Morgunblaðið - 29.09.1968, Side 14

Morgunblaðið - 29.09.1968, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. SEPT. 1968 Álafoss sendir íslenzkan hespulopa á markað í Ameríku og Evrópu— Viðtal við Pétur Pétursson, forstjóra Fyrir nokkrum dögum var drep ið á það hér í blaðinu, að ís- lenzkur lopi frá Álafossi væri að halda innreið sína á Bandaríkja- markað og að myndir af sýning- arstúlkum og börnum í ísienzk- um lopapeysum hefðu, ásamt um tali um íslenzku ullina og upp- skriftum af peysum, komið fyrir augu yfir 20 milij. kaup- enda sunnudagsblaðs dagblað- anna. í framhaidi af þessu, leit- uðum við til Péturs Pétursson- ar, framkvæmdastjóra Alafoss, og fengum hjá honum upplýsing ar um sölu á lopanum á erlend- um mörkuðum. En Álafoss hefur tekið upp þann hátt að snúa svo Pétu Pétursson lítið upp á lopaþráðinn og fram leiða hann í sérstökum hespu- pakkningum til sölu erlendis. Pét ur svaraði fúslega spurningum okkar og gekk síðan með okk- ur um verksmiðjuna á Alafossi. — Við gerum okkur miklar vonir um sölu á lopanum í Bandaríkjunum í framhaldi af þessari kynningarherferð, sem er að byrja þar. Á næstu vikum verða í blöðum hér og þar smá- greinar um lopann og íslenzku ullina í sambandi við kvenna- dálka og prjónauppskriftir sagði Pétur í upphafi samtals- ins. I þessari viku fengum við strax pöntun á IV2 tonni af lopa. Og áætlað er að hægt verði að selja ca. 8 tonn fyrir áramót. Umboðsmaður okkar í Bandaríkjunum, Reynolds Yarns Inc., hefur gefið okkur góðar vonir og gert þessa áætlun. Reyn olds eru sérfræðingar í sérstæðu igóðu garni. — Hvernig er lopinn sendur til Ameríku. Og hvaða hátt hefur Reynolds á að selja hann? — Fyrirtækið fær lopann fyrir Ameríkumarkað í hespum með merkimiða frá okkur á plast- hólki. Síðan setur það hespurn- I ar í sínar eigin pakkningar og ! selur með prjónauppskriftum, mest í prjónaverzlanir um allt I land, ski'lst mér. Lopinn er seld- ! ur við afhendingu hér, og Reyn- I olds-fyrirtækið hefur sjálft sam- I ið við Loftleiðir um flutning á sendingunum. Við erum búnir að senda til þeirra rúmlega 4 tonn ! í allt. Reynolds-fyrirtækið er bú ið að leggja í mikinn kostnað við ! að kynna þessa vöru og ætlar ! sér því að auka mjög söluna á henni. Sjálfir höfum við ekki lagt í annan kostnað en að taka á móti umboðsmanninum, rit- stjóra This Week og Maríu Guð- ! mundsdó'ttur, sem komu ti'l að gera myndirnar og textana, sem hirtast í auglýsingaskyni í blöð- um vestra. — Hvernig er íslenzku ull- inni tekið á erlendu mörkuðun- um? — Bæði Reynolds í Ameríku og umboðsmenn á Norðurlönd- um fara viðurkenningarorðurr um ullina, segja að þessi teg und af garni, þ.e. óspunninn lopi, sé framúrskarandi góð. Við byrjuðum fyrir ári að snúa að- eins upp á lopaþráðinn, sem ger ir hann sterkari og meðfærilegri fyrir erlendar konur, sem eru ó- vanar lopa. Raunar fer notkun einnig mjög vaxandi innarílands. Ég er nýbúinn að tala við umboðs mennina á Norðurlöndum, sem segja að þetta garn sé alveg sér stakt, en það taki langan tíma að vinna upp markað fyrir slíka vöru. í Danmörku og Nor- egi selja þeir lopann mest í laus um hespum, en í Svíþjóð í til- búnum pakkningum með upp skriftum. — Er hespu lopinn kominn á markað víðar erlendis? — Svolítið hefur verið selt til Kanada. Og svo erum við rétt að byrja að senda til Frakk lands. Þangað hefur farið send- ing til prufu og undirtektir verið góðar. Umboðsmaðurinn þar keypti einnig af okkur 100 pör af 3volítið útprjónuðum hálf háum ullarsokkum fyrir skíða- fólk. Og hann hefur fengið upp- skrift af þeim, til að selja með ullinni. — Hafið þið mikið af upp- skriftum? — Nei, ekki mjög mikið enn, svarar Pétur. En nógu mikið af uppskriftum er forsenda þess að lopinn komizt á markaðinn. Og við ætlum að fara að útbúa upp skriftir í stórum stíl. Aðallega höfum við verið með peysu upp- skriftir, en við seljum einnig dá lítið af fullbúnum peysum. Við verðum að hafa þær til, því um- boðsmennirnir selja þær stund- um búðunum, sem hafa lopann. Þær hafa peysurnar svo til sýn- is. — Og þið teljið þetta hina ina. Kaupið þið hana óhreina? — Við höfum borgað 20 kr. á kg. af óhreinni og óflokkaðri ull í sumar. Við eigum eigin þvotta- stöð og teljum hagkvæmt að vinna u'llina þannig. En í fram- tíðinni þarf að komast þarna á einhverskonar flokkun. Eins og er, fer ekki nægilega stór hluti Togið ræður miklu, en fleira kemur til, eins og það að ull- in sé óskemmd, ekki sandur í henni o.s.frv. f þvottasalnum þvo vélar 5. flokks ull í gólfteppaband. — Sjáið þér, svona fer lanolí- umolía í affall í þvottinum, allt upp í 5-6 prs. úr góðri ull, seg- ir Guðjón. Okkar draumur er að geta hagnýtt hana, því þetta er dýrmætt efni. En til þess þarf skilvindur og dýrar vélar, en fram'leiðslan er of lítil til að bera þann kostnað. Við höfum þó gert tilraunir með að ná því á kemískan hátt, en það ekki tekizt nægilega vel til að gagn sé í. Úr þurkvélinni er ullin blásin eftir stokk upp í spunaverksmiðj una, um 350 m. leið. Það var lengsta lögn af þessu tagi í Ev- rópu, þegar hún var tekin í notk un. Nokkuð af ullinni fer þó fyrst í litun og er það mik- ið nákvæmnisverk að líta. Tveir menn eru nú að taka græn gu'lt teppagarn úr litunarpottun um. Uppi á lofti komum við í vefstofuna. Þar er verið að vefa gólfteppi í fjórum vefstólum, — mynstruð, einlit teppi. Guðjón segir, að einlit, mynstruð teppi í sterkum litum hafi verið vin- sælust undanfarin 3 ár. Þetta er forsíðan á bæklingi m eð prjónauppskriftum úr íslenzk um hespulopa, sem Reynolds í B andaríkjunum gefur út. Salúnteppi verksmiðjuofin í fyrsta sinn. réttu aðferð til að komast inn á erlenda markaði? — Já, við teljum að þannig sé rétt að farið, til að koma vöru eins og íslenzkum lopa inn á erlenda markaði. Auðvit- að þurfum við sjálfir að gera stærra átak á mörkuðum erlend- is og við höfum verið að þreifa fyrir okkur með það. Við höfum þegar framleitt mikið magn með það í huga og flytja hespulop- ann út og erum bjartsýnir á að það takist. En ekki fer hjá því, þegar um svona vöru er að ræða, sem er alveg sérstök, að það taki langan tíma að koma henni inn á markaðinn. En all- ar undirtektir, sem við höfum fengið, eru góðar, og það gefur okkur bjartsýni. Við höfum einn ig kynnt lopann á Austur-Ev- rópumörkuðum, í Rússlandi og Póllandi, og bíðum eftir undir- tektum. — Hvernig er með verðið. Þyk ir íslenzka ullin of dýr? — Við seljum hespulopann með góðum hagnaði, og með til- liti til þess að þetta er sérstök gæðavara, er ekki kvartað yfir verðinu. En mikill kostnaður er í kringum þetta. Útbúnaður á uppskriftum og þessháttar er dýrt. — Þið fáið auðvitað ótakmark aða ull til að vinna úr? Hvað getið þið framleitt mikið? — Af hespulopa getum við auðveldlega framleitt 100 tonn á ári. Ætli við séum ekki með 30- 40 tonn, eins og er. Hvað ull- ina snertir, þá höfum við keypt mikið af ull í sumar og eigum miklar birgðir, um 200 tonn. En okkur vantar mórautt. Ekki er nema 1 prs. af ullinni mórautt og við sjáum fram á skort á þeim lit í framtíðinni og höf- um hugsað okkur að greiða á næsta ári hærra verð fyrir hana allt upp í 20 pr3. meira. — Hvað borgið þið fyrir ull- í 1. og 2. flokk. Og hespulopann jer aðeins hægt að vinna úr j bezta gæðaflokki. Auðvitað þarf að miða að því að vinna alla okkar ull í landinu. — Hvað gæti Álafoss unnið úr mikilli ul'l í allt? — Ég hugsa að verksmiðjan gæti, nánast með þeim vélakosti sem þar er nú, unnið úr 80 tonn um af óhreinni ull á mánuði. Hún vinnur nú úr 40-50 tonnum á mánuði. Verksmiðja Álafoss í Mos- fellssveit er allstórt fyrirtæki. Þar vinna nú um 90 manns, en alls eru hjá fyrirtækinu 105-110 starfsmenn. Hinir ýmsu þættir framleiðslunnar fara fram bæði í göm'lu verksmiðjuhúsunum og hinu nýja. Við göngum í gegn- um verksmiðjuna, með Pétri Pét urssyni, framkvæmdastjóra, og verksmiðjustjóranum, Guðjóni Hjartarsyni. í skrifstofu Guðjóns hangir spjald, sem sýnir framleiðsluá- ætlun á hinum ýmsu þáttum og hvernig tekst á hverjum tíma að fylgja áætluninni. — Framleiðsl an í verksmiðjunni hefur gengið mjög vel að undanförnu, segir hann. September verður mesti framleiðslumánuður verksmiðj- unnar til þessa. Untiið hefur ver ið úr upp undir 50 tonnum af óhreinni ull. Úr því fást um 28 tonn af garni, þ.e. lopa, teppa- garni, dúkagarni og svo fram- vegis. Fyrst komum við þar, sem tek ið er á móti u'llinni og hún flokk uð. Guðjón segir okkur, að í 1. flokk fari 7-8 prs., í 2. flokk um 40 prs. og hitt í 3-5. flokk. Um 20 prs. er grá ull og 1 prs. mórauð. Og í hverju liggur svo þetta mat á ullinni? Fyrsti flokk ur er greið ull með miklu þeli. 2. flokkur greið ull með meira togi og 3. ull með miklu togL María Guðmundsdóttir að veiða í íslenzkri lopapeysu. — Stærsti liður framleiðsl- unnar eru gólfteppi, segir Pét- ur Pétursson til skýringar. Við höfum hér breiðasta vefstól, sem til er í landinu. Hann er 3,65 m á breidd og það gerir samsetn- ingu á teppunum minni, sem þyk ir miki'll kostur. Einnig er unnið í gólfteppagarn fyrir aðra að- ila. Þá eru unnar værðarvoðir í talsvert Stórum stíl, einnig kápuefni, einkum í unglingakáp ur, og alls konar band, í sokka ryaband o.fl. Og svo er það okk ar þjóðfræga lopagarn, sem ís- lenzkar konur prjóna mikið úr. Þær kaupa það ennþá frekar en snúna hespulopann, enda er það ódýrara. Framhald A bls. 24

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.