Morgunblaðið - 29.09.1968, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. SEPT. 1966
Otgefandi
Framk vaemdas t j óri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúl
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Rítstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
Askriftargjald kr 120.00
í lausasölu.
Hf Arvakux, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjöm Guðmundsson.
Bjöm Jóhannsson.
Arni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
á mánuði innaniands.
Kr. 7.00 eintakið.
FRAMKVÆMDIRNAR
í BREIÐHOLTI
'palsverðar deilur hafa staðið
um nokkurt skeið um
störf Framkvæmdanefndar
byggingaráætlunar og fram-
kvæmdir hennar í Breiðholti.
Kjarninn í gagnrýninni hef-
ur verið sá, að ekki hafi tek-
izt að lækka byggingakostn-
aðinn þrátt fyrir greiðan að-
• gang að fjármagni og aðstöðu
mun að öðru leyti. Jafn-
framt hefur verið bent á, að
Breiðholtsframkvæmdirnar
sogi til sín svo mikið af fé
Húsnæðismálastjórnar að
mikill dráttur verði á lánveit
ingum til einstaklinga.
Einn af blaðamönnum Mbl.
hefur að undanförnu unnið
að sjálfstæðum athugunum á
framkvæmdunum í Breiðholti
og leitast við að komast að
hinu sanna í málinu. Niður-
stöður hans, sem birtar voru
í Mbl. í gær, eru í stuttu máli
þessar: í fyrsta lagi tókst
Framkvæmdanefndinni ekki
að ná meiri byggingarhraða
en almennt gerist. í öðru lagi
var tilraunin með innflutt ein
býlishús mjög einhæf og mis-
— heppnuð. í þriðja lagi hafa
nýjungar í byggingartækni
ekki reynzt sem skyldi, enda
ætlunin að hverfa frá mörg-
um þeirra á síðari byggingar-
stigum. í fjórða lagi fór verð
íbúðanna töluvert fram úr
áætlun og er yfir vísitöluverði
fjölbýlishúsa.
Framkvæmdanefnd bygg-
ingaráætlunar hefur haft
góða aðstöðu til að sinna verk
efnum sínum. Hún hefur haft
greiðan aðgang að fjármagni
og svo stórt verkefni við að
glíma, að það gefur tækifæri
til hagkvæmra innkaupa á
- byggingarvörum og hagnýt-
ingar nýrrar byggingartækni
til hins ítrasta. Samt sem
áður bendir allt til þess, að
öðru meginmarkmiði þessara
framkvæmda hafi ekki verið
náð, að lækka byggingarkostn
aðinn.
Löng reynsla er af því, að
framkvæmdir á vegum hins
opinbera verða dýrari en þær,
sem gerðar eru á vegum ein-
staklinga. Breiðholtsfram-
kvæmdirnar hafa notið stuðn
ings og góðvilja alls almenn-
ings. En ljóst er, að Fram-
* kvæmdanefndin verður að
draga réttar ályktanir af
þeirri reynslu, sem hún hefur
öðlazt. Eðlilegt virðist, að
framkvæmdir á vegum henn-
ar verði boðnar út og þannig
stuðlað að því, að upp rísi
stórir og öflugir byggingar-
aðilar. Miðað við fengna
reynslu eru engin rök fyrir
því að framkvæmd verksins
á síðari byggingarstigum
verði eins og á hinu fyrsta.
EINKAFRAMTAK
OG OPINBER
REKSTUR
¥ viðtali við Tryggva Ófeigs-
* son, útgerðarmann, í Mbl.
í gær, kom fram afar skýr
munur á togaraútgerð í einka
rekstri og opinberum rekstri.
Bæjarútgerð Reykjavíkur rek
ur 5 togara og eitt frystihús
og nýtur tugmilljóna styrkja
úr borgarsjóði Reykjavíkur.
Um þessar mundir er rætt
um nauðsyn þess að togararn
ir landi heima. Þar verða
menn að gera sér grein fyrir
aðstöðumun togaraútgerðar í
einkaeign og Bæjarútgerðar.
Styrkir borgarsjóðs til BÚR
þýða að sjálfsögðu að Bæjar-
útgerðin fær meira fyrir sinn
fisk en einkaútgerðin. Þess
vegna er aðstaða BÚR til
löndunar heima allt önnur og
betri en togara í einkaeign.
PORTÚGAL
VAKNAR
TVju má loks búast við breyt-
’ ingum í Portúgal. Dr.
Salazar hefur reynzt langlíf-
astur þeirra einræðisherra,
sem ri«ið hafa upp í Evrópu
á þessari öld. Og athyglisvert
er að það eru ekki nýjar þjóð
félagshreyfingar, sem hrekja
hann frá völdum heldur alvar
leg veikindi, sem verða til
þess að honum er veitt lausn
frá embætti, enda vart hugað
líf.
Ummæli eftirmanns hans
við embættistökuna benda
tvímælalaust til þess að nú
verði losað um tökin í Portú
gal og stjórnarhættir þar fær
ist í lýðræðisátt. Það var líka
tími til kominn. Stjórnarfar-
ið þar í landi hefur verið með
endemum í tíð dr. Salazars,
almenn mannréttindi lítils
virt og lífskjör fólksins hafa
lítið batnað.
Nú þegar breytingar virð-
ast í aðsigi í Portúgal er til-
efni til að benda á nauðsyn
umbóta á Spáni. Þar hefur
Franco hershöfðingi ríkt í
rúma þrjá áratugi að hætti
einræðisherra.
Stjórnarhættir í Spáni og
Portúgal hafa lengi verið
blettur á V-Evrópu, sem hef-
ur náð lengst í að þróa lýð-
ræðislegt stjórnarfar. Von-
andi er því að breytingar í
Portúgal leiði einnig til tíð-
inda á Spáni.
Stuðfiingsmenii hennar einangraðir —
EIGINKONA Mao Tse-tiungs,
Chiang Ohing, sem verið 'hef-
ur einn helzti forkólfur menn-
ingarbyltiingarinnar, er smátt
og smátt að glata hinum mi'klu
völdum og áhrifum, sem hún
hefur haft hingað til í Kína.
Áhrif hófsamra herforingja,
embættismanna og stjórnmála
manna hafa smám saman auk-
izt á kostnað hennar, og þeir
hafa stöðuigt hert á eftirliti
með rauðu verðliðunuim, sem
fengu að leika lausum hala
þegar menningarbyltingin stóð
sem hæst.
Skýrsla, sem nýlega barst til
Hong Kong, sýnir svo að ekki
verður um villzt, að áhrif
Chiang Ohings hafa dvínað að
undanförnu. í skýrslunni seg-
ir, að hermenn og verkamenn
hafi handtekið harðasta
kjarna stuðningsmainna henn-
ar í Rauða verðliðinu í Pek-
ing og tekið að sér stjórnina
í skóium og hás'kóium Kína-
veldis til þess að reyna að
lægja ólguna meðal stúdenta.
SAMTÖK LEYST UPP
Að iminnsta kosti átta
stærstu stúdentafélög rauðu
varðliðanna hafa verið leyst
upp eða mestu öfgamenn
þeirra rekmir úr þeim. Þessi
stúdentafélög hafa verið eitt
helzta tæki Ohiamg Chings í
valdabaráttunnL
Ósennilegt er talið að
Chiang Chang verði sjálf sett
af, þar sem hún er eiginkona
Maos, en sérfræðingar eru
þeirrar skoðunar að hófsamir
leiðtogar, sem eru með öllum
líkindum undir forystu Chou
En-lais forsætisráð'herra, reyini
að eimangira hana og gera
áhrif hennar að engiu með því
að fjarlægja þróttmestu stuðn
ingsmenn 'hennar.
Þekktasti rauði varðliðmn,
sem hefur verið handtekinn,
er Kuai Ta-fu, en 'hann var
leiðtogi fyrstu æskulýðssam-
takanna, sem komið var á fót
í menningarbyltingunni, hinna
svokölluðu „Chinkaianghan-
samtaka", sem skírð voru eft-
ir fyrstu skæruliðabækistöð
Maos frá árinu 1927.
Kuai lagði stund á efná-
fræði við Tshinghua-h áskóla í
Pe'king og var eimn 'helz-ti for-
sprakki árása þeirra, sem
Chiang Ching gerði í fyrra á
Wang Kuang-mei, sem er eig-
inkona Liu Shao-ehi forseta,
sem féll í ónáð.
Á opinberri fordæmingar-
samkundu var Wang Kuang-
mei neydd til þess að bera
sér til 'háðungar keðju, sem
gerð var úr borðtemnisboltuim,
og lesa upphátt „syndajátn-
ingu“ meðan Kuai og rauðu
varðliðarnir hans létu rigna
yfir faana rotnum ávöxtum og
formælingum.
í þakklætisskyni við tryggð
Chiang Ching.
sína í garð Chiang C'hing var
Kuai kjörinn meðlimur „bylt-
ingarnefndar“ þeirrar, sem
komið var á laggimar í apríl
1967 í Peking og tók öll völd
í borginnf í sínar hendur.
ANDVÍGUR
FRIÐUNARAÐGERÐUM
Ebki er fyllilega vitað um
ákærurnar á faendur Kuai, en
vitað er, að hann var andvíg-
ur nýrri herferð, sem 'hleypt
var af stokkunum í því skyni
að friða landið undir forystu
faermanna og verkamanna,
sem voru skipulagðar í svo-
kallaðar „áróðurssveitir hugs-
ana Maó Tse-tungs, sem eru í
raun og veru valdatæki.
Undirokun flokkshópa í Pek
ing eiga sér hliðstæðu í ráð-
stöfunum, sem gripið hefur
verið til gegn yfirmönnum
herstjórnarumdæma. Einn af
leiðtogum rauðra varðliða í
Kanton, Wu Chuan-pin, mun
'hafa verið handtekinn eftir
nýlegum fréttum að dæma, og
samtímis berast þær fréttir,
áð „byltingarnefndir" á öðr-
um svæðum séu óðum að
víkja öfgafyllstu meðlimum
sínum frá.
Um leið herma góðar faeim-
ildir í Hong Kong, að Ohiang
C'hing reyni með öllum ráð-
um að hefta þau öfl, sem vilja
eyða áhrifum hennar. Ósveigj
anleiki hennar kom greinilega
fram á fundi, sem faaldinn var
fyrir tæpum mánuði í Peking
til þess að fagna s'tofnum „bylt
ingarnefnda" hvarvetna í
Kína.
Á þessum fundi, sem faundr-
að þúsund manna munu hafa
verið viðstaddir, hélt Ohou
En-lai aðalræðuna og gætti
þess vandlega að minnast
hvergi á rauðu varðliða'ma og
lagði í staðinn áherzlu á mátt
hersins og „hinna vinnandi
stétta".
Síðan ihélt C'hiang Ohing
óundirbúna ræðu, og var engu
líkara en hún hefði ák'veðið á
síðustu stundu að tala á fund-
inum. í ræðu sinni gerði hún
ýmsar geðvonzkulegar og tví-
ræðar athugasemdir, sem virt-
ust sýna að faún væri óámægð
með fundinn og þá rás, sem
atburðirnir faafa tekið.
HRÓSAÐI ÆSKUNNI
— Ég vissi ekkj fyrr en í
morgun, að ætlunin var að
faalda þennan stóra fund, ihóf
hún máls, og skýrði síðan svo
frá, að hún faefði frétt „af til-
viljum" að hún mætti segja
örfá orð.
Því næst faélt faún því fram
— 'gagnstætt Ohou — að „byTt
ingaræskan og rauðu varðlið-
arnir hefðu lagt gífurlegan
skerf af mörkum á upphafis-
og milliskeiði menningairbylt-
ingarinnax“.
Áhrif Chiangs Shings faafa
aukizt og dvínað á víxl á und-
anförum árum og verið nokk-
urs konar loftvog í miskunn-
arlausri baráttu Maos, sem
vill umbylta þjóðfélaginu, við
raunsærri leiðtoga, sem vilja
ekki að faugsjóniir hams um
sæluTÍ'kið kollrvarpi þjóðfélag-
inu.
Kommúnista-
flokkur í V-
Þýzkalandi
Bonn, 26. sept. NTB
KOMMÚNISTAFLOKKUR
var stofnaður í Vestur-Þýzka-
Iandi í dag og svo virðist sem
stjórnvöld landsins láti það af-
skiptalaust, að minnsta kosti með
ákveðnum skilyrðum.
Kommúnistaflokkurinn var
bannaður í Vestur-Þýzkalandi
árið 1965, vegna þess, að hann
var álitinn vinna gegn lögum og
lýðræði. Vestur-þýzka stjórnin
hefur að undanförnu hinsvegar
gefið í skyn, að kommúnista-
flokkur yrði látinn viðgangast,
ef hann virti stjórnarskrána í
hvívetna.
Nýi flokkurinn er stofnaður
um svipað leyti og stjómin í
Bonn veltir því fyrir sér hvort
reyna skuli að banna flokk
þjóðernissinnaðra jafnaðar-
manna (NDP), sem margir álíta
samtök nýnazista.
íinnskeisarí
í Moskvu
Moskva 24. sept. — NTB
íranskeisari og Farah, drottn-
ing hans, hlutu konunglegar við-
tökur er þau komu til Moskvu í
dag í 10 daga opinbera heim-
sókn. Á móti þeim tóku Kosygin,
forsætisráðherra og Podgorny
forseti auk fleiri fyrirmanna. 21
fallbyssuskoti var hleypt af.
Keisarahjónin búa nú í Kreml.
— Með keisaranum er 12
manna sendinefnd, sem mum
ræða við Sovétmenn um aukin
viðskipti landanna.