Morgunblaðið - 29.09.1968, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. SEPT. 1966
BÍLALEIGAN
AKBRAUT
SENDUM
SIMI 82347
BÍLALEIGAINI
- VAKUR -
Sundlaug'aveffi 12. Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
S/mi 22-0-22
Rauðarárstíg 31
siM' 1-44-44
mmiDiR
Hverfisgötu 103.
Simi eftir lokun 31160.
LITLA
BÍLALEIGAN
Bergstaðastræti 11—13.
Hagstætt leigugjald.
Sími 14970
Eftir lokun 14970 eða 81748.
Sigurður Jónsson.
Halldór Jónsson "
Hafnarstræti 18
sími 22170-4 linur
GtJSTAF A. SVEINSSON
hæstaréttarlögms tfur
Laufásvegi 8 - Simi 11171
0 Flekkað sakavottorð
„Löghlýðinn borgari" skrifar:
„Kæri Velvakandi. Þér finnst
kannski ofdirfska hjá mér að
kalla mig „löghlýðinn borgara“
þegar ég er með flekkað saka-
vottorð. En það verður að hafa
það. Málið er þannig vaxið, að
fyrir nokkrum árum varð mér
það á að leggja bílnum mínum
ólöglega. Ég átti erindi í hús við
Njálsgötuna og nennti ekki að
dunda við að koma bílnum vel
fyrir í þröngu stæði, enda að flýta
mér, og stóð afturendinn of langt
út á götuna. Ég skauzt inn í hús
og kom þaðan aftur um þremur
mínútum síðar. En lögregluþjónn
á mótorhjóli, sem ekið hafði
nokkuð á undan mér, hafði þá snú-
ið við og var kominn að bílnum.
Hann benti mér kurteislega á að
svona mætti ég ekki skilja við bíl
inn. Ég kom með þá klas^isku
afsökun að það hefði ég einung-
is gert vegna þess, hve stutt ég
ATVINNA
Reglusamur, ungur maður,
óskar eftir atvinnu . Margt
kemur til greina. Sími 23949.
stanzaði. Um leið og við kvödd-
umst tók hann upp bók sína og
skrifaði eitthvað í hana.
Fljótlega á eftir fékk ég svo
tilkynningu um að mæta á Lög-
reglustöðinni og standa fyrir
máli mínu, hvað ég og g erðL
Þar var lesin yfir mér skýrsla
lögregluþjónsins um brotið — að
öllu leyti rétt, nema mér fannst
hann hefði átt að skýra frá, hve
stutt ég stanzaði þarna, því að
það hlaut hann að vita, sennilega
séð til mín, eða að minnsta kosti
búinn að aka þarna rétt áður. Ég
viðurkenndi brotið þegar í stað
og borgaði mínar 50 eða 100 krón
ur í sekt. Réttarsátt minnir mig
þeir kalla það.
En hvað gerist svo. Þrisvar sinn
um síðan hef ég þurft á saka-
vottorði að halda, núna síðast í
haust. Og viti menn, í hvert sinh
hefur á því staðið, að ég hafi
gerzt brotlégur við þessa og
þessa grein laga frá þessum og
þessum tíma (ég man ekki nafn
og númer). Þetta hefur mér sárn
að, því þrátt fyrir ofangreint laga
brot álít ég mig löghlýðinn borg-
ara, eins og ég hef þegar tíund-
að. Ég hef borið minn kross I
hljóði og hefði aldrei um þetta
rætt, hefði ég ekki fyrir stuttu
séð í samtali í Morgunblaðinu
við fulltrúa lögreglustjóra þessa
setningu: „Nei. Afgreiðslur hjá
þessu embætti koma ekki á saka-
vottorð". — Nú er mér spurn, er
hér gerður mannamunur? Ég,
sem lagði bílnum mínum einu
SÖNGFÓLK
PÓLÝFÓNKÓRINN getur bætt við nokkrum söng-
röddum. Umsækjendur þurfa að hafa næmt söngeyra
og nokkra kunnáttu í tónlist, en söngþjálfun fer fram
á vegum kórsins og á hans kostnað.
Nánari upplýsingar gefur söngstjórinn, Ingólfur Guð-
brandsson í síma 2 16 80 kl. 6—7 síðdegis.
PÓLÝFÓNKÓRINN.
sinni rangt í þrjár mínútur fyrir
7-8 árum, er með flekkað saka-
vottorð, en náunginn, sem nú esr
tekinn fyrir 100 km hraða getur
veifað sínu sakavottorði óflekk-
uðu framan í mig. Hvernig má
það vera?
Löghlýðinn borgari".
0 Afnotagjald útvarps
Hlustandi skrifar:
„Nú sé ég að blöðin eru enn
einu sinni farin að skrifa um
hringavitleysuna í sambandi við
innheimtu afnotagjalda af út-
varpi. í einu blaðanna kvartar
einn borgarinn undan því, að
hann hafi fengið furðulegt bréf,
þar sem hann var krafinn um
greiðslu afnotagjalds, hann, sem
aldrei hefði útvarp átt. Ekki
skulu brigður á það bornar,
hvað þann ágæta mann áhrærir —
en ég gat ekki annað en brosað,
þegar einn málkunningi minn
fór að hafa orð á hinu sama —
það væri farið að rukka sig um
afnotagjald af útvarpinu. Hafði
hann mörg orð um þá svívirðu.
Ég vissi nefnilega, að hann var
búinn að hafa útvarp á heimili
sínu í tíu ár, allt frá því hann
gifti sig, en útvarpið skráð eign
föður hans. Þá hefur hann einnig
alltaf laust transistortæki í bil sín
um — og aldrei borgað eyri til
útvarpsins. Á sama tíma hef ég
borgað afnotagjald skilvíslega,
og auk þess afnotagjald af bílút
varpi í fimm ár. — En til þess
að vera sannleikanum samkvæm-
ur skal ég þó viðurkenna, að ég
hætti að borga af bílútvarpinu,
þegar ég keypti nýjan þíl fyrir
tveimur árum. í stað þess að fá
í hann fast tæki keypti ég trans-
istor-tæki, sem ég ekki borga af.
Það er engin kúnst að hafa það
ekki í bílnum við skoðun, eða
fela, þegar á þarf að halda.
Mergurinn málsins er þessi, nú
verandi innheimtuaðferð er ófær.
Allir, sem nenna og hafa skap í
sér til þess að svíkjast undan þvl
að greiða afnotagjaldið, geta það.
Byrðin lendir á hinum samvizku
samari, þeir verða að borgá brús
ann. Nú er vitað mál, að allir
landsmenn (ef til vill með sára
fáum undantekningum) njóta út
varpsins, jafnvel þótt þeir eigi
ekki tæki sjálfir. Afnotagjald út-
varpsins á því að vera nefskatt-
ur. Það er réttlátasta lausnin —
að minnsta kosti margfalt réttlát
ari en sá háttur, sem nú er á hafð
ur.
Hlustandi".
0 Sauðfé við vegarbrún
Jón Á. Árnason skrifar:
„Heiðraði Velvakandi.
Ég tel brýna nauðsyn bera til
þess að vekja athygli á þeirri
stórfelldu hættu, sem stafar af
sauðfé því, sem sífellt er að fara
yfir Reykjanesbrautina jafnt á
nóttu sem degi. Á síðastliðnu
vori var sáð grasfræi meðfram
vegi þessum frá Kúagerði og allt
á móts við Innri Njarðvíkur, og
siðan hafa að jafnaði verið um
100-150 kindur á beit í vegkant-
inum. Gras þetta hlýtur að vera
mjög gómsætt fyrir sauðfé, því
að sauðféð víkur varla frá
vegkantinum. Um þriðjungur
þessa fjár er dökkleitt, og því
gjörsamlega ósýnilegt í myrkri
og vondu skyggni.
Vegna þess hve vegkantamir
eru víða háir, er afar erfitt að
koma auga á kindur þær, sem
ætla yfir veginn, — jafnvel í dags
birtu.
Mig langar að beina þeirri fyr-
irspurn til sýslumanns Gullbringu
og Kjósarsýslu hvort honum sé
ekki unt að skylda fjáreigendur
til þess að hafa sauðfé þetta inn-
an girðinga að vetrarlagi. Ef svo
er ekki, getur þá sýslumaður ekki
gert fjráeigendum skylt að festa
glitmerki á féð. Slíkt ætti ekki
að vera kostnaðarsamt — og ég
er þeirrar skoðunar að trygging-
arfélögin. F.Í.B. eða Slysavama-
félagið mundu sjá sér hag i því
að útvega bændum viðeigandi glit
merki ókeypis. Stórfelldir skaðar
hafa þegar hlotizt, þegar bílar
rekast á sauðfé og sífellt voflryf
ir sú hætta, að manntjón hljótist
af slíkum árekstrum, einkum á
hraðbrautum.
Að lokum vil ég beina því til
vegamálastjórnarinnar, að hún
láti lagfæra glitmerkin í vegkönt-
unum, sem sauðféð hefur velt um
koll á liðnu sumri, — áður en
frost kemur í jörðu. Ég hef marg
sinnis séð fé vera að nudda sér
utan í merkjastólpana og má því
gera ráð fyrir þvi, að þeir þyrftu
að vera lengri og betur festir.
Jón Á. Árnason
Holtsgötu 19,
Reykjavík".
NÝ SENDING
MARY QUANT
SNYRTIVÖRUR
★ EYE GLOSS í ÖLLUM LITUM.
★ TEAR PROOF MASCARA — SVART
★ TITCH LIPSTICK — 10 MISMUNANDI LITIR
★ LIPSTICK — NÝIR LITIR
★ WATER PROOF LINER — „PEARL“ LITIR
★ PERFUME MILK — P.M.
k LIPGLOSS — STÓRKOSTLEG NÝJUNG.
O. M. FL. NÝKOMIÐ.
FÆST í STÓR-REYKJAVÍK HJÁ
• KARNABÆR
★ APÓTEK VESTURBÆJAR MELHAGA.
★ HOLTS APÓTEK, LANGHOLTSVEG.
★ GARÐS APÓTEK, SOGAVEG.
★ LAUGARNES APÓTEK, KIRKJUTEIG.
★ BORGAR APÓTEK, ÁLFTAMÝRI.
★ APÓTEK HAFNARFJARÐAR.
APÓTEK KÓPAVOGS.
HEII,DSÖLUBIRGÐIR:
BJÖRN PÉTURSSON & CO. H/F., SÍMI 18970.