan af landi sem vinnur við afgreiðslu og sölustörf óskar eftir góðri framtíðaratvinnu. Má vera úti á landi. Getur byrjað fljótlega. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Reglusemi — 8160" fyrir 5. október. Sendisvelnn Okkur vantar nú þegar sendisvein allan daginn. I BRYNJÓLFSSON & KVARAN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.