Morgunblaðið - 03.10.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.10.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1968 TAUGARÓANDI TÖFLUM STOLIÐ MJÖG miklu magni af sterkum taugaróandi töflum var stolið úr Ingólfsapóteki aðfaranótt þriðju dags. Er talið, að 15-20.000 töfl- um hafi verlð stolið, en þær voru geymdar á hillu í herbergi inn af afgreiðslu apóteksins. Töfiur þessar eru af gerðunum Valium 5 og Valium 10, gular og bláar að lit, litlar um sig og á annarri hlið þeirra er skráð fram leiðsluheitið Roche og styrkleiki töflunnar. Rannsóknarlögreglan biður þá sem verða varir við þessar töflur í umferð, að gera sér strax viðvart. Starfsfólk Ingólfs Apóteks varð innbrotsins vart, þegar það mætti til vinnu á þriðjudagsmorg un, en brotizt hafði verið inn um glugga. Sem fyrr segir voru Valium-töflurnar geymdar á hillu í herbergi inn af afgreiðslu apóteksins, en svo vkðist sem innbrotsmaðurinn hafi strax fundið hilluna, því ekki varð séð, að hann hefði snert við neinu öðru í apótekinu. Tók hann allt sem í hillunni var. Úvenjulegar myndir af Elísabet drottningu — Myndir at drottningunni sitjandi í rúmi sínu birtar í blöðum London, 2. október — PA—NTB ELÍSABET Bretlandsdrottning er greinilega ekki hrifin af því, að blaðasnápar fái að hnýsast inn í konunglega dyngju hennar. Hef- ur myndum, sem sýna hennar hátign í rúmi hennar og birzt hafa í franska vikublaðinu „Paris Match“ og Lundúnablaðinu „The Daily Express", verið tekið kulda lega í Buckingham Palace. Lýstl talsmaður drottningar því yfir, að henni og fjölskyldu hennar þætti miður, að þessar myndir hefðu verið birtar í London en þær væru mjög persónulegs eðl- is. í The Daily Express er mynd af drottningunni látin ná þvert yfir hálfa forsíðuna, og sýnir, hvar hennar hátign situr uppi í rúmi sínu eftir fæðingu Edwards prins 1964. Þessar myndir birtust fyrst í Paris Match, en þetta franska blað kvaðst hafa fengið þær frá Englendingi og „yrði ekki skýrt frá því, hver hann væri.“ The Daily Express gefur í skyn, að Anna prinsessa dóttir drottning- ar hafi tekið að minsta kosti eina af myndunum. Talsmaður konungsf jölskyld- unnar sagði, að „enginn drægi í efa, að þetta væru mjög hrífandi myndir, sem fólk hefði gaman af að sjá. Það er bara það, að við höfum ekki hugmynd um, hvernig þær gátu nokkru sinni komizt í hendurnar á Paris Matc.“ Serge Lemoine, Lundúnarrit- stjóri Paris Mateh hefur sagt, að á morgun verði 42.000 eintök af blaðinu til sölu í London og ef eftirspurnin eftir blaðinu yrði meiri, yrðu fleiri eintök sótt með flugvél. Kvaðst Lemoine ekki hafa fengið neina beiðni frá kon ungsfjölskyldunni um að koma í veg fyrir dreifingu blaðsins í Bretlandi. Miðsvetrarpróf í MR felld niður ÁKVEÐIÐ hefur verið að fella niður miðsvetrarpróf í lærdóms- deild Menntaskólans í Reykja- 'vík. Fyrir rúmum 10 árum voru tekin upp svokölluð jólapróf og síðan miðsvetrarpróf og var það Sendinefnd ís- londs n nlls- herjnrþingi S.Þ. Ákveðið hefur verið að fulltrú- ar íslands á 23. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna verði þeir sem hér segir: Hannes Kjartansson, ambassa- ,dor, sem er formaður nefndar- innar og Haraldur Kröyer, sendi ráðunautur í New York. Þá hafa stjórnmálaflokkarnir tilkynnt eftirtalda fulltrúa í nefndina: Arinbjörn Kristinsson, forstjóri, fyrir Alþýðuflokkinn, Jónas Árnason, alþingismaður, fyrir Alþýðubandalagið, Kristján Albertsson, ' rithöfundur, fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Þórarinn Þórarinsson, alþingismaður, fyr- ir Framsóknarflokkinn. (Frá utanríkisráðuneytinu). aðallega gert til þess að losa kennara og nemendur við skyndi próf. Samkvæmt upplýsingum Einars Magnússonar, rektors, tókst ekki að útrýma skyndipróf- unum og hefur verið ákveðið að hverfa aftur til hins gamla skipu lags. í þriðja bekk munu þessi próf þó áfram verða við lýði. Ársein- kunn nemenda fer því eftir frammistöðu þeirra í skyndipróf unum, svo sem verið hefur. Eyðibýli og sögu frægt hús brann HVOLSVELLI. 2. okt. — Á mánu dag brann til kaldra kola gamla íbúðarhúsið að Hallgeirseyjar- hjáleigu í Austur-Landeyjum, en það var fyrsta verzlunairhús Kaupfélags Hallgeirseyjar, sem þá var. Ekki var búið í húsinu, en maður frá Hellu hafði þar kartöflugeymslu og geymdi þar verkfæri yfk- upptökutímann. Húsið var alelda á skammri stundu. Slökkviliðið á Hvolsvelli kom á staðinn en gátu lítið að- gert. Eldsupptök eru ókunn. Við seinni áreksturinn rifnaði vinstri hlið lögreglubílsins upp, afturhurðin opnaðist og menn- imir tveir köstuðust út á götu. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) Lögreglu- og slökkviisbílar í ofsaárekstrum — tveir menn fluttir meðvitundarlausir í Slysavarðstofuna LÖGREGLUMAÐUR og fangi vora fluttir meðvitundarlausir í Slysavarðstofuna eftir mjög harð an árekstur, sem varð milli lög- reglubíls og slökkviliðsbíls í gær. Mennirair komust báðir fljótt til meðvitundar aftur og fékk fanginn að fara af Slysa- varðstofunni í gærkvöldi, en lög reglumaðurinn mun hafa hlotið höfuðmeiðsl, sem ekki voru full- könnuð í gærkvöldi. Slökkviliðið var kallað að Mýr arhúsum á Seltjamarnesi laust eftir klukkan hálf fjögur í gær. Voru þrír bílar sendir á stað- inn og einnig lögreglubíll, en lög regluþjónarnir voru á leið með drukkinn mann í fangageymsl- una, þegar brunakallið kom. Á mótum Hofsvallagötu og Hringbrautar varð svo árekstur- inn. Lögreglubílnum var ekið suður Hofsvallagötu og á gatna- mótum lenti hann aftarlega á hægri hlið nýja dælubíls slökkvi liðsins, sem skemmdist þó ekki meira en svo, að hann hélt áfram ferð sinni á brunastað. Við þennan árekstur kastaðist afturhluti lögreglubílsins til hægri og skipti þá engum tog- um að tækjabíll slökkviliðsins lenti á vinstri hlið lögreglubíls- ins af miklu afli. Við það spennt ist afturhurð lögreglubílsins upp og mennirnir tveir, sem sátu aft- ur í bílnum, köstuðust út á göt- una. Hvorki ökumann lögreglu- bílsins né þann, sem sat við hlið hans sakaði, og enginn slökkvi- liðsmaður meiddist. Þriðji slökkviliðsbíllinn var kominn yfir gatnamótin, þegar fyrri áreksturinn varð. Um lít- inn eld var að ræða í Mýrar- húsum. Hafði kviknað þar í kyndiklefa og tók skamman tíma að ráða niðurlögum eldsins. Allir bilarnir voru með sírenur og rauð ljós. Rannsóknarlögreglan biður öll vitni á staSnum um að gefa sig fram, einkum ökumenn er biðu á gatnamótunum. Lögreglubíllinn skemmdist mikið aff framan í fyrri árekstrin- um. Menntoskólinn n Akureyri settur Brynjólfur Sveinsson hættur eftir 41 dr Akureyri, 2. okt. MENNTASKÓLINN á Akureyri var settur á sal kl. 2 í gær og flutti hinn nýskipaði skólameist- ari, Steindór Steindórsson, skóla setningarræðu. Nemendur verða 510-520 í 23 deildum og er það tveimur deildum fleira en var í fyrra. Kennarar eru 30. Nýir fastakennarar eru sex, Guðmund ur Ólafsson, Ingólfur Georgsson, Magnús Kristinsson, Rafn Kjart- ansson, Sigríður Erlingsdóttir og Trausti Árnason. 210-215 nem- endur búa í heimavistum og um 320 verða í mötuneyti. Brynjólfur Sveinsson, yfirkenn ari, lætur nú af störfum sem fasta kennari fyrir aldurssakir, en verður áfram stundakennari og gjaldkeri skólans. Hann hefur nú kennt í 41 ár, alltaf stærðfræði og íslenzku. Skólameistari ávarp- aði hann í ræðu sinni, þakkaði langt og merkt starf og afhenti honum málverk að gjöf frá sam- kennurum hans og vinum, sem tengdir eru skólanum. Brynjólf- ur þakkaði með nokkrum orð- um. Gagnger endurbót hefur farið fram á sal skólans í sumar, og hefur þar verið komið fyrir brjóst mynd af Björgvin Guðmunds- syni, tónskáldi, en hún er gjöf frá Austfirðingafélaginu á Akureyri, sem skólameistari þakkaði. f lok ræðu sinnar, ávarpaði skólameistari nemendur og komst m:a. svo að orði: „Þrot- laus vinna, hófsemi og samhug- ur við náungann fær eitt leyst vanda vorn, ekki aðeins stundar vanda líðandi tíma, heldur einn- ig hvílir framtíð og tilvera vor, sem frjálsar þjóðar, á hinum sama grunni. Ef oss gleymist aldrei að starfa í anda iðjusemi, hófs og góðvildar, mun vel fara og farnast. — Sv. P. Hríð hindraði upptöku ú kurtöílum Húsavík 2. okt. — Síðan að- faranótt laugardags hefur verið hér ríkjandi norðlæg átt me!ð snjókomu öðru hverju. Svo hér er hvítt yfir að líta. Snjór er þó ekki teljandi og greiðfært er um héraðið og til Akureyrar, en færð austur til Kópaskers og Raufarhafnar er eitthvað farin að þyngja. Mikið er enn af kartöflum í jörðu, en spretta í sumar mun hafa verið talin vel í meðallagi. Almennt ætluðu menn að taka upp kartöflur um síðustu helgi, en veðurguðinn leyfði það ekki Álitið er að frost hafi ekki enn skemmt kartöflurnar og vonandi koma hlýindin sem fyrst, svo hægt verði að ljúka haustverk- um áður en vetur konungur tek ur við völdum. __Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.