Morgunblaðið - 03.10.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.10.1968, Blaðsíða 10
f 10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 196« í MEXfKÓBORG ER FERÐAMAÐURINN HÆRRA EN Á HVANNADALSHNJÚK Ur húsagarffi hins fallega nýja sögusafns í Mexico. Þaff verffur menningarmiffstöff olympísku leikjanna og þar mun olympíueldurinn brenna. Hlíf, er safnar regnvatni niffur gegnum stilk inn í tjörn, veitir skjól og svala. FYRRI GREIN OLYMPÍULEIKAR eru að hefj ast í Mexiko. Eflaust hugsa ýms ir sér að fara þangað. í fyrra- vetur var blaðamaður frá Morg unblaðinu í Mexikoborg og lagði leið sína einmitt um þá staði, sem líklegt er að ferðamenn fari um, ef þeir sækja leikina. En það er Mexikoborg þar sem Olympíu- leikarnir eru haldnir, og Acapulco, þar sem siglinga- keppnin fer fram. Milli þessara borga er ákaflega skemmtileg leið, sem gefur einmitt góða hug- mynd um Mexiko, því höfuð- borgin stendur uppi á sléttunum í yfir 2200 m hæð yfir sjávar- máli og með því að aka niður fjalllendið til strandar, þar sem Acapulco er, er farið í gegnum öll gróðurbeltin og margvíslega lifnaðarhætti fólksins. Á þessari 'leið eru sérlega skemmtilegir smá bæir, eins og Cuarnavaca og silf urbærinn Taxco. Tilvalið er að fara þetta á tveimur dögum og gista í Taxco. Reyndist það blaðamanni Mbl. svo vel, að hann gerði það í báðum leiðum. Mexiko er ákaflega skemmti- legt land á mælikvarða ferða- mannsins. En það er langt frá íslandi. Þó tekur ferðin ekki svo langan tíma, því hægt er að fara með Loftleiðaflugvél til New York og þaðan fljúga flugvélar daglega og oft á dag. Svo langa leið er auðvitað dýrt að fljúga. f fyrra kostaði farið fram og aftur frá New York til Mexiko- borgar 220 dollara með Eastern Airlines. En hægt mun vera að komast frá íslandi fyrir um 20 þús. En þegar komið er til Mexiko er flest ódýrt miðað við önnur lönd, Þó háir það ferðamannin- um þar, eins og svo vfða í fá- •tækum löndum, að hann verður að gæta sín vel að drekka ekki vatn hvar sem er og neyta þá heldur ekki ávaxta af mörkuð- um, því þeir eru þvegnir úr menguðu vatni, og þiggja ekki ísmola út í drykkinn sinn nema á viðurkenndum ferðamannahót elum. Öruggu staðirnir fyrir út- lenda ferðamenn að þessu leyti eru því hótelin og stórir veit- ingastaðir, þar sem ferðamenn hafa auðvitað sprengt upp verð- ið. Heimamenn eru vanir gerlum í vatninu, sem margir gestkom- andi verða fárveikir af, ef þeir gæta sín ekki. Hótelin hafa hreinsað vatn og þau glæsileg- ustu hafa það jafnvel í krönum í herbergjum. Þess er rétt að geta að ferðaskrifstofa hér er að skipuleggja ferðir á Olympíu 'leikana fyrir einstaklinga fyrir 35 þús. kr. með hótelum. Sá, sem staddur er í Mexikoborg, er hærra yfir sjávarmáli en þó hann væri á hæsta tindi íslands, Hvannadalshnjúk. Þessa gætir nokkuð, ef maður ætlar að ganga langt eða leysa af hendi eitthvert erfiði. En iðjulaus ferðamaður finnur tæplega til þessa. Borg- in stendur á sléttu með eld- brunnum fjöllum í kring. Þaðan er jöklasýn, því snævi þaktir tindar Popoctepetl og Ixtaccihu- atl gnæfa upp yfir fjöllin í fjaska. Strax og komið er til borgar- innar, áttar ferðamaðurinn sig á því að þetta er vissulega stór- borg. I Mexikoborg búa um 6 millj, manna og eru aðeins Tokyo, London, New York, Shanghiai og Moskva stærri. Maður verður þessa strax var. Ekkert er hægt að fara nema í einhverju farar- tæki. Ein aðalgatan,Reforma, er víst um 50 km. á lengd, ef allt er talið. Þetta er mikil og glæsi- Jeg breiðgata, sem torg með minn ismerkjum og grasflötum slíta. Þarna eru hótel, verzlanir, skrif- stofur flugfélaganna (m.a. Loft- leiða) og fleiri stórfyrirtækja og lengra í burtu er aðallistigarður borgarinnar, Chapultepec, með höll og söfnum. M.a. er þar hið nýja og fræga sögusafn, sem all- ir ferðamenn hljóta að sjá. Þó leigubílar séu samkvæmt mæli ákaflega ódýrir, getur ferðamað urinn lent í vanda, ef hanm ekki varar sig á bílstjórunum. Leigu bíllinn minn út í sögusafnið kost aði 6 peso, en enginn af hinum fjölmörgu leigubílstjórum við safnið vildi aka mér fyrir minna en 30 peso til baka og ekki að ta'la um að aka eftir gjaldmæli. Úti á breiðgötunni mátti þó taka strætisvagn í bæinn fyrir hluta úr peso, ef maður vissi af hon- um. Á þessari götu hafa Mexi- kanar einmitt tekið upp fyrir- komulag, sem ég þekki ekki ann ars staðar. Svokallaðir Peseros aka fram og aftur eftir þessari löngu götu og rétta út hendi íeð uppréttum tveim fingrum, ef enn er laust sæti í bílnum hjá þeim. Fyrir einn peso getur far- þeginn svo setið í svo langt sem f hann vill eftir beinni línu og stig Éj ið Út þar sem hann vill. Satt að segja voru leigubílstjórarnir í Mexikoborg eitt af því fáa hvim | leiða í þessu ágæta landi. Mexikanar eru skemmtileg blanda af tveimuf kynþáttum og tvenns konar ólíkri menningu, || sem virðist hafa runnið alveg s|§ saman. Þeir eru Indjánar og Spánverjar, í útliti miklu líkari Indjánum en maður heldur fyr- irfram. Allt ber merki um þenn- an tvöfalda menningararf. hegð- un íbúanna, byggingar þeirra, andlitssvipurinn, mataræðið o.s. frv. Við erlenda gesti eru Mexi- kanar að jafnaði elskulegir, frjá'lslegir og sérlega hjálpfúsir, en þeir ætlas't líka til að gestur- inn komi fram af sömu kurteisi og tilgerðarleysi. Mexikanar eiga sér gamla menningu, og reyndar er nauðsynlegt að hafa svolitla nasasjón af sögu þeirra, ef kom- ið er til Mexiko. Áður en saga Norður Evrópu varð til, var Mexiko orðið eitt mesta menningarríki veraldar, og nær sagan 4000 ár aftur í tím- ann. Taiið er að þjóðflokkar hafi komið frá Asíu yfir Norður Am- eríku og sezt að þarna á háslétt- unum, þar sem spruttu upp ýms menningarríki. Mayarnir höfðu t.d. tímata'l og stærðfræðilega tækni löngu á undan Evrópu- mönnum. Aztekarnir settust að rétt sunnan við Mexikoborg á 14. öld fyrir Krist og þar sem við höldum okkur einmitt í ferðinni á sömu slóðum og þeir, skulum við láta okkur nægja að segja frá þeim. Sagan segir, að guðir- nir hafi bent þeim á að setjast að, þar sem .örnin sæti á kaktusi og gleypti snák. Og þeir komu einmi'tt auga á örn eta slöngu á kletti úti í stóru vatni þarna á saltsléttunni. Ekki lótu þeir það á sig fá, heldur settust þarna að og upp reis menningarríki. Þeir reistu geysileg hof, settu upp skóla og skrifuðu má'l, sem geym ir sögu þeirra og komu sér upp ótrúlega nákvæmu tímatali. Þeir ófu, unnu málma og gerðu leirker og byggðu upp hleypta vegi eða brýr til lands. Þetta efur smám saman verið fyllt upp svo nú verður ma^ur ekki var við að borgarstæðið hafi ein- hvern tíma verfð stöðu- vatn. Þessu getur maður fengið að kynnast nánar í sögusafninu fræga í Chapultecgarði við Re- forma. Á neðri hæðinni eru að allega minjar hins forna Mexi- ko, en á efri hæðinni eru sýnd- ir nútíma lifnaðarhættir Mexi- kana í hinum ýmsu héruðum. Safnbyggingin sjálf er ný og stór kostleg. Hún er byggð kringum stóran húsagarð, en þar gnæfir yfir nokkurs konar risaregnhlíf úr steini, sem safnar regni að miðju og veitir því niður gegn- um stilkinn og síðan nýtist það í tjörn, en svali og skjól mynd ast í garðinum. Línurnar og öll arkitektúr hússins er svo fallegt að undrum sætir. Trú Aztekanna krafðist stöð- ugra mannfórna og voru þeir því síður en svo vinsælir nágrann- ar. Þegar Hernan Cortes kom 1519 til að leggja Mexiko undir Spánarkonung, fékk hann auð- veldlega stuðning frá öðrum kyn flokkum, og gat með þeirra hjálp sigrað hið 200 ára gamla Azt- ekaveldi á tveimur árum. f næstu 300 ár blaki fáni Spánar yfir Mexiko. Ekki var þar þó frið- samlegt. Annars vegar í deilun- um voru Indjánar og Mexikan- ar, hins vegar herinn, kirkjunn- ar menn og voldugir landeigend ur. 1810 sauð upp úr hjá bænd- unum, sem gerðu byltingu og 1821 höfðu Mexikanar brotizt undan spænsku krúnunni. Ekki leiddi það þó til meiri friðar í landinu. Hver hendin var upp á móti annarri og barizt var um völdin, þar til Napoleon III i Frakklandi greip í taumana og sendi her. Hann setti Miximil- ian erkihertoga frá Austurríki keisara Mexiko 1864, en skildi hann og Karlottu konu hans svo eftir varnarlaus og herlaus, svo Juare, næsti forseti, lét einfald- lega taka þau af lífi. Skömmu seinna tekur við 30 ára einræði Portfirio Diazar, sem endar með bændauppreisninni 1910, þar sem sundurleitir fuglar eins og Mad ero, Emiliano Zapata og Pancho Villa o.fl. hafa forustuna. Á næsta áratug lýstur sundurleit- ustu öflum saman og næstum tæta sundur hina nýfrjálsu þjóð,. 1920 sezt Calles á forsetastól og síðan hafa kosnir forsetar tekið Framh. á bls. 21 Frá Mexikoborg. Þar blandast saman fornar minjar og nýtízku legar byggingar. Hluti af geysistóru veggmálverki eftir Diego Rieva í Þjóffar höllinni á Zocalotorgi í Mexikobarg. Hún sýnir Tlatelolco- markaðstorgiff fyrir daga Spánverjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.